Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Munið að slökkva á kertunum               Staðsetjið ekki kerti þar sem kisur eða hundar geta hlaupið þau um koll Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins   Útsölustaðir Apótek og lyfjaverslanir Töskur Ekta leður Verð frá kr. 2.800 HARMONIKUGLEÐI Í RÁÐHÚSINU - DAGUR HARMONIKUNNAR Harmonikufélag Reykjavíkur. Léttir tónleikar Harmonikufélags Reykjavíkur í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 15:00. Á dagskrá er tónlist úr ýmsum áttum flutt af fjölmörgum hljóðfæra- leikurum. Fram koma m.a. Matthías Kormáksson, hljómsveitir Hildar Petru Friðriksdóttur og Ulrics Falkner, hljómsveitin Rafveitan og Léttsveit Harmonikufélags Reykjavíkur undir stjórn Jóhanns Gunnarssonar, sem jafnframt verður kynnir. Matthías Kormáksson áritar nýútgefinn hljómdisk sinn á staðnum. Allir velkomnir. - Enginn aðgangseyrir. S íðustu þrjú árin hafa verið annasöm hjá Guðmundi Jónssyni og félögum hans í Sálinni. Tvær plötur, söngleikur, tónleika- ferðalög og nú síðast plata með sin- fóníuhljómsveitinni. Og í stað þess að fara í „bestulaga“-pakkann þar völdu Sálverjar að semja nýtt efni til flutn- ings með sinfóníunni, en tónleikarnir fóru fram síðasta haust. Þetta er sannarlega búin að vera keyrsla en Guðmundur er vel sáttur með vinn- una og má líka vel vera það. Þetta er annar mynddiskurinn ykkar? „Jú jú. Við riðum á vaðið haustið 2001 með 12. ágúst ’99 sem var víst fyrsti íslenski mynddiskurinn sem hljómsveit gaf út.“ Hvað finnst þér nú um Vatnið og vinnuna í kringum það? „Þetta tilefni gaf manni möguleika á því að blása dálítið upp dramatíkina í lögunum. Vorið 2002 hafði sinfón- íusveitin samband við okkur og vildi vinna með sveitinni. Þá var ég með fimmtán lög á lager og Jens setti sig í stellingar og samdi eitt. Við völdum svo úr þau lög sem okkur fannst passa inn í þessa hugmynd. Svona meðalhröð lög og dáldið dramatísk.“ Af hverju ekki bara að taka slag- ara? „Við vorum búnir að taka þann pakka í 12. ágúst ’99 og líka búnir að vera að garfa í söngleiknum þar sem stuðst er við Annan mána og Logandi ljós. Þannig að leita til baka einu sinni en var bara aðeins of mikið. Tónlistin í Vatninu er svona í beinni línu við þessi epísku stóru lög eins og „Synd- ir“ og „Á nýjum stað“. Þetta er stíl- brigði sem við höfum verið að þróa undanfarin ár.“ En þetta var auðvitað viss áhætta. „Já, vissulega. Við áttum von á 1.000 manns sem væru þá að hlusta á einhverja tónlist í fyrsta skipti. En við ákváðum að vera með allar upp- tökugræjur í gangi og gefa þetta þá út ef vel gengi. Og mér finnst þetta hafa verið rétt skref hjá okkur.“ Nótur hvað!? Það er búið að vera talsvert að gera hjá ykkur undanfarin ár … „Já, það er búin að vera mikil ferð á okkur og þetta hefur gengið vel. Þá er bara sjálfsagt að halda þeirri línu. Við settumst niður í ársbyrjun 2000 á örlagaríkum fundi og ákváðum að gefa út tvær plötur á tveimur árum sem síðan yrði snúið upp í söngleik. Við skuldbundum okkur í tveggja ára vinnu. Sinfónían kom svo í kjölfarið á þessu.