Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ H ættu þessu helvíti! heyrist hrópað frá strákaborðinu þeg- ar hækkað er í lagi með Christina Aguilera. Það eru frímínútur. Krakkarnir streyma út úr stof- unum og flæða um gangana í Valhúsaskóla. Allir síð- hærðir – bæði strákar og stelpur. Bekkirnir á göngunum eru útkrotaðir með tippexi og tússi, búið að hefta í þá og tálga þá. Þeir eru alveg eins og unglingssálir; ægir saman ólíkum skilaboðum. Áletrunum með hljómsveitum sem eru vinsælar í það og það skiptið og nöfnum með forskeytinu „I Love …“ – Hvað ertu að gera? spyr lítil sæt stúlka vinsamlega og sest fyrir framan blaðamann. – Ég er fluga á vegg, svarar blaðamaður. – Ég drep flugur, segir hún án þess að bregða svip. Þannig er húmorinn hjá kynslóðinni sem ólst upp við Fóstbræður. Íbygginn strákur í svörtum Iron Maiden-bol byrjar að ýta litlum gormi í öxlina á blaðamanni, sem tekur ekkert eftir því í fyrstu, en eftir nokkr- ar mínútur spyr hann undrandi hvað strákurinn sé að gera. – Ég er að drepa þig, segir strákurinn. Smám saman safnast nokkur fjöldi forvitinna krakka í kringum blaðamann. Þau þræta um hvort sé vinsælla Justin Timberlake eða Eminem, þó að flestir hafi gam- an af diskói. – Haldið þið þá upp á Bee Gees? spyr blaðamaður. – Ha? Löngum göngutúr síðar er strákurinn í Iron Maiden- bolnum enn að ýta gorminum í öxlina á blaðamanni. – Bless Pétur … þú deyja, segir hann. – Það síðasta sem þú munt sjá er andlitið á mér, segir vinur hans. – Nei, gormur, segir strákurinn í Iron Maiden-bolnum. Blaðamaður flýr gorminn inn á kennarastofuna. Fyrsti maðurinn sem mætir honum er Gísli Ellerup dönskukennari. Fleiri kunnugleg andlit eru þarna, Helga Kristín og Dóra heilsa gamla nemandanum sín- um með virktum. – Segðu að við séum alveg jafnunglegar, segir Dóra brosandi. – En láttu samt koma fram hvað kennaralífið sé erfitt, út af kjarabar- áttunni, segir Helga Kristín. – Já, þú getur sagt að við höfum horast svo mikið, segir Dóra og skellihlær. Boðið er upp á kaffi og ljúffengar flatkökur. Einnig kökuleifar frá bekk sem samdi um að nemendur sem kæmu ekki of seint og slepptu ekki heimalærdómi á mánaðartímabili fengju að horfa á Charlie’s Ang- els og belgja sig út af sælgæti. Þrír náðu ekki að uppfylla skilmálana og þurfa að læra allan daginn. – Einn í bekknum bað um að fá að horfa á Jennu Jameson. Ég hefði áreiðanlega tekið vel í það en þar sem hann fór að skellihlæja fannst mér það tortryggilegt og hafnaði því, segir kennarinn og brosir feginn. Farið er yfir stafsetningarreglur í íslenskutíma hjá Helgu Kristínu. Þegar blaðamaður sest á skólabekk heyrist kallað úr strákaröðinni: – „The New Guy!“ Helga Kristín skoðar stíl númer 36 í glósumöppum sem búið er að krota hjörtu á og fer yfir málfræðireglur. Einhver hefur týnt fall- orðabókinni og kennarinn fær ekki orða bundist: – Það er stórkostleg synd ef ég á að segja alveg eins og er. Síðan fer hún yfir persónulegar og ópersónulegar sagnir. – Mig langar, þig langar, honum langar, segir einn nemenda. – Nei, nei, nei, nei, segir kennarinn með grettu í brosinu. Æ, þarna kom smáþágufalls … – Viltu skrifa að við séum geðveikt óþekk, er hvíslað að blaðamanni. En mikið voru krakkarnir alvarlegir á útskriftarmyndinni vorið 1987. Þau sem voru með spangir brostu sjaldnast og merkilegt nokk, hin ekki heldur. Það getur verið svo erfitt að vera fullorðinn – samræmdu prófin eru nú einu sinni lestarmiði út í lífið. Ég vildi geta sagt að einn strákur skæri sig úr. Hann er með skakkt bros, í grænni peysu, með bólur á enninu. Það eru vírar í spöngunum og hárið er dálítið eins og vírar sem standa í allar áttir. Höfuðið stendur á löngum og mjóum vír. Blaðamaður skoðar sjálfan sig á bekkjarmynd í geymslu í kjallara Valhúsaskóla. Finnur