Morgunblaðið - 07.12.2003, Page 25

Morgunblaðið - 07.12.2003, Page 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 25 NORRÆNUDEILD Kaup- mannahafnarháskóla og Háskóli Íslands hafa undirritað samning um greiðari aðgang íslenskra nemenda að dönskunámi í Kaup- mannahöfn. Samningurinn felur meðal ann- ars í sér að nemendur sem útskrif- ast með fyrstu einkunn úr B.A.- námi í dönsku frá Háskóla Íslands öðlast rétt til að stunda kandídats- nám í dönsku við Kaupmannahafn- arháskóla. Niels Finn Christiansen, for- stöðumaður Norrænudeildarinnar, og Palle Schantz Lauridsen, náms- stjóri í dönsku, undirrituðu samn- inginn á föstudag fyrir hönd Kaupmannahafnarháskóla. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi for- seti Íslands, og Auður Hauks- dóttir, dósent í dönsku við Há- skóla Íslands og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungu- málum, og Þorsteinn Pálsson sendiherra voru viðstödd undirrit- unina fyrir Íslands hönd. Samningurinn felur einnig í sér möguleika á að fá námskeið á M.A.-stigi í dönsku við Háskóla Ís- lands metin til eininga við Kaup- mannahafnarháskóla. Nemendum á öllum stigum dönskunáms við Háskóla Íslands verður boðið upp á að taka hluta náms síns í Kaup- mannahöfn, og jafnframt geta nemendur á Íslandi fengið kenn- ara við Kaupmannahafnarháskóla til að gerast leiðbeinendur við rit- un lokaritgerða. Aukið rannsóknarsamstarf Háskólarnir tveir hyggjast enn- fremur auka samstarf sitt í rann- sóknum á dönskukennslu fyrir út- lendinga og þýðingum milli íslensku og dönsku, auka kenn- araskipti og gera námsmönnum kleift að fara milli skólanna til rannsóknardvalar. Auður Hauksdóttir segir að samstarf hafi áður verið milli kennara við Kaupmannahafnarhá- skóla og Háskóla Íslands um dönskunám, en að með samn- ingnum komist samstarfið í traust- ari og öruggari farveg. Hún bend- ir á að það sé mjög sérstakt og líklega einstakt að Kaup- mannahafnarháskóli leyfi útlend- um nemendum sem stundað hafi nám í dönsku í öðru landi að kom- ast að í dönskunám á sama grund- velli og þarlendir nemendur. Afla stuðnings við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Auður og Vigdís Finnbogadóttir hafa að undanförnu dvalist í Dan- mörku til að kynna og afla stuðn- ings við Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungumálum. Meðal annars stóð stofnunin fyr- ir fjölsóttum ráðstefnum um nor- rænan málskilning og vest- urnorrænar bókmenntir á Norðurbryggju, sameiginlegri menningar- og rannsóknarmiðstöð Íslendinga, Færeyinga og Græn- lendinga, um síðustu helgi. Einnig stóð stofnunin fyrir mál- stefnu um danskar, íslenskar og norskar bókmenntir og gildi nor- rænnar mála- og menningar- samvinnu á Schæffergården í Gen- tofte, sem er ráðstefnu- og menningarmiðstöð í eigu Dansk- norska samstarfssjóðsins Greiðari aðgangur að dönsku- námi Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Helgi Þorsteinsson Fulltrúar Norrænudeildar Kaupmannahafnarháskóla undirrituðu samn- inginn í gær að viðstöddum fulltrúum Íslands, Auði Hauksdóttur dósent, Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, og Þorsteini Pálssyni . www.thjodmenning.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.