Morgunblaðið - 07.12.2003, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Beckham segir frá kynnum af Kryddstúlkunni
Victoriu, frægðinni sem fylgir þeim hjónum,
sigrum og ósigrum innan og utan knattspyrnu-
vallarins og æsku og uppeldi sínu. Hér er grip-
ið niður í frásögn af fyrstu kynnum Beckhams
og Victoriu.
Ég ákvað að vera á bíl næst þegar viðVictoria hittumst. Ástæðan var ekki súað ég hefði eitthvað betri hugmynd enhún um hvert við gætum farið. Móðir
Victoriu og bróðir hennar, Christian, óku
henni að uppáhaldsstefnumótastaðnum okkar,
bílastæðinu við City Limits. Þegar hún var að
stíga út úr BMW móður sinnar hallaði Christ-
ian sér að mömmu sinni og hvíslaði:
„Hann á að minnsta kosti almennilegan bíl.“
Ég hafði lesið einhvers staðar að Victoria
væri hrifin af Aston Martin, svo mér tókst að
kría út splunkunýjan silfurlitaðan DB7 beint
frá umboðinu. Ég sagði sölumanninum að ég
væri að spá í að kaupa hann. Ég hefði auðvitað
staðið við það hefði Victoria viljað það. Þegar
við höfðum skipst á okkar venjulega „Ég veit
það ekki – hvert vilt þú fara?“ ákváðum við að
keyra til Southend. Ég hafði oft farið á strönd-
ina þar þegar ég var lítill, með mömmu og
pabba og Lynne og Joanne. Á þeim árum var
öllum sama um ástand strandarinnar. Við
höfðum alltaf stungið okkur beint í sjóinn og
notið hverrar stundar. Þegar við vorum komin
út á North Circular-veginn uppgötvaði ég að
það var ekkert vegakort í þessum splunkunýja
bíl. Það sem verra var þá mundi ég ekki leið-
ina. Pabbi hafði alltaf keyrt, og líklega hef ég
alltaf verið of niðursokkinn í leik við Joanne í
aftursætinu til þess að taka eftir því hvert við
fórum.
Ég gat ekki sagt Victoriu að ég væri orðinn
villtur áður en við vorum í rauninni komin út
úr London. Svo ég keyrði bara áfram; alla leið
til Cambridge. Við stoppuðum þar og fengum
okkur pítsu á veitingastað í miðbænum. Okkur
var alveg sama þótt nokkrir gestir þar inni
sneru sér við til að horfa á okkur. Mér fannst
eins og ég og Victoria hefðum staðinn út af fyr-
ir okkur. Við keyrðum síðan aftur til London
og hún fór úr bílnum heima hjá foreldrum sín-
um. Loksins höfðum við átt almennilegt
stefnumót, borðað saman hádegisverð, jafnvel
þótt það hefði verið 70 mílum norðar en við
upphaflega áætluðum.
Næsta stefnumót okkar var líka yndislegt.
Við vorum í öftustu sætaröð í kvikmyndahúsi í
Chelsea. Við sáum Tom Cruise í Jerry Mag-
uire en það eina sem skipti mig máli var höndin
sem ég hélt utan um. Stóra málið var hins veg-
ar að fara með Victoriu heim til foreldra henn-
ar eftir bíó og hitta Tony og Jackie í fyrsta
sinn. Við gengum inn og ég man hvað ég var
óframfærinn. Ég settist niður á sófa, einn af
þessum stóru sófum með leðri sem var fest á
með litlum hnöppum. Ég hafði áhyggjur af því
hvaða hljóð heyrðust ef ég hreyfði mig til þess
að komast í þægilegri stellingu.
Mamma Victoriu kom niður og kynnti sig.
Jackie getur virst dálítið hvöss þegar maður
hittir hana í fyrsta sinn. Að minnsta kosti
fannst mér það þetta kvöld. Það var kannski
alveg eins sjálfum mér að kenna. Kannski
hafði ég ímyndað mér að hún væri hvöss í minn
garð.
„Svo þú ert knattspyrnumaður?“
Foreldrar Victoriu höfðu lítinn áhuga á
knattspyrnu. En þau bjuggu í Goff’s Oak, þar
sem margir knattspyrnumenn áttu líka heima.
Þau þekktu því nokkra eldri knattspyrnu-
menn.
„Með hvaða liði leikur þú?“
Ég held að þeim hafi, af einhverjum ástæð-
um, ekki litist vel á það að dóttir þeirra væri
með knattspyrnumanni. Kannski höfðu þau
haft slæm kynni af knattspyrnumönnum. Og
nú yrði ég að líða fyrir það, að minnsta kosti
þangað til þau hefðu kynnst mér betur.