til saknaðar. Æ, þarna eru stelpurnar sem hann var skotinn í og strákarnir sem þær voru skotnar í. Sumum krökkunum kynntist maður betur síðar og úr varð vinátta, en aðrir gufuðu hreinlega upp. Sagan endurtekur sig. Það heyrast köll og skrækir að ofan. Síðasti kennsludagur fyrir prófin að baki. Eftir smástund dettur á dúnalogn. Þegar blaðamaður fer aftur upp eru fjórar stúlkur eftir í skólanum. Þær eru að samhæfa danssporin í almenningnum. – Við erum hámark þess að vera kúl, segir ein þeirra í miðri sveiflu. – Ég var í freestyle, segir önnur og bætir við: Kennarinn sló á rassinn á mér og sagði: „Inn með rassinn!“ Það heyrist öskur af klósettinu og út hleypur stúlka með svarta klessu á kinninni. Hún byrjar að stimpast við vinkonu sína sem klíndi þessu í hana, meira í gamni en alvöru. Bráðum verður nærvera þeirra aðeins á mynd á göngunum. Þær finna sér nýjan vettvang til að dansa á. Fluga á vegg SKISSA Pétur Blön- dal settist á skólabekk í gagnfræða- skóla Morgunblaðið/Jim Smart „ALLT sem hann segir um veð- urspár er rétt en mér finnst allt í lagi að leyfa fólki að vera þátttak- endur í því sem við sjáum. Ég vil hafa léttleika yfir veðurspám sam- fara ábyrgð og þegar engin hætta er á ferðum leyfi ég mér að slá á létta strengi,“ segir Sigurður Þ. Ragn- arsson, jarð- og veðurfræðingur, vegna aðfinnslna Einars Svein- björnssonar veðurfræðings varð- andi spá sína um rauð jól. Einar segir meðal annars í bréfi sínu til Morgunblaðsins á föstudag að menn geti ekki spáð veðri frá degi til dags lengra fram í tímann en 5 til 10 daga og gangi spá Sigurðar eftir um rauð jól eftir verði það hel- ber tilviljun. „Glannaskap þann sem Sigurður Þ. Ragnarsson sýnir við veðurspár sínar leyfa veðurfræð- ingar sér ekki,“ segir hann meðal annars. Spá er spá Sigurður segist fyrst og fremst styðjast við bandarísk gögn í spám sínum og sitt mat á þeim sé að það verði rauð jól í ár. „Ég þarf ekki á Einari að halda til að útskýra mín gögn,“ segir hann, „en við vitum að það þarf ekki að koma nema köld lægð upp að landinu og þá breytist þetta allt saman. Það veit íslenska þjóðin og það þarf ekki að segja henni það. Það eru líkur á rauðum jólum og það felst ekki nokkur glannaskapur í því að spá því.“ Og Sigurður heldur áfram: „Við vitum að veðurspá morgundagsins bregst en samt leyfum við okkur að gefa út veðurspá fyrir morgundaginn,“ seg- ir hann. „Það sem ég geri er að segja fólki það sem ég sé, því mér finnst ekki ástæða til að liggja á þeim upplýsingum. Alþjóð veit að veðurspár eru spár eins og aðrar spár og það er eðlilegt að fólk slái varnagla enda veit það að spár geta brugðist. Við búum á Íslandi, sem er mesta rokrassgat á byggðu bóli vegna tíðra komu lægða, og við verðum að taka mið af því. Það þarf ekki mikinn sérfræðing til að skilja að svona spár geta ekki verið mjög fullkomnar.“ En hvers vegna er þá verið að spá um veður fram í tímann? „Mér finnst eðlilegt að fólk fái að vita hvað við sjáum, hvað er í kortunum. Við bú- um til verðbólguspár fram í tímann en þær geta breyst. Af hverju köst- um við þeim fram? Jú, þetta eru horfur á þeim tíma sem þær eru gerðar. Rétt eins og veðurspár.“ Eitt er gamanmál og annað spá „Ef svona langtímaspár eru gerð- ar á menningarlegan hátt eins og Veðurklúbburinn á Dalbæ gerir eða menn byggja þær á hátterni dýra þá er það í góðu lagi,“ segir Einar í samtali við Morgunblaðið. „Þetta getur haft ákveðið skemmtanagildi en þá verða menn líka að setja það þannig fram að þetta sé meiri leikur en alvara. Ég get til dæmis sagt með gamansömum undirtóni að mér finnist ekki ósennilegt að 14. júlí næsta sumar verði 11 stiga hiti í Reykjavík, skýjað og úrkomulaust, sem er meðaltalsveðrið á þessum tíma. En þegar öllu er á botninn hvolft er veðrið mikið