Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti mun í næstu viku kynna fyrir- ætlanir um að senda mannaða flaug til plánetunnar Mars og reisa geim- stöð á tunglinu, að sögn háttsettra embættismanna í Hvíta húsinu. Hann mun þó ekki leggja til að hugmyndir þessar verði að veruleika á næstunni heldur telja menn að hann vilji stefna að því að reisa mannaða geimstöð á tunglinu árið 2015 og útfrá henni senda mannað far til Mars, að því er heimildarmenn hjá bandarísku geimvísindastofnun- inni, NASA segja. Þetta yrðu fyrstu ferðirnar til tunglsins síðan árið 1972. Búist er við að Bush kynni áætlanir sínar á miðvikudag. Þrír háttsettir embættismenn segja að Bush sé áfjáður í að hleypa lífi að nýju í geimferðaáætlun Bandaríkjamanna, en nokkur áföll að undanförnu hafa dregið úr áræðni manna og ákafa í þessum efnum. Þannig fórust sjö manns með geim- ferjunni Kólumbíu í febrúar í fyrra en hún liðaðist í sundur er hún kom inn í lofthjúp jarðar. Vill þjappa þjóðinni saman Sumir hafa spáð því að Bush komi fram með djarfa geimferðaáætlun til að reyna að þjappa þjóðinni saman í kringum um eitthvað jákvætt á með- an hann berst fyrir því að verða end- urkjörinn í forsetakosningunum á þessu ári. George Bush eldri, fyrr- verandi forseti Bandaríkjanna og faðir núverandi forseta, boðaði einn- ig geimstöðvar á tunglinu og mann- aða könnunarleiðangra til Mars. „Á nýrri öld: Aftur til tunglsins; aftur til framtíðar. Og í þetta sinn til að vera þar. Síðan ferð til morgundagsins, ferð til annarrar plánetu: mönnuð geimferð til Mars,“ sagði Bush eldri, árið 1989, í ræðu sem hann hélt á 20 ára afmæli fyrstu mönnuðu ferðar- innar til tunglsins. Ekkert varð úr þessum áætlunum. Enginn veit hvernig NASA myndi borga fyrir geimstöð á tunglinu eða leiðangra til Mars en þegar Bush eldri bar fram slíkar tillögur var gert ráð fyrir að þær myndu kosta um 400-500 milljarða dollara. Mars-jeppinn fastur á loftpúðum Fréttirnar um nýja geimferða- áætlun koma í kjölfar þess að sex hjóla Mars-jeppinn Spirit lenti heilu og höldnu á rauðu plánetunni á laug- ardag. Honum er ætlað að kanna plánetuna og hafa þegar borist frá honum myndir sem vakið hafa at- hygli. Hins vegar kemst hann hvorki lönd né strönd þar sem loftpúðarnir sem gerðu honum kleift að lenda far- sællega á yfirborði plánetunnar hamla því að hann komist áfram, hann situr fastur á þeim. Annar Mars-jeppi, Opportunity, á að lenda á plánetunni 24. janúar ef allt fer samkvæmt áætlun. Tólf manns hafa farið til tunglsins á vegum Bandaríkjamanna, allir á árunum 1969-1972. Keppinautar Bandaríkjamanna flýta sér að reyna að komast út í geiminn, Kínverjar sendu sex gervihnetti á braut um jörðu á síðasta ári auk þess sem þeir sendu mann út í geiminn í fyrsta sinn og eru þar með komnir í hóp með Bandaríkjamönnum og Rússum sem það hafa einnig gert. Þeir hyggjast senda mann öðru sinni út í geim innan tveggja ára, hefja vinnu við að koma ómönnuðu geimfari til tunglsins á þessu ári og auk þess ráðgera þeir mannaða ferð til Mars einhvern tíma í framtíðinni. Indverj- ar áætla að komast til tunglsins 2008 og Íranar tilkynntu fyrir nokkrum dögum að þeir myndu senda gervi- hnött upp í heiðhvolfið innan 18 mánaða og vera þannig fyrsta ísl- amska þjóðin sem sendir eigin gervi- hnött þangað og notar til þess sína eigin tækni.                                                                                                               !    "#  $   %#  $& & '            !"#$%&' (")*"#($"   +   , (               )                * &              +  ,         - ',     .        /#      "#  $'   *    0           ,                       123         /#3         4'     (                          /#  "#  $  !    2    $      " 5 6/7    $8  2# - . /01(2!"#3"0$23" 45(60(6       '          &             &       9          -     '      &           '   * '                            :                  '       ;     <4   "# $4       - - . / / . 