Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 10. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Á boðstólum á Alþingi Þingmenn gera góðan róm að matnum Daglegt líf Lesbók og Börn í dag LESBÓK | Eftirþankar jólanna  Smásaga Hrollvekjur í blíðu og stríði  Íslandsvinur að verki BÖRN | Jólin brennd og spiluð út  Lukkuláki  Tittur  Hvað er málið? Nýtt kortatímabil Stærsta útsalan Opið 10-18 í dag! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K RI 2 32 30 0 1/ 20 04 SEXTÁN umsækjendur, þar af ellefu kon- ur, sækja um tvö prestsembætti í Grafar- vogsprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Prestarnir eru sr. Bjarni Þór Bjarnason, sr. Elínborg Gísladóttir og sr. Helga Helena Sturlaugsdóttir. Guðfræðingar í hópi um- sækjenda eru Aðalsteinn Þorvaldsson, Arn- dís Ósk Hauksdóttir, Bryndís Valbjarnar- dóttir, Gunnar Jóhannesson, Hans Guðberg Alfreðsson, Halldóra Ólafsdóttir, Lena Rós Matthíasdóttir, Sigríður Munda Jónsdóttir, Sigríður Rún Tryggvadóttir, Sjöfn Þór, Sól- veig Jónsdóttir, Vigfús B. Albertsson og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir. Biskup Íslands skipar í embættin frá 1. mars næstkomandi, samkvæmt niðurstöðu valnefndar. Ellefu konur vilja sama brauð ROKKSVEITIN 200.000 naglbítar mun taka þátt í hljómsveitakeppni í London hinn 20. janúar. Um er að ræða eins konar forkeppni að hljómsveitakeppni sem mun taka til gervallrar heimsbyggðarinnar og kallast Global Battle of the Bands. Sú keppni fer fram í nóvember á þessu ári en það má lýsa henni sem eins konar blöndu af Músíktilraunum, Stjörnuleitinni og Evróvisjón. /77 Naglbítar keppa MICHAEL Howard, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, vill að ráðamenn knatt- spyrnuliðsins Liverpool reki þjálfarann Gerard Houllier og ráði í staðinn Martin O’Neill, framkvæmdastjóra skoska liðsins Celtic. „Við þurfum á O’Neill að halda en það er ekki nóg að hann komi í lok tíma- bilsins. Við þurfum hann núna,“ segir BBC að Howard hafi sagt við annan aðdáanda Liverpool í vikunni. Vill að Houllier víki BRESKUR embættismaður sagði í gær að Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, hefði ekki gefið neinar gagnlegar upplýsingar við yfir- heyrslur. Skjöl sem Saddam hafði meðferðis er hann var handtekinn hefðu hins vegar reynst gagnleg. „Handtaka Saddams hefur haft mun víðtækari og gagnlegri áhrif en við höfðum átt von á,“ sagði hinn ónafngreindi embættismaður. „Hann hefur ekkert talað sjálfur en skjölin sem fundust í fórum hans hafa leitt til þess að frekari vitneskja fékkst sem aftur hafði í för með sér ýmsar að- gerðir [af okkar hálfu],“ sagði emb- ættismaðurinn. Saddam telst stríðsfangi Ráðamenn í bandaríska varnar- málaráðuneytinu, Pentagon, hafa kveðið upp úr um að Saddam teljist stríðsfangi. Þar með er óvissu eytt um það hvaða stöðu Saddam hafi í skiln- ingi laganna. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að hann fái stöðu stríðsfanga,“ sagði ónafngreindur heimildarmaður í Pentagon. „Við munum ekki gefa neina formlega yf- irlýsingu vegna þessa. Það þarf ekki.“ Sagði embættismaðurinn að staða Saddams sem stríðsfanga þýddi að hægt yrði að birta honum ákæru vegna stríðsglæpa. Þá nýtur hann réttinda í samræmi við Genfar-sátt- málann um meðferð stríðsfanga. Saddam þögull sem gröfin London, Washington. AP, AFP. VÍÐA erlendis er bannað að stjórnarformenn fyrirtækja séu starfandi sem slíkir, meðal annars vegna þess að ekki sé unnt að hafa eftirlit með störfum þeirra og það geti þeir einungis sjálfir gert, að því er fram kom hjá Árna Harðarsyni lögfræðingi hjá Deloitte á hádegisverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga á Fiðlaranum á Akureyri í gær. Stefán Svavarsson, endurskoð- andi og dósent við Háskóla Íslands, sagði að kaupréttarsamningar til handa stjórnarmönnum hefðu spillt fyrir eftirliti stjórnar. Árni sagði einnig að nokkur vakning hefði orð- ið í þeim efnum að undanförnu að gera stjórn- endur ábyrga og vísaði til tveggja nýlegra dóma, þar sem annars vegar var um það