Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 18
ERLENT
18 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
AUKIN spenna hefur nú færst í
baráttuna milli þeirra níu demó-
krata sem vilja verða forsetaefni í
haust og keppa við George W. Bush.
Nýjar skoðanakannanir fyrir AP-
fréttastofuna gefa til kynna að staða
Wesleys Clarks, fyrrverandi hers-
höfðingja, hafi styrkst verulega á
landsvísu en einnig, sem ekki skiptir
minna máli, í New Hampshire. Þar
verða forkosningar hjá demókrötum
27. janúar, áður verða forkosningar
meðal demókrata í Iowa 19. janúar.
En Clark, sem mætti tiltölulega
seint í slaginn, ákvað að beita sér
ekki í Iowa til að geta þeim mun bet-
ur sinnt New Hampshire.
Howard Dean, fyrrverandi ríkis-
stjóri í Vermont, ber enn höfuð og
herðar yfir aðra frambjóðendur í
New Hampshire og er með um 35%
fylgi. Honum bættist enn liðsauki í
gær þegar hinn áhrifamikli öldunga-
deildarþingmaður í Iowa, Tom
Harkin, lýsti yfir stuðningi við hann
og líkti Dean við Harry Truman, for-
seta Bandaríkjanna fyrir hálfri öld.
En Clark er nú kominn í annað sæt-
ið í New Hampshire með 18% fylgi,
áður var John Kerry, öldungadeild-
arþingmaður frá Massachusetts,
númer tvö. Hefur Clark aukið fylgi
sitt úr 12% fyrir nokkrum vikum.
Dick Gephardt, fulltrúadeildarþing-
maður frá Missouri, er talinn munu
veita Dean harða samkeppni í for-
kosningunum í Iowa.
Óttast að Dean geti ekki
sigrað Bush forseta
Þótt Dean hafi um hríð haft for-
ystuna í könnunum virðast æ fleiri
demókratar óttast að hann muni
eiga erfitt með að sigra Bush sem
stendur sterkt í könnunum. Og þeg-
ar kjósendur eru spurðir hvern þeir
myndu kjósa ef velja ætti milli Bush
og annars frambjóðanda kemur
Clark best út, þá segjast 49% velja
Bush en 42% Clark. Ef valið stæði
milli Bush og Dean yrði forsetinn
einnig hlutskarpari, fengi 54% en
Dean 39%.
Clark, sem er sextugur að aldri,
gekk í Demókrataflokkinn nokkrum
dögum áður en hann gaf kost á sér
sem forsetaefni í fyrra og hafa
keppinautar hans reynt að notfæra
sér þá staðreynd. Dean hefur ekki
síst reynt að höfða til þeirra sem eru
ósáttir við utanríkisstefnu Bush og
þá einkum Íraksstríðið sem Dean
var mjög andvígur og Clark tekur
sömu afstöðu. Hann hefur safnað
miklu fé um, 10 milljónum dollara, í
kosningasjóð sinn síðustu mánuði og
hefur aðeins Dean orðið meira
ágengt en hann ræður nú yfir 15
milljónum dollara.
Reynsla Clarks af öryggis- og
varnarmálum er talin geta komið sér
vel í slag við Bush vegna þess að í
könnunum segist mikill meirihluti
kjósenda treysta forsetanum vel í
þeim efnum.
„Enginn getur sakað mig um að
vera slakur ættjarðarsinni vegna
þess að það er ég ekki,“ sagði Clark
nýlega á kosningafundi í New
Hampshire. „Ég veit hvað það
merkir að berjast og ég get því
tryggt varnir þjóðarinnar.“ Hann
gerði einnig gys að Bush fyrir að
hafa sl. vor komið fram á þilfari flug-
móðurskips, klæddur hermannabún-
ingi, til að lýsa þar yfir því að um-
talsverðum hernaðarátökum í Írak
væri lokið.
Stuðningsmenn Deans og annars
frambjóðanda, Joe Liebermans, öld-
ungadeildarþingmanns frá Conn-
ecticut, dreifðu í gær áróðursmiðum
þar sem Clark var m.a. gagnrýndur
fyrir að hafa tjáð sig á ýmsa vegu
um Íraksstríðið. Hann hafi ýmist
verið á móti aðgerðunum eða stutt
þær. Einnig eru skattatillögur hans
gagnrýndar og dregið í efa að hann
sé sannur demókrati.
Clark, sem ekki tók beinan þátt í
stjórnmálum fyrr en 2003, hefur
reynt að malda í móinn með því að
bera því við að hann hafi ekki haft
reynslu af hörðum ágangi frétta-
manna og stundum ruglast í ríminu.
