Morgunblaðið - 07.12.2003, Side 49
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 49
Skartgripaverðlaun 2003
á Bretlandseyjum
ER ÚR ÁRSINS 2003!
Laugavegi 62, sími 551 4100 · Grindavík, sími 426 8110
UK Jewellery Awards
Rotary var kosið úr ársins af seljendum
á Bretlandseyjum vegna gæða og
frábærrar þjónustu.
Helstu útsölustaðir: Blómaval Reykjavík - Akureyri - Keflavík,
Lyf & heilsa Kringlunni, Lystadún Marco Mörkinni,
Villeroy & Boch Kringlunni, Tekk Company Kópavogi,
Hlín Blómahús Mosfellsbæ, Blómahúsið Akranesi,
Efnalaugin Albert Ísafirði, Húsgagnaval Höfn.
,
, ,
, ,
, ,
, .
Daily Vits
FRÁ
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
Stanslaus orka
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
-fyrir útlitið
Nr. 1 í Ameríku
ÉG hef að undanförnu reynt að
vekja athygli á stöðu blaðburðar-
barna út frá ýmsum sjónarhorn-
um. Í framhaldi af því hefur skap-
ast nokkur umræða um stöðu
þeirra og vinnuaðstæður og er það
vel. Meðal annars hafa ýmsir að-
ilar tjáð sig í fjölmiðlum og flestir
stutt við bakið á þessari umræðu.
„Amma“ skrifar aftur á móti í Vel-
vakanda í Morgunblaðinu mánu-
daginn 1. desember sl. og spyr
hvers vegna ég skuli ekki hafa lát-
ið son minn hætta blaðaútburði
fyrst þetta sé svo slæmt sem af er
látið. Það var þekkt hér á árum áð-
ur að „Húsmóðir í Vesturbænum“
hrökk oft til pennans ef ritstjórn
Moggans þótti mikið liggja við. Nú
veit ég ekki hvort „amman“ sé bú-
sett í Skaftahlíðinni enda skiptir
það í sjálfu sér ekki máli, það er
sjálfsagt að svara spurningum sem
beint er að manni.
Ég hef verið spurður áður að
þessu, meðal annars af starfs-
manni Fréttablaðsins þegar ég var
ósáttur við það sem ætlast var til
að blaðburðarbörnunum, af hverju
hættið þið ekki að bera út fyrst
þetta er svona erfitt. Í fyrsta lagi
vil ég taka það fram að ég hef frá
upphafi borið blöðin út með syni
mínum þegar ég hef ekki verið
fjarverandi. Mér finnst ekki verj-
anlegt að ætlast til að hann geri
þetta einn án aðstoðar í öllum
veðrum og misjafnri færð áður en
hann fer í skólann á morgnana.
Svo er einnig um marga aðra for-
eldra en það hafa hins vegar alls
ekki allir aðstæður til þess. Í öðru
lagi vil ég segja að mér finnst að
börn á þessum aldri hafi gott af
því að vinna fyrir eigin launum ef
álagið á þau er ekki of mikið. Það
bæði kennir þeim að bera virðingu
fyrir vinnunni og fyrir peningun-
um. Það má aftur á móti segja að
það sé auðvelda leiðin ef maður er
óánægður að hætta bara að bera
út og leysa vandann þannig fyrir
sig prívat og persónulega. Málið er
hins vegar ekki svo einfalt. Þegar
ég fór að skoða aðstæður blað-
burðarbarna niður í kjölinn þá
blöskraði mér svo margt að mér
var ómögulegt annað en að gera
tilraun til að vekja athygli annarra
á ástandinu.
Mér blöskraði til dæmis að upp-
götva að það skyldi hafa tekið nær
tíu ára baráttu blaðbera þar til
skrifað var undir formlegan kjara-
samning vegna blaðbera og þar
með blaðburðarbarna en það gerð-
ist fyrst fyrr á þessu ári milli VR
og Árvakurs.
Mér blöskraði að átta mig á því
að þrátt fyrir að yfirlýsing hafi
verið undirrituð milli Flóabanda-
lagsins og Samtaka atvinnulífsins
árið 2000 um að tryggja réttar-
stöðu blaðbera hefði engin niður-
staða náðst á þeim vettvangi í árs-
lok 2003.
Mér blöskraði að uppgötva það
að um 1.200 blaðberar skyldu vera
að störfum án þess að starfa undir
formlegum kjarasamningi.
Mér blöskraði að heyra fréttir af
því að það hafi verið tilkynnt á
tónleikum, sem blaðberum Frétta-
blaðsins var boðið á, að þeir skyldu
taka að sér að bera út óskilgreind-
an fjölda af hinu nýja DV fyrir
fasta upphæð á mánuði sem í okk-
ar tilviki er um 1.000 krónur.
Mér blöskraði að fá fréttir af því
að fólk sem hafnaði því að taka á
sig útburð á óskilgreindum fjölda
af hinu nýja DV til viðbótar við
Fréttablaðið skyldi vera rekið á
staðnum.
Mér blöskraði að verða vitni að
því að nokkur af öflugustu fyr-
irtækjum landsins létu blaðbera
Fréttablaðsins bera út sívaxandi
magn auglýsingabæklinga án þess
að greiða þeim neitt þyngdarálag
fyrir.
Mér blöskraði að átta mig á því
að lög og reglur um vinnuvernd
barna og unglinga skyldu brotin á
blaðburðarbörnum, bæði hvað
varðaði aldur blaðbera og þann
þunga sem þeim var ætlað að bera
út.
Fyrrgreind atriði eru meðal
annars ástæður þess að ég fór að
skipta mér af málefnum blaðburð-
arbarna í stærra samhengi í stað
þess að jagast fyrir son minn ein-
an og sér. Það má kannski segja
það að maður sé að skipta sér af
því sem manni komi ekki við en
það verður það bara að hafa það.
Vona að „amman“ sé ánægð með
svarið.
GUNNLAUGUR A.
JÚLÍUSSON,
Rauðagerði 36,
108 Reykjavík.
Af hverju hættirðu ekki
að bera út blöðin?
Frá Gunnlaugi A. Júlíussyni