Morgunblaðið - 22.12.2003, Side 33

Morgunblaðið - 22.12.2003, Side 33
SMS tónar og tákn bent á að þetta sé frelsi. Okkur er líka bent á að þetta sé jafnrétti því að við getum sett karla í sömu hlut- verk. Oft fylgja með útskýringar um hvernig karlar hafi kynhvöt og að þeir þurfi á sjónrænni örvun að halda. Ykkur til upplýsingar þá hafa konur líka kynhvöt og konum þykja karlmenn líka vera fallegir, naktir sem ónaktir. Ástæðan fyrir því að konur hafa valið að berjast fyrir því að konur séu settar í fötin og sýndar sem manneskjur í staðinn fyrir að berjast fyrir því að ná jafnrétti með því að koma karlmönnum úr föt- unum er sú að okkur þykir vænt um karla. Við lítum á karla sem mann- eskjur og við ætlum þeim ekki það ömurlega hlutskipti að vera í hlut- verki hjálpartækis ástarlífsins fyrir okkur. Við vitum hvaða áhrif það hefur og að það er lítillækkandi og meiðandi. Við viljum ekki meiðandi samfélag heldur viljum við samfélag sem byggist á virðingu og jafnrétti. Frelsi mitt á Íslandi nær svo langt að ég má láta setja mig í búr en ég má ekki gagnrýna karlmenn nema eiga það á hættu að vera stimpluð sem karlahatari. Mér væri hrósað fyrir að mæta í flegnum bol en með því að mótmæla klámvæð- ingunni og fara fram á að geta valið að vera laus við klám fæ ég örugg- lega skammir í hattinn frá sumum. Ég ætla samt að taka sénsinn á því. Ég vil nefnilega skora á karlmenn að líta í eigin barm og velta fyrir sér fyrir hvað þið hrósið konum mest fyrir og fyrir hvað þið skammið kon- ur mest. Hafið það í huga að okkur konunum þykir vænt um ykkur og við tökum mark á því sem þið segið. Nú vil ég fara fram á það sama við ykkur – að þið sýnið í verki að ykkur þyki vænt um okkur konurnar og berið það mikla virðingu fyrir okkur að þið leyfið okkur að vera mann- eskjur. Hættið að hrósa konum fyrir að koma naktar fram og hrósið okk- ur frekar fyrir það sem við segjum og gerum. Klámvæðingin tekur toll af sam- félaginu. Hún dregur úr virðingu kynjanna hvors fyrir öðru, hún lít- illækkar og hún hefur áhrif á börn. Börn apa það eftir sem fyrir þeim er haft og nú á dögum er klám það sem fyrir þeim er haft. Þetta er þróun sem þarf að stoppa með öllum til- tækum ráðum. Lagaleg úrræði eru takmörkuð og því veltur það á okkur sem byggjum þetta samfélag að taka málin í eigin hendur. Við neyt- endur getum gripið til þess að versla ekki við þá sem styrkja svona viðburði og skrifa greinar í blöðin til að reyna að fá fólk í lið með okkur með því að segja nei við klámvæð- ingunni. Nei er nefnilega ágætisorð en því miður of lítið notað gegn klámvæðingunni og áhrifum hennar. Höfundur er viðskipta- og markaðs- fræðingur og ráðskona Staðal- ímyndahóps Femínistafélags Íslands. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 2003 33 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 32 17 1 2/ 20 03 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 32 17 1 2/ 20 03 www.landsbanki.is Vinningsnúmerin 0000146 0000363 0001886 0002184 0003355 0005605 0006658 0008943 0010386 Handhafar vinningsnúmera eru beðnir að hafa samband við Þjónustuver Landsbankans í síma 560 6000. Starfsfólk Landsbankans færir viðskiptavinum bestu þakkir fyrir þátttökuna. Vinningshafar í þjónustukönnun Landsbankans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.