Hann setti á mánudag fram tillögur
um að hækka skatta á hálaunamenn
en jafnframt vill Clark að allir sem
hafi innan við 100.000 dollara, um 7
milljón króna, árstekjur, fái skatta-
lækkun. Verði hún fjármögnuð með
því að loka ýmiss konar skattaskjól-
um í lögunum. Að sögn The Los
Angeles Times vill hann einnig
banna fólki með lögum að afsala sér
bandarískum ríkisborgararétti þeg-
ar markmiðið er að losna við að
greiða skatta.
Clark sækir í sig veðrið
Reuters
Wesley Clark á kosningafundi í
New Hampshire fyrr í vikunni.
Er næstefstur í skoðanakönnunum í
New Hampshire á eftir Howard Dean
BARN heldur á leikfangi og regn-
hlíf á rústum húss sem hrundi í
hvirfilbyl í Alofi, höfuðstað Kyrra-
hafseyjunnar Niue, á þriðjudags-
kvöld. Fyrstu fregnir hermdu að
Alofi hefði „nánast jafnast við
jörðu“ í hvirfilbylnum en tjónið var
ekki jafnmikið og óttast var þótt
ástandið væri enn slæmt í gær. Allt
að tuttugu byggingar hrundu, með-
al annars eina sjúkrahús eyjunnar,
og nokkrar byggingar skemmdust.
Áströlsk herflutningavél flutti í
gær hjúkrunarfólk til eyjunnar sem
er sjálfstjórnarlýðveldi í frjálsu
sambandi við Nýja-Sjáland. Vind-
hraðinn var allt að 83 metrar á sek-
úndu í hvirfilbylnum.
Reuters
Minni eyðilegging en óttast var
STJÓRNVÖLD í Líbýu samþykktu í
gær að greiða 170 milljónir dollara í
bætur til fjölskyldna þeirra sem fór-
ust er Líbýumenn sprengdu í loft upp
franska farþegaþotu yfir Afríkuríkinu
Níger árið 1989. Kemur því ein millj-
ón dollara, eða um 70 milljónir króna,
í bætur fyrir hvert fórnarlamb.
170 manns frá 17 löndum fórust
með þotunni, flestir, eða 54, voru
franskir, 40 frá Kongó og sjö Banda-
ríkjamenn. Samningurinn var undir-
ritaður í París og voru 20 aðstand-
endur mættir. Fulltrúi þeirra sagði
fjölskyldurnar sáttar við málalokin.
Saleh Abdul Salam, undirritaði fyrir
hönd Líbýu en hann er sonur
Moammars Gadhafis, leiðtoga lands-
ins. „Ég er fullviss um að þetta mun
þýða nýjan kafla í samskiptum Líbýu
við önnur lönd,“ sagði hann.
Þetta er enn eitt skrefið sem Líbýa
stígur í viðleitni sinni til að bæta
tengslin við Vesturlönd, en í desem-
ber tilkynnti Gadhafi óvænt að hann
hygðist ekki búa til gereyðingarvopn
og hleypti alþjóðlegum vopnaeftirlits-
mönnum inn í herstöðvar sínar.
Sex Líbýumenn, þ. á m. maður úr
fjölskyldu Gadhafis, voru dæmdir í
Frakklandi fyrir að hafa grandað
flugvélinni en allir voru þeir fjar-
staddir er dómurinn var kveðinn upp.
Líbýa greiðir bætur
vegna árásar á flugvél
70 milljónir
fyrir hvert
fórnarlamb
París. AP. AFP.
MIJAILO Mijailovic, sem játaði ný-
verið að hafa banað Önnu Lindh, ut-
anríkisráðherra Svíþjóðar, í fyrra
verður ákærður fyrir
morð, sagði Agneta
Blidberg yfirsaksókn-
ari í gær í samtali við
sænska dagblaðið Dag-
ens Nyheter. „Þetta
verður skilgreint sem
morð og ekkert annað,“
sagði Blidberg. Heim-
ildarmaður innan lög-
reglunnar greindi
Svenska Dagbladet frá
því að morðinginn hefði
elt Lindh í 14 mínútur
áður en hann stakk
hana og því hefði ekki
verið um skyndilega
hugdettu að ræða.
Mijailovic verður ekki formlega
ákærður fyrr en á mánudag og ráð-
gert er að réttarhöld hefjist á mið-
vikudag. Mijailovic, sem er 25 ára Svíi
af serbneskum uppruna, játaði á
þriðjudag að hafa stungið Lindh til
bana í september síðastliðnum en
lögmaður hans, Peter Althin, segir
hnífstunguna hafa verið tilviljana-
kennt ofbeldisverk og að ekki hafi
verið um pólitískan ásetning að ræða.
