Morgunblaðið - 21.12.2003, Page 76

Morgunblaðið - 21.12.2003, Page 76
76 SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 Lárétt 1. Féfletti Ming og stend fyrir tæmingu. (6) 6. Íslensk aðalönd? (7) 9. Sitja einn, nema hvað? (8) 10. Hundur í lítilli laug? (6) 11. Eigi sting í þeirri dvöl. (7) 12. Það sem söngur Tobíasar lýsir? (8) 13. Heimskur stefnir hratt heim. (7) 14. Laufguð hrísla birtist á prenti. (10) 15. Sjófar sem á minni báta? (9) 18. Gáfuorð leiða til samráðs. (6) 21. Aflaögn fæst með því að losa. (7) 23. Sjálfstæðismaður sem heldur stillir sig. (9) 25. Jolson skiptir um kynþátt og verður ... (8) 28. Alli halal-kjöt útvegar fyrir ósjálfstæðan mann. (9) 29. Blóm indjánastúlku finnst í Hvergihvergilandi. (10) 31. Þar lýkur helgum degi á ... (15) 32. Össur ótt verður með hvítt höfuð og gráan skrokk. (8) 33. Plöntuhnúður sem gefur bragð í munninn (11) Lóðrétt 2. Drengur við guðsþjónustu á skipi? (10) 3. Bú til sléttu, öll! (7) 4. Biluð af því að litlar kökur eru ekki í röð. (9) 5. Spotta losa í vitleysu. (9) 7. Vond og „pissed“ upp á íslensku yfir grein. (7) 8. Venus í beði. (10) 10. Vinna á túni hjá hernum. (11) 13. Það er ei hans smán? (6) 16. Ekki 100 ára sveit veldur vandræðum. (13) 17. Óbundinn við að slægja og athafnalaus. (11) 19. Þjóðerni þess sem kemur frá Rammagerðinni? (12) 20. Hann liggur um fimmtíu lönd og í gegnum hnöttinn. (7) 22. Viðbótarferð eftir dúni gefur meiri peninga. (10) 24. Hugsar hún án þess að vera nokkuð númer um sér- stæða byggingu. (7) 26. Ómerkur án handfangs. (8) 27. Furðuættflokkur sem Grikkir þekktu virðist hafa flutt til Suður-Ameríku. (8) 30. Málari kenndur við erkiengil úr Biblíunni og Kór- aninum. (6) 1. Hvaða kvikmynd fékk flestar tilnefn- ingar til Golden Globe-verðlauna í vikunni? 2. Hvað heitir nýútkominn mynd- diskur Rolling Stones? 3. Hver er höfundur stuttmyndarinnar Annas dag? 4. Hvaða breska rokksveiti samdi tónlist ásamt Sigur Rós við nýtt dansverk Merce Cunningham? 5. Hvaða tímarit valdi Halldór Laxness með Mínus eina af 50 bestu plötum ársins? 6. Hvaða hljómsveit er á toppi Tónlist ans yfir söluhæstu plötur landsins? 7. Hver var að gefa út plötuna Stjörnur? 8. Undir áhrifum frá hvaða lista manni segist Britney Spears hafa verið þegar hún samdi lagið Shadows á nýju plötunni sinni? 9. Hvað hlustar Erpur Eyvindarson á á sunnudagsmorgni? 10. Hvernig kemur Beyoncé fram í upphafi tónleika sinna á heims- reisunni sem nú stendur yfir? 11. Á hvernig farartæki var Ozzy Os- bourne er hann lenti í slysi á dög- unum? 12. Hvað er Kramhúsið gamalt í ár? 13. Hvað heitir nýja platan með Heiðu og heiðingjunum? 14. Hvað heitir sigurvegarinn í Survivor? 15. Hver syngur hér af mikilli tilfinningu? 1. Cold Mountain 2. Four Flicks 3. Árni Ólafur Ásgeirsson 4. Radiohead. 5. Kerrang! 6. Írafár 7. Eyjólfur Kristjánsson. 8. Björk 9. 80’s diskó fönk. 10. Á hvolfi. 11. Fjórhjóli 12. 20 ára 13. Tíuf- ingurupptilguðs 14. Sandra 15. Jens í Brain Police. Spurt er Spurningakeppni um efni sem finna má ásíðum Fólks í fréttum í Morgunblaðinu. Lárétt: 1. Blástjarnan, 6. Þverhnípi, 10. Salt- stöpull, 11. Liðlegur, 12. Inngangsorð, 14. Rifr- ildi, 18. Gjálífur, 19. Alefli, 20. Fjörgömul, 22. Ættfærir, 24. Moska, 27. Sjónarmið, 29. Skjól- borði, 30. Léreftið, 31. Slippur. Lóðrétt: 1. Bersýnilegur, 2. Sláttugjöld, 3. Rjúpa, 4. Svalbarði, 5. Einræði, 7. Hálftröll, 8. Atarna, 9. Alræði, 13. Skúrir, 15. Laufskrúð, 16. Alvörusvipur, 17. Niðurlot, 20. Framhlaup, 21. Læknislyf, 23. Torfæra, 24. Messías, 25. Skrjáfi, 26. Snoðir, 28. Illfær. Vinningshafi krossgátu Jón Guðmundsson, Kvisthaga 8, 107 Reykjavík. Hann hlýtur í verðlaun bókina Bettý eftir Arnald Indriðason sem gefin er út af Vöku-Helgafelli. