Morgunblaðið - 21.12.2003, Page 54

Morgunblaðið - 21.12.2003, Page 54
MINNINGAR 54 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BENEDIKT ÓLAFSSON, Hvassaleiti 58, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 22. desember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þórunn Sigurjónsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA JÓNSDÓTTIR, áður Stigahlíð 26, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 16. desember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 23. desember kl. 13.30. Aðalsteinn Kristinsson, Magnea Jónsdóttir, Hörður Kristinsson, Rut Rebekka Sigurjónsdóttir, Hrafnhildur Kristinsdóttir, Kurt Schandorff, Haukur Kristinsson, Hildur Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, GUÐJÓN MATTHÍASSON harmónikuleikari, lést sunnudaginn 14. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jarðsett var frá Ingjaldshólskirkju á Snæfellsnesi. Fyrir hönd fjölskyldna okkar, Sigríður Hansborg Guðjónsdóttir, Sverrir Guðjónsson. Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, RAGNARS LEIFSSONAR, Lindarbraut 7, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks 11-G Landspítalanum við Hringbraut. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og farsæld og frið á komandi ári. Jóhanna Felixdóttir, Bryndís Ragnarsdóttir, Sigurþór Leifsson, Felix Ragnarsson, Beata Tarasiuk, Alexander Áki, Hlynur Þór og Ragnar Smári. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, sr. GUÐMUNDUR ÓSKAR ÓLAFSSON, Fornuströnd 7, Seltjarnarnesi, lést á Landspítala við Hringbraut miðviku- daginn 17. desember. Jarðsungið verður frá Neskirkju þriðjudaginn 30. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili. Ingibjörg Þ. Hannesdóttir, Guðbjörg R. Guðmundsdóttir, Páll Vilhjálmsson, Guðmundur Óskar Pálsson, Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir, Inga Þóra Pálsdóttir, Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HELGA JÓNSSONAR. Þóra Rósa Geirsdóttir, Ingvar Kristinsson, Kolbrún Þorsteinsdóttir, Elín Gísladóttir, Hermann Hrafn Guðmundsson, Magnea Kristín Helgadóttir, Halldór K. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ÍSÓLAR FANNEYJAR GUÐBRANDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunardeild- ar A-4, Hrafnistu, fyrir frábæra umönnun. Sigrún Ellertsdóttir, Jósep Valgeirsson, Erla Ellertsdóttir, Hálfdán Hermannsson, Þórunn Ellertsdóttir, Ómar Ellertsson, Ásgerður Annasdóttir, Eiríkur Ellertsson, Helga Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ég vil með örfáum orðum minnast þín, þar sem við bjuggum saman í rúm 24 ár. Ekki síst til að láta þig vita að ég er löngu búin að fyrirgefa þér allt sem mér fannst að þú hefðir gert mér á móti. Eins vona ég að þú hafir fyrirgefið mér, það sem þér fannst ég hafa gert á þinn hlut. Það gekk á ýmsu í okkar hjóna- bandi og vissulega átti ég minn þátt í því. Upp úr stendur þó að við átt- um saman okkar góðu stundir og fjögur mannvænleg börn, þau Lilju, Hörpu, Maríu og Heiðar, sem ég er þakklát fyrir. Ég vildi óska að ég hefði getað hjálpað Lilju, dóttur okkar, svo hún hefði getað verið viðstödd útför þína, en því miður gáfu aðstæður hennar ekki möguleika á að komast heim frá Danmörku og til baka með öll börnin sín. Mér þótti þó vænt um að hún skyldi geta komið um daginn og þið hist. Ég mun reyna að styðja við bakið á öllum börnunum okkar og þeirra fólki eins vel og ég get í framtíðinni. Trúarinnar traust og styrkur tendrar von í döpru hjarta. Eilífðin er ekki myrkur, eilífðin er ljósið bjarta. (Helgi Sæmundsson.) Ég bið algóðan guð að styrkja ást- vini þína, eiginkonu, Torfhildi Rúnu, börn, tengdabörn, barnabörn og systkini þín. Hvíl í friði, Sóley. Látinn er Eggert Konráðsson frá Haukagili í Vatnsdal aðeins 54 ára að aldri. Ég kynntist Eggerti ungum bónda á Haukagili. Oft tókum við tal saman, er fundum okkar bar saman, um daginn og veginn, þjóðmálin og líðandi stund. Ekki fór það framhjá neinum er kynni hafði af að þar gekk um garða gjörathugull maður með þægilegan húmor og skoðanir, já, sjálfstæðar skoðanir. Mér finnst að Eggert hafi verið EGGERT KONRÁÐ KONRÁÐSSON ✝ Eggert KonráðKonráðsson fæddist á Blönduósi 10. janúar 1949. Hann andaðist á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 12. desember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi 19. des- ember. talsvert mótaður af því umhverfi er ól hann ungan, dalurinn, áin við túnfótinn, heiðin