Morgunblaðið - 07.12.2003, Side 11

Morgunblaðið - 07.12.2003, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 11 ’Þetta var mjög gagnleg um-ræða og mjög hreinskiptin.‘Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um fund sinn með Mohammad Khatami, forseta Írans. ’Í núverandi mynd setur Kyoto-bókunin hagvexti í Rússlandi umtalsverðar skorður.‘Andrei Illarionov , helsti efnahags- ráðgjafi Vladímírs Pútíns Rússlands- forseta, sem tilkynnti að Rússar gætu ekki fullgilt Kyoto-bókunina um losun gróð- urhúsalofttegunda. ’Nú vita þau af áhuga okkar.‘Hanna Katrín Friðriksson , fram- kvæmdastjóri Háskólans í Reykjavík, er í hópi sjö kvenna sem starfa við HR og hafa boðið sig fram til setu í stjórnum fyr- irtækja sem skráð eru á Aðallista Kaup- hallar Íslands. Með framtakinu vilja þær slá á goðsögnina um að konur hafi lítinn áhuga á stjórnunarstöðum. Hlutfall kvenna í stjórnum íslenskra stórfyr- irtækja er aðeins 5,3%. ’Ég finn fyrir reiði, vonbrigðumog hjálparleysi yfir því að búa í heimi þar sem getan og fjár- munirnir til að hjálpa öllum þessum sjúklingum eru til stað- ar – en það sem skortir er póli- tískur vilji.‘ Kofi Annan , framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, í viðtali við BBC í tilefni Al- þjóðaalnæmisdagsins. ’Við sem fluttum málið á sínumtíma vorum að vona að svo yrði ekki, en greinilegt er að þær vonir hafa brugðist.‘ Gunnar I. Birgisson , alþingismaður og flutningsmaður frumvarps til laga um að leyfa hnefaleika, aðspurður hvort ekki hafi mátt búast við slysi á borð við það sem varð um síðustu helgi, er hnefaleikari hlaut heilablæðingu eftir högg í keppni í Vestmannaeyjum. ’Borgaryfirvöld eru mjögáhugasöm um að finna lóðir fyr- ir þessa starfsemi.‘Þórólfur Árnason borgarstjóri um beiðni Atlantsolíu um lóðir undir bensín- afgreiðslustöðvar. ’Fólkið styður það en það eruleiðtogarnir sem standa í vegi fyrir friði.‘ Jimmy Carter , fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, er hann fagnaði Genfarfrumkvæðinu, óop- inberri áætlun um frið í Mið-Aust- urlöndum, sem stjórnmála- og mennta- menn frá Ísrael og Palestínu standa að. ’Mér líður alveg ágætlega.‘Harpa Arnþórsdóttir , tveimur sólar- hringum eftir að hún gekkst undir fyrstu nýrnaígræðsluna sem gerð hefur verið á Íslandi. stofnana. Það verður aldrei raunveruleg sam- keppni. Við ættum fremur að sammælast um að einkastofur séu nauðsynlegur þáttur í okkar heilbrigðiskerfi. Stofurnar verða um leið að virða að stóru sjúkrahúsin þurfa að vera áfram með tiltekna göngudeildarstarfsemi. Það er nauðsynlegt, ekki síst vegna þess að við þurf- um að geta kennt þeim 500 nemum í heilbrigð- isfræðum sem hér eru og það er góð þjónusta við sjúka að þeir geti komið á spítalann í eftirlit eftir aðgerðir. Það er betra að skipta verk- efnum en að efna til samkeppni, tel ég. Í skýrslunni er ekki einungis vakin athygli á nauðsyn verkaskiptingar heldur einnig að tek- in verði ákvörðun um framtíðarskipan hús- næðismála og að reka spítalann undir einu þaki.