Morgunblaðið - 22.12.2003, Síða 20

Morgunblaðið - 22.12.2003, Síða 20
LISTIR 20 MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jólagjöf fjölskyldunnar Dreifing. Hönnun og umbrot • S. 577 1888 Fæst í næstu bókabú› Fjölskyldusaga um köttinn Markús Árelíus sem sér lífi› frá skemmtilegu sjónarhorni. 2 geisladiskar. Höfundur les. PÉTUR Steingrímsson bóndi, fluguhnýtari, fluguveiðimaður og leið- sögumaður stangaveiðimanna á bökkum Laxár í Aðaldal um árabil hefur sent frá sér bókina Veldu flugu – Fluguveiðibók Péturs í Laxárnesi. Sá er þetta ritar hef- ur veitt á stöng um 40 ára skeið, er með veiði- dellu á háu stigi og hlakkaði mikið til að fá bók Péturs í hendurnar. Nú hefur það gerst og eftir lestur bókarinnar eru tilfinningarnar blendnar. Framan af bókinni rekur hver kaflinn ann- an þar sem fjallað er um hina ýmsu þætti flugu- hnýtinga. Það eru einn- ig stórfróðlegir kaflar um umhverfi Péturs, Mývatn, Laxá, og at- burði sem hafa varðað lífshlaup hans í sveitinni, s.s. Laxár- deilan, kafli um fyrstu fluguveiði- mennina, veiðar í Laxá í gamla daga og hugleiðing um villta laxastofninn sem ýmsir telja nú eiga undir högg að sækja. Ennfremur er kafli sem heitir Hvers vegna fluga? og verður skoð- aður betur hér á eftir. Þegar á bókina líður, skiptast að mestu á síður með flugum og uppskriftum þeirra og veiðisögur, bæði frá yngri árum Pét- urs og árum hans í leiðsögumennsku. Veldu flugu er afar falleg þótt skemmtilegra hefði verið að hafa fleiri myndir sem sýna undursamlegt um- hverfi Laxár. Þetta er þó matsatriði. Pétur er líka bráðlipur penni og á góða spretti, bæði í fræði- og sögu- mennskunni. Stóri laxinn, bls. 311 og Laxinn sem aldrei gleymist, bls. 343 eru dæmi um skemmtilegar veiðisög- ur. Fyrir fluguhnýtara er bókin algjör hvalreki. Flokkun hans á flugum og birting fjölda uppskrifta og mynda lítt þekktra tegunda er spennandi fyrir alla þá sem yndi hafa af hnýtingum. En maður hlýtur að spyrja sig eftir lestur þessarar bókar, fyrir hvern er verið að skrifa? Kaflinn Hvers vegna fluga? sem er stuttur og hefst á blað- síðu tólf er kveikjan að þessum vanga- veltum. Í þeim kafla dregur Pétur ekkert undan er hann dregur íslenska stangaveiðimenn í dilka. Dilkarnir eru tveir. Í öðrum dilknum eru Pétur og félagar, þeir sem veiða aðeins á flugu og sleppa öllum löxum nema þeim sem óvart skaddast um of. Í hin- um dilknum eru allir hinir, þ.e.a.s. þeir sem veiða á flugu og drepa alla eða þó ekki væri nema hluta þeirra laxa sem þeir veiða, að ekki sé talað um hina sem bregða fyrir sig spæni eða maðki. Þessi hópur fær nafnið „orm- askaularnir“ og eru ekki merkilegur pappír hjá Pétri. Orðið „skauli“ er í Orðabók Eddu frá 2002 í ritstjórn Marðar Árnasonar útlistað svona: „Niðrandi um mann; larfur, skarfur eða labbakútur.