Morgunblaðið - 30.12.2003, Síða 43

Morgunblaðið - 30.12.2003, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake STEINGEIT Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú finnur til samkenndar með vinum þínum í dag og munt því sennilega leggja lykkju á leið þína til að hjálpa þeim. Líttu á þetta sem tækifæri til að aðstoða aðra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Metnaður þinn er mikill þessa dagana. Þú telur þig geta náð árangri í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur og á sama tíma gert öðrum gagn. Hlut- irnir geta varla orðið betri. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú lætur þig dreyma um ferðalög til fjarlægra landa, framhaldsmenntun eða ein- hvers konar útgáfustarfsemi. Mundu að það getur allt gerst. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú munt sennilega njóta góðs af örlæti einhvers í dag. Þú ættir að þiggja það sem þér er boðið. Þannig veitirðu öðrum tækifæri til að sýna örlæti sitt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú munt eiga sérstaklega innilegar samræður við vini þína í dag. Þú finnur til sam- kenndar og átt auðvelt með að setja þig í spor annarra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú finnur til þakklætis í garð vinnufélaga þíns í dag. Fólk er tilbúið til að rétta þér hjálp- arhönd, jafnvel án þess að þú biðjir um það. Njóttu þess að finna fyrir velvild annarra. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Sköpunargáfa þín er ein- staklega mikil í dag. Nýttu hana til listsköpunar, í starfi með börnum eða bara til að skemmta þér og öðrum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ættingjar þínir gætu þurft á hjálp þinni að halda í dag. Sýndu þeim hjálpsemi og greiðvikni og þú munt hljóta þakklæti þeirra og viðurkenn- ingu að launum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hafðu ekki áhyggjur þótt dagdraumar sæki á huga þinn í dag. Einstein sagði að dag- draumar væru forsmekkurinn af því sem í vændum væri. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú munt njóta þess að kaupa eitthvað fallegt í dag. Láttu það eftir þér að kaupa eitt- hvað sérstakt handa þér eða öðrum, svo framarlega sem þú hefur efni á því. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú finnur til ósvikins náunga- kærleika í dag. Þú ert tilbú- in/n til að gera hvað sem er fyrir einhvern náinn þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einhver náinn þér gæti valdið þér vonbrigðum í dag. Spurðu sjálfa/n þig að því hvort vænt- ingar þínar séu raunsæjar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Afmælisbörn dagsins: Þú ert áreiðanleg og skipu- lögð raunsæismanneskja sem kannt að meta hluti sem hafa sannað gildi sitt. Á komandi ári þarftu að taka nokkrar mikilvægar ákvarðanir. Veldu vel. ÁRNAÐ HEILLA TÍMINN Tíminn mínar treinir ævistundir. Líkt og kemba’ er teygð við tein treinir hann mér sérhvert mein. Skyldi’ hann eftir eiga’ að hespa’ og spóla og rekja mína lífsins leið, láta’ í höföld, draga’ í skeið? Skyldi’ hann eftir eiga’ að slíta, hnýta, skammel troða, skeið að slá, skjóta þráðum til og frá? - - Prentvilla var í fyrstu línu kvæðisins Tíminn eftir Pál Ólafsson í blaðinu sl. sunnudag. Birtist ljóðið því hér aftur leiðrétt. Páll Ólafsson. LJÓÐABROT 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3 c5 5. Bg5 O-O 6. e3 Da5 7. Bxf6 Bxc3+ 8. bxc3 Dxc3+ 9. Rd2 gxf6 10. Hb1 cxd4 11. Hb3 Da5 12. Hb5 Dd8 13. Dg4+ Kh8 14. Hh5 Hg8 15. Dh4 Kg7 16. Hxh7+ Kf8 17. Re4 Da5+ 18. Ke2 Df5 KB banki stóð fyrir skömmu sterku jóla- hraðskákmóti sem fram fór í aðalútibúi bank- ans í Austur- stræti. Umsjón- armaður skákhornsins var á meðal áhorf- enda þegar hæst- setti skákmaður bankans, Karl Þorsteins (2489), hvítt, bar sig- urorð af Hannesi Hlífari Stef- ánssyni (2567) . 19. Hxf7+! og svartur gafst upp enda fokið í flest skjól eftir 19... SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik Kxf7 20. Rd6+. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Helgi Ólafsson 11 vinninga af 13 mögulegum 2. Jóhann Hjartarson 9½ v. 3.-4. Jón Viktor Gunnarsson og Þröstur Þórhallsson 8½ v. 5.