“ Nýtt húsnæði nauðsynlegt Hversu brýnt er það mál? „Það hefur verið ákveðið að framtíð- arstarfsemi spítalans verði við Hringbraut. Ég tel brýnt að hefja þar uppbyggingu nýs spít- alahúsnæðis sem fyrst. Fyrir því eru marg- vísleg rök. Bráðaþjónusta spítalans er til dæm- is alltof dreifð og starfandi fjórar bráðamóttökur. Þetta veldur töluverðu óhag- ræði. Þá er nær allt húsnæði spítalans orðið gamalt og hentar að mörgu leyti ekki fyrir rekstur nútíma spítala. Fólk sættir sig ekki lengur við tvíbýli og jafnvel fjórbýli á stofum og því síður við það að sjúklingar liggi á göng- um. Þrengslin valda því einnig að ekki er hægt að koma við nauðsynlegum sýkingavörnum. Skipulag spítalans takmarkar sömuleiðis að- stöðu til göngudeildarstarfsemi sem nauðsyn- legt er að efla, á sama tíma og legutími styttist. Loks má nefna að kröfur um aðstöðu fyrir starfsfólk eru gjörbreyttar.“ Ríkisendurskoðun telur ákveðna hættu á því að Landspítali lendi í þeirri stöðu að vera ekki einungis í samkeppni við einkastofur heldur að starfsmenn innan hans séu einnig í beinni sam- keppni við stofnunina. Er þetta raunverulegt vandamál? „Ég held að málefni síðustu vikna, þar sem einn af yfirlæknum spítalans hafnaði tilboði um að gera breytingar á störfum sínum, sé tal- andi dæmi um þennan vanda. Það var ákveðið 2001 að hafa þá almennu reglu að stjórnendur væru helgir þessari stofnun. Menn gátu síðan ráðið hvort þeir vildu vera stjórnendur eða ekki. Það er verið að framfylgja þessari stefnu en með fullu tilliti til aðstæðna. Síðan er spurn- ing um aðra en stjórnendur. Stundum getur hreinlega verið heppilegt fyrir spítalann að menn séu starfandi úti í bæ en hér í hlutastarfi. Yfirmenn séu helgir spítalanum Samkvæmt síðustu samningum mega þeir sem ekki eru helgir vera hæst í 80% starfshlut- falli. Krafan um helgun ræðst af því að yf- irmaður sem þarf að stjórna verður að vera helgur spítalanum en má ekki vera bundinn af hagsmunum utan hans.“ Voru ekki viðbrögðin í máli Sigurðar Björnssonar yfirlæknis óþarflega harkaleg í fyrstu þó að lausn hafi síðar fundist í málinu? Þegar hann gekk að skilyrðum spítalans en lýsti yfir að hann myndi leita réttar síns var honum vísað úr starfi. „Ég held að þetta hafi frekar verið mild við- brögð. Sigurður sendi bréf í október þar sem hann sagðist ekki ætla að efna samkomulag sem hann hefði gert. Viðbrögð okkar voru þau að líta svo á að hann hefði þar með sagt upp starfi sínu sem yfirlæknir en að hann gæti starfað áfram sem sérfræðingur. Spítalinn leit svo á að Sigurður Björnsson væri þekktur fyr- ir að þjóna sjúklingum sínum vel og að það væri gott að hafa hann áfram á spítalanum en þá ekki sem yfirlækni. Svo leystist þetta mál farsællega.“ Það hafa fleiri mál komið upp á síðustu árum þar sem yfirstjórn spítalans hefur verið sökuð um að virða ekki sjónarmið lækna og fagaðila í ýmsum málum. Má nefna mál Steins Jóns- sonar læknis í því sambandi og deilur vegna yf- irlæknis á barna- og unglingageðdeild, BUGL. Jafnvel hafa heyrst raddir um að yfirstjórnin stundi eins konar skoðanakúgun þar sem mönnum er hótað brottrekstri ef þeir hafa uppi önnur sjónarmið. „Hér er hvorki stunduð skoðanakúgun né beitt hótunum. Hitt er annað mál að stjórn- unarhættir hafa breyst á þessum spítala eins og ég vona að flestir átti sig á. Það hlýtur að vera heimilt fyrir vinnuveitanda að hafa skoð- un á því hvort maður sé í fullu starfi eða hluta- starfi eða hvort haga skuli vinnu með einum hætti eða öðrum. Að hér sé einhvers konar skoðanakúgun kannast ég einfaldlega ekki við.