“ Óhætt er að segja að Pétur vandi ormaskaulunum ekki kveðjurnar og á mörgum stöðum í veiði- sögum Péturs ganga þeir aftur og ævinlega er tóninn hinn sami. Þá eru sumar mann- og atvika- lýsingarnar í veiðisögunum með þeim hætti að einhver hefði þurft að fara yfir það með Pétri hvað fari vel að láta frá sér og hvað ekki. Lýsingar á því hvernig hann hefnir fyrir, ári seinna, að erlendur maður vildi drepa rúm- lega 20 punda lax sem hann veiddi, lýsingar á því hvernig einn þeirra manna sem hann sagði til við Laxá var gripinn magapest og náði við illan leik að leysa niðurum sig, lýsingar á atganginum sem fylgdi, og útlits- og atferlislýsingar á mönnum sem hafa ekkert til saka unnið annað en að vera „ormaskaular“, eru nokkur dæmi, en þau eru fleiri og of langt mál að rekja það allt saman. Spurt var fyrir hverja er bókin skrifuð? Pétur sjálfan væntanlega. Hann er að gera upp líf sitt á bökkum vatnanna. Hún er fyrir áhugamenn um fluguhnýtingar og laxasleppingar. En ormaskaulum mun leiðast þessi lestur, enda vill enginn láta tala niður til sín. Frágangur og prófarkalestur er til fyrirmyndar, benda má þó á neyðar- legan frágang á mynd á blaðsíðu 146, þar sem Pétur og vinur hans Bill Young hampa stórum legnum hæng og í myndatexta stendur: „Þessum höfðingja var gefið líf eftir að fyrir- sætustörfum lauk.“ Á blaðsíðu 17 eru hins vegar leiðbeiningar um það hvernig eigi að meðhöndla lax til að koma honum lifandi aftur út í ána. Þar stendur: „Handfjatlið sem minnst lax sem á að sleppa – snertið til dæmis aldrei tálknin því þá eru miklar líkur á að hann deyi – og takið hann ekki upp á land...“ Flest bendir hins vegar til að hængurinn á bls. 146 sé steindauður, enda er Young með alla fingur hægri handar á kafi í tálknum laxins. BÆKUR Stangveiði Pétur Steingrímsson. 363 blaðsíður. Myndir af flugum eftir Gísla Egil Hrafns- son, aðrar myndir eftir ýmsa. Mál og menning 2003. VELDU FLUGU – FLUGUVEIÐIBÓK PÉTURS Í LAXÁRNESI Guðmundur Guðjónsson Pétur Steingrímsson Af ormaskaulum og útvöldum LANDFRÆÐISSAGA Íslands kom fyrst út á árunum 1892–1904 og í henni má finna hugmyndir manna um Ísland, nátt- úruskoðun og rann- sóknir fyrr og síðar. Fyrst segir frá siglingu Forn-Grikkja í norður- höfum og hugsanlegri komu þeirra til Íslands. Útgefandi og annar ritstjóri nýju útgáf- unnar er Gísli Már Gíslason hjá Orms- tungu. Hann er fyrst spurður um tildrög út- gáfunnar. „Allt frá því ég eign- aðist Ferðabók Þor- valds á ofanverðum sjö- unda áratug síðustu aldar hefur höfund- urinn verið mér hug- stæður. Það var reynd- ar í Ferðabókinni sem ég man fyrst eftir að hafa séð á Land- fræðissöguna minnst en svo uppgötvaði ég smám saman hversu mjög síðari tíma höf- undar styðjast við hana, og líklega er ekki vísað jafnoft í neitt af öðrum verkum Þorvalds – og eru þau þó mörg og mikil að vöxtum. Þó að ég hefði ekki lesið verkið stafaði allt- af einhverjum dularfullum ljóma af því í huga mér, og þetta leiddi loks til þess að ég spurði um það á Borg- arbókasafni. Það var snemma árs 1993. Verkið var að vísu til á safninu, en var ekki lánað út úr húsi svo að ég varð að láta mér nægja að kynnast því í lestrarsalnum. Er ekki að orð- lengja það að þetta varð ást við fyrstu sýn og ég linnti ekki látum fyrr en ég hafði þefað uppi og keypt komplett sett – öll fjögur bindin, óinn- bundin að vísu – í forn- bókabúðinni hjá henni Sigríði Helgadóttur.