Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 27 hann að pranga inn á Bandaríkja- menn þeim afurðum, sem Bretar vildu ekki, einkum landbúnaðaraf- urðum. Málafylgja Thors var þjóð- inni ómetanleg á þessum örlaga- tíma, en m.a. útvegaði hann Reykjavíkurbæ efni í hitaveitu þvert á öll stríðshöft og glataða skipsfarma. Þau Thor og Ágústa komust ótrúlega fljótt í kynni við marga af þeim mönnum, sem mestu réðu í stjórnmála-, fjármála- og menning- arlífi Bandaríkjanna. Þannig öfluðu þau sambanda, sem Thor notaði óspart á ferli sínum til að reka er- indi fyrir íslenska ríkið, fyrirtæki, vísindamenn, námsmenn og lista- menn. Engin íslensk sendiherra- hjón hafa vakið jafnmikla athygli bandarískra fjölmiðla eða haft þann virðingarsess í borgarlífi Wash- ington, sem þau hjón nutu, þó að hvorugt þeirra hafi gengist upp við hégóma samkvæmislífs og sviðsljós fjölmiðla. Að styrjöld lokinni hafði Thor m.a. veg og vanda af verslunar- samningum við Bandaríkjamenn og Breta, sem afstýrðu nýrri kreppu á Íslandi og opnuðu Íslendingum aft- ur Þýskalandsmarkað. Þá fylgdi hann eftir þátttöku Íslendinga í efnahagssamstarfi Vesturlanda, upphaflega á grundvelli Marshall- hjálpar, inngöngu í Atlantshafs- bandalagið og loks varnarsamningi við Bandaríkin. Nafn Thors tengist m.a. fjármögnun helstu stórvirkja þessa tíma, þ.á m. Sogsvirkjunar og Laxárvirkjunar. Thor vann einnig að því að koma á flugsamgöngum við Bandaríkin og stuðningur hans við Loftleiðir og raunar einnig Eimskipafélag Ís- lands skipti sköpum. Íslenskir far- menn og námsmenn áttu ekki betri vin að sendiherra. Þá tók Thor þátt í að tryggja Íslendingum markað fyrir frystan fisk vestra, en með því rættust loks björtustu vonir manna um útflutning vestur. Ekki er furða þó að engin rík- isstjórn á Íslandi 1941–1965, hafi viljað flytja Thor til í starfi, þó að sjálfur kysi hann helst að starfa í London að stríði loknu og hugur hans stefndi alltaf heim. Hér við bættist, að Thor var skip- aður sendiherra í Kanada, Argent- ínu, Brasilíu og Kúbu. Hann var oft á ferð og flugi um Vesturheim og tókst m.a. að endurvekja ábatasöm saltfiskviðskipti í Suður-Ameríku þrátt fyrir eilífar stjórnarbyltingar, óðaverðbólgu og gengishrun. Rödd Íslands Enn er þó ónefnt annað aðalstarf Thors, embætti sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum frá upp- hafi, 1946. Hann ávann lýðveldinu unga sterka stöðu í heimssamtök- unum, var þar talsmaður friðar og gagnkvæmrar afvopnunar á myrk- um dögum kalda stríðsins, og mark- aði Íslendingum sérstöðu á meðal vestrænna þjóða í eindregnum stuðningi sínum við frelsi til handa nýlenduþjóðunum og afnám kyn- þáttastefnu Suður-Afríkustjórnar. Í landhelgisbaráttunni safnaði Thor liði á meðal nýfrjálsu þjóðanna og þjóða rómönsku Ameríku og glímdi við Breta ásamt vini sínum Hans G. Andersen, sem var í fararbroddi í hafréttarmálum. Thor var maður ekki einhamur, enda gekk hann nærri heilsu sinni með ýmsu móti. Saga hans er um margt ævintýri líkust, en líf hans enginn dans á rósum. Hinn 11. jan- úar 1965 varð hann bráðkvaddur í Washington 61 árs að aldri. Thors er gott að minnast, ekki aðeins fyrir það, sem hann kom í verk, heldur einnig fyrir einlægni hans og per- sónutöfra. Æskuárin: Thor Haraldur Jensen, 3–4 ára í Reykjavík. Samhentir félagar: Fóstbræður á ferð á kreppuárum með frítt föruneyti, f.v. Thor alþingismaður, Ágústa kona hans, Ása S. Björnsson, Borgarnesi, Gunnar Thoroddsen og Jóhann Möller í bílglugganum. Thor hafði forystu um, að Sjálf- stæðisflokkurinn sveigði stefnu sína að hugmyndum velferðarríkisins, sem Roosevelt forseti, hagfræðingurinn Keynes og fleiri frjálslyndir menn boðuðu þá í Bandaríkjunum og Bretlandi. Áheimili sendiherrafjölskyldunnar: Sendiherrafjölskyldan og höfðinglegt heimili hennar vakti mikla athygli og aðdáun bandarískra fjölmiðla. Í stríðslok 1945, f.v. Ingólfur, Margrét Þorbjörg, Thor, Ágústa og Thor yngri. Margrét lést sviplega í blóma lífsins. Dauði hennar skildi eftir sig sár, sem aldrei greru. Höfundur er sagnfræðingur. nýja heiminn Komdu þeim sem þér þykir vænt um skemmtilega á óvart með nýstárlegri gjöf frá Íslandsbanka. F í t o n F I 0 0 8 1 6 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.