-7. Hannes Hlífar Stef- ánsson, Margeir Pétursson og Karl Þorsteins 7½ v. 8. Bragi Þorfinnsson 6½ v. 9.- 10. Stefán Kristjánsson og Helgi Áss Grétarsson 6 v. 11. Björn Þorfinnsson 4½ v. 12. Friðrik Ólafsson 4 v. 13.- 14. Guðmundur Halldórsson og Jón Kristinsson 2 v. 50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 30. desember, er 50 ára Ellý Helga Gunnarsdóttir, Há- holti 3, Hafnarfirði. 85 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 30. desember, er 85 ára Ingi- björg Sæmundsdóttir, Hjallabraut 21, Hafn- arfirði. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í Sunnusal Hótel Sögu kl. 20 á afmælisdaginn. Skugginn/ Barbara Birgis. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. október sl. í Há- teigskirkju af sr. Bjarna Karlssyni þau Guðrún Katr- ín Gunnarsdóttir og Ing- ólfur Arnar Magnússon. Skugginn/ Barbara Birgis. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. september sl. í Há- teigskirkju af sr. Sigurði Arnarsyni þau Sólveig Níelsdóttir og Hjörtur Har- aldsson. HIÐ árlega minning- armót Bridsfélags Reykja- víkur um Hörð Þórðarson, fyrsta formann félagsins, fór fram á laugardaginn með þátttöku 53 para. Daníel Már Sigurðsson og Guðmundur Þ. Gunnarsson unnu öruggan sigur, en þeir hlutu 61% skor. Sveinn Rúnar Eiríksson og Erlendur Jónsson urðu í öðru sæti (58,4%), en Run- ólfur Jónsson og Hermann Friðriksson urðu þriðju (58%). Í síðustu umferð- inni sögðu Daníel Már og Guðmundur harða slemmu, sem lá til vinnings: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁG103 ♥ ÁD10654 ♦ 3 ♣94 Vestur Austur ♠ K42 ♠ 9865 ♥ 9872 ♥ 3 ♦ 965 ♦ Á10872 ♣KG5 ♣1062 Suður ♠ D7 ♥ KG ♦ KDG4 ♣ÁD873 Daníel Már var í norður, en Guðmundur í suður: Vestur Norður Austur Suður Pass 1 hjarta Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 2 grönd Pass 3 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 spaðar Pass 6 grönd Pass Pass Pass Kerfið er eðilegt og svarið á tveimur laufum krafa í geim. Eftir þrjá hringi hafði Daníel Már sýnt sexlit í hjarta og fjór- lit í spaða. Guðmundur ákvað þá að taka af skarið og spyrja um ása með fjór- um gröndum. Svarið á fimm spöðum sýnir tvo ása (lykilspil) og drottninguna í hjarta (sem er sam- þykktur litur). Auðvitað var hugsanlegt frá bæj- ardyrum Guðmundar að makker ætti rauðu ásana og ekkert í spaða, en úr þessu varð ekki aftur snúið og hann stökk í sex grönd. Vestur kom hlutlaust út með hjarta, sem Guð- mundur tók heima og spil- aði strax spaðadrottningu. Þegar kóngurinn kom í þann slag var slemman í húsi með því einu að sprengja út tígulásinn. Það gaf sigurvegurunum 40 stig af 52 mögulegum að segja og vinna sex grönd. BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarsson Emma, eigum við bolla af auðguðu úrani? Heiti Potturinn Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar. Birt með fyrirvara um prentvillur. 12. flokkur, 29. desember 2003 Einfaldur kr. 3.660.000.- Tromp kr. 18.300.000.- 844 B kr. 18.300.000,- 844 F kr. 3.660.000,- 5811 E kr. 3.660.000,- 5811 H kr. 3.660.000,- 57112 G kr. 3.660.000,- YOGA •YOGA • YOGA YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, sími 588 5711 og 694 6103 www.yogaheilsa.is Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Sértímar fyrir barnshafandi konur og fyrir byrjendur. NÝTT! Astanga jóga EIGENDASKIPTI Eigendaskipti verða á Prentsmiðjunni Viðey ehf. frá og með 1. janúar 2004. Fráfarandi eigandi Sigurður Bjarnason hefur selt prentsmiðjuna og nýjir eigendur eru Theodór Már Sigurjónsson og Lárus Kristinn Jónsson. Ég þakka ánægjuleg samskipti á liðnum árum með óskum um gleðileg jól og hamingjuríkt ár. Nýjum eigendum óska ég alls hins besta í framtíðinni. Sigurður Bjarnason Kæru viðskiptavinir, Lögmannsstofan verður lokuð 2. og 5. janúar nk. vegna flutninga. Við opnum aftur 6. janúar í nýjum húsakynnum á Laugavegi 182 undir nýju nafni: Nestor Lögmenn. Lögmenn Skólavörðustíg 6b. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Karl Axelsson hrl. Reimar Pétursson hdl. Heimir Örn Herbertsson hdl. Eiríkur Elís Þorláksson hdl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.