Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.12.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 35 ✝ Guðfinna Guð-jónsdóttir fædd- ist í Reykjavík 26. september 1915. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 23. des- ember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðjóns Ólafs Jónssonar trésmíðameistara, f. 19. des. 1890, d. 22. ágúst 1978, og Guð- rúnar Jónsdóttur húsmóður, f. 14. mars 1893, d. 21. júní 1986. Systkini Guðfinnu eru Róbert, f. 7. sept. d. 5. okt. 1920, Guðmundur, f. 3. mars 1922, Markús Hörður, f. 29. ágúst sambúð með Gylfa Steini Gunn- arssyni, f. 20. nóv. 1974; Svan- hildur Björk, f. 12. okt. 1980, í sambúð með Matthíasi Guð- mundssyni, f. 1. ágúst 1980, dótt- ir þeirra Maríanna Hlíf, f. 10. okt. 1998. 2) Gunnlaugur, f. 5. júlí 1946, kvæntur Svövu Eng- ilbertsdóttur, f. 12. júlí 1952. Börn þeirra eru: Karl, f. 17. ágúst 1966, kvæntur Helgu Þor- leifsdóttur, f. 2. des. 1966, börn þeirra eru Gunnlaugur, f. 13. ágúst 1989, og Stefanía Rós, f. 18. ágúst 1995; og Áslaug, f. 22. des. 1975, í sambúð með Birni Inga Guðbjartssyni, f. 30. júlí 1979. Guðfinna var kölluð Dídí af vinafólki sínu. Hún var hár- greiðslumeistari og átti og rak hárgreiðslustofuna Siggu og Dídí sem hún átti með svilkonu sinni, Sigríði Þorvarðardóttur. Útför Guðfinnu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1923, d. 18. mars 1980, Kristbergur, f. 6. jan. 1925, d. 9. feb. 1996, og Ásta Hulda, f. 1. mars 1929, d. 9. júní 1988. Guðfinna giftist Karli Jónssyni, f. 4. apríl 1936, d. 28. nóv. 1996. Synir þeirra eru: 1) Jón Róbert, f. 2. jan. 1941, kvæntur Hlíf Hjálmarsdóttur, f. 7. apríl 1946. Börn þeirra eru: Arnar Þór, f. 1. jan. 1974, í sambúð með Tinnu Ösp Arnar- dóttur, f. 15. júlí 1978, dóttir þeirra Embla Eik, f. 9. okt. 2003; Guðfinna Ýr, f. 7. apríl 1975, í Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH.) Látin er tengdamóðir okkar Guðfinna Guðjónsdóttir, sem við viljum minnast með nokkrum orð- um. Guðfinna var einstök kona sem helgaði líf sitt húsmóðurstörfum og uppeldi sona sinna eftir að hún gifti sig. Áður rak hún hárgreiðslu- stofu ásamt svilkonu sinni. Margar skemmtilegar og broslegar sögur sagði hún okkur frá þeim tíma. Guðfinna mat húsmóðurhlutverk sitt mikils og sinnti því af stakri al- úð og vandvirkni enda bar heimili hennar þess vitni. Hún hafði sér- stakt lag og næmt auga fyrir því að gera allt fallegt og smekklegt sem hún kom nærri, hvort sem það var húsbúnaður, matargerð, móttaka gesta eða annað. Hún var alltaf vel til höfð og smekklega klædd, var sönn dama. Hún bjó til bestu og fallegustu jólasmákökur sem um getur og ekki á margra færi að leika það eftir. Guðfinna var glaðlynd og jákvæð að eðlisfari og hafði yndi af klass- ískri músík. Skömmu áður en hún lést átti fjölskyldan saman indælan dag þar sem yngsta langömmubarnið var skírt. Þar naut Guðfinna sín vel, ljúft er að minnast þessarar síð- ustu samverustundar með henni. Við færum henni þakkir fyrir einstaka gæsku og gjafmildi til handa okkur og barnabörnum hennar og minnumst hennar með virðingu og þökkum samfylgdina. Hlíf og Svava. Elsku, elsku amma mín, þetta er með því erfiðasta sem ég hef upp- lifað að kveðja þig. Ég sit hérna og tárin renna niður. Ég horfi á þig í huganum og augun þín stóru og fallegu stara á mig eins og ég sé demantur. Það eru ekki til orð til að lýsa því hvernig mér leið þegar ég kom í heimsókn til þín. Amma geislaði í hvert skipti og það var eins og hún hefði ekki get- að ímyndað sér neitt betra en að fá mig í heimsókn. Hún greip utan um mig og faðmaði mig í þó nokk- urn tíma, ég var alltaf fallegri í hvert skipti sem ég kom. Amma talaði alltaf um hvað hún væri heppin að eiga svona góða fjöl- skyldu og að þetta væri besta fjöl- skyldan sem hún gæti hugsað sér. Þannig var það hjá ömmu – við vorum besta fjölskyldan, hún hefði ekki getað hugsað sér betri tengdadætur sem voru líka falleg- astar. Amma lét öllum líða eins og þeir væru sérstakir – og allir voru það í hennar augum. Það var allt svo sérstakt og fallegt. Ef ég kom með blóm handa ömmu geislaði hún eins og hún hefði aldrei séð neitt fallegra. Ég þarf að stoppa því tár- in renna niður. Þegar ég kynnti Gylfa kærasta minn fyrir ömmu talaði hún ekki um annað en hvað hann væri myndarlegur og hvað nafnið hans væri fallegt. Amma tal- aði svo ótrúlega vel um alla og vildi öllum svo vel. Ég var búin að læra af reynsl- unni að passa mig á að segja ömmu aldrei frá því ef mér þótti eitthvað fallegt sem hún átti. Annars komst maður ekki upp með annað en að taka það með heim. Pabbi minn er einstaklega gjafmildur maður og veit ég hvaðan það kemur. Amma bjó í Seljahlíð og var hún einn stærsti viðskiptavinurinn í búðinni niðri. Amma fór daglega niður til að kaupa