Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 10 DAGA PÁSKAFERÐ TIL CRANS MONTANA Í SVISS 2. TIL 11. APRÍL Borgartúni 34, sími 511 1515 www.gjtravel.is Flogið verður til Zürich og ekið þaðan á eitt besta skíðasvæði Alpanna, Crans Montana. Þar er að finna allt sem prýðir góða skíðabæi, stórvirkar lyftur, fjölbreyttar skíðabrekkur o.fl. Verð á mann er 124.500 krónur. Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, akstur milli flugvallar og Crans Montana, gisting í tveggja manna herbergi, hálft fæði (kvöldverður og morgunverður) og íslensk fararstjórn. Aukagjald fyrir eins manns herbergi er 13.500 krónur. Gist verður á Grand Hotel du Parc, sem er vel staðsett fjögurra stjörnu hótel. Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250. Við Þorvaldur kynntumstdrukkin fyrir utanskemmtistaðinn Óðalvið Austurvöll í ágúst1982. Ég ranglaði út af staðnum um þrjúleytið beint upp í fangið á honum þar sem hann sat á hlöðnum grjótvegg á móti útidyr- unum. Hann sá mig í ágúströkkr- inu og kallaði á mig. Við höfðum vitað hvort af öðru frá því við vor- um börn og unglingar, vorum sam- an í sjö ára bekk í Vesturbæj- arskólanum, gamla Stýrimanna- skólanum við Öldugötu, og gengum saman til séra Óskars Þorláksson- ar í Dómkirkjunni þegar við fermdumst. Við hittumst oft í ung- lingaklíkunum sem sóttu gamla Hressingarskálann í Austurstræti, sem við kölluðum Hressó. Ef við mættumst á götu heilsuðumst við alltaf með nafni og mér fannst allt- af óþægilegt hvernig hann horfði á mig eins og hann sæi inn í sál mína og vorkenndi mér. Hann langaði til að tala við mig þarna í næturþvögunni fyrir utan Óðal, við höfðum ekki sést lengi og vissum lítið hvað hafði á daga hvort annars drifið. Ég bauð hon- um með mér heim. Við röltum saman vestur í bæ, en hann lagði áherslu á það á leiðinni að hann ætlaði ekki að sofa hjá mér, lang- aði bara til að tala við mig. Mig langaði ekki heldur til að sofa hjá honum, ég var dauðástfangin af dönskum leikara og leikstjóra, sem rak sitt eigið leikhús í Kaupmanna- höfn og skrifaði leikrit. Við höfðum kynnst á leikstjórnarnámskeiði og ég vildi deila lífi mínu með honum og engum öðrum. Það var bara eitt sem skyggði á þessa ást. Mann- helvítið var giftur. En hann var þó giftur konu. Maðurinn sem ég bauð með mér heim var giftur valda- mesta maka í heimi, Bakkusi. Auðvitað sváfum við samanþessa fyrstu nótt og það varekkert sérstakt, bara eins og drukkið fólk er alltaf að gera og telst eðlilegt á Íslandi. Fylleríseró- tík, sem hefur lítið með alvöru eró- tík eða kynlíf að gera. Samt var hann notalegur þótt hann væri drukkinn. Hann var góði gæinn, sætur strákur með ljóst og liðað hár, í hærra meðallagi, með stælt- an fótboltaskrokk. Stór og falleg blá augu lýstu upp andlitið, vel skapað nefið og nautnalegan munnsvipinn. Það var alveg hægt að verða skotin í honum. Hann var hjá mér allan daginn eftir, lá uppi í sófa og ég skemmti honum með sögum og ævintýrum úr eigin lífi. Honum fannst ég fyndin og skemmtileg stelpa og mér fannst hann fyrirtaks hlustandi, gleypti við sögunum og hló dátt og inni- lega. Við höfðum líkan húmor. Það var ekki svo lítið. Svo keyrði ég hann heim á blárri Volkswagen bjöllu. Hann bjó hjá mömmu sinni í Breiðholtinu og vann hjá Skilorðs- eftirlitinu, var að ljúka kandídats- prófi í lögfræði. Hann hafði samt lítinn áhuga á lögfræði, sagði mér síðar meir að hann hefði viljað ögra óreglumanninum í sér með ströngu laganáminu. En námið var líka praktískt. Hann þoldi aldrei blankheit og vildi ekki hafa mikið fyrir því að afla peninga. Þá var lögfræðin góður kostur. Ég hugsaði pínulítið til hansdagana á eftir, en hafði samtá tilfinningunni, að hann væri ekki maður fyrir mig. Hann var líklega of blautur og skildi aldrei kamelpakkann við sig. En hann var myndarlegur, vel gefinn og skemmtilegur og saman gátum við hlegið að öllu hallærinu allt í kringum okkur. Svo ég hringdi í hann í Skilorðseftirlitið. Langaði ekki til að hitta hann aftur drukk- inn á bar eins og vaninn er þegar