7 7 8 8 23!492523" 9   "2#      4             (      =::   *        1#  $      $         ,    Talið að Bush muni kynna nýja og djarfa geimferðaáætlun Menn til Mars og geimstöð á tunglinu Washington. AP. AFP. Reuters Bush Bandaríkjaforseti er sagður áfjáður í að hleypa lífi í geim- ferðaáætlun Bandaríkjamanna. FORELDRAR í Suður-Kóreu eru tilbúnir til að leggja ýmislegt á sig og börnin sín svo þau megi verða góð í ensku. Mæður spila enskar barnavísur fyrir börnin á meðan þau eru í móðurkviði, fá handa þeim rándýra enskukennara allt frá því þau byrja að læra að ganga og senda börnin sín á leikskólaaldri til Bandaríkjanna svo þau læri örugglega nógu góða ensku. Skurðaðgerðir eru nýjasta og lík- lega öfgafyllsta dæmið um hversu langt foreldrar vilja ganga til að barnið nái fullkomnum framburði. Þá er skorið í tunguhaftið og tung- an þannig gerð „lengri“ og liðugri til að minni líkur séu á ruglingi á milli L- og R-hljóða. Aðgerðirnar, sem gerðar eru á börnum sem eru rétt að byrja að ganga, þykja bera vott um hversu mikil samkeppni ríkir í þjóðfélaginu og þykir sumum nóg um. Stjórnvöld telja til dæmis fulllangt gengið og hefur opinber mannréttindanefnd látið gera kvik- mynd um aðgerðina sem á að hræða fólk og fá það til að hætta við slíka aðgerð á börnum sínum. Í myndinni segir frá móður sem er gagntekin af framburði sonar síns er fer með hlutverk í ensku leikriti á leikskólanum. Hún fer með hann í skyndi til læknisins til að láta skera í tunguna svo fram- burðurinn verði betri. Sýnt er hvernig barnið öskrar á meðan því er haldið niðri og aðgerðin fram- kvæmd, en móðirin er látin segja hughreystandi: „Þetta er einungis gert með framtíð hans í huga.“ Þótti áður ófínt Leikstjóri myndarinnar segir al- gengt að áhorfendur loki augunum þegar sýnt er frá aðgerðinni. Hann notaði myndir sem teknar voru við raunverulega aðgerð, sem tekur rúman hálftíma. „Í myndinni vildi ég sýna hvernig samfélag okkar treður á mannréttindum barnanna undir því yfirskini að þarna sé framtíð þeirra höfð í huga.“ Sá sem gat talað fullkomna ensku var á árum áður litinn hornauga í samfélaginu, þótti snobbaður og jafnvel óþjóðrækinn. Nú er ensku- kunnáttan aftur á móti mikilvægt stöðutákn og afar eftirsótt hjá há- skólum og í viðskiptalífinu. Þetta „ensku-æði“ foreldra sem eiga börn á leikskólaaldri, hófst hins vegar fyrir fjórum árum þegar yfirvöld ákváðu að enska yrði skyldufag í skólum strax í þriðja bekk. Tungan ekki of stutt Margir læknar gagnrýna aðgerð- irnar og þvertaka fyrir að tungan í Kóreubúum sé of stutt eða ekki nógu sveigjanleg til að þeir geti tal- að ensku án hreims. Þeir benda í því sambandi á þúsundir Kóreubúa sem aldir eru upp í Bandaríkjunum og tala fullkomna ensku án þess að hafa farið í aðgerð. Þeir segja æf- ingu vera lykilatriði ekki skurð- aðgerð. „Að láta heilbrigðan krakka fara í skurðaðgerð svo hann fái góðan framburð í ensku er út í hött,“ segir Park Bom-chung lækn- ir á sjúkrahúsi í Seoul. „Ensku-æðið“ hefur meira að segja orðið til þess að ný orð hafa sprottið upp á kóreskri tungu. Þannig er orðið „gæsapabbi“ nú notað yfir feður sem fljúga reglu- lega til Bandaríkjanna til að hitta börnin sín sem eru látin alast þar upp eingöngu í þeim tilgangi að þau verði góð í ensku. Skurðaðgerðir til að ná betri framburði AP Enskukennsla fyrir börn á leikskólaaldri er afar vinsæl hjá suður- kóreskum foreldrum um þessar mundir. Bandaríkjamaðurinn Richard Pannier kennir börnum á leikskólaaldri ensku í einkaskóla í Seoul. S-Kóreumenn ganga langt til tryggja að börnin læri ensku Seoul. AP. ’ Í myndinni vildiég sýna hvernig samfélag okkar treð- ur á mannréttindum barnanna okkar undir því yfirskini að þarna sé framtíð þeirra höfð í huga. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.