Kannski héldu þau að knattspyrnumenn væru
allir hávaðaseggir og monthanar. Ég sat bara
frosinn í sófanum þeirra og var alltof stress-
aður til að segja meira en fáein orð. Þau
ráku mig alla vega ekki út, og eftir smá-
stund buðu þau góða nótt og gengu upp á
efri hæðina. Ég veit að öllum mömmum og
pöbbum finnst enginn kærasti nógu góður
fyrir litlu stúlkuna sína. Þetta og það, að ég
skyldi vera knattspyrnumaður, hefur kannski
átt þátt í því að Tony og Jackie féllu ekki alveg
í stafi yfir mér í fyrstu. Þau þekktu samt Vict-
oriu sína og þar með voru þau fús til að kynn-
ast mér. Ég var ánægður með að þau vildu
það. Þegar maður giftist konu verður
maður hluti af fjölskyldu hennar.
Tony og Jackie hafa tekið mér opnum
örmum þótt ég hafi ímyndað mér
þetta fyrsta kvöld að það hafi andað
köldu í minn garð.
Ég og Victoria vorum svo ham-
ingjusöm að hafa fundið hvort annað
að við gátum alveg hugsað okkur að
segja hverjum sem var frá því. Þannig er
að vera ástfanginn; maður vill að allur heim-
urinn viti af því. En við urðum að halda sam-
bandinu leyndu. Simon Fuller vildi hafa það
þannig, og ég held að Victoria hafi skilið hvers
vegna, að minnsta kosti í fyrstu. Hvað átti ég
að segja? Í sannleika sagt fannst mér á vissan
hátt feluleikurinn allur dálítið spennandi; að
við þyrftum að hittast í laumi og mættum eng-
an láta sjá okkur.
Andar köldu
Samskipti Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóra Manchester United, við Beckham og
aðra liðsmenn voru á tíðum stormasöm.
Það var aftur orðið kalt á milli okkar. Eitt-
hvað hafði farið í taugarnar á stjóranum, en ég
vissi ekki hvað. Það eina sem ég vissi var að
það var aftur komin spenna í samskiptin, og ég
var öruggur um að eitthvað ætti eftir að
bresta. Ég man eftir samtali við einn félagann
á föstudegi fyrir leikinn gegn Arsenal:
„Það er eitthvað í ólagi. Það er eitthvað að
angra hann. Það á eitthvað eftir að gerast á
morgun.“
Okkur gekk ekki vel í leiknum. Arsenal
skoraði heppnismark eftir að boltinn hafði haft
viðkomu í varnarmanni eftir aukaspyrnu. Í
hálfleik kvaðst stjórinn ekki vera ánægður
með spilamennsku mína. Það væri ekki mitt
hlutverk að leika í stöðu hægri bakvarðar.
Hann sagði að ég ætti að sækja meira upp völl-
inn og setja pressu á Ashley Cole. Ég skildi
ekki hvað hann átti við. Ég leit á Gary, sem
spilaði að sjálfsögðu fyrir aftan mig, og ég sá
að hann var ekki heldur sammála honum. En
það hafði engan tilgang fyrir mig að segja
neitt. Við vorum ekki nema 1-0 undir og við
höfðum verið jafn mikið með boltann og þeir.
Núna höfðum við 45 mínútur til þess að laga
stöðuna.
En þetta versnaði bara. Snemma í seinni
hálfleik átti Edu stungusendingu inn fyrir
vörnina á Wiltord og Arsenal var komið með
tveggja marka forystu. Ég lék ekki vel. Það
gerðu hinir reyndar ekki heldur. Inni í bún-
ingsklefa eftir leikinn fór ég strax úr skónum
og legghlífunum, því ég hafði fengið högg á fót-
inn og hafði verið skipt út af. Stjórinn kom inn,
lokaði dyrunum á eftir sér, fór úr jakkanum og
hengdi hann upp á snaga. Það fyrsta sem hann
sagði var:
„David. Hvað um annað markið? Hvað
varstu að gera?“
Var hann að kenna mér um markið? Þetta
kom mér alveg á óvart.
„Það var ekki mér að kenna. Þeirra maður
lagði af stað með boltann einhvers staðar inni á
miðsvæðinu.“
Stjórinn hélt áfram: „Við sögðum þér frá
þessu fyrir leikinn. Vandamálið með þig er að
þú hlustar ekki.“
Ég trúði ekki því sem ég heyrði. Ég hafði
hlustað og viljað hlusta allan minn knatt-
spyrnuferil. Ég hafði hlustað á stjórann frá því
fyrsta daginn sem ég hitti hann og ég hlustaði
ennþá á hann.
„David. Þú verður að læra að taka því þegar
þú hefur rangt fyrir þér.“
„Fyrirgefðu, stjóri, en ég hef ekki rangt fyr-
ir mér. Þetta var ekki mér að kenna og ég tek
ekki á mig sökina.“
„Jú, það er nákvæmlega það sem þú gerir.
Þú tekur á þig sökina.“
Það heyrðu allir í búningsklefanum hvað var
að gerast. Það vissu allir að ég hafði á réttu að
standa. Það hefði verið hægt að benda á sex
aðra leikmenn í aðdragandanum að öðru
marki Arsenal. En samkvæmt stjóranum var
mér einum um að kenna. Mér fannst eins
og verið væri að níða mig á almanna-
færi, af engri annarri ástæðu en
hreinu hatri. Ég var kominn í
sjálfheldu. Og ég bölvaði hon-
um upphátt, sem enginn leik-
maður ætti að gera við fram-
kvæmdastjórann sinn, allra
síst United-leikmaður. Það
sem gerðist í framhaldinu
virðist harla óraunverulegt
núna þegar ég rifja upp þenn-
an dag.
