Morgunblaðið - 21.12.2003, Síða 57

Morgunblaðið - 21.12.2003, Síða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 57 Kveðja frá Félagi íslenskra leikara Ein af okkar mestu leikkonum hefur kvatt þennan heim eftir langvarandi veik- indi. Þetta er Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir. Hér hefur kvatt okkur ein af þeim leikkonum sem báru hitann og þungann af starfsemi Þjóðleik- húss og þar á undan Leikfélags Reykjavíkur í rúmlega hálfa öld. Glæsileg og töfrandi með drama- tíska rödd sem seint líður úr minni. Í 30 ár var Gugga, eins og við kölluðum hana, önnur af aðalleik- konum Þjóðleikhússins og lék þar hvert stórhlutverkið af öðru mjög eftirminnilega. Guðbjörg var oftast í hlutverkum sterkra kvenna og ég get ekki annað en nefnt nokkur hlutverk sem ennþá standa ljóslif- andi fyrir mér eins og t.d. Elsa Gant í Engill horfðu, hlutverk sem færði henni Silfurlampann og Frú Alving í Afturgöngum eftir Henrik Ibsen. Ég sá þessar sýningar sem ungur maður og munu þær seint líða mér úr minni. Guðbjörg sagðist sjálf hafa byrj- að sinn leiklistarferil norður á Siglufirði með ýmsum félagasam- tökum. Seinna gerðist hún nemandi hjá Lárusi Pálssyni eins og flestir okkar þekktustu leikarar gerðu á þeim tíma. Árið 1946 var henni falið sitt fyrsta hlutverk hjá Leikfélagi GUÐBJÖRG ÞOR- BJARNARDÓTTIR ✝ Guðbjörg Þor-bjarnardóttir fæddist í Bolungar- vík 13. júlí 1913. Hún lést á Dvalar- og elli- heimilinu Grund 19. nóvember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 28. nóvember. Reykjavíkur og síðan hélt hún utan til að mennta sig enn frekar. Eftir að heim kom lék hún bæði hjá Leik- félagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu. Hún var síðan fastráðin hjá Þjóðleikhúsinu allt þar til hún lét af störfum sjötug að aldri. Mig langar persónulega að færa henni þakkir fyr- ir samstarfið en við lékum saman í nokkr- um verkum hjá Þjóð- leikhúsinu seinast í hinu geysivinsæla verki Stundar- friði eftir Guðmund heitinn Steins- son, en með þá sýningu fórum við til nokkurra landa og mikið þótti henni Guggu þetta skemmtilegt. Hún var hrókur alls fagnaðar, alltaf brosandi, alltaf glöð. Ég er þakklátur Guggu fyrir allt sem hún gaf mér – sem var svo margt, mig langar líka fyrir hönd Félags íslenskra leikara þakka starfið sem hún innti af hendi af sömu alúð og samviskusemi sem einkenndi allt sem hún fór höndum um, meðstjórnandi í skamman tíma og ekki síst fyrir stofnun Slysasjóðs í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Slysavarnafélagið – en þessi sjóður var starfræktur í nokk- ur ár – hlutverk hans var að styrkja þá einstaklinga sem misst höfðu nána ættingja í sjóslysum. Haldnar voru skemmtanir árlega þar sem listamenn gáfu vinnu sína til styrktar bágstöddum. Guðbjörg fór fremst og allt skipulag var á hennar herðum í nokkur ár. Fórn- fúst og fallegt starf. Megi guð blessa þig. Randver Þorláksson, formaður Félags íslenskra leikara. Eiríkur Bragason, Gunnarshólma, en það hét húsið sem hann fæddist og bjó í lengst af og var ætíð kenndur við, var mér sem fast- ur punktur tilverunnar. Hann ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Eiríki Gíslasyni trésmið og Guðrúnu Ás- mundsdóttur. Eiríkur Gíslason var mjög virkur smiður á þeim árum og smíðaði mörg hús á Eyrarbakka og víðar. Í Gunnarshólma var hár kjallari sem Eiríkur hafði í vinnustofu með lær- linga í grein sinni og smíðaði glugga og líkkistur en Guðrún kona hans sá um saumaskapinn í kisturnar. Þau voru einnig með búskap, kýr og hesta, og ræktuðu kartöflur. Börn þeirra voru 8, Elín, Gísli, Ing- unn, Ásdís, Ingigerður, Ása, Guð- björg, og Vigdís. Af föður sínum hafði Eiríkur lítið að segja því foreldrar hans fóru í sitthvora áttina og eignaðist Eirík- ur mörg hálfsystkini. Móðir hans fluttist að Þóroddsstöðum í Gríms- nesi 2–3 árum síðar, þar var hann í sveit á sumrin hjá móður sinni og Sigurbirni manni hennar. Ekki ílengdist hann þar því hann vildi vera hjá afa og ömmu á Eyrar- bakka. Móður sína missti hann langt um aldur fram, þegar hann var 17 ára. Á Gunnarshólma var margt um manninn og ættartréð stórt. Eirík- EIRÍKUR BRAGASON ✝ Eiríkur Braga-son fæddist á Gunnarshólma á Eyrarbakka 24. febr- úar 1928. