Morgunblaðið - 30.12.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 30.12.2003, Qupperneq 23
ég tel að nú hafi tekist að róa um- ræðuna og að unnið sé að málinu á eðlilegum grundvelli. Ég legg áherslu á nauðsyn þess að um þetta ríki sátt. Á sama tíma og við blasir að við þurfum að fjárfesta mikið í menntakerfinu, í takt við auknar kröfur um grunnmenntun og sí- menntun, er mjög brýnt að við nýt- um þá fjármuni sem renna til menntamála sem allra best. Það hefur komið í ljós að við verjum meiri tíma í grunnskóla og fram- haldsskóla en nágrannaþjóðir okk- ar, án þess að ná betri árangri. Kannanir hafa einnig sýnt að í sumum framhaldsskólum vinna allt að 70% nemenda með náminu og verja til þess að meðaltali 13 klukkustundum á viku. Í ljósi þess er nauðsynlegt að meta hvort unnt sé að gera námið markvissara og stytta þannig námstímann. Það þýðir að við myndum nýta fé og tíma betur fyrir bæði nemendur og þjóðfélagið í heild. Það hefur aldrei staðið til að draga úr kröfum. Þvert á móti á að tryggja að námið sé gott og veiti góðan undirbúning undir framhaldsnám.“ Hvað er þér efst í huga á sviði menningarmála eftir þennan tíma í menntamálaráðuneytinu? „Hin mikla fjárfesting í mennta- málum og vísindum á Íslandi á undanförnum árum hefur þegar skilað sér í bættum lífskjörum og efnahag. Og ég hygg að það sama gildi um menningu og listir. Fólk gerir auknar kröfur um aðgang að menningu og hún er orðin vaxandi hluti af lífskjörum þess. Þetta lýsir sér mjög sterkt á Íslandi, þar sem vilji til þess að láta gott af sér leiða í menningarmálum er ótrúlega sterkur og þátttaka almennings í menningarlífinu er mjög mikil. Ríkisstjórnin hefur fylgt þessum áhuga eftir með miklum fjárfest- ingum á sviði menningarmála. Það liggur fyrir samkomulag um að bjóða út sem einkaframkvæmd byggingu tónlistar- og ráðstefnu- húss í Reykjavík, sem er gífurlega mikið viðfangsefni og vand- meðfarið. En til þess að skapa jafnvægi var ákveðið að ráðast jafnframt í að reisa menningarhús á ákveðnum stöðum á landsbyggð- inni. Það mál fékk mikinn forgang hjá ríkisstjórninni á þessu ári og þegar hefur verið undirritað sam- komulag við Vestmannaeyjar, Ísa- fjörð og Akureyri um að reisa þar menningarhús. Það mun hafa mikil áhrif á samkeppnisstöðu lands- byggðarinnar í menningarmálum og styrkja þjóðfélagið út á við. Einnig má nefna að nú hefur verið ákveðið að Listahátíð í Reykjavík, sem verið hefur eins konar flaggskip menningarlífsins á Íslandi, verði árlegur viðburður. Ég hygg að það muni styrkja Listahátíðina verulega og það var mér mikið gleðiefni að geta tekið þátt í að móta þá ákvörðun. Síðasta skrefið sem við höfum tekið hér í ráðuneytinu var að stofna Kynn- ingarmiðstöð íslenskrar myndlistar nú fyrr í mánuðinum. Ég bind þær vonir við kynningarmiðstöðina að hún muni leysa úr brýnum vanda og að það verði hægt að standa myndarlega að því að kynna ís- lenska myndlist í framtíðinni. Það er mikill uppgangur í listum á Íslandi, sem skapar að sjálfsögðu talsverðan þrýsting á stjórnvöld og það er mikil þörf á fjárfestingu í listageiranum. Ég vona að þessi skref sem stigin hafa verið í minni tíð í ráðuneytinu verði til heilla fyr- ir íslenskt menningarlíf.