Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ostar í nánast öllum tilvikum dýrari hér en í fjórum viðmiðunarlöndum Verðmunurinn yfir- leitt á bilinu 100–200% OSTUR er nánast í öllum tilvikum dýrastur hér á landi að því er fram kemur í könnun Neytendasamtak- anna á verði á ostum í fimm lönd- um í nýliðnum nóvember og des- ember. Ríkin sem um ræðir eru auk Íslands, Danmörk, Holland, Belgía og Frakkland. Annars veg- ar var borið saman verð á algeng- um ostum innan fjögurra flokka og oftast var um að ræða innlenda osta í hverju landi, fastir ostar með skorpu, fastir ostar án skorpu, blá- mygluostur og hvítmygluostur. Hins vegar var kannað verð á er- lendum ostum sem fluttir eru inn og seldir hér á landi. Í öllum til- vikum reyndist verð hæst hér á landi þegar borið var saman verð á algengum ostum í hverju landi. Mestu munar á hvítmygluostinum, en kílóið af honum var lægst í Hol- landi á 318 krónur en hér kostaði kílóið 1.497 krónur sem er 371% hærra verð. Blámygluosturinn var 207% dýrari hér en í Danmörku. Skorpulausi osturinn er 153% dýr- ari hér en í Hollandi, en Neytenda- samtökin segja að samt hafi verið um að ræða gouda-ost á tilboðs- verði hér. Þá var kannað verð á 38 mismunandi tegundum osta sem fluttar eru inn. Í 33 tilvikum var hæsta verð hér á landi, í fjórum til- vikum var hæsta verðið í Dan- mörku og í einu tilviki var jafnhátt verð hér og í Danmörku. Rúmlega 400% verðmunur Algengast er að osturinn sé 100– 200% dýrari hér en í ódýrasta við- miðunarlandinu. Þó eru tvö dæmi þar sem osturinn er rúmlega 400% dýrari hér en í ódýrasta viðmið- unarlandinu, franskur Saint Nect- arie ostur er 437% dýrari hér en í Frakklandi og danskur Fløde- Havarti sem er 417% dýrari hér en í Danmörku. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að sá mikli munur sem birtist í verð- könnun samtakanna á ostum komi sér síst á óvart. „Þetta er staðfest- ing á því sem áður hefur komið í ljós. Það er sama hvort við berum saman verð á ódýrum tegundum innan ákveðinna flokka þar sem kemur fram mikill verðmunur, sér- staklega á sérostunum, og síðan á ostum sem verið er að flytja inn. Sá verðmunur sem þar er oft á tíð- um er gersamlega út í hött og jafn- vel ofurtollar skýra ekki þennan mikla verðmun,“ segir Jóhannes. „Ég ítreka fyrri sjónarmið Neytendasamtakanna um að það eigi að auka samkeppni í ostum. Núna liggur fyrir að við höfum nánast bara eitt mjólkursamlag þannig að það er ekki samkeppni fyrir að fara hér innanlands og þá verður að tryggja eðlilega sam- keppni á þessu sviði. Ég hef ekkert á móti því miðað við smæð mark- aðarins að innlendir aðilar styrki sína stöðu, til að mynda með sam- einingum, en þegar þetta er komið svo langt að við getum nánast bara talað um eitt mjólkursamlag þá verður að tryggja neytendur með samkeppni erlendis frá, það er ekki hægt neitt annað. Tollkvótar verði afnumdir og innflutningur gefinn frjáls [...]Við leysum þetta bara til frambúðar með því að afnema toll- kvóta og gefa innflutning frjálsan. [...]Ég fellst á að það verði ákveð- inn aðlögunartími veittur en krafa okkar er að jafnvel lágmarkstollar verði lækkaðir því þeir veita það mikla vernd innlendri framleiðslu að það ýtir ekki undir neina sam- keppni,“ segir Jóhannes. Morgunblaðið hafði samband við Osta- og smjörsöluna, Samtök af- urðastöðva í mjólkuriðnaði og Verðlagsnefnd búvara en þessir aðilar sögðust vilja gefa sér tíma til þess að fara yfir forsendur og útreikninga í könnun Neytenda- samtakanna og vildu að svo stöddu ekki tjá sig um niðurstöður henn- ar.                                                                               !    "    #     $         TVEIR karlmenn frömdu vopnað bankarán í útibúi SPRON í Hátúni skömmu fyrir hádegi í gær og höfðu á brott með sér ótilgreinda peninga- fjárhæð. Þeir ruddust með offorsi inn í bankann og sýndu mjög ógnandi framkomu í garð starfsfólks. Brutu þeir rúðu í gjaldkerastúku og höfðu í hótunum áður en þeir fengu peninga afhenta. Annar ræningjanna fór inn fyrir afgreiðsluborð og tók peninga sem komið var fyrir í tösku þeirra. Að því loknu flúðu þeir af vettvangi, ann- ar þeirra á reiðhjóli en hinn á harða- hlaupum eftir að hafa skilið hjól sitt eftir. Ekki er ljóst hvaðan þeir komu en slóð þeirra var rakin í vesturátt frá bankanum. Svo virðist sem sá á reið- hjólinu hafi gefist upp á hjólreiðunum á gatnamótum Höfðatúns og Skúla- götu því þar fannst hjólið sem var stolið. Slóðin var næst rakin upp í Mjölnisholt og týndist þar. Á leiðinni fundust sönnunargögn sem lögreglan tók í vörslu sína. Huldu andlit sín með hettu og nælonsokk Ræningjarnir voru dökkklæddir og með andlit sín hulin við ránið. Ann- ar notaði hettu en hinn nælonsokk. Við rannsókn málsins fannst barefli sem notað var í ráninu og einnig hníf- ur, en slíku vopni var ekki beitt við sjálft ránið og ekki upplýst hvort hann tilheyri ræningjunum. Mennirnir eru grannvaxnir og taldir vera á þrítugsaldri. Bankanum var lokað í kjölfar ráns- ins þegar rannsókn hófst. Ránið í gær er fyrsta bankarán ársins en fylgir gríðarlegri hrinu bankarána sem framin hafa verið síð- astliðna 10 mánuði. Búið er að dæma fyrir tvö rán af átta þar sem 19 ára piltur fékk eins árs fangelsi. Lögreglan í Reykjavík biður alla þá sem gætu veitt upplýsingar um ránið í gær að hafa samband. Enn eitt bankaránið framið af ungum mönnum í SPRON í Hátúni Sýndu mjög ógnandi fram- komu í garð starfsfólksins Morgunblaðið/Júlíus Lögreglumenn fundu nælonsokk í Ásholti sem grunur leikur á um að annar ræninginn hafi notað sem andlitsgrímu við ránið í SPRON í gærdag.  Bankaránið tilkynnt kl. 11.19 í gær.  Ræningjarnir flýja með peninga í vesturátt.  Barefli finnst í porti við Lauga- veg.  Stolið reiðhjól finnst við Höfða- tún/Skúlagötu.  Nælonsokkur finnst við Ásholt/ Laugaveg.  Slóðin rakin upp í Mjölnisholt og týnist þar. Atburðarásin HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra hélt í gær upp að Kára- hnjúkum þar sem hann fylgdist með framkvæmdum og heilsaði upp á starfsmenn og yfirmenn ítalska verktakans Impregilo. Hall- dór var þar á ferð ásamt eiginkonu sinni og vinafólki í fylgd Hrannar Hjálmarsdóttur, kynningarfulltrúa Landsvirkjunar við Kárahnjúka- virkjun. Veður eystra var nokkuð hráslagalegt, þoka og snjómugga. Þetta er fyrsta för Halldórs að Kárahnjúkum frá því framkvæmd- ir hófust en hann stefnir á að heim- sækja svæðið að nýju næsta sumar. „Þetta eru í einu orði sagt stór- kostlegar framkvæmdir og þetta gengur mjög vel. Allt það rask sem orðið hefur á svæðinu hefur þegar orðið. Það sem eftir er er allt meira og minna neðanjarðar. Að vísu á eftir að byggja stífluna en undir- staðan undir hana er að miklu leyti komin. Þannig að þetta mun að mínu mati falla afskaplega vel að svæðinu og landslaginu og það er alveg ljóst að hérna opnast stór- kostlegir möguleikar í sambandi við ferðamál,“ sagði Halldór. Ræddi við starfsmenn og skoðaði Hafrahvammagljúfur Halldór fór m.a. niður í Hafra- hvammagljúfur og skoðaði byrjun- arframkvæmdir við stífluna. Þá hitti hann fjölmarga starfsmenn á svæðinu, trúnaðarmann verkalýðs- hreyfingarinnar og yfirmenn Imp- regilo. Halldór segir eðlilegt að ýmsir byrjunarörðugleikar komi upp þegar framkvæmd af þessari stærðargráðu sé annars vegar. „En það er búið að koma þessu mjög vel fyrir og nú eru að störfum hér á svæðinu yfir þúsund manns. Þann- ig að mér finnst þetta hafa tekist allt saman mjög vel. Ég fékk þær upplýsingar að samskiptin gengju vel. Við verðum að hafa í huga að hér er komið al- þjóðlegt samfélag. Ég fékk þær upplýsingar að þarna væri fólk af 26 þjóðernum þannig að það er eðlilegt að þar séu einhver úrlausn- arefni á hverjum degi alveg eins og í þúsund manna byggðarlögum í landinu.“ Halldór segist hafa langað að koma að Kárahnjúkum þegar framkvæmdir væru vel á veg komnar. „Þetta er mál sem hefur verið rætt mikið í mínu starfi og inni á mínu heimili þannig að það var fyr- ir okkur hjónin afskaplega skemmtilegt og ánægjulegt að eyða deginum þarna. Og ég held að þetta sé með því ánægjulegra sem við höfum upplifað,“ sagði ráð- herra. Morgunblaðið/Steinunn Ásmunds Halldór Ásgrímsson og Sigurjóna kona hans skoða líkan af Kára- hnjúkasvæðinu. „Stórkost- legar fram- kvæmdir“ Utanríkisráðherra heimsótti Kára- hnjúka í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.