Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ spjaldvefnað, og þeir eru báðir út- lenzkir; Kuhn og Daniel Bruun. Enginn íslenzkur ljósmyndari leit við slíkum verkefnum. En Kuhn hafði ekkert flass og þurfti því oft að hafa talsvert fyrir myndunum, eins og myndinni af vef- stólnum í Horni í Hornvík. Kuhn tók mynd af bóndanum við vefstólinn, en hana gat hann ekki tekið inni í bæ, heldur aðeins utandyra. Til þess hef- ur þurft að taka vefstólinn í sundur og bera hann þannig út undir bert loft, setja hann þar saman til mynda- tökunnar og taka hann svo aftur í sundur til þess að hann kæmist inn í bæ aftur. Þar þurfti svo enn að setja hann saman. Kuhn tók líka ljósmyndir af renni- bekk í Reykjafirði, sem var sá síðasti á Íslandi sinnar tegundar. Hann benti þjóðminjaverði á bekkinn, en ekki komst hann á safnið, en Þjóð- minjasafnið eignaðist síðar eftirlík- ingu hans. Menn voru að geta sér til um rétt mál á rennibekknum, án þess að vita, að í skissubók Kuhn eru nákvæmar teikningar af honum. Þessa skissubók eignaðist Egill vin- ur minn á Hnjóti og lánaði mér. Meðal þess sem Kuhn þótti for- vitnilegt voru brunnhúsin og hann teiknaði upp rangala, sem byggðir voru milli bæjar og brunnhúss. Upp- drættir hans af rangölum í Dranga- vík, Skáladal á Hornströndum og í Grjótárgerði í Fnjóskadal eru þeir einu, sem varðveitzt hafa; að því er ég bezt veit. Kuhn stóð í umfangsmiklum bréfaskiptum við fjölda manns, eins og sjá má í bókinni, og voru Íslend- ingar farnir að nota hann eins og Jón Sigurðsson; fengu hann til að útvega sér allt milli himins og jarðar; kíki jafnt sem túrbínu!“ Eins og í bindi Brunos Schweizer er víða leitað fanga til þess að auka og skreyta frásögn Kuhn og Prinz og ferðafélaga þeirra, m.a. í ýmsar rit- aðar heimildir – mikið er fellt inn í verkið af sendibréfum og blaðafrétt- um og öðru skyldu efni úr ýmsum áttum og einnig eru sérstakar frá- sagnir skrifaðar fyrir þetta bindi eins og hitt. Afkomendur Hans Kuhn færðu á dögunum Þjóðminjasafninu að gjöf þjóðlífs- og landslagsmyndir hans úr Íslandsferðunum. Ég er að herða kroppinn Þeir Kuhn og Prinz gerðu sér far um að lifa sig inn í líf Íslendinga. Til þess fóru þeir m.a. í göngur. Hermann Guðjónsson frá Ási fór í göngur á Holtamannaafrétti, þar sem Prinz og Kuhn voru með. Hann segir svo frá m.a.: „Haustið 1929 vorum við gangna- menn á Holtamannaafrétti svo lán- samir að fá sem félaga vel menntað- an Þjóðverja. Nafn hans var dr. Hans Kuhn. Féll hann vel inn í hóp- inn því framkoma hans einkenndist af lítillæti og ljúfmennsku … Tvennt hefur sérstaklega orðið mér minn- isstætt varðandi þennan skemmti- lega ferðafélaga. Hið fyrra er að hann lenti í leit með Stefáni í Ási eft- ir bökkum Þjórsár. Um kvöldið, er við komum í tjaldstað, greindi Stefán mér frá því að dr. Kuhn hefði stopp- að á hverri klettasnös, litið til baka, stoppað þar góða stund og virt fyrir sér fossana og flúðirnar í ánni sem rennur þarna í þröngu og djúpu klettagljúfri. Það var eins og hann væri að grópa í hug sinn stórbrotið landslagið sem hann vissi að hann myndi ekki augum líta framar, en vildi ekki gleyma. Seinna atriðið er að við ferðafélag- ar hans tókum eftir því að hann setti aldrei upp vettlinga, hversu kalt sem var, en þannig var það flesta daga ferðarinnar. Að kvöldi síðasta smala- dagsins heimsótti ég hann í tjald hans til að rabba við hann og spurði hann m.a. af hverju hann setti aldrei upp vettlinga. Það stóð ekki á svarinu: „Ég er að herða kroppinn fyrir næsta stríð. Ég hef tekið þátt í stríði og veit hve mikils virði það er að þola kulda vel.