“ Þú hefur engar efasemdir um að það sé í verkahring ríkisins að styrkja menningarstarfsemi með þessum hætti? „Nei, ég hef ekki efasemdir um það. Það er kannski fyrst og fremst byggt á þeirri sannfæringu minni að fjárfesting í menningar- málum skili sér með mjög marg- víslegum hætti, meðal annars til atvinnulífsins. En oft skilar það sér hins vegar ekki til baka til þeirra menningarstofnana sem eiga hlut að máli. Við getum tekið sem dæmi hvernig uppgangur íslenskra kvik- mynda hefur vakið athygli á Ís- landi og ýtt stórlega undir ferða- þjónustu. Íslenskar kvikmyndir eru þannig hluti af mikilvægri kynn- ingu á landinu. Tónlistin er annað dæmi um þetta. Mjög áþreifanleg breyting hefur orðið á samsetningu ferðamanna til Íslands þar sem markhópurinn hefur greinilega yngst. Það er unnt að greina þessi áhrif menningarlífsins á mik- ilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustuna og þjónustu- starfsemi yfirleitt. Ég tel því augljós hagræn rök mæla með opinberum stuðningi við menningarmál.“ Þú hefur heldur ekki hvikað frá því að ríkið eigi að reka fjölmiðil. „Það er rétt. En ég hef hins veg- ar verið þeirrar skoðunar að æski- legt væri að gera breytingar á rekstrarformi Ríkisútvarpsins, þannig að það væri rekið sem hlutafélag í ríkiseigu. Þannig gæf- ist RÚV meira svigrúm til að bregðast við breyttum aðstæðum. Ég hef deilt þessari skoðun með mörgum flokkssystkinum mínum, en um þetta hefur ekki náðst sam- komulag við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn.“ Þetta tengist öðru máli sem ver- ið hefur ofarlega á baugi und- anfarið, samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlum. Þú hefur skipað nefnd til að kanna hvort tilefni sé til að setja sérstök lög þar að lút- andi. „Já, það er ljóst að eignarhald á fjölmiðlum er að færast á færri hendur. Jafnframt liggur fyrir að margar þjóðir hafa talið sér nauð- synlegt og skylt að setja leikreglur sem tryggja eiga fjölbreytileika í fjölmiðlun. Á okkar litla markaði er eflaust sérstaklega brýnt að huga að þessu. Því hefur sérstakri nefnd verið falið að kanna hvort efni standi til að setja sérstök lög um þetta hér á landi.“ Hvað er þér eftirminnilegast eftir tæp tvö ár í embætti mennta- málaráðherra? Við í ráðuneytinu eyddum mikl- um tíma og kröftum í að leysa tvö stór deilumál. Annars vegar tókst að finna lausn á því deilumáli ríkis og borgar um uppbyggingu fram- haldsskólanna í Reykjavík. Hins vegar tókst að koma málefnum Rannsóknarhúss við Háskólann á Akureyri úr því öngstræti sem það mál var komið í. Mér þykir mjög vænt um að hafa átt þátt í leysa þessi erfiðu mál.“ Nú taka við verkefni á nýjum vettvangi. Þú varst við nám í Frakklandi á árum áður og hefur sagt það vera spennandi að hverfa til starfa í sendiráðinu í París. „Í raun og veru hef ég nú ekki haft mikinn tíma til að hugleiða með hvaða hætti ég bý mig undir þetta nýja starf. En það vill svo til að ég hef alla tíð haft áhuga á ut- anríkismálum og hafði mikil af- skipti af þeim á meðan ég var for- maður utanríkismálanefndar Alþingis. Ég hef meðal annars fylgst nokkuð náið með þróun Evr- ópusambandsins og hef einnig starfað á vettvangi þings Atlants- hafsbandalagsins og þings Evr- ópuráðsins. Ég vonast til að þekk- ing mín á þessu sviði komi að einhverju gagni í nýju starfi. Síðan hef ég lagt drög að því að bæta svolítið við mig í námi. Þó ég sé þokkalega að mér í frönsku er þekking mín á ítölsku og spænsku afar klén, þannig að mín bíða næg verkefni.