Æft með Kingfisher
Fótboltaáhuginn gerði
snemma vart við sig og Beck-
ham var ungur að árum þegar
hann lærði að taka aukaspyrn-
ur.
Strax frá sjö ára aldri var
pabbi farinn að taka mig með á
æfingar hjá Kingfisher á miðviku-
dagskvöldum. Æfingarnar voru á
stað sem kallaðist Wadham Lodge,
rétt hinum megin við North Circul-
ar Road, skammt frá heimili okkar.
Ég á góðar minningar frá þessum
kvöldum. Þær tengjast ekki bara
pabba og vinum hans heldur líka
sjálfum vellinum. Það tók um tíu
mínútur að keyra að heiman á
völlinn. Við ókum eftir þessari
löngu götu með húsaröðum og
beygðum inn í gegnum stórt,
blámálað tréhlið, framhjá
fyrsta bílastæðinu, að öðru
bílastæðinu sem var alveg við
hlið æfingavallarins. Þetta
var malarvöllur gerður úr
gulri möl og rauðamöl. Hann
var með alvörumörkum með
netum og við völlinn var lítið
félagsheimili með bar þaðan
sem hægt var að fylgjast
með leikjum. Hinum megin
við völlinn voru þrír til fjórir
aðrir vellir, þar af einn sem
var þeirra bestur en hann
var frátekinn fyrir bikarleiki
og fyrir sérstaka viðburði. Sá
völlur var umluktur lágreist-
um vegg og við hann voru tvö
varamannaskýli. Á þessum
árum fannst mér þetta vera
gríðarstór leikvangur. Mig
dreymdi um að fá tækifæri til
að spila þarna einn daginn.
Wadham Lodge naut ekki
mikillar umhirðu á þessum
árum. Ég man að búnings-
klefarnir voru með skítugum
gólfum, fáar ljósaperur í lagi
og vatn lak í dropatali úr
köldu sturtunum. Svo var
það þefurinn af áburðinum
sem leikmenn nudduðu á
fæturna. Lyktin skall á vit-
um þess sem gekk inn í bún-
ingsklefann. Völlurinn var
flóðlýstur, reyndar aðeins
sex lampar á hverju mastri. Á hverju keppn-
istímabili slokknaði á ljósunum í miðjum leik
og þá var einhver sendur inn í búningsklefann
með skiptimynt til að setja í mæli sem var þar
inni í skáp.
Þarna æfðum við á keppnistímabilinu en við
komum líka til Wadham Lodge í sumarfríum.
Pabbi hljóp þarna og lék líka með liði í sum-
ardeildinni. Ég kom með og horfði á leiki. Við
æfðum okkur saman á undan og eftir leikinn
og á meðan hann fór fram á stóra vellinum
fann ég aðra stráka og við skiptum í lið á vell-
inum við hliðina með rauðamölinni. Mestallan
minn knattspyrnuferil hef ég verið hjá félögum
þar sem allar aðstæður eru til fyrirmyndar og
allar þarfir uppfylltar en ég er þakklátur því að
hafa kynnst stað eins og Wadham Lodge.
Sjáið til, ef ég hefði ekki vanið komur mínar
þangað með pabba hefði ég hugsanlega alist
upp án þess að kynnast Sápu á reipinu, eins og
við kölluðum það. Til að skýra þetta nánar þá
var Wadham Lodge staðurinn þar sem ég
byrjaði að taka aukaspyrnur. Þegar allir aðrir
voru hættir og komnir inn í félagsheimilið var
ég með bolta við vítateigslínuna og tók háar
spyrnur að markinu. Í hvert sinn sem ég hitti
slá eða stöng græddi ég 50 pens aukalega í
vasapeninga þá vikuna. Og klapp á öxlina, sem
var ekki síður mikilvægt.
David Seaman fékk á sig klaufalegt mark gegn Brasilíumönnum á
HM 2002. Hér fær hann hlýjar kveðjur frá Beckham eftir leikinn.
David Beckham segir í sjálfsævisögu sinni, Mín
hlið, frá sínum innstu hugsunum.
David Beckham – Mín hlið í skrásetningu Tom
Watt og þýðingu Guðjóns Guðmundssonar kemur
út hjá Pjaxa. Bókin er 350 bls. að lengd og prýdd
fjölda mynda.
Beckham –
Mín hlið
Stóra ástin í lífi
Beckhams, Krydd-
stúlkan Victoria.
Bókarkafli Um fáa íþróttamenn hefur verið meira rætt og ritað en enska knatt-
spyrnusnillinginn David Beckham. En hver er maðurinn á bak við fótboltahetjuna,
fjölskyldumanninn og tískufyrirmyndina? Íþróttafréttamaðurinn
og rithöfundurinnTom Watt kynnti sér lífshlaup kappans.
AFP/Getty Images