eitthvað til að gefa okkur (hún var víst búin að gefa okkur allt annað sem hún átti). Í hvert skipti sem ég lít upp af blaðinu til að sjá ömmu stendur hún með faðminn opinn, brosandi, augun geislandi og hún vill faðma mig. Ef ég ætti eina ósk þá væri hún að fá að faðma þig einu sinni enn. Ég á þitt nafn og mun varðveita það alla mína tíð elsku amma mín. Ég get ekki lýst því með orðum hvað það er sárt að missa þig. Ef mér leið illa var nóg að koma við hjá þér, því þá sá maður hlutina í öðru ljósi. Ég veit að þú munt allt- af vera hjá mér, en mig langar bara til að faðma þig. Guðfinna Ýr Róbertsdóttir. Elsku amma. Ég var nýlega komin heim af kaffihúsi, eftir að hafa fagnað af- mæli mínu með nokkrum vinkon- um, þegar Ýr frænka hringdi í mig um nóttina og tilkynnti mér að þú værir dáin. Þetta var sorglegur endir á afmælisdeginum mínum. Nú ert þú farin frá okkur til að hitta afa á ný, þrátt fyrir að allir héldu að þinn tími myndi ekki koma næstum því strax. Þú varst alltaf svo hress og kát þegar ég kom í heimsókn, þótt þér hafi tek- ist að ná 88 ára aldri. En ég er glöð yfir því að þú fékkst að fara snögglega og þurftir ekki að kvelj- ast og minningin verður alltaf litla káta Dídí amma. Þú og afi voruð alltaf vel tilhöfð og snyrtileg, afi pínulítill með þverslaufu og þú pínulítil með hárið uppsett og alltaf í pilsi. Ég held ég gæti talið á ann- arri hendi hversu oft ég man eftir þér í buxum. Þið voruð krúttleg og handlagin hjón og minningin verð- ur alltaf þannig. Það er ekki langt síðan ég kom að heimsækja þig síðast, u.þ.b. tvær vikur. Þú varst mjög kát í þeirri heimsókn, ekki síst fyrir það að ég bakaði handa þér Sillur (smákökur með glassúr og sultu), sem þér einni hefur tekist að gera fullkomlega, en þú varst þó mjög sátt við mína frammistöðu, gafst mér nokkur góð ráð og sagðir svo við mig að ég ætti eftir að verða stórkostlegur bakari. Í gegnum tíðina varstu alltaf að gefa okkur krökkunum smáhluti til að punta með, þetta eru hlutir sem ég mun horfa á og minnast þín og afa. Þú hefur verið sátt við að fara á þessum tímapunkti, enda allir ráð- settir í fjölskyldunni og þú orðin langamma fjögurra barna. Þér tókst að vera við skírn yngsta lang- ömmubarnsins og vissir að það væri von á einu hjá mér og Birni Inga. Þú verður með okkur í anda og ég mun alltaf minnast þín sem litlu Dídí ömmu eða ömmu í Skaftó eins og ég sagði alltaf. Þú lifir í anda. Þín Áslaug Tóka. GUÐFINNA GUÐJÓNSDÓTTIR til ömmu og langömmu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Karl, Helga, Gunnlaugur og Stefanía Rós. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Jón Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.Guð- finnu Guðjónsdóttur Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning ÞÓRDÍS ÓLAFSDÓTTIR, Núpum í Fljótshverfi, verður jarðsungin frá Kálfafellskirkju föstudaginn 2. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Helgadóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN ÓLAFUR ÓLAFSSON fyrrv. skólastjóri í Garði, Hólabraut 12, Keflavík, andaðist á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi mánudaginn 22. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 31. desember kl. 11.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna. Guðrún Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Jón Guðmann Pétursson, Lúðvík Börkur Jónsson, tengdabörn og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, PÉTUR FRIÐRIK JÓRAMSSON, Faxabraut 13, Keflavík, áður til heimilis á Ásabraut 14, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 25. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Hilmar Pétursson, Guðrún Kristinsdóttir, Kristján Pétursson, María Bergmann, Dagmar Pétursdóttir Tuttun, Ronald Tuttun, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, mágur, stjúpfaðir og frændi, LOFTUR GRÉTAR BERGMANN, Lindargötu 61, Reykjavík, lést annan dag jóla. Jarðarförin auglýst síðar. Guðlaugur Bergmann og fjölskylda, Ásgeir Theodór Bergmann og fjölskylda, Aðalheiður Óladóttir Helleday og fjölskylda. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS ÓLAFUR GUÐMUNDSSON fyrrum bóndi í Fagradal, Sundabúð, Vopnafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð sunnu- daginn 28. desember. Kristján G. Magnússon, Guðfinna Kristjánsdóttir, Oddný E. Magnúsdóttir, Halldór Valdimarsson, Árni H. Magnússon, Ásgerður Sigurðardóttir, barnabörn og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELLÝ BJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR, lést á heimili sínu miðvikudaginn 24. desem- ber. Jónas Þór Hreinsson, Marta Hallgrímsdóttir, Júlía Guðný Hreinsdóttir, Arnþór Hreinsson, Daði Hreinsson, Lene Bernhöj, Margrét Hreinsdóttir, Stefán Steingrímsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.