Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sextán nýjar myndasögur Nýjar myndasögur hefja göngu sína í Morgunblaðinu á morgun og um leið hverfa nokkrar persónur sjónum les- enda sem lengi hafa verið fastagestir í myndasögum blaðsins. Hér ber fremst að nefna þau Ferdinand og Ljósku sem hafa fylgt lesendum Morgunblaðsins í áratugi. Smáfólkið og Grettir verða hins vegar áfram á sínum stað auk þess sem fjölmargar nýjar myndasögur munu koma til sögunnar og skiptast á um að prýða síður blaðsins. Margar þessara myndasagna eru komnar frá frönskumælandi löndum en Frakkar og nágrannaþjóðir þeirra hafa verið framarlega í myndasögugerð á undanförnum áratugum. Þó eru einnig þekktar bandarískar myndasögur á meðal þessara nýju sagna eins og til dæmis Tarzan og Súperman. Hér fyrir neðan eru þær persónur sem les- endur blaðsins eiga eftir að kynnast í myndasögunum á næstu vikum og mánuðum kynntar til sögunnar. Aðdáendur Harry Potters ættu að kunna að meta myndasöguna ABRAKADABRA ( École Abraca- dabra) sem birtist fyrst í franska teiknimyndablaðinu Mickey árið 1987. Hér segir frá Baltasar, pró- fessor við lítinn galdraskóla ein- hvers staðar í Evrópu, og til- raunum hans til að kenna sex börnum galdra. Börnin eru fljót að læra en útkoman verður þó sjaldn- ast eins og til var ætlast. Sögurnar um BUBBA OG BILLA (Boule & Bill) komu fyrst út árið 1959 og njóta enn mikilla vinsælda í Frakklandi. Þetta eru sögur um fjöl- skyldu og hund sem fjalla um hvers- dagsleikann í sinni ljúfustu og oft bros- legustu mynd. CLIFTON er ævintýri sem minnir um margt á Tinna-sögurnar. Hér er sagt frá breska ofurstanum Clifton, sem starfaði hjá bresku leyniþjónustunni MI5, en er nú sestur í helgan stein. Hann er þó eftir sem áður kallaður til þegar mikið liggur við og eins og sönn- um Breta sæmir heldur hann alltaf haus, sama hvað á gengur. HERMÍNA (Hermoine) er myndasaga sem hefur notið mikilla vinsælda á meðal kvenna. Sagan fjallar um nú- tímalega unga konu sem kýs að lifa ein á sama tíma og hún bíður eftir draumaprinsinum. Hér er varpað fram spurningum á borð við þær hvenær maður eigi að standa með sjálfum sér og hvenær maður eigi að fylgja straumnum, hvenær maður eigi að láta drauma sína rætast og hvenær maður eigi að sætta sig við að þeir séu bara draumar. JAKARÍ (Yakari) er frönsk teikni- myndasaga um lítinn indíánastrák sem þarf að læra að bjarga sér úti í náttúrunni og að lifa í samræmi við hana. Hann þarf að horfast í augu við ógnir náttúrunnar og læra að lifa með þeim en það auðveldar honum verkið að hann getur talað við dýrin sem hjálpa honum að skilja mikilvægi vin- áttunnar og jafnvægi náttúrunnar. LALLI LÁNLAUSI (L’Eléve Ducobu) leit fyrst dagsins ljós í belgíska mynda- sögublaðinu Tremplin árið 1992. Sag- an höfðaði strax til lesenda og á síð- asta áratug hefur Lalli náð miklum vinsældum í Frakklandi. Lalli er vinalegur prakkari sem gengur ekki nógu vel í skólanum. Hann þarf því iðulega að kíkja á verkefni bekkjar- systur sinnar en hún lætur þau ekki svo auðveldlega af hendi. Lalli grípur því til ýmissa ráða og endar oftar en ekki í skammarkróknum. Myndasögurnar um LUKKU-LÁKA (Lucky Luke) njóta mikilla vinsælda um allan heim og eru á meðal mest seldu myndasagna allra tíma. Fyrsta myndasagan um Lukku-Láka var gefin út í Belgíu árið 1946. Höf- undur hennar hafði unnið við teikningu myndasagna í Bandaríkjunum en