“ Þið spiluðuð þrjú kvöld með sin- fóníunni … „Já. Við fórum svo í hljóðver og völdum úr þessum kvöldum, klippt- um til og gengum frá svo þetta yrði útgáfuhæft. Okkur langaði til að gera plötu sem stæði eins og hljóðvers- plata. Þannig að við tókum t.d. allt klapp í burtu. Þetta var ein erfiðasta hljóðblöndun sem ég hef lent í en ég og Addi 800 vorum í þessu meira og minna í allt sumar. Fyrst bárum við svo mikla virðingu fyrir sinfóníusveit- inni að popphljómsveitin týndist al- veg. Þannig að við hófum að draga hana fram á réttu stöðunum. Sam- starfið við Þorvald (Bjarna) gekk mjög vel og Bernharð (Wilkinson, stjórnanda) sömuleiðis. Hann sá um að halda andrúmsloftinu léttu og skemmtilegu. Við vorum eins og kett- lingar þegar við komum þarna fyrst! Nótur og slíkt var eitthvað alveg nýtt fyrir okkur. Fyrstu þrjár æfingarnar fóru bara í að samstilla hljóm, þannig að þetta væri í þokkalegu jafnvægi.“ Og hvernig var svo tilfinningin á fyrsta kvöldinu? „Það var … mjög stressandi! (hlær). Ég fann þó strax eftir fyrsta lag að þetta var að ganga. Þannig að þetta varð síðan ofsalega gaman. Þetta var auðvitað alveg ný reynsla fyrir okkur. Það veitti líka visst ör- yggi þegar maður frétti að það hefði selst upp á alla tónleikana. Á mynd- diskinum eru aðrir tónleikarnir, en það kvöld gekk allt upp.“ Endurnýjaður kraftur En svo er aukadiskur þarna með … „Já, það eru upptökur frá fimmtán ára afmælistónleikum sem haldnir voru í Nasa í september. Tónleikarn- ir tókust svo skemmtilega að við ákváðum að skella þeim þarna með. Við sátum svona í hring á sviðinu og vorum að spjalla saman á milli laga. Svona svipað og Storytellers á VH1. Það sést á þessum tónleikum hvernig menn eru í bandinu en það sést ekki oft. Já, þetta var fínt … hráir og skemmtilegir tónleikar.“ Þið eruð komnir með hörkuaðdá- endaklúbb á bakvið ykkur … „Já, þetta eru krakkar sem kalla sig Gullna liðið (í höfuðið á safnplöt- unni Gullna hliðið frá 1998. Aðdáendasíða er á www.salin.is). Það var skrýtið þegar maður frétti af þessu. Maður hefur tekið eftir því að ákveðið fólk hefur mætt mjög grimmt á tónleika í gegnum tíðina. Þetta hef- ur haldið lífi í sveitinni í öll þessi ár því það hafa komið tímabil þegar Sál- in hefur ekki þótt merkilegur pappír. Þá sótti maður styrk í tónleikana því það hefur alltaf verið vel mætt frá fyrsta degi. Þegar safnplatan kom út árið 1998 var eins og þjóðin hefði ver- ið kristnuð upp á nýtt. Þegar við fór- um síðan að spila árið eftir það var alls staðar fullt. Það hleypti í okkur krafti til að gera órafmögnuðu plöt- una 12. ágúst ’99.“ Og hvað svo? Er þetta einhver endapunktur? „Já … ég held að ég geti sagt að við séum í leiðinni í frí á næsta ári. Aldrei þessu vant er ekkert fram- undan hjá okkur. Yfirleitt erum við mjög skipulagðir og erum búnir að marka okkur einhverjar línur. En þetta er orðið nóg í bili … ég held að fólk átti sig ekki á því hvað er mikil vinna á bak við þetta allt saman. Mað- ur er búinn að vera vakinn og sofinn yfir þessu í þrjú ár. Allt frá byrjun þessarar aldar sem sagt (hlær). Nú bíðum við bara eftir að hungrið komi aftur.“ Sálin hans Jóns míns gefur út Vatnið ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands Morgunblaðið/Kristinn Þessi mynd er tekin á afmælistónleikum Sálarinnar í haust, en upptaka frá þeim fylgir aukalega með Vatninu (mynddisknum). Þarna dúkka Stefán og Guðmundur upp sitthvorum megin við Stefán trymbil. Allt eins og það á að vera Vatnið með Sálinni og Sinfó er nú komið út á hljóm- og mynddiski. Arnar Eggert Thor- oddsen ræddi við Guð- mund Jónsson um þetta krefjandi verkefni Sál- arliða sem verður það síðasta … í bili. Vatnið er komið út, bæði á hljóm- og mynddiski. Platan er tilnefnd til Íslensku tónlistar- verðlaunanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.