að ræða að ekki höfðu verið staðin skil á virðisaukaskatti og hins vegar vegna gjaldþrots Nanoq. Sagði hann umhugsunarefni hversu lengi stjórnarmenn ættu að standa í aðgerðum til þess að bjarga fé- lögum frá gjaldþroti. Árni sagði einnig að þegar eitthvað færi úr- skeiðis í rekstri fyrirtækja skýldu stjórnarmenn sér gjarnan á bak við ýmsar afsakanir. Ein þeirra væri þekkingarleysi og sagði Árni það ekki ganga. „Það er mjög mikilvægt að stjórn- armenn þekki og skilji rekstur félaga og fari eftir þeim reglum sem í gildi eru. Þeir verða að skilja hlutverk sitt sem stjórnarmenn og geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir, leitað sér ráðgjafar ef vafi leikur á einhverju. Þá er heldur ekki nóg að bóka andmæli á fundum ef menn eru ekki sáttir, þeir verða að segja sig úr stjórn ef þannig stend- ur á og þá tímanlega,“ sagði Árni. Stefán Svavarsson, endurskoðandi og dósent við Háskóla Íslands, fjallaði á fundinum um stjórnir fyrirtækja og endurskoðendur, verkefni þeirra og samskipti við stjórnir og framkvæmda- stjórn. Í máli hans kom meðal annars fram að kaup- réttarsamningar til handa stjórnarmönnum hefðu spillt fyrir eftirliti stjórnar og að þeir sinntu þá ekki hluthöfum nægilega. Fjallaði hann einnig um það hvort t.d. fóstra, trésmiður eða læknir, með fullri virðingu fyrir þessum störfum, gætu verið virk sem stjórnar- menn í stórum fjármálastofnunum. Dró hann það í efa að þeir sem hvorki hefðu menntun né reynslu sem tengdist slíkum rekstri gætu sinnt slíkum störfum svo vel færi. „Mér er það hulin ráðgáta hvernig hægt er að sinna eftirlitshlut- verki stjórnarmanns ef þannig háttar til.“ Þá efaðist hann einnig um hæfi sumra stjórn- armanna íslenskra fyrirtækja og stofnana til að semja um kaup og kjör forstöðumanna og nefndi t.d. bankaráð ríkisbankanna sem á sínum tíma hefðu samið um eftirlaunakjör bankastjóra. Taldi hann mjög ólíklegt að þeir hefðu gert sér grein fyrir hvað það hefði kostað. Vakning um að gera stjórnendur ábyrga Árni Harðarson lögfræðingur sagði á fundi Félags viðskipta- og hag- fræðinga að starfandi stjórnarformenn væru víða bannaðir í útlöndum  Stjórnendur/12 LÍTIL stúlka stendur í rústum húsa í Kabúl sem eyðilagst hafa í þeim endalausu hörmungum sem yf- ir Afganistan hafa dunið á síðustu 25 árum. Um ein og hálf milljón manna týndi lífi í stríðsátökum og sex milljónir manna flúðu land. Er talið að um tvær milljónir Afgana búi enn fjarri heimahögunum og víst er að marga dreymir þá um bjartari framtíð til handa ættjörðinni, rétt eins og stúlkuna á myndinni. Reuters Draumur um bjartari framtíð GENGI Bandaríkjadollara lækkaði enn gagnvart evrunni í gær eftir að greint hafði verið frá því að einungis eitt þúsund ný störf hefðu orðið til vestra í desember. Hagfræðingar í Bandaríkjunum höfðu spáð því að tölur vinnumála- ráðuneytisins í Washington myndu sýna að 148 þúsund ný störf hefðu orðið til í desember. Töldu þeir að sú stund væri runnin upp að störfum færi loksins að fjölga verulega enda hefur að undanförnu verið nokkur uppsveifla í efnahagsmálunum. Þetta gekk hins vegar ekki eftir. „Ég er afar vonsvikinn. Það er augljóst að fyrirtækin sýna mikla varkárni, sem endurspeglast í því að þau ráða ekki nýtt starfsfólk,“ sagði Sung Won Sohn, aðalhagfræðingur hjá Wells Fargo-bankanum. „Menn leggja mesta áherslu á aukna fram- leiðslu en fresta því hins vegar í lengstu lög að ráða nýtt fólk.“ Hika við að ráða nýtt fólk Washington. AFP. TIMOTHY Dumouchel, sem býr í Wiscons- in í Bandaríkjunum, hefur lagt fram kvörtun til lögreglunnar en hann segir Charter-kapalsjónvarpsstöðina bera ábyrgð á því að öll fjölskylda hans hefur breyst í sófadýr. Hann hótar fyrirtækinu málsókn. „Ég tel að ástæða þess að ég reyki og drekk á hverjum einasta degi og konan mín er of feit sé sú að við höfum horft á sjónvarp á hverjum einasta degi undanfarin fjögur ár,“ sagði Dumouchel í skriflegri kvörtun sinni til lögreglunnar. Sjónvarpssjúkur hótar málsókn Chicago. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.