Morgunblaðið - 07.12.2003, Page 27

Morgunblaðið - 07.12.2003, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 27 hann að pranga inn á Bandaríkja- menn þeim afurðum, sem Bretar vildu ekki, einkum landbúnaðaraf- urðum. Málafylgja Thors var þjóð- inni ómetanleg á þessum örlaga- tíma, en m.a. útvegaði hann Reykjavíkurbæ efni í hitaveitu þvert á öll stríðshöft og glataða skipsfarma. Þau Thor og Ágústa komust ótrúlega fljótt í kynni við marga af þeim mönnum, sem mestu réðu í stjórnmála-, fjármála- og menning- arlífi Bandaríkjanna. Þannig öfluðu þau sambanda, sem Thor notaði óspart á ferli sínum til að reka er- indi fyrir íslenska ríkið, fyrirtæki, vísindamenn, námsmenn og lista- menn. Engin íslensk sendiherra- hjón hafa vakið jafnmikla athygli bandarískra fjölmiðla eða haft þann virðingarsess í borgarlífi Wash- ington, sem þau hjón nutu, þó að hvorugt þeirra hafi gengist upp við hégóma samkvæmislífs og sviðsljós fjölmiðla. Að styrjöld lokinni hafði Thor m.a. veg og vanda af verslunar- samningum við Bandaríkjamenn og Breta, sem afstýrðu nýrri kreppu á Íslandi og opnuðu Íslendingum aft- ur Þýskalandsmarkað. Þá fylgdi hann eftir þátttöku Íslendinga í efnahagssamstarfi Vesturlanda, upphaflega á grundvelli Marshall- hjálpar, inngöngu í Atlantshafs- bandalagið og loks varnarsamningi við Bandaríkin. Nafn Thors tengist m.a. fjármögnun helstu stórvirkja þessa tíma, þ.á m. Sogsvirkjunar og Laxárvirkjunar. Thor vann einnig að því að koma á flugsamgöngum við Bandaríkin og stuðningur hans við Loftleiðir og raunar einnig Eimskipafélag Ís- lands skipti sköpum. Íslenskir far- menn og námsmenn áttu ekki betri vin að sendiherra. Þá tók Thor þátt í að tryggja Íslendingum markað fyrir frystan fisk vestra, en með því rættust loks björtustu vonir manna um útflutning vestur. Ekki er furða þó að engin rík- isstjórn á Íslandi 1941–1965, hafi viljað flytja Thor til í starfi, þó að sjálfur kysi hann helst að starfa í London að stríði loknu og hugur hans stefndi alltaf heim. Hér við bættist, að Thor var skip- aður sendiherra í Kanada, Argent- ínu, Brasilíu og Kúbu. Hann var oft á ferð og flugi um Vesturheim og tókst m.a. að endurvekja ábatasöm saltfiskviðskipti í Suður-Ameríku þrátt fyrir eilífar stjórnarbyltingar, óðaverðbólgu og gengishrun. Rödd Íslands Enn er þó ónefnt annað aðalstarf Thors, embætti sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum frá upp- hafi, 1946. Hann ávann lýðveldinu unga sterka stöðu í heimssamtök- unum, var þar talsmaður friðar og gagnkvæmrar afvopnunar á myrk- um dögum kalda stríðsins, og mark- aði Íslendingum sérstöðu á meðal vestrænna þjóða í eindregnum stuðningi sínum við frelsi til handa nýlenduþjóðunum og afnám kyn- þáttastefnu Suður-Afríkustjórnar. Í landhelgisbaráttunni safnaði Thor liði á meðal nýfrjálsu þjóðanna og þjóða rómönsku Ameríku og glímdi við Breta ásamt vini sínum Hans G. Andersen, sem var í fararbroddi í hafréttarmálum. Thor var maður ekki einhamur, enda gekk hann nærri heilsu sinni með ýmsu móti. Saga hans er um margt ævintýri líkust, en líf hans enginn dans á rósum. Hinn 11. jan- úar 1965 varð hann bráðkvaddur í Washington 61 árs að aldri. Thors er gott að minnast, ekki aðeins fyrir það, sem hann kom í verk, heldur einnig fyrir einlægni hans og per- sónutöfra. Æskuárin: Thor Haraldur Jensen, 3–4 ára í Reykjavík. Samhentir félagar: Fóstbræður á ferð á kreppuárum með frítt föruneyti, f.v. Thor alþingismaður, Ágústa kona hans, Ása S. Björnsson, Borgarnesi, Gunnar Thoroddsen og Jóhann Möller í bílglugganum. Thor hafði forystu um, að Sjálf- stæðisflokkurinn sveigði stefnu sína að hugmyndum velferðarríkisins, sem Roosevelt forseti, hagfræðingurinn Keynes og fleiri frjálslyndir menn boðuðu þá í Bandaríkjunum og Bretlandi. Áheimili sendiherrafjölskyldunnar: Sendiherrafjölskyldan og höfðinglegt heimili hennar vakti mikla athygli og aðdáun bandarískra fjölmiðla. Í stríðslok 1945, f.v. Ingólfur, Margrét Þorbjörg, Thor, Ágústa og Thor yngri. Margrét lést sviplega í blóma lífsins. Dauði hennar skildi eftir sig sár, sem aldrei greru. Höfundur er sagnfræðingur. nýja heiminn Komdu þeim sem þér þykir vænt um skemmtilega á óvart með nýstárlegri gjöf frá Íslandsbanka. F í t o n F I 0 0 8 1 6 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.