Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 25 NORRÆNUDEILD Kaup- mannahafnarháskóla og Háskóli Íslands hafa undirritað samning um greiðari aðgang íslenskra nemenda að dönskunámi í Kaup- mannahöfn. Samningurinn felur meðal ann- ars í sér að nemendur sem útskrif- ast með fyrstu einkunn úr B.A.- námi í dönsku frá Háskóla Íslands öðlast rétt til að stunda kandídats- nám í dönsku við Kaupmannahafn- arháskóla. Niels Finn Christiansen, for- stöðumaður Norrænudeildarinnar, og Palle Schantz Lauridsen, náms- stjóri í dönsku, undirrituðu samn- inginn á föstudag fyrir hönd Kaupmannahafnarháskóla. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi for- seti Íslands, og Auður Hauks- dóttir, dósent í dönsku við Há- skóla Íslands og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungu- málum, og Þorsteinn Pálsson sendiherra voru viðstödd undirrit- unina fyrir Íslands hönd. Samningurinn felur einnig í sér möguleika á að fá námskeið á M.A.-stigi í dönsku við Háskóla Ís- lands metin til eininga við Kaup- mannahafnarháskóla. Nemendum á öllum stigum dönskunáms við Háskóla Íslands verður boðið upp á að taka hluta náms síns í Kaup- mannahöfn, og jafnframt geta nemendur á Íslandi fengið kenn- ara við Kaupmannahafnarháskóla til að gerast leiðbeinendur við rit- un lokaritgerða. Aukið rannsóknarsamstarf Háskólarnir tveir hyggjast enn- fremur auka samstarf sitt í rann- sóknum á dönskukennslu fyrir út- lendinga og þýðingum milli íslensku og dönsku, auka kenn- araskipti og gera námsmönnum kleift að fara milli skólanna til rannsóknardvalar. Auður Hauksdóttir segir að samstarf hafi áður verið milli kennara við Kaupmannahafnarhá- skóla og Háskóla Íslands um dönskunám, en að með samn- ingnum komist samstarfið í traust- ari og öruggari farveg. Hún bend- ir á að það sé mjög sérstakt og líklega einstakt að Kaup- mannahafnarháskóli leyfi útlend- um nemendum sem stundað hafi nám í dönsku í öðru landi að kom- ast að í dönskunám á sama grund- velli og þarlendir nemendur. Afla stuðnings við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Auður og Vigdís Finnbogadóttir hafa að undanförnu dvalist í Dan- mörku til að kynna og afla stuðn- ings við Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungumálum. Meðal annars stóð stofnunin fyr- ir fjölsóttum ráðstefnum um nor- rænan málskilning og vest- urnorrænar bókmenntir á Norðurbryggju, sameiginlegri menningar- og rannsóknarmiðstöð Íslendinga, Færeyinga og Græn- lendinga, um síðustu helgi. Einnig stóð stofnunin fyrir mál- stefnu um danskar, íslenskar og norskar bókmenntir og gildi nor- rænnar mála- og menningar- samvinnu á Schæffergården í Gen- tofte, sem er ráðstefnu- og menningarmiðstöð í eigu Dansk- norska samstarfssjóðsins Greiðari aðgangur að dönsku- námi Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Helgi Þorsteinsson Fulltrúar Norrænudeildar Kaupmannahafnarháskóla undirrituðu samn- inginn í gær að viðstöddum fulltrúum Íslands, Auði Hauksdóttur dósent, Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, og Þorsteini Pálssyni . www.thjodmenning.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.