„Það sem ég get sagt er að glæp-
urinn var ekki skipulagður,“ sagði
Althin á blaðamannafundi fyrr í vik-
unni. „Heldur er hægt að segja að til-
viljun hafi ráðið auk röð kringum-
stæðna.“
Mijailovic er sagður
hafa greint frá því, þeg-
ar hann játaði á sig
morðið, að hann hafi séð
Lindh inni í versluninni
og að rödd innra með
honum hafi sagt honum
að ráðast á ráðherrann.
„Það leið enginn tími.
Bara fáeinar sekúnd-
ur,“ er hann sagður
hafa sagt.
Í frétt Svenska
Dagbladet í gær segir
hins vegar að Mijailovic
hafi elt Lindh í fjórtán
mínútur áður en hann
stakk hana. „Hann elti
hana. Það eru til myndir teknar inni í
fataversluninni sem sýna hann fylgj-
ast með henni,“ sagði ónafngreindur
lögreglumaður í samtali við blaðið.
„Hann varði tíma sínum í að undirbúa
sig, finna gott tækifæri. Ef þetta
hefði verið skyndileg hugdetta, þá
hefði hann myrt hana við inngang-
inn,“ bætti lögreglumaðurinn við.
Mijailovic sagðist í yfirheyrslum ekk-
ert tilefni hafa haft til árásarinnar,
hann hefði einungis verið að ramba
um stórverslanir í miðborg Stokk-
hólms eins og svo oft áður.
Morðingi heyrði
„innri rödd“
Mijailo Mijailovic
Mijailovic elti Lindh í 14 mínútur
áður en hann lét til skarar skríða
HÖRÐ gagnrýni hefur verið sett
fram í Noregi vegna rausnarlegra
eftirlaunasamninga sem gerðir hafa
verið við þrjá æðstu stjórnendur í
heilsugæslukerfinu í Suður-Noregi,
Helse Sør, að sögn Aftenposten. Yf-
irmaður Helse Sør, Steinar Stokke,
hefur tryggt sér eftirlaun sem nema
nær milljón norskra króna, liðlega 10
milljónum ísl. kr., á ári.
„Eftirlaunasamningarnir við yfir-
menn heilsugæslunnar grafa ger-
samlega undan trausti almennings á
heilbrigðiskerfinu,“ sagði John Alv-
heim, liðsmaður Framfaraflokksins
og formaður félagsmálanefndar
Stórþingsins. Bent er á að verið sé að
skera niður þjónustu á ýmsum svið-
um heilsugæslu og hægt væri að
annast um 160 mjaðmaaðgerðir á
einkareknum sjúkrahúsum fyrir þær
12 milljónir norskra króna, rösklega
120 milljónir ísl. kr., sem þremenn-
ingarnir hafa tryggt sér aukalega ef
miðað er við venjulegar eftirlauna-
greiðslur til opinberra starfsmanna.
Talsmenn helstu flokka á Stór-
þinginu hafa allir lýst óánægju sinni
með eftirlaun þremenninganna og
hvatt Dagfinn Høybråten heilbrigð-
ismálaráðherra til að taka á málinu.
Kjell Magne Bondevik, forsætisráð-
herra úr Kristilega þjóðarflokknum
og flokksbróðir Høybråtens, hefur
einnig lýst óánægju sinni og sagt að
um „óþarflega rausnarlega“ samn-
inga sé að ræða.
Formaður norsku eftirlauna-
nefndarinnar, Sigbjørn Johnsen, er
þeirrar skoðunar að engin eftirlaun
opinberra starfsmanna ættu að vera
hærri en 450.000 n. kr., um 4,6 millj-
ónir ísl. kr. árlega. Hann segir þó að í
einstaka tilfellum geti verið réttlæt-
anlegt að semja um betri kjör þegar
ráða þurfi fólk með sérstaka hæfi-
leika. En þá þurfi að rökstyðja slíka
ákvörðun mjög vel.
Samningar um rífleg eftir-
laun gagnrýndir í Noregi
NORÐMENN gefa miðað við
höfðatölu þrisvar sinnum meira fé
til aðstoðar við ný aðildarríki Evr-
ópusambandsins en gömlu ríkin í
sambandinu gera að jafnaði, að
sögn Aftenposten. Noregur á eins
og Ísland aðild að Evrópska efna-
hagssvæðinu og tekur því þátt í að
hjálpa nýju ESB-ríkjunum sem
munu ganga í sambandið í vor.
Nýju ríkin munu frá áramótum
fá árlega alls um 1,75 milljarða
norskra króna, um 19 milljarða ísl.
króna, í stuðning næstu fimm ár-
in. Hlutur Norðmanna á ári er
mun hærri en Svía og Dana enda
þótt tvær síðastnefndu þjóðirnar
eigi aðild að ESB. Þjóðartekjur á
mann í Noregi eru á hinn bóginn
mun hærri en í nær öllum öðrum
Evrópulöndum og framlögin mið-
ast við þjóðartekjur á mann.
Norðmenn borga mest