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgát- unnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu Krossgáta Sunnudagsblaðsins, Morgunblaðið, Kringlan 1, 103 Reykjavík. Skila- frestur á úrlausn kross- gátunnar rennur út mið- vikudaginn 24. desember Heppinn þátttakandi hlýtur bók af bóksölu- lista, sem birtur er í Morgunblaðinu. VINNINGUR ER GEFINN AF FÉLAGI ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFANDA. K r o s s g á t u v e r ð l a u n HEIMILSFANG PÓSTFANG NAFN „Það er alveg yndislega gefandi starf og mjög ánægjulegt að vinna með fólkinu á Ljósheimum. Það er fyrst og fremst gleði fólksins sem er gef- andi og að finna það að hægt er að þjálfa fólk þótt það sé illa farið. Á hverjum degi eru unnir litlir sigrar,“ segir Inga Holdö, sem vinnur hluta- starf sem tómstundafulltrúi á Ljós- heimum en annars rekur hún fyrir- tækið Perluskin ehf. og starfrækir listsaumsgallerí á Selfossi. „Ég legg mikla áherslu á það að fólkið sé skapandi og vinni að eigin listsköpun. Það fylgir henni ómæld gleði sem sprottin er upp úr þeirri tilfinningu að manneskjan finnur að hún getur gert hluti sem hún hélt jafnvel að hún gæti ekki. Mér finnst þessi starfsemi með fólkinu á Ljós- heimum mikils virði. Það er svo mik- ilvægt fyrir fólk að vera með hug og hönd í þjálfun og hafa vald á athöfn- um sínum. Það er gaman að sjá hvað hægt er að þjálfa fólkið til að gera og hafa ánægju af,“ sagði Inga. Nýtir íslenskar skinnavörur Gallerí Perluskinns er í litlu húsi við Kirkjuveg 8 á Selfossi. Þar kenn- ir ýmissa grasa en Inga vinnur að því að fullnýta íslenskar skinnavörur og vill með því auka atvinnu við sauma og framleiðslu á fatnaði. Hún hannar vörurnar sjálf og saumar líka, enn sem komið er. Meðal framleiðslu- vara hennar eru herðasjöl, húfur, jakkar, eyrnaskjól og fleira. Þá held- ur hún námskeið í silkiborðasaumi, upphleyptum ullarsaumi, þrívíddar- saumi, kúnstbróderíi og hvítsaum. Síðan er gallerí Ingu ein af fáum verslunum sem bjóða upp á þjónustu með silkiborða ásamt því að vera með áströlsk kennslublöð um list- rænan ísaum. „Ég held námskeiðin hér í gallerí- inu og jafnt á búðartíma sem öðrum tíma dagsins. Þá er þetta svona vinnubúð en annars tek ég upp í 8 manns á námskeið í einu. Konur hafa kunnað að meta þetta en ég legg áherslu á það hér eins og í tóm- stundastarfinu að örva þátttakendur til eigin listsköpunar og bendi þeim á að það koma engir tveir hlutir eins út úr námskeiðunum hjá mér,“ segir Inga en hún var í samstarfi við Skólavörubúðina í haust þar sem mikil aðsókn var að námskeiðunum og bókanir hefjast aftur eftir ára- mótin. Inga Holdö er tómstundafulltrúi á Ljósheimum og rekur gallerí á Selfossi Inga Holdö spjallar við tvo heimilismenn á Ljósheimum, Jón Sigurðsson, fyrrverandi bifreiðaeftirlitsmann, og Ólaf Jónsson, fyrrum framkvæmdastjóra Steypustöðvar Suðurlands. Til hægri eru listsaumspúðar eftir Ingu. Mikilvægt fyrir fólk að hafa vald á athöfnum sínum Selfoss. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.