“ Mér varð orðfall.“ Hermann segir, ekki hafi verið liðin nema ellefu ár frá lokum fyrri heims- styrjaldar með öllum sínum mann- fórnum og hörmungum og því hafi menn ekki átt von á slíku víti á jörð aftur. En Hermann Kuhn reyndist sannspárri, því réttum 10 árum síðar brauzt út önnur heimsstyrjöld. Fáum árum á undan Kuhn tók annar þýzkur menntamaður; Rein- hard Prinz, þátt í göngum á Holta- mannaafrétti. Hermann segir, að hann hafi orðið ferðafélögum sínum minnisstæður, en frá þeim hefur Hermann vitneskju sína: „Hann var vörpulegur á velli, með aðlaðandi framkomu, og talaði svo afburðagóða íslensku að varla var hægt að heyra erlendan hreim á tali hans. Eftirminnilegasti atburðurinn að lokinni smölun gerðist við Tungnaá. Verið var að ferja féð yfir ána. Þegar smáhlé varð á vinnunni klæddist hann úr öllum fötum og stakk sér til sunds í ískalt jökulfljótið. Eftir góð- an sundsprett klæddist hann og hélt áfram við ferjustarfið eins og ekkert hefði gerst. Félagar hans horfðu bæði undrandi og hugfangnir á, því slíkt hafði aldrei áður gerst svo vitað væri. Dr. Prinz varð að sjálfsögðu ekkert meint af volkinu. Kannski var þetta hans aðferð til að „herða kroppinn“ fyrir næsta stríð.“ Myndablöðin úr marínhúsinu – Hvaðan kemur þessi áhugi þinn á ljósmyndum? Þú lifnar allur við, þegar þær eru annars vegar! „Já! Ég færist allur í aukana, þeg- ar ljósmyndir ber á góma. Ég man þegar ég var að alast upp í Viðey, þegar ég var níu ára, þá voru gömlu verkunarhúsin rifin. Þar á meðal var marínhúsið. Og þegar járnið var rifið utan af því komu dönsk myndablöð í ljós. Þau voru nú ekki á hverju strái þá og ég man að ég var alveg heill- aður af þessum myndum. Kannski upphafið að þessu verki sé úr veggjum marínhússins í Við- ey!“ – Þessu verki! Það er ekki eins og þetta sé fyrsta stóra verkið, sem þú gefur út. Einu sinni var sagt um þig, að þú færir ekki af stað fyrir minna en þrjú bindi í skrautöskju!“ „Er það svo, já!“ – Ertu með eitthvað nýtt í sigti? „Ég get ekki neitað því. En ég segi ekkert um það núna.“ – Eitthvað í þessum sama dúr? „Já, en ekki svona viðamikið verk.“ – Kannski bara eitt bindi? „Það byrjar nú allt með einu bindi.“ Ljósmynd/ Páll Heiðar Jónsson Þegar strandferðaskipin gátu ekki lagzt að bryggju varð að flytja farþega og varning á bátum milli lands og skips. Erfitt gat verið að komast í skip og frá, ef eitthvað var að veðri. Stundum gátu farþegar klifið kapalstiga á skipshliðinni en stundum varð að hífa þá að eða frá borði í til þess gerðum kassa eða körfu. Myndirnar eru teknar fyrir Austurlandi 1960. Ljósmynd/ Bruno Schweizer Konungskoman 1936. Fjórar prúðbúnar peysufatakonur virða fyrir sér annað danska herskipið, sem kom í fygld konungsskipsins Dannebrog. freysteinn@mbl.is Ljósmynd/Bruno Schweizer – 1935. Áætlunarbíllinn sokkinn upp að grind á þjóðveginum við Engihlíð í Langadal. Konurnar höfðu leitað til bæjar eftir kaffisopa, en fundu engan, og þá kom sér vel að ferðafélagi gat rétt fram pelann og boðið brjóstbirtu. ÖRLYGUR Hálfdánarson segir, að þegar ritverkið var komið á koppinn hafi verið ljóst „að semja þyrfti vandaðan inngang sem yrði eins konar rammi utan um verkið, skip- aði því í samhengi við sinn tíma og væri um leið hnitmiðað yfirlit um menningar- og atvinnusögu tíma- bilsins“. Árni Björnsson er höfundur þessa inngangs og hefur lýst sínum hlut svo, að hann hafi reynt „að bregða upp svolítilli mynd af því samfélagi, sem þessir útlendingar komu inn í, þegar þeir ferðuðust um landið á árunum milli stríða. Þessir tveir áratugir hafa lengi ver- ið svolítið útundan í