Morgunblaðið - 21.12.2003, Síða 72

Morgunblaðið - 21.12.2003, Síða 72
72 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Beini framhald ... BARNALEGUR! © DARGAUD © DARGAUD MORGUNINN EFTIR Í BÚÐINGSBÆ... UNGFRÚ FÍÓNA! ... GETIÐ ÞÉR ÚT- SKÝRT FYRIR MÉR VERU ÞESSA HITABRÚSA OG þESSARAR OFUR- SAMLOKU MEÐ SKINKU OG OSTI MEÐAL SOKKANNA MINNA! ÞETTA ER NESTIÐ ÞITT OFURSTI ... FYRIR FLUGIÐ! ÉG HEF SAGT YÐUR ÞAÐ HUNDRAÐ SINN- UM ... ÞAÐ ER ALLTAF BORINN FRAM MATUR Í FLUGFERÐUM! JÆJA ÞÁ, ÁSTÆÐU- LAUST AÐ ÆSA SIG! BURT MEÐ ÞETTA! TREFLAR, ULL- ARNÆRBOLIR, FÖÐURLAND! ... ÞAÐ ER SUMAR FJANDINN HAFI ÞAÐ! ÚPS! ... RAKSPÍRINN þINN! ÉG SETTI HANN Í ULLARSOKK TIL AÐ FLASKAN BROTNAÐI EKKI ... UNDARLEGT! ÞESSI FERÐ LEGGST ÓTRÚLEGA ILLA Í MIG! ÉG ER EKKI AÐ ÆSA MIG UNGFRÚ! EN SKILJIÐ þÉR AÐ ÉG ER AÐ FARA TIL PARÍS- AR! FRAKKLANDS! EKKI TIL NOVOSIBRISKU! ÞAÐ ER NÚ SAMT Á MEGINLANDINU! ... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HVERNIG verjum við þessari há- tíð? Það er spurning dagsins og mik- ið hefir verið tilstandið allan þennan mánuð. Auglýsingar hafa fyllt hvert rit eða blöðin og jafnvel Ríkisútvarp- ið. Allt er þetta til að setja sinn svip á umhverfið og að ekki sé minnst á allt jólaskrautið sem prýða öll heimilin. Það er allt gert til að gera blessuð jólin sem unaðslegust og fegurst. En hvað um hinn innri mann? Ég sá í DV nýkomnu út þar sem jafnvel Mæðrastyrksnefnd hefir efnt til glaðnings og mynd af því þegar þjón- arnir eru að hella áfengi í glösin þeirra sem þar voru. Ósjálfrátt kom í huga minn: Er þetta það sem þessi góða og veglega nefnd hyggst hafa á boðstólum og er það kannski að þessi samtök ætli að útbýta svona löguðu til bágstaddra fyrir jólin? Ég hefi alltaf álitið og talið sjálf- sagt að allir, hvort sem það eru ungir eða gamlir, myndu keppast við að halda vímulaus jól. Það væri aðal- spursmálið á jólahátíðinni og þykir sárt ef þessari ágætu stofnun væri ekki trúandi fyrir gjöfum til fátækra. Áfengi og jól eiga enga samleið. Og í þess stað ættum við að hjálpast að því að gleðja alla og hafa ekki áfengi um hönd, helst aldrei og sjálfsagt ekki þar sem hátíð barnanna eins og jólin voru kölluð á hlut að máli. Ég vona að allir Íslendingar taki höndum saman og haldi áfengislaus jól. Það væri mikil gleði og sérstak- lega til fyrirmyndar. Engin víma á jólunum. Það sé mark og mið og minnkandi áfeng- isnotkun í þjóðfélaginu. Það skulum við muna og þá getum við haldið sönn og gleðileg jól. Guð gefi okkur að svo mætti verða. Með þessum orðum óska ég lands- mönnum gleðilegra jóla og farsæls og hamingjuríks nýárs. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Jólin eru í nánd Frá Árna Helgasyni ÞÁTTARSTJÓRNENDURNIR á Íslandi í dag á Stöð 2 opinberuðu af- ar dapurt skilningsleysi sitt í viðtali við ríkisskattstjóra sl. miðvikudags- kvöld. Hann hafði skrifað í blað stofnunarinnar á þá leið að starfs- fólk banka og fjármálastofnana stuðlaði að því að koma tekjum hjá skattlagningu. Spyrlarnir hömruðu stöðugt, hvað eftir annað, á sömu fullyrðingunni í spurnarformi á þessa leið. Ert þú að segja að um skattsvik sé að ræða og skildu greinilega ekki svör þessa ágæta embættismanns né heldur virtust þau vita að hérlendur banki hefur komið upp útibúi í einni skattapara- dísinni í nágrenni Íslands. Með því að stofna þar fyrirtæki sem tekur við greiðslum frá Íslandi og breytir þeim þar í tekjur sem þá lenda í höndum Íslendinga búsettra erlend- is eða jafnvel til fyrirtækja í eigu Ís- lendinga sem skráð eru í para- dísinni, þá er búið að koma tekjunum undan skatti á Íslandi. Starfsfólk á Stöð 2 ætti að þekkja sögu þeirra greiðslna til Jóns Ólafs- sonar sem ekki er unnt að skatt- leggja á Íslandi. Um svona möndl með tekjur var ríkisskattstjóri að tala. Og það er alveg sama hversu mikinn heilagsandasvip talsmaður banka og fjármálastofnana setur upp í viðtölum við fréttastofu Stöðv- ar 2. Sannleikurinn er sá að starfs- fólk banka og fjármálastofnana hef- ur unnið að því að koma tekjum Íslendinga hjá skattlagningu með brellum. Þetta var ríkisskattstjóri að fjalla um og á sinn kurteislega hátt. Fólkið á Stöð 2 bæði á fréttastofu og Íslandi í dag ætti að minnkast sín fyrir að láta sem það viti ekki um þetta möndl fjármálastofnananna og svo auðvitað það sem ríkisskattstjóri sagði óbeint, þetta er ekki ólöglegt en siðlaust og sannar að margra er hið skítlega eðli. Það er loks ef til vill ótuktarlegt að spyrja hvort starfs- fólk á Stöð 2 telji sig eiga eitthvað óuppgert við ríkisskattstjóra? KRISTINN SNÆLAND, leigubílstjóri, Engjaseli 65, 109 Reykjavík. Skilningsleysi á Stöð 2 Frá Kristni Snæland ALGENGT er að fólk sé fljótara til að kvarta en hrósa. Mér finnst því fyllsta ástæða til að hrósa starfs- fólki og eigendum Þinnar verslun- ar á Seljabraut í Breiðholti fyrir góða og persónulega þjónustu og þó sérstaklega vil ég hrósa og mæla með frábæru kjötborði sem boðið er upp á í versluninni. Flestir gera sér ekki grein fyrir hvað það er mikið átak að halda úti góðu kjötborði enda flestar verslanir hættar því. Nýtnin og nostrið er ótrúlegt. Í versluninni er framleidd forláta kæfa af mörgum gerðum. Salötin eru góð og fersk og jafn- góð. Gott úrval og lipurð af- greiðslufólks er aðalsmerki. Búðin er ekki sú ódýrasta en líka langt frá því að vera sú dýrasta. Ham- borgarhryggurinn er reyndar sá ódýrasti sem ég veit um. Ég vil þakka fyrir kjötborðið og þjón- ustuna og hvet fólk til að nýta sér fagmennsku og fjölbreytni sem fylgir góðu kjötborði. Þannig er minnst hætta á að við missum það. JÓN GRÖNDAL, Dalseli 8, Reykjavík. Góð þjónusta, frábært kjötborð Frá Jóni Gröndal kennara
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.