alvörumál,“ bætir hann við. Taki veðurfræð- ingar hins vegar spár ekki alvarlega og kasti spám fram langt fram í tím- ann séu þeir frekar að blekkja fólk en upplýsa. „Verðbólguspá verður aldrei betri en forsendurnar gefa til kynna. Ef forsendurnar sem menn gefa sér eru veikar er þjóðhagsspáin líkleg til þess að fara út af sporinu, en í þessum efnahagsspám vitum við ekki hversu góðar og hversu mark- tækar þær eru. Hins vegar býr ákveðin eðlisfræði að baki í veðrinu og við höfum langa reynslu að baki. Niðurstaðan er sú að þessar spár gagnast 5 til 8 daga fram í tímann og í 10 daga að hámarki.“ Svokallaðar veðurlagsspár spá í tíðarfarið og segir Einar að skemmtilegt sé að velta þeim fyrir sér, en þær séu langt því frá að vera heilagur sannleikur, þótt þær geti staðist í einhverja daga. „Það er ekki þar með sagt að það geti ekki komið einn og einn dagur sem er á ská og skjön við þá spá. Það getur þess vegna verið aðfangadagur með snjó og hvítum jólum.“ Einar segir í bréfi sínu að Sig- urður sé ekki veðurfræðingur en Sigurður segist ekki nenna að elta ólar við þau ummæli. „Ég er lærður veðurfræðingur. Ég lærði upp- haflega jarðvísindi og tók síðan diplómagráðu í veðurfræði. Einar er ekkert meiri veðurfræðingur en ég. Hann tók veðurfræði í grunnnámi og er því bara veðurfræðingur en ég í mastersnámi. Ef hann vill gera lítið úr mínum spám með þessum hætti þá er það hans mál. Ég bý til veð- urspár alla daga vikunnar allt árið um kring fyrir þrjá fjölmiðla og það væri dapurlegt ef ég gæti ekki kall- að mig veðurfræðing. En ég er reyndar blendingur.“ Tveir veðurfræðingar deila um veðurspár fram í tímann Einar Sveinbjörnsson Sigurður Þ. Ragnarsson Spurning um skemmt- anagildi og ábyrga spá Á FUNDI utanríkisráðherra Atl- antshafsbandalagsins í Brussel áréttaði Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra boð ríkisstjórnarinn- ar um að Ísland taki að sér leiðandi samræmingarhlutverk á flugvellin- um í Kabúl í Afganistan frá og með næsta vori. Á fundinum í Brussel var fjallað um árangur af aðlögun NATO að nýjum ógnum og þeim árangri fagnað sem náðst hefur í baráttunni gegn alþjóðlegri hryðju- verkastarfsemi, að því er segir í til- kynningu utanríkisráðuneytisins. Þá var og rætt um fækkun í liðs- afla bandalagsins á Balkanskaga og yfirtöku þess á friðaraðgerðum í Afganistan. Einnig ræddu ráðherr- arnir undirbúning fyrir leiðtoga- fund bandalagsins í Istanbul í vor þar sem sjö ný ríki gerast formlega aðilar. Í því sambandi ítrekuðu þeir þá stefnu bandalagsins að dyr stæðu opnar ríkjum er uppfylltu skilyrði aðildar. Halldór sat hádegisverðarfund bandalagsins með utanríkisráð- herrum sjö verðandi aðildarríkja þar sem rætt var um Atlantshafs- tengslin. Ráðherra lagði í máli sínu áherslu á mikilvægi þessara tengsla og að samstaða ríkja beggja vegna Atlantshafsins sé grundvöllur sameiginlegra varna og ein helsta forsenda friðar og stöðugleika í Evrópu. Þetta var í síðasta skipti sem fráfarandi framkvæmdastjóri bandalagsins, Robertson lávarður, stjórnar utanríkisráðherrafundi en hann lætur af störfum um næstu áramót og voru honum þökkuð góð störf á umbreytingatímum. Þá lýstu ráðherrarnir fullum stuðningi við Jaap de Hoop Scheffer, verð- andi framkvæmdastjóra bandalags- ins. Íslendingar taki að sér leiðandi hlutverk á flugvellinum í Kabúl Utanríkisráðherra áréttar boð Íslands BIFREIÐ var ekið á hross á Snæfellsnesvegi við Ásbrú í Kolbeinsstaðahreppi á föstu- dagskvöldið. Engin slys urðu á fólki en hrossið drapst við höggið. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu var hrossastóð á veg- inum á blindhæð og niða- dimmt þegar bíllinn lenti á einu hrossinu. Er bifreiðin stórskemmd. Hrossið drapst við höggið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.