íslenskri sögu- ritun og þar með söguvitund. Menn af minni kynslóð vissu einna minnst um þetta tímabil af allri Íslandssög- unni. Ástæðan var blátt áfram sú, að Íslandssaga Jónasar frá Hriflu, sem flest börn lærðu fram yfir miðja 20. öld, hún náði ekki nema til 1918 þegar Ísland varð fullvalda ríki. Þegar menn svo loks um 1960 fóru að skrifa nýjar sögubækur fyrir barna- og unglingaskóla, þá þóttu hernámsárin og tímabilið eftir síð- ari heimsstyrjöld miklu áhugaverð- ari sem framhald af sjálfstæðisbar- áttunni heldur en þetta millibilsástand. En þetta tímabil, þegar Íslend- ingar voru að reyna að fóta sig sem sjálfstætt ríki, það reyndist einmitt vera mjög merkilegt. Það er nokkuð útbreidd tugga, að íslenskt samfélag hafi verið á hálfgerðu miðaldastigi allar götur þangað til breski herinn steig hér á land vorið 1940. Það var öðru nær. Hér var satt að segja allt á fljúgandi ferð þessa tvo áratugi, hvort heldur við lítum á tæknivæðingu, verslun, iðn- að, útveg, heilbrigðismál, sam- göngur, tísku, dansmennt, tónlist, myndlist, leiklist, bókmenntir eða aðra listsköpun. Og því fór fjarri, að Íslendingar væru tiltakanlega ein- angraðir á þessum áratugum. Það kom til dæmis á óvart að uppgötva, að hér var miklu fjölbreyttara og al- þjóðlegra framboð á kvikmyndum á 3. og 4. áratugnum en eftir að við einangruðumst við amerískar og enskar kvikmyndir á stríðsárunum og eftir þau. Að sjálfsögðu voru menn að þreifa fyrir sér á öllum þessum sviðum. Þetta var ekki eins og í grónum borgarsamfélögum úti í Evrópu. En það var langt frá því að hér ríkti einhver stöðnun, ekki einu sinni á kreppuárunum margumtöl- uðu. Í þessari umfjöllun er sagan ekki rakin frá ári til árs, heldur er reynt að gera grein fyrir hverju sviði um sig.“ Síðari hluti fyrsta bindisins er um íslenzka muni í Þjóðfræðasafninu í Hamborg og er Árni höfundur greinargerðar um þá og skýringa við teikningar, sem safnið lét kring- um 1930 gera af nær öllum íslenzk- um gripum. Um þann hluta hefur Árni m.a. sagt: „Hans Kuhn var ótvíræður brautryðjandi við söfnun gamalla brúkshluta á Íslandi. Fram til þess tíma hafði söfnun þjóðminja í fyrsta lagi miðast við forngripi frá söguöld og miðöldum, í öðru lagi við list- gripi, einkum úr kirkjum, og í þriðja lagi við nytjahluti, ef þeir voru fag- urlega útskornir eða skreyttir með öðrum hætti. Þessi ungi Þjóðverji sá hins veg- ar af hyggjuviti sínu, að Íslendingar voru á hverju ári að fleygja fjöl- mörgum menningarminjum jafn- óðum og nýrri verktækni fleygði fram. Þetta voru ekki neinir list- gripir, heldur blátt áfram það sem fólkið hafði notað í lífsbaráttunni um aldaraðir. Þetta átti ekki síst við um nýjungar í fiskveiðum, þar sem vélbátar höfðu tekið við af árabát- um. Þess má geta til dæmis, að Hans Kuhn mun fyrstur manna hafa vakið athygli á því, að varð- veita þyrfti hákarlaskipið Ófeig á Húnaflóa, sem nú er eitt helsta stolt Byggðasafnsins á Reykjum í Hrútafirði. Þegar Hans Kuhn kom með nokkur hundruð slíka gripi til Reykjavíkur haustið 1927 og spurði Matthías Þórðarson þjóðminjavörð, af sjálfsagðri kurteisi, hvort hann mætti fara með þessar þjóðminjar úr landi, þá sá Matthías ekkert því til fyrirstöðu. Honum fannst sjálf- sagt ekkert sérstakt við svona gripi, allir þekktu þá, þeir höfðu ekkert listgildi og loks hefði vantað geymslupláss fyrir þá. Það var ekki fyrr en með opnun Þjóðminjasafns- ins í eigin húsakynnum og byggða- söfnum eftir miðja 20. öld sem venjulegir brúkshlutir hlutu verð- skuldaðan sess.“ Hér var allt á fljúgandi ferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.