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 26. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram í kyrrþey. ur fór snemma að að- stoða afa sinn við smíðarnar því hann var orðinn mjög sjón- skertur, þurfti hann því að finna fyrir hann verkfæri og rétta hon- um. 9 ára missti hann Eirík afa sinn. Þá stóð Guðrún eftir með heimilið, Gerðu dóttur sína sem þá var orðin berklaveik. Gerða lagði heimilinu mikið lið þegar heilsa hennar leyfði með umhirðu á fatnaði og heimilis- störfunum enda bráðlagin og vand- virk eins og einkenndi allt þetta fólk. Þá var Jóhanna dótturdóttir hennar 6 ára og Eiríkur. Þungt hef- ur heimilishaldið verið. Sigmundi Stefánssyni leigði hún verkstæðið, skepnurnar seldi hún og leigði Steini Einarssyni Gunnarshólma- túnið og fékk mjólk í staðinn. Skólaganga Eiríks varð ekki nema Barnaskólinn á Eyrarbakka því 14 ára fór hann á vertíð með Jóni Helgasyni formanni til að geta lagt til heimilisins. 17 ára réðst hann í vegavinnu hjá Jóni Ingv- arssyni yfirverkstjóra sem kokkur í vinnuflokk og lenti þá í flokki með Ólafi Guðjónssyni frá Mundakoti Eb. Það var tekið til þess hve flat- kökurnar hans þóttu góðar. Ólafur tók þennan unga mann upp á sína arma, bauð honum vegavinnu á sumrin ef hann hefði bíl. Ekki hefur það verið áhlaupaverk fyrir svo ungan mann á þeim árum að eign- ast vörubíl, þegar skömmtun var á öllu og bílainnflutningur háður leyf- um sem aðeins atvinnustarfsemi gat fengið. Árni Helgason frá Akri og Sveinn sonur hans gerðu þá út bát „Gullfoss“ og seldu Eiríki bílinn Ford 46 módel. Amma hans hafði innrætt honum hyggindi og spar- semi. 18 ára var hann kominn með sinn eigin vörubíl til vegagerðar í Grímsnesinu með velgjörðarmanni sínum Ólafi Guðjónssyni sem hann leit alltaf svo á og var alla tíð mjög kært á milli þeirra. Vegavinnan var aðeins sumar- starf og á veturna sundaði Eríkur ýmsa tilfallandi vinnu, var tog- arasjómaður með Sigurði Guðjóns- syni skipstjóra á Hallveigu Fróða- dóttur, reri vertíðir á dagróðra- bátum, var fangavörður á Litla-- Hrauni, vann í vélsmiðju Guðjóns Öfjörð o.fl. o.fl. sem allt of langt yrði upp að telja. Hann var eft- irsóttur í vinnu, duglegur, laginn og mjög vandvirkur og traustur. Eiríkur var ákaflega barngóður og börn hændust að honum og þannig kynnist ég honum fyrst. 8 mánaða er mér komið fyrir hjá afa og ömmu Ólafi Helgasyni kaup- manni og Lovísu Jóhannsdóttur að Túnbergi, Eb. Hús þeirra var smíð- að af Eiríki Gíslasyni afa Eiríks og stendur beint á móti Gunnars- hólma, aðeins gatan á milli. Því var Eiríkur alltaf aufúsugestur ef gest skyldi kalla, því í sinni var hann einn af okkur, bráðmyndarlegur og honum fylgdi alltaf ákveðinn sjarmi. Ein er bernskuminning að Steinn í Vatnagarði kom með hestana og plóginn að kvöldi til til að plægja kartöflugarðinn á Gunnarshólma, þetta varð ég að fá að sjá þó að komið væri að háttatíma, ég náði samkomulagi við ömmu um að fá að vera úti og sjá meðan plægðir væru 2 hringir í garðinum. Ég kom mér vel fyrir til að fylgjast með og úr augsýn frá Túnbergi. En þeir rétt byrjuðu með þetta stórvirka tæki eins og það þótti þá en þá var stoppað því einhverra hluta vegna þurfti að skipta um hest sem þurfti að sækja annað. Í þetta fór tölu- verður tími. Þegar svo verkið var komið í gang aftur sneri Eiríkur sér að mér og spurði mig hvort ég ætti ekki að vera kominn inn. Ég sagði honum eins og var að ég hefði mátt