“ adalheidur@mbl.is FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 23 Munið að slökkva á kertunum      Ef vatn kemst í vax útikerta er hætta á að heitt vaxið skvettist á fætu og hendur nálægðra Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins        LAUSAR rafmagnssnúrur sem liggja frá eldavélum yfir í innstungu í vegg geta orðið varasamar þegar þær eldast og grotna niður með þeim afleiðingum að samsláttur í vírum getur valdið íkveikju, þótt ekki sé verið að nota eldavélina. Harald S. Holsvik rafvirki segist hafa rekið sig á þetta þegar hann var að lagfæra og mála í kringum 32 ára Rafha eldavél, en þá kom í ljós að einangrunin utan um vírana hreinlega sáldraðist niður og þrír berir vírar blöstu við. „Svona ónýtar snúrur geta auð- veldlega valdið íkveikju. Vegna þess að t.d. þessi eldavél er þannig að þar er möguleg 10,3 kW notkun á 25 amp- era sjálfvara í rafmagnstöflunni. Það er ekkert smáræði og ef t.d. einhverj- um þráðum slær saman í kaplinum myndu þessi 25 amper leyfa heil- mikla rafsuðu áður en það slægi út. Þetta gæti orðið að miklu báli og kveikt í eldfimum efnum á bak við eldavélina, t.d. gólfdúk, án þess að það væri kveikt á eldavélinni.“ Ódýrt og auðvelt að skipta um Að sögn Haralds er mjög auðvelt fyrir hvern og einn að ganga úr skugga um það hvort snúran frá elda- vélinni sé í lagi. Fyrst þurfi fólk þó að taka öryggið, eða sjálfvarið, úr sam- bandi, taka síðan eldavélina frá veggnum og taka snúruna úr sam- bandi. Þá er óhætt að prófa að beygja snúruna saman og þá sér fólk hvort hún er í lagi eða ekki. Ef snúran molnar niður þarf auðvitað að skipta um snúruna hið fyrsta, en slíkar snúrur kosta rúmar 700 krónur og er auðvelt að skipta um þær. „Þegar maður er með svona snúr- ur á maður að gera athuganir á því hvort þær þoli svona smá beygju- áraun, þá kemur auðveldlega í ljós hvort þær eru í lagi. Þetta er í raun athugun sem allir geta gert, og því fyrr sem fólk uppgötvar svona lagað, þeim mun betra.“ Harald segist hafa fengið þær upp- lýsingar hjá rafmagnsöryggisdeild Löggildingarstofu að tvær gerðir hafi verið af rafmagnssnúrum á markaðn- um þegar þessi tiltekna Rafha-elda- vél var sett upp í íbúðinni á sínum tíma. Annars vegar hafi það verið gúmmílausataug með olíuþolinni ein- angrun og hins vegar taug með venjulegu gúmmíi sem virðist skemmast fyrr en sú olíuþolna. Hann segir jafnframt að oft sé ekki hægt að komast að því eftir bruna hvort íkveikjan hafi verið af völdum ónýtr- ar snúru, þar sem gúmmíið hreinlega bráðni eða brenni upp í eldinum og því ómögu- legt að skera úr um hvort snúran hafi verið í lagi áður en eldsvoðinn varð og þá hugsanlega valdið brunan- um. Í skýrslu Löggildingar- stofu um bruna og slys vegna rafmagns á árinu 2002 kemur fram að nær fjórir af hverjum tíu raf- magnsbrunum á heimilum verða vegna eldavéla. Þær eru það raftæki sem oftast kemur við sögu þegar bruni verður vegna rafmagnsbúnaðar og notkunar hans. Brunar vegna rangrar notkunar Í skýrslunni segir að allir raf- magnsbrunar vegna eldavéla hafi orðið vegna rangrar notkunar. Tæp- lega tveir þriðju rafmagnsbruna urðu í íbúðarhúsnæði og ef litið er sérstak- lega til bruna á heimilum sést vel hvað eldavélabrunar skera sig úr, en 38% bruna af völdum rafmagnstækja á heimilum verða af völdum eldavéla. Þar á eftir koma þvottavélabrunar, eða 17%, og sjónvarpsbrunar í þriðja sæti, eða 10% bruna af völdum raf- magnstækja. Önnur rafmagnstæki komu mun sjaldnar við sögu sem brunavaldar, en algengust þeirra á síðasta ári voru auk framantaldra tækja lausir lampar, ýmis rafhitunar- tæki og rafmagnstöflur. Flestir brunar verða af völdum eldavéla á heimilum Eldri rafmagnssnúrur geta verið varasamar Rafmagnssnúrur úr eldavélum verða vara- samar með aldrinum líkt og þessi snúra sem molnaði í sundur við átak. SKEMMUVEGI 36 Sími 557 2000 BLIKKÁS – ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.