Morgunblaðið - 22.12.2003, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 22.12.2003, Qupperneq 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 31 Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 VIÐURKENNT er fyrir norðan að tvenn jarðgöng frá Akureyri og austur um yfir í Fnjóskadal og að Stóru-Tjarna skóla í Ljósavatns- skarði gagnist fjarlægari byggðum enn betur heldur en Héðinsfjarð- argöng. Það sama á við byggðirnar vestan Tröllaskaga þegar höfð er í huga hugmynd sveitarstjórnanna í Húnaþingi, Skagafirði og á Eyjafjarð- arsvæðinu um jarðgöng úr Hjaltadal yfir í Hörg- árdal og Skíðadal í Eyja- firði. Samanlagt getur stytting milli norðaustur og -vesturkjördæmanna orðið um 100 – 130 km ef ekið yrði um nýja veginn yfir Þverárfjall og í gegnum Sauðárkrók. Þarna myndu byggð- irnar við Húnaflóa og í Skagafirði tengjast enn betur við norðaust- urkjördæmið miðað við reynsluna frá Hval- fjarðar- og Vestfjarða- göngunum. Að meðaltali hefur umferð um Vík- urskarð aukist um 5% – 6%. Miðað við landsmeð- altal má gera ráð fyrir að um 2000 – 3000 bílar á dag fari um Vík- urskarð og Öxnadalsheiði næstu 20 – 30 árin. Ólíklegt er að svo margir bílar muni fara um Héðinsfjarð- argöng sem lengja leiðina um 60 km milli Sauðárkróks og Akureyrar. Með fyrirhuguðum stórfram- kvæmdum á Austurlandi aukast flutningar á nýja veginum um Há- reksstaðaleið og Mývatnsöræfi. Lík- legt er að enn fleiri bílar muni fara um bæði göngin miðað við hvað um- ferð um Víkurskarð og Öxnadalsheiði hefur vaxið á undanförnum árum. Í útreikningum kemur fram að vel geti verið að vegfarendur þyrftu að greiða veggjald sem yrði 400 – 500 krónur. Slíkt gjald yrði tilgangslaust að inn- heimta í Héðinsfjarðargöngunum hvort sem það verður í Vaðlaheið- argöngum eða ekki. Samanlagt gæti lengd ganganna undir Vaðlaheiði og Vaglafjall orðið um 11 km. Frá Akureyri 6,5 km og í gegnum Vaglafjall 4,5 km. Í beinu framhaldi af Leiruveginum yrðu göngin tekin úr 30 – 40 m.y.s. upp í hæð Vestfjarðaganganna við Vet- urliðastaði í Fnjóskadal, þ.e.a.s. 140 m.y.s. Að öllum líkindum myndu veg- göngin í gegnum Vaglafjall standa í svipaðri hæð yfir sjávarmáli. Framkvæmdir við Vaðlaheið- argöng verður Alþingi að ákveða á þessu kjörtímabili. Nefnd á vegum sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum til und- irbúnings fyrir stofnun félags um framkvæmd og rekstur Vaðlaheið- arganga komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að þessi göng væru arð- bær framkvæmd, tæknilega einföld og fjárhagslega vel framkvæmanleg. Allt tal um að sömu rök eigi líka við Héðinsfjarðargöng er fjarstæðukennt og vill- andi. Kjósendum var tal- in trú um að þetta ætti við um göngin milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar. Þingmönnum Norð- lendinga tókst að afla sér fjölda atkvæða fyrir kosningarnar 1999 þegar þeir lofuðu því að næstu jarðgöng yrðu á milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar. Þá voru loforðin svikin með því að slá Héðinsfjarðargöngum á frest og þeir gerðir ómerkir orða sinna. Um 100 metra hæð- armunur er á Fnjóskadal og Eyjafirði. Önnur hug- mynd um að jarðgöngin yrðu tekin úr 70 – 80 m.y.s. við núverandi veg nálægt Hallandi upp í 160 m.y.s. ofan gömlu Fnjóskárbrúarinnar verður að öllum líkindum afskrifuð ef byggð yrði 10 – 18 MW vatnsaflsvirkjun við Vet- urliðastaði til að virkja rennsli úr Fnjóská í gegnum Vaðlaheiðargöng. Helstu forsendur fyrir því að byggð verði meðalstór virkjun samhliða Vaðlaheiðargöngum eru umferð- arspá, orkuspá og tímasetning fram- kvæmda. Hægt er að útfæra með- alstóra vatnsaflsvirkjun á ýmsa vegu. Stofnkostnaður við þessa vatnsafls- virkjun í Fnjóskadal virðist vera til- tölulega lítill á orkugetu í samanburði við aðrar vatnsaflsvirkjanir. Þó að kostnaður geti verið vanmetinn er slík virkjun samt talin hagkvæm. Það veltur þó á orkuverði í framtíðinni. Áætlaður kostnaður við vatnsafls- virkjun með raflínu til Akureyrar getur numið 2 milljörðum króna. Með fullum afköstum gæti þessi virkjun framleitt 17 – 19 MW.Tekjur af orku- sölunni sem yrðu um 400 – 500 millj- ónir króna ættu að nægja til að virkj- unin borgi sig upp á 10 árum. Meðalstór vatnsaflsvirkjun er mik- ilvægt skref í að búa til öflugt orku- fyrirtæki á svæðinu. Vaðlaheiðargöng strax Guðmundur Karl Jónsson skrifar um samgöngumál Guðmundur Karl Jónsson ’Framkvæmdirvið Vaðlaheið- argöng verður Alþingi að ákveða á þessu kjörtímabili.‘ Höfundur er farandverkamaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.