“ Mundir þú segja að deilur innan spítalans undanfarin ár megi að einhverju leyti rekja til baráttu um áhrif og völd innan hans? „Já, ég held að það sé nokkuð til í því. Við sameininguna var rótgróin starfsemi sem þróast hafði á 70 árum tekin til endurskoð- unar. Sumir töldu að það væri óþarft en ég taldi svo ekki vera, það ætti að breyta spít- alanum. Þegar breytingar eru gerðar riðlast valdahlutföll. Það þurfti oft að velja einn yf- irmann þar sem áður höfðu verið tveir eða fleiri og það komu inn nýir stjórnendur. Það var ekki alltaf léttbært. Ég held samt að þetta hafi tekist býsna vel í samráði við læknaráð og hjúkrunarráð spítalans. Það voru ekki mjög margir sem komu verulega sárir undan þess- um umbrotum. Samskiptin við HÍ óskýr Samskipti LSH og Háskóla Íslands höfðu einnig um langa tíð verið óskýr og hluti af sam- einingunni var að færa þau til betri vegar. Það umrót leiddi líka til breytinga á völdum og áhrifum einstaklinga. Skýrasta dæmið er að menn veljast ekki lengur sem stjórnendur á spítalanum á forsendum Háskóla Íslands. Stundum getur vissulega verið heppilegt að sami maður gegni störfum bæði innan HÍ og spítalans. Það gengur hins vegar ekki að ákvarðanir fyrir báðar stofnanirnar séu teknar sts@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Sigurgeir Hnefaleikarar hafa þurft að verja íþrótt sína gagnrýni undanfarna viku. Í vörn Eitt af því sem komið hefur til tals að undanförnu er að Landspítali taki að sér verkefni á sviði hjartalækninga fyrir Fær- eyinga. Hvernig miðar því máli? Er þetta fýsilegt fyrir spítalann? „Það hefur komið beiðni þessa efnis frá Færeyingum sem nú er til skoðunar hjá heilbrigðisráðuneytinu. Færnin er til staðar innan spítalans, það sýnir árangur okkar í hjartalækningum. Þá getum við á grundvelli kostnaðargreiningarinnar lýst yfir því að við treystum okkur til að gera þetta á samkeppnisverði. Við verðum hins vegar einnig að spyrja okkur að því hvað það þýði fyrir þjónustu sem við veit- um landsmönnum ef við erum með er- lenda sjúklinga inni á deildum. Getum við leyft okkur þetta án þess að það bitni á öðru? Hér verðum við að hafa hugfast að Rík- isendurskoðun bendir á að fjöldi aðgerða á þessu sviði er á lægri mörkum til að hafa starfsemina góða. Í hjáveitum erum við á lægri mörkum með um 160 aðgerðir á ári, meðan Bretar segja um 200 vera mörkin. Auðvitað er freistandi að styrkja starfsemina með þessari viðbót. Tækin eru þegar til staðar. Kannski getum við búið til enn betri hjartaþjónustu með þessu. Ég tel hins vegar erfitt að líta á þetta mál út frá fjárhagslegum ávinningi. Það sem ég sé fyrst og fremst í þessu er að styrkja deildirnar faglega með því að bæta við um 40 hjáveituaðgerðum og 60-70 kransæðaaðgerðum á ári. Þetta er til skoðunar og ég geri ráð fyrir að nið- urstaða muni liggja fyrir á næstunni.“ Rætt um hjartalækningar fyrir Færeyinga á forsendum annarrar. Þetta var átakamál á síðasta ári en mér sýnist að hér sé að takast ágætt samstarf.