og síðast en ekki síst hið jafnvinda verðurfar norðlenskra dala. Haustið 1967 komu ungar stúlkur til náms við Kvennaskólann á Blönduósi. Þá eins og jafnan áður fóru ungu mennirnir í héraðinu að líta í kringum sig eins og sagt er. Sóley Jónsdóttir frá Kleifum í Kaldbaksvík af Ströndum norður var ein meðal þess glæsilega hóps ungmeyja. Þar kom að Eggert sá Sóleyju út og þau hvert annað. Ekki hefur það dulist jafn athugulum manni eins og Egg- erti að þar væri á ferðinni álitlegt búkonuefni. Þau hófu búskap að Haukagili 1969 aðeins 20 ára að aldri, fyrst í félagi við foreldra Eggerts, Konráð Eggertsson og Lilju Halldórsdóttur Steinsen, en síðar í einbýli. Sóley og Eggert eignuðust 4 börn; Lilju, Hörpu, Maríu og yngst- an Heiðar Hrafn. Það var mikill uppgangur í ís- lenskum landbúnaði á árunum upp- úr 1970. Þá var engu líkara en við margir ungu bændurnir hefðum gert samning við Guð eða ríkis- stjórnina eins og Eggert orðaði það að framleiða sem allra mest af bú- vörum. Á vorin um sauðburðinn fór maður kannski bara beint úr bælinu að sinna lambfénu. En Eggert átti þess ekki kost því hann þurfti fyrst að borða og sprauta sig síðan við þeim illvíga sjúkdómi sykursýkinnar svo þrekið entist daginn, en þann sjúkdóm greindist hann með um fermingaraldur. Eitt sinn gekk hinn ungi bóndi til rjúpna á jólaföstunni eins og þá var alsiða til sveita. Þar kom á heimleið með stóra rjúpnakippu á bakinu að þrekið lét undan vegna hins illvíga fylgifisks. Setti hann byrði sína til jarðar, tók upp kuta sinn, skar upp einn fuglinn og matbjó sér og náði upp þreki á ný. Þessi hógværi mað- ur tók þátt í því sem að höndum bar og sagði: Það er lífsins list að búa við það sem maður hefur. Orð að sönnu. Þau eru orðin mörg haustin sem gangnamenn af Haukagilsheiði koma niður og heim að Haukagili til að fá geymda hesta og þess háttar. Hverfum aðeins aftur á vald minn- inganna. Þeir koma einn af öðrum í hlað, bóndinn Eggert Konráðsson er úti við húsin, stendur við kampinn og tekur á móti hverjum fyrir sig, heils- ar og lyftir glasi, spyr tíðinda úr leit- unum. Heilsar og fagnar einnig konu sinni á sinn hátt. Hún er ein meðal gangnamanna, hann segir við hana: ég skal taka hestana þína kona, mér sýnist strákarnir vera svangir og leggur áherslu á strák- ana og glettnin leynir sér ekki. Kon- an þekkir sinn mann og veit hvað stendur til, segir kannski: heyrðu góði, hvar eru rauðu sokkarnir mín- ir. Hann heyrir það ekki, snýr sér að næsta manni. Fóruð þið ekki vel með minn gangnamann í leitunum? Að skammri stundu liðinni eru gangnamenn sestir að veisluborði þar sem húsfreyja gengur um beina og því meira gaman hjá þeim hjón- um sem gestirnir gera veitingunum betri skil hvort sem þær eru í föstu eða fljótandi formi. Takk fyrir það. Þau Eggert og Sóley hættu bú- skap 1988 og fluttu til Reykjavíkur. Þar starfaði Eggert hjá þeim frænd- um sínum sem áttu og ráku fyr- irtækið Plastprent. Þar gerðist hann snúningastrákur og titlaði sig sendi- herra í símaskránni. Þar innan veggja var haft fyrir satt að eftir hálfan mánuð í nýja starfinu hafi allt gengið smurt og fellt, svo fljótur var Eggert að til- einka sér ný og gjörbreytt viðfangs- efni. 1993 bjuggu þau Eggert og Sóley að Engihjalla 23 í Kópavogi. Þá verða þáttaskil í lífi beggja hjónanna frá Haukagili. Þau ákváðu með nokkrum fyrirvara að slíta sambúð- inni. Fóru nú í hönd dimmir dagar sem allir skynja misjafnlega þó við slíkar kringumstæður, veit ég samt að Eggert mat Sóleyju mikils og vildi henni veg hins besta. Aftur fór þessi athuguli maður að líta í kringum sig, kanna málið, ekki flana að neinu og fann í iðu mann- lífsins á höfuðborgarsvæðinu glæsi- lega konu. Torfhildur Rúna Gunn- arsdóttir heitir hún þessi ágæta kona og hafa þau átt saman heimili frá árinu 1994. Ég tel mig vita, skilja og skynja að Rúna var Eggerti ómetanleg stoð og stytta, ekki ein- ungis í erfiðri baráttu við krabba- meinið heldur líka í amstri hins dag- lega lífs hversdags og spari á meðan tími þeirra saman entist báðum til heilla. Ég og fjölskylda mín sendum Rúnu, börnunum þeirra og fjöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur með ósk um gleðilega jólahátíð. Megi minningin um Eggert Kon- ráðsson veita birtu og yl í heimili og huga ykkar allra nú þegar aftur fer að birta að gengnu dimmu og dap- urlegu skammdegi. Magnús Pétursson, Miðhúsum. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.