horfa á þá plægja 2 hringi. Fáum var betur lagið að skilja barnið en Eiríki, einhver hefði rekið höstug- lega heim og minnt á tímann. En Eiríkur rétti út sína traustu hönd og leiddi mig yfir götuna og bank- aði upp á heima, amma kom til dyra. Jæja, Lóa mín, sagði Eiríkur o.s.frv. svo ekki fengi ég bágt fyrir. Þótt Eiríkur væri mjög farsæll í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og góður bílstjóri varð honum það einu sinni á að missa bílinn utan í hitaveitustokk í Ártúnsbrekkunni í Reykjavík fullhlaðinn fiski að koma að austan. Þetta var mikið tjón, hús bílsins lagðist næstum saman án þess þó að Eiríkur meiddist nokk- uð. Bíllinn var dreginn austur og settur inn í bílskúr að Gunnars- hólma. Ég man að ég fékk að fara með afa til að skoða bílinn og þótti okkur ljótt að sljá hvernig hann var útleikinn. Eftir nokkra umræðu sagði svo afi við hann: Eiríkur minn, ef þig vantar einhverja aura til að komast aftur í gang komdu þá til mín. Eiríkur greip boðið á lofti og mikið hýrnaði yfir honum og þakkaði vel fyrir, þetta var þín von vísa, sagði hann. Ekki þurfti hann á peningunum að halda en boðinu gleymdi hann aldrei. Ég nefni þetta hér til að minnast þess mannlífs og samhjálpar sem einkenndi lífið á Bakkanum í þá daga. Viðmót og framkoma Eiríks gagnvart okkur á Túnbergi var slík að hans vandi var einnig þeirra vandi. Ingigerður „Gerða“ sem fékk góðan bata af berklunum og Eirík- ur bjuggu lengst af tvö á Gunn- arshólma. Og hélt hún heimilið af miklun myndarskap. Þegar fram liðu stundir eignaðist Eiríkur hesta sem hugur hans hafði lengi staðið til. Einn þeirra var mik- ill gæðingur, Blakkur, sem oft kom við sögu á hestamannamótum sem kappreiðahestur. Oft var farið yfir götuna til að stússast með Eiríki í kringum hestana og svo var skropp- ið á bak og farið í útreiðartúra. Þegar áð var áttum við góðar stundir. Þá var rætt um lífið og til- veruna og allt í mikilli hreinskilni, oft kom fram hve vænt honum þótti um móður sína. Eiríkur var alltaf hvetjandi ef ég sýndi hug á skóla- námi eða öðrum framtíðaráætlun- um. Þótt Eiríkur þætti stundum forn í hugsun og líta mikið til liðins tíma var hann fljótur til að tileinka sér nýjungar og framfarir sem komu að gagni og sýndi stórhug í þeim efnum þegar hann seldi gamla bílinn og keypti stóran Skania Vab- is-vörubíl, bætti svo á hann öxli (búkka) til að geta flutt meira og komið bílnum frekar í vinnu vegna þungatakmarkana sem voru á veg- um á vorin meðan klaki var að fara úr jörðu. Eiríkur var hlédrægur að eðlisfari við ókunnuga en gekk samt vel með útsjónarsemi að ná sér í verkefni á bílinn þegar minna varð um þau. Fjölskyldan stóra heimsótti þau oft, þó bar mest á Vigdísi sem gift- ist Sigurði Matthíassyni kaupmanni sem stofnaði verslunina Víði í Star- mýri. Þau komu oft austur með börn sín Ástu, Matthías og Eirík. Og dvöldu börn þeirra oft sum- arlangt þar. 1971 giftist Eiríkur Halldóru Jónsdóttur og hófu þau búskap á Gunnarshólma en fluttu fljótlega til Reykjavíkur. Þar líkaði Eiríki dvöl- in illa og keyptu þau þá hús á Sel- fossi þar sem þau bjuggu alla tíð. Með Halldóru átti hann góða daga, þó að þeim yrði ekki barna auðið eins og hann alla tíð þráði, þá naut hann samskipta við syni Halldóru og síðan börn þeirra. Eiríki þakka ég samfylgdina og veit að ég tala fyrir munn margra þegar ég lýsi því sem gæfu að hafa kynnst hon- um. Hönd hans var alltaf útrétt líkt og í kartöflugarðinum forðum og tilbúin að leiða alveg heim að dyr- um til að ljúka öllum málum. Svona minnist ég hans sem barn, sem unglingur og ungur maður, ummæli hans voru alltaf hrein og bein. Blessuð sé minning hans. Halldóru og fjölskyldu votta ég innilega samúð. Hinsta kveðja, Ólafur Jóhannsson, Túnbergi. ✝ Guðjón Matthías-son fæddist í Ein- arslóni í Breiðavíkur- hreppi á Snæfellsnesi 30. apríl 1919. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Grund í Reykja- vík 14. desember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Hansborg Vigfúsína Jónsdóttir og Matthías Þor- steinn Björnsson. Syskini hans voru sjö en eftirlifandi eru Huldís, Anna Ólína og Matthildur. Dóttir Guðjóns og Sóleyjar Halldórsdóttur, f. 17. júní 1927, d. 17. júní 1987 er: Sigríður Hans- borg, f. 22. júní 1944, gift Sævari Berg Mikaelssyni, börn þeirra eru þrjú : a) Sóley, gift Guðmundi Ein- arssyni og eiga þau þrjú börn, Rut Berg, Breka Berg og Bjarka Berg. b) Sigurð Halldór, kvæntur Svövu Hrund Guðjónsdóttur og eiga þau tvö börn, Sævar Berg og Magðalenu Láru. c) Steinar Berg, kvæntur Vilborgu Helgu Kristins- dóttur og eiga þau tvo syni, Mikael Mána og Marvin Darra. Sonur Guðjóns og Jakobínu Ebbu Guð- mundsdóttur, f. 19. júní 1910, d. 2. mars 1985, er Sverrir, f. 10. janúar 1950, kvæntur Elínu Eddu Árnadóttur, þau eiga tvo syni: a) Ívar Örn, unnusta hans er Arna Ösp Guð- brandsdóttir, sonur þeirra er Arngrím- ur, og b) Daði. Guðjón var landsþekktur harm- onikkuleikari og hljómsveitar- stjóri og mun alls hafa samið um 200 lög. Hljómplötur og hljóm- snældur með hljóðfæraleik hans og útsetningum eru um 100 en ekki er hægt að hafa neina tölu á þeim ljóðum og textum sem hann orti. Útför Guðjóns var gerð í kyrr- þey frá Ingjaldshólskirkju 20. des- ember. Mig langar að minnast afa míns með þessu ljóði er afi hans orti: Dvínar þrek og þróttur þver, þungt og sárt margt sporið er, hjartkæri Jesú himnaherra, hjálpa nú í þrautum mér. Hér ligg ég í dúradvala, drottinn minn, ég kalla á þig, leið mína önd til sælusala, sonur Guðs, ó, bænheyr mig. (Jón Ólafsson.) Afi var alinn upp í Einarslóni til 11 ára aldurs, en fluttist þá að Helludal í sama hreppi og bjó þar fram yfir tvítugt. Fátækur var hann að veraldarauði, hann dreymdi um að eignast hljóðfæri og til þess að það gæti ræst seldi hann 20 kindur sem hann átti og gat því keypt sér harmonikku fyrir ágóðann af þeim. Hann taldi það bestu fjárfestingu sem hann hafði nokkurn tíma gert og unni henni alla tíð. Hjá Guðna S. Guðnasyni naut hann kennslu í tón- fræði og nótnaskrift og að útsetja lög fyrir mismunandi hljóðfæri. Hann hefur gefið út fullt af lögum og textum, þó ekki hafi öll þeirra birst opinberlega. Afa kynntist ég ekki mikið sem barn því ég bjó vest- ur á fjörðum en hann í Reykjavík. Ég hitti hann þó aðeins oftar eftir að ég flutti suður. Er dóttir mín fór í heimsókn til hans 9 ára gömul og spilaði fyrir hann á flautuna sína fannst honum ekki mikið til þess koma og hvatti hana til að læra á harmonikku því það væri eina hljóð- færið sem hún ætti virkilega að læra á og það varð ofaná að hún lærði á bæði hljóðfærin. Eftir að aldurinn færðist yfir leið afa ekki alltaf vel og sælt var að hann fékk að kveðja þennan heim í svefni. Nú getur hann spilað á ný á nýjum stað. Ættingjum hans sendi ég mína samúðarkveðju með lag og ljóði eftir afa, Til æskustöðvanna: Ég man þig enn og minning þína geymi, milda bjarta æskubyggðin mín, þó árin líði, þér ég aldrei gleymi og nú ég sendi kveðju heim til þín, því þar mín liggja ótal æskusporin, hjá litla bænum barn þar lék ég mér en fegurst alltaf fannst mér þó á vorin, þá fósturjörðin græna kjól í fer. Nú allt er hljótt og enginn á þar heima og eyðilegt er kringum bæinn minn, en alla tíð ég mun þó ávallt geyma minningu um þig og jökulinn, því þar mín liggja ótal æskusporin, hjá litla bænum barn þar lék ég mér En fegurst alltaf fannst mér þó á vorin þá fósturjörðin grænan kjól í fer. En alla tíð ég mun þó ávallt geyma minningu um þig og jökulinn. Blessuð sé minning hans. Sóley. GUÐJÓN MATTHÍASSON Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minn- ingargreina
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.