íslensk pör draga sig saman. Var samt tvístígandi, ég var enn ást- fangin af Dananum og alls ekki bú- in að jafna mig á ástarsorginni. Við ákváðum að hittast heima hjá mér eftir að ég kæmi úr þrítugsafmæli vinkonu minnar eitt laugardags- kvöld í september. Hann ætlaði í partí til vinar í næstu götu við mig. Ég gerði mér töluverðar vonir um þetta stefnumót, þráði að eignast elskhuga og vin. Það var gott að tala við hann í síma og ég hlakkaði til að hitta hann. Kannski yrði þetta betra hjá okkur en síðast, kannski væri hann ágætis elsk- hugi, kannski væri hann alls ekki eins og ég hélt þá, verðandi fylli- bytta! Ég ákvað að gefa honum séns. Ég beið eftir honum í íbúð- inni minni í tæpan klukkutíma. Hann mætti ekki. Og annan klukkutíma. Hann hringdi ekki. Og enn annan. Hann lét ekkert af sér vita í marga daga. Hefði ég vitað þá að þetta hafði ekkert með mína persónu að gera, hefði ég vitað að þessi hegðun væri dæmigerð fyrir alkóhólista, þá hefði ég líklega ekki haldið áfram í þeim dýrkeypta skollaleik sem nú hófst í lífi mínu og átti eftir að standa yfir næstu 16 árin. Æ, hann bara gleymdi því að við ætluðum að hittast, æ, honum fannst það leiðinlegt, æ, hann var alltaf á leiðinni, en svo var bara svo gaman í partíinu. Fyrsta afsök- un og sjálfsréttlæting alkans sem skammast sín undir niðri – ekki fyrir að hafa gleymt stefnumótinu endilega, heldur fyrir drykkju sína sem hann getur þó ekki viðurkennt að sé farin úr böndunum. Ég varð reið og sár út í hann, en ákvað samt að gefa honum annan séns. Við ákváðum að vera menningarleg og fórum í Þjóðleikhúsið að sjá Garðveislu eftir Guðmund Steins- son. Hann hafði áhuga á leikhúsi og mjög næmt auga fyrir góðri leiklist, bæði leiktexta og leik og lá ekki á skoðunum sínum eða áliti um frammistöðu einstakra lista- manna í leikhúsinu. Það gaf því augaleið að við gátum alltaf talað saman um leikhús. Í hléinu drakk hann tvo tvöfalda kamparí. Þegar hann pantaði seinna glasið gerði ég athugasemd: – Ætlarðu virkilega að fá þér annan tvöfaldan? Verðurðu ekki fullur af öllu þessu áfengi? Hann horfði á mig með vanþókn- un í svipnum. Fannst þetta óþarfa afskiptasemi. – Tveir tvöfaldir, það er ekki neitt neitt. Ekki til að hafa orð á. Hann fékk mig til að skamm-ast mín fyrir „afskiptasem-ina“ sem var auðvitað full- komin opnun á þeim tvíleik sem nú hófst á milli okkar. Tvíleiknum sem fjallar um vanhæfu tengslin milli alkóhólistans og nánasta að- standandans. Þriðji aðilinn í þeim tvíleik er Bakkus sem hreykir sér efst og breytir honum í þríleik. Í öðru sæti er maðurinn sem dýrkar Bakkus, alkóhólistinn, en maki hans lendir óhjákvæmilega í því þriðja. Þetta er svartur ástarþrí- hyrningur sem hefur ótrúlegan segulkraft. Áður en makinn veit af hefur hann gert sig ómissandi í þessum hættulega þríhyrningi og lendir í stöðugum útistöðum við alkóhólistann sem er miskunnar- laust stjórnað af Bakkusi. Mað- urinn í lífi mínu varð alkóhólistinn í lífi mínu og ég varð kona alkóhól- istans hvort sem mér líkaði það betur eða verr. Ástarsambandið við hann var stöðugur flótti frá sjálfri mér inn í líf hans og óreiðu. Ég gat gleymt eigin sálaróreiðu með því að vera stöðugt upptekin af því að taka til í hans. Tvö full- orðin börn höfðu hist, tvö vanhæf börn sem hvorugt kunni nægilega vel að takast á við fullorðinslífið. Bókarkafli Alkóhólismi herjar ekki eingöngu á þann drykkfellda, heldur smitar sjúkdómurinn út frá sér og brýtur niður þá sem næst alkóhólistanum standa. Hlín Agnarsdóttir veitir hér innsýn í heim aðstandandans í gegnum minningar sínar um ástvin sinn og sambýlismann til margra ára. Hér er gripið niður í frásögninni við þeirra fyrstu kynni. Tvö fullorðin börn hittast Hlín Agnarsdóttir og Þorvaldur Ragnarsson í sumarleyfi í Grikklandi. Þorvaldur lést úr krabbameini árið 1998, einungis hálffimmtugur að aldri. Að láta lífið rætast – Ástarsaga aðstandanda eftir Hlín Agnarsdóttur er gefin út af Sölku. Bókin er 151 bls. að lengd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.