hann kom hugmynd sinni um hetjuna, sem á ekkert nema söðul sinn og hest, fyrst á blað eftir að hann sneri aftur heim til Belgíu. LEÐURBLÖKUMAÐURINN (Bat- man) kom fyrst fyrir í myndasögu í dagblaði árið 1943 en hann naut þá þegar mikilla vinsælda í mynda- sögubókum. Ólíkt öðrum ofurhetjum býr Leðurblökumaðurinn ekki yfir neinum ofurmannlegum kröftum. Hann hefur hins vegar náð líkamlegri fullkomnun með þrotlausri þjálfun auk þess sem hann hefur notað auð sinn til að þróa hátæknibúnað sem hann nýtir í baráttunni við glæpalýð Gothamborgar. TITTUR (Titeuf) er svissnesk mynda- saga sem hefur notið sívaxandi vin- sælda um alla Evrópu frá því hún birt- ist fyrst árið 1992. Myndasögurnar eru byggðar á æskuminningum höfund- arins Zep og fjalla um lífið í grunnskól- anum og á götunni, vinahópinn, for- eldrana, stelpurnar, fjölmiðlana og fleira. RISAEÐLUGRÍN (Nabucodinosaire) segir frá hópi risaeðla sem eru að reyna að fóta sig í erfiðri lífsbaráttu. Sögurnar eru með stöðugum skírskot- unum í nútímamanninn þannig að þótt undarlegt megi virðast finna lesendur oft skýra samsvörun með þeim. LEONARD er myndasaga sem er byggð á hugmynd um uppfinninga- og listamanninn Leonardo da Vinci. Í sög- unni er hann gæddur einstakri kímni- gáfu auk þess sem uppfinningar hans verða stöðug uppspretta skondinna atvika. Það er heldur ekki allt sem sýn- ist og oft eru uppgötvanir hans svo langt á undan sinni samtíð að þær verða vitagagnslausar. TOMMI OG ALBERT (Tony & Alberto) er ný saga sem hóf göngu sína í franska teiknimyndablaðinu Tchó árið 2000. Hér er á ferðinni kaldhæðin saga um hund og strák sem í fyrstu virðast vera sakleysið uppmálað en þegar betur er að gáð er prakkara- skapurinn þó aldrei langt undan. Það voru tveir bandarískir unglingar sem sköpuðu SÚPERMAN árið 1933 en þeim tókst þó ekki að selja hug- myndina fyrr en árið 1938. Myndasag- an náði strax slíkum vinsældum að ári síðar hafði hún bjargað útgefendum sínum frá gjaldþroti og gefið tóninn fyrir framtíðarþróun myndasögunnar. Súperman segir frá Clark Kent sem kemst að því að hann er ofurmenni frá annarri plánetu og ákveður að nýta of- urmannlega krafta sína til að berjast gegn hinu illa, á sama tíma og hann heldur áfram að lifa hversdagslegu lífi sínu sem venjulegur maður. TARZAN kom fyrst fram í skáldsögu Edgars Rice Burroughs árið 1912 og sex árum síðar var fyrsta kvikmyndin um hann frumsýnd. Tarzan naut strax mikilla vinsælda í bókum, kvikmynd- um, útvarpi og á sviði en hann kom þó ekki fram í myndasögu í dagblaði fyrr en árið 1929. Sagan um Tarzan segir frá auðmannssyni sem elst upp hjá öpum í frumskógum Afríku eftir dauða foreldra sinna og verður með tíman- um leiðtogi þeirra og málsvari réttlæt- isins í skóginum. MALLA (Malika) er myndasaga um unglingsstelpu af afrískum uppruna og tvo vini hennar sem reyna að gera sér lífið í úthverfi stórborgar sem bæri- legast miðað við allt og alla. Þetta er saga um nútímann og inn í gaman- semina læðist alvarlegur undirtónn og áleitnar spurningar. SVÍNIÐ MITT (Angele et Rene) er frönsk myndasaga sem segir frá stúlkunni Ang- ele og gæludýrinu hennar sem er svín. Angele spyr ótal spurninga um lífið og til- veruna sem foreldrar hennar reyna að svara eftir bestu getu. Eins og oft vill verða skilur Angele hins vegar hlutina ekki alltaf á þann hátt sem til er ætlast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.