“ Á ritið erindi til okkar nú? „Við lestur Land- fræðissögunnar varð ég ekki fyrir vonbrigðum og forhertist fljótlega í þeirri trú að hún ætti fullt erindi til okkar nú á dögum og tók strax að bollaleggja um að gefa hana út að nýju. Ég þóttist vita að þetta væri ekkert áhlaupa- verk og hófst því handa við að fá til liðs við mig fólk sem hafði meira vit á efninu en ég. Guttormur Sigbjarn- arson jarðfræðingur var í upphafi kjörinn ritstjóri útgáfunnar og lagði grunninn að því sem nú er að verða að veruleika. Atvikin hög- uðu því svo á síðari stig- um vinnunnar að ég tók að mér stærri hluta verksins en í fyrstu var ráðgert, svo að nú teljumst við báðir ritstjórar þessarar útgáfu.“ Ítarlega er fjallað um rannsóknir og athuganir? „Raktar eru hinar fjölmörgu rann- sóknir og athuganir innlendra manna og erlendra allt fram á daga Þorvalds og lesandinn sér hvernig þekkingu manna á landinu þokar fram. Koma þar fram menn af mörgum þjóð- ernum sem allir lögðu fram nokkurn skerf. Jafnvel túristar bjóða fram sinn hlut. Þótt ekki væru þeir bein- línis vísindamenn með rannsóknir fyrir augum, voru sumir þeirra glöggskyggnir á það sem bar þeim fyrir augu. Margir þessara útlend- inga gerðu frábærar myndir af lands- lagi og sérkennilegum nátt- úruminjum. Þorvaldur Thoroddsen átti því miður engan kost á því að birta neitt af slíkum myndum eða uppdráttum. Úr því er bætt í þessari útgáfu.“ Það er mikill fróðleikur í sögunni. „Í Landfræðissögunni er sam- andreginn svo mikill fróðleikur að flestum sem eitthvað þurfa að fjalla um efni bókarinnar verður það fyrst fyrir að spyrja: Hvað skyldi nú Þor- valdur segja um þetta? Það er ólík- legt að yfirlit, svo umfangsmikið og á jafnbreiðum undirstöðum, verði sett saman á næstunni. Þrátt fyrir rann- sóknir og framfarir í vísindasögu síð- ustu aldar er bókin enn undirstöðurit um mikilvæga þætti í könnunarsögu landsins. Þegar Þorvaldur skrifað Land- fræðissöguna má segja að hann hafi verið hreinræktaður upplýsing- armaður og pósitívisti, en seinna lin- aðist hann í trúnni á vísindin eins og Steindór J. Erlingsson hefur bent á í skrifum sínum. En einmitt þessi trú á mátt þekkingarinnar birtist iðulega í mynd vandlætingar eða aðdáunar Þorvalds á skoðunum og verkum fyrri tíðar manna og gerir texta hans persónulegan og einstaklega skemmtilegan.“ Ásamt Gísla Má Gíslasyni og Gutt- ormi Sigbjarnarsyni eru í útgáfu- nefndinni Eyþór Einarsson grasa- fræðingur, Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur, Guðrún M. Ólafs- dóttir landfræðingur, Gunnar Jóns- son fiskifræðingur, Haukur Jóhann- esson jarðfræðingur, Karl Skírnisson dýrafræðingur, Leifur A. Sím- onarson jarðfræðingur og Páll Ims- land jarðfræðingur. Þorleifur Jóns- son þýddi latínutexta. Dularfullur ljómi Gísli Már Gíslason Þorvaldur Thoroddsen johj@mbl.is Landfræðissaga Íslands eftir Þorvald Thoroddsen, fyrsta bindi af fjórum, er komin út. Jóhann Hjálmarsson fræddist af útgefandanum, Gísla Má Gíslasyni, um verkið en það var fyrst gefið út af Hinu íslenska bókmenntafélagi á árunum 1892–1904 og hefur að geyma hug- myndir manna um Ísland fyrr og síðar. Laugavegi 54, sími 552 5201 Peysur 2 fyrir 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.