“ Eitt af markmiðum sameiningarinnar á sín- um tíma var að byggja upp öflugt háskóla- sjúkrahús. Hvernig verður það best gert? „Það er ekki til nein ein uppskrift að há- skólasjúkrahúsi. Hins vegar verður að hafa hugfast að þarna stangast á tveir heimar. Ann- ars vegar hinn akademíski heimur háskólans, heimur óheftrar en agaðrar hugsunar og hins vegar heimur sjúkrahússins þar sem allt starf er háð ströngum fyrirmælum og sjúklingar eiga rétt á þeirri meðferð sem best þekkist. Sjúkrahúsið lýtur því frekar lögmálum fyr- irtækjarekstrar en hins akademíska frjáls- ræðis. Þetta er því ekki einfalt viðfangsefni. Það má velta því fyrir sér hvort LSH upp- fylli skilyrði háskólasjúkrahúss eins og þau eru víðast hvar skilgreind. Háskólasjúkrahús verður ekki til fyrir ákvörðunina eina sér. Lagasetning um háskólasjúkrahús er vissu- lega ófullnægjandi og það verður að skilgreina betur og flokka heilbrigðisstofnanir í landinu. Loks verður að fjalla um þann kostnað sem fellur til við að halda úti háskólasjúkrahúsi. Við erum með um 500 nema í starfsnámi við LSH. Að sjálfsögðu fellur til mikill óbeinn kostnaður vegna þessa. Alls staðar í kringum okkur er þessi kostnaður skilgreind stærð. Það er hluti af sameiginlegu verkefni LSH og HÍ að finna út hvernig standa beri straum af kostnaði við menntun lækna- og hjúkrunarfræðinema. Sumir í löndunum í kringum okkur segja að gera megi ráð fyrir 3% álagi á heildarkostnað, að algjöru lágmarki. Í Bandaríkjunum var ný- lega gerð umfangsmikil könnun þar sem kom- ist var að þeirri niðurstöðu að kostnaðurinn væri um 28% að meðaltali. Það verður að skerpa skilin á milli fjárframlaga til mennt- unar nemenda og framlaga til þjónustu við sjúklinga.“ Nú er unnið að kostnaðargreiningu sam- kvæmt svokölluðu DRG-kerfi innan spítalans er leiða mun til þess að greitt verður fyrir ákveðin læknisverk. Ríkisendurskoðun telur raunar að þetta geti leitt til aukinnar sam- keppni milli spítalans og einkastofa um hag- kvæmustu læknisverkin. Telur Magnús að sú verði raunin? „Fjármagnskerfið hefur ráðið því hvernig stofurnar hafa þróast. Það ræðst af samn- ingum sérfræðinga við Tryggingastofnun rík- isins hvaða hópur sérfræðinga eflist hverju sinni. Í ljósi þessa má telja víst að stofurnar muni sækjast eftir aukinni þjónustu á sviði göngu- og dagdeilda. Hér getur orðið árekstur. LSH á eftir að fækka rúmum enn frekar en auka þjónustu á dag- og göngudeildum. Þegar þetta gerist verður eflaust meira kallað eftir kostnaðargreiningu. Fólk verður að vera með- vitað um kostnað sem felst í verkum og gæðum í starfinu. Hér á ekki að gera mun á opinberum stofum og einkastofum.“ Hvert er viðfangsefnið nú þegar Alþingi hef- ur afgreitt fjárlög og ljóst er að spítalinn fær ekki þá fjármuni sem hann hafði farið fram á? „Það er alveg ljóst hvað það er en afgreiðsla Alþingis veldur vonbrigðum. Fyrir liggur að starfsemi spítalans þarf að samræma því sem stjórnvöld og Alþingi hafa ákveðið. Það er ein- sýnt að nú verður að forgangsraða verkefnum innan spítalans og hagræða í starfseminni enn frekar, þó að mikið hafi verið gert. Óhjá- kvæmilegt er að sjúklingar og starfsmenn verði þessa varir. Um 70 prósent útgjalda eru laun og launatengdur kostnaður og lyf og hjúkrunarvörur teljast 10 til 12 prósent. Það segir sig því sjálft að áhrifin koma fram á þess- um liðum. Stjórnarnefnd spítalans mun fjalla um starfsáætlun hans næstkomandi miðviku- dag og ég tel heppilegt að hún verði ákveðin sem fyrst.“ LSH við Hringbraut: „Það hefur verið ákveðið að framtíðarstarfsemi spítalans verði við Hringbraut. Ég tel brýnt að hefja þar uppbyggingu nýs spítalahúsnæðis sem fyrst. “

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.