Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 51 DAGBÓK Ullarsjöl í mjúka pakkann Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið í dag frá kl. 13-17 Hverafold 1-3 Torgið Grafarvogi Sími 577 4949 Gullfallegir hátíðarkjólar Opnunartími: Frá kl. 11-18 mánud.-föstud. og frá kl. 12-16 laugard. w w w .d es ig n .is ' 2 0 0 3Fæst um land allt Dreifingara›ili: Tákn heilagrar flrenningar Til styrktar blindum Tilvalinjólagjöf Kringlunni 8-12, sími 553 3600, www.olympia.is DÖMU OG HERRA flannel náttbuxur Fást aðeins hjá okkur Árshátíð Félags harmonikuunnenda í Reykjavík og Þjóðdansafélags Reykjavíkur verður haldin í kvöld í Glæsibæ. Hátíðin hefst með borðhaldi kl. 20.00 en dansleikur hefst kl. 22.30. Harmonikuhljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi til kl. 02.00. Miðaverð kr. 3.700. Miðaverð á dansleik kr. 1200. Borðapantanir í síma 568 6422 og 894 2322. Allir velkomnir. STJÖRNUSPÁ Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert viðkvæm/ur og mikil einstaklingshyggjumann- eskja. Þú þarft mikið frelsi í samböndum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur breyst ótrúlega mikið á síðastu tveimur áratugum. Þegar þú verður búin að skapa þér heimili verður næsta verk- efni þitt að finna þér innihalds- ríkt ævistarf. Naut (20. apríl - 20. maí)  Árið 1999 skipti sköpum í lífi þínu. Á þessu og næsta ári eru líkur á að flutningar og breyt- ingar í vinnunni valdi straum- hvörfum í lífi þínu. Reyndu að sigla í gegnum breytingarnar á róseminni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Reyndu að gera sem mest úr þeim tækifærum sem þér bjóð- ast í fasteignaviðskiptum fram í september á næsta ári. Þú ættir einnig að geta bætt sam- skiptin innan fjölskyldunnar á þessum tíma. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Á þessu ári hefst nýtt 29 ára vaxtatímabil í lífi þínu. Tímabil missis og sorgar er liðið hjá þannig að þú getur horft björt- um augum til framtíðarinnar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er mikilvægt að þú haldir áfram að koma skipulagi á eig- ur þínar. Farðu í gegnum skáp- ana og fleygðu því sem þú þarft ekki lengur á að halda. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft að sýna þolinmæði í þínu nánasta sambandi. Mars hefur verið beint á móti merk- inu þínu í næstum hálft ár og það veldur spennu í samband- inu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Á þessu tímabili í lífi þínu færðu tækifæri til að gera hluti sem þig hefur lengi langað til að gera. Nú sérðu líka skýrt hvað það er sem ekki gengur upp í lífi þínu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þetta er undirbúningstími í lífi þínu. Eftir eitt eða tvö ár muntu síðan upplifa uppskeru- tíma í starfi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Júpíter er 1.300 sinnum stærri en jörðin og stendur því fyrir ofgnótt, auð og velgengni. Þú getur hugsað þér gott til glóð- arinnar því Júpíter hefur sterk áhrif á merkið þitt fram í sept- ember. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nýttu þér þau tækifæri sem upp koma á næstu mánuðum til að ferðast og auka menntun þína. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Maki þinn og vinir geta hjálpað þér á einhvern hátt. Þú munt líklega fá arf, styrk, lán eða aðra fyrirgreiðslu á næsta ári. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Samband þitt við maka þinn blómstrar. Þér finnst þú met- in/n að verðleikum og það gerir þér auðvelt að sýna glaðværð og umhyggju. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. GAMALL MAÐUR MEÐ STAF Meðan vindurinn lék sér við garðblóm hins guðhrædda manns og gatan dunaði af skóhljóði erlendra herja, sat ég og horfði á ljósið, sem leiftraði um veginn, og leitaði að minningu einhvers, sem hafði gerzt. Ég leitaði án afláts, og brjóst mitt titraði af trega, og þó var mér ljóst, að það hafði ekkert gerzt. Steinn Steinarr LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA ALÞJÓÐASAMBAND bridsblaðamanna hefur þann ágæta sið að velja bestu spil hvers árs og veita viðkomandi spilurum sérstaka viðurkenningu. Veitt eru verðlaun fyrir bestu sagnröðina, bestu vörnina og besta úrspilið. Norður ♠ – ♥ ÁKD7543 ♦ Á1053 ♣K7 Suður ♠ Á1075 ♥ 106 ♦ DG ♣ÁDG109 Verðlaunin fyrir bestu sagnröðina 2002 komu í hlut Bandaríkjamannanna Sidneys Lazards og Barts Bramleys, en spilið er frá keppninni um „bláa borð- ann“ (Blue Ribbon pairs) fyrir ári, sem þeir félagar unnu. Vestur Norður Austur Suður – 1 hjarta 1 spaði 2 lauf 3 spaðar 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 6 lauf Pass 7 hjörtu Pass 7 grönd Pass Pass Pass Lazard var með spil norðurs og vakti á einu Standard-hjarta. Austur kom inn á spaða og Braml- ey svaraði eðlilega með tveimur laufum. Austur hindraði í þrjá spaða og setti norður þar með í nokkurn vanda. Margir hefðu sagt fjögur hjörtu í þessari stöðu, en Lazard vildi ekki loka á makker og sýndi tígulinn. Þegar Bramley „valdi“ hjartað fram yfir tígulinn vissi Laz- ard að liturinn myndi renna og reyndi við slemmu með fjórum spöðum. Bramley ákvað strax að þiggja boðið, því hann átti ýmislegt ósagt. En hann var ekki viss um að best væri að spila slemmuna í hjarta og stökk í sex lauf til að sýna þar góðan lit. Sú sögn hækkaði heldur betur gengið á laufkóngi norðurs, og nú taldi Lazard óhætt að segja sjö hjörtu. Sem Bramley gat með góðri samvisku breytt í sjö grönd út á spaðaásinn. Einfalt og rökrétt. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson 1. d4 d6 2. e4 Rf6 3. f3 e5 4. d5 Be7 5. Be3 Rh5 6. Re2 Bg5 7. Bf2 g6 8. h4 Bh6 9. c4 f5 10. Rbc3 O-O 11. exf5 gxf5 12. Hg1 Kh8 13. g4 fxg4 14. fxg4 Staðan kom upp í atskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Benidorm. Zurab Azmaiparashvili (2693) hafði svart gegn Tiger Hillarp- Persson (2512). 14... Hxf2! 15. g5 15. Kxf2 Dxh4+ 16. Kf3 Rf6 og svartur stendur til vinnings. 15... Hh2 16. gxh6 Dxh4+ 17. Kd2 Bf5 18. Kc1 Ra6 19. b3 Rb4 20. Kb2 Rd3+ 21. Ka3 Df2 22. Ra4 a6 23. Hg5 b5 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Ljósmynd/Jóhannes Long BRÚÐKAUP. Hinn 28. júní sl. voru gefin saman í Selja- kirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni þau Halldóra Ingv- arsdóttir og Magnús Ingimundarson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Ljósmynd/Hafþór Traustason BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Grenjaðarstaðakirkju 14. júní sl. þau Sólveig Tryggvadóttir og Víðir Rósberg Eg- ilsson. Með þeim á myndinni er Sævar Helgi Víðisson. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík SMÆLKI Ég get hringt í slökkviliðið, en heldurðu ekki að þú get- ir klifrað alla leið til baka? Nei, Emma, sturtuklef- inn hefur ekki skropp- ið saman … Úrslitin úr ítalska boltanum beint í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.