Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 70
ÍÞRÓTTIR 70 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Ísland - Sviss 25:32 Varmá í Mosfellsbæ, vináttulandsleikur, föstudagur 9. janúar 2004. Gangur leiksins: 1:0, 1:3, 3:4, 4:5, 4:8, 7:9, 9:10, 9:14, 11:16, 11:20, 12:20, 14:22, 16:23, 18:24, 20:27. 24:28, 24:21, 25:32. Mörk Íslands: Jaliesky Garcia 5, Ólafur Stefánsson 5/2, Gylfi Gylfason 4, Róbert Sighvatsson 3, Guðjón Valur Sigurðsson 2, Sigfús Sigurðsson 2, Rúnar Sigtryggsson 2, Ragnar Óskarsson 1, Snorri Steinn Guð- jónsson 1. Einnig léku; Einar Örn Jónsson, Heiðmar Felixson, Ásgeir Örn Hallgríms- son og Logi Geirsson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 9/1 (þaraf 2 til mótherja). Reynir Þór Reyn- isson 12 (þaraf 4 til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Sviss: Robert Kostadinovich 11/3, Thomas Gautschi 5, Carlos Lima 4, Thomas Furer 4, Ivan Ursic 4, Marco Kurth 3, Pascal Stauber 1. Varin skot: Antoine Ebinger 25/1 (þaraf 7 til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur, þaraf fékk Martin Stettler rautt spjald við þriðju brottvísun á 50. mínútu. Dómarar: Antonio Goulao og José Macau frá Portúgal. Áhorfendur: 700. Sex þjóða mót í Rússlandi A-RIÐILL: Þýskaland - Frakkland .........................21:29 Frakkland 4 stig, Þýskaland 0, Egyptal. 0. Fjögurra þjóða mót á Spáni Ungverjaland - Úkraína .......................28:29 Spánn - Pólland .....................................31:30 Undankeppni HM karla 5. riðill: Austurríki - Ítalía ..................................24:23 6. riðill: Finnland - Belgía...................................25:24 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Stjarnan - ÍG........................................109:69 Ármann/Þróttur - Selfoss.....................81:57 Þór A. - Skallagrímur............................80:86 Staðan: Skallagrímur 11 10 1 1025:868 20 Fjölnir 10 8 2 889:750 16 Valur 10 8 2 867:821 16 Stjarnan 11 6 5 903:858 12 Ármann/Þróttur 11 6 5 907:828 12 ÍS 10 5 5 807:820 10 Þór A. 11 4 7 919:978 8 ÍG 11 3 8 883:997 6 Selfoss 11 2 9 883:1014 4 Höttur 10 1 9 706:855 2 NBA-deild Leikir í fyrrinótt: Houston - New York ...........................111:79 Minnesota - Portland ............................96:75 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmótið Leiknir - Þróttur.......................................1:1 Kjartan Örn Þórðarson - Hjálmar Þórar- insson. ÍR - Valur...................................................0:2 Baldur Aðalsteinsson, Sigurbjörn Hreið- arsson (vsp.) England 1. deild: WBA - Walsall ...........................................2:0 Jason Koumas 62., Horsfield 72. Staða efstu liða: Norwich 26 15 7 4 41:21 52 WBA 27 14 8 5 38:22 50 Sheff. Utd 25 13 6 6 39:27 45 Sunderland 26 12 8 6 34:22 44 Ipswich 26 12 6 8 46:38 42 Wigan 26 11 9 6 35:28 42 West Ham 26 10 11 5 36:23 41 Preston 26 11 7 8 39:30 40 Reading 26 11 5 10 30:33 38 Frakkland Mónakó - Lyon ..........................................3:0 HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Landsleikur karla: Laugardalshöll: Ísland - Sviss..............16.30 1. deild kvenna, RE/MAX-deildin: Laugardalsh.: Valur - Víkingur ................14 KA-heimili: KA/Þór - FH ..........................16 Sunnudagur: Landsleikur karla: Laugardalshöll: Ísland - Sviss..............19.30 1. deild kvenna: Ásvellir: Haukar - Stjarnan.......................20 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: Stjörnuleikur KKÍ verður háður í Selja- skóla kl. 16. 1. deild karla: Grafarvogur: Fjölnir - ÍS...........................18 Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, 8-liða úr- slit kvenna: Akureyri: Þór - Keflavík.......................13.30 Sunnudagur: 1. deild kvenna: Grindavík: UMFG - UMFN.................17.15 UM HELGINA ÞAÐ er ekki rétt að ég og Íþróttafélag stúdenta hafi svikið heið- ursmannasamkomulag við kvennalið Keflavíkur í körfuknattleik. Vissulega stakk ég upp á því við Hrannar Hólm, formann Kefla- víkur, að liðin myndu ekki fá sér útlending á leiktíðinni. Það gerði ég 11. desember en við fengum engin svör á næstu dögum eins og við bjuggumst við og töldum að ekkert yrði úr þessu. Hinn 20. des- ember hitti ég Hrannar á ný fyrir tilviljun. Þar tjáði Hrannar mér að þeir væru tilbúnir að ganga að samkomulaginu. Ég svaraði því að svarið kæmi of seint og sagði að við ætluðum að verja hags- muni okkar með því að fá Meadow Overstreet til liðs við okkur í einn leik. Og á sama tíma vissum við ekki hvað Keflavíkurliðið hefði í hyggju,“ segir Ívar Ásgrímsson, þjálfari 1. deildarliðs ÍS. Ívar er ósáttur við orð Hrannars Hólm í Morgunblaðinu í gær þar sem hann er sagður hafa rofið munnlegt samkomulag við Keflavík. „Það var aldrei gert neitt samkomulag, ég ræddi við Hrannar, fékk jákvæð viðbrögð en engin svör. Þannig að ekkert samkomulag var gert. Að auki finnst mér það ekki skipta máli hvort ég sé landsliðsþjálfari kvenna eður ei,“ sagði Ívar. „ÍS gerði ekkert sam- komulag við Keflavík“ SIGURÐUR Bjarnason, þjálfari og leikmaður Stjörnunnar, var einn þeirra manna sem þýska handknattleiksliðið hafði undir smá- sjánni þegar það leitaði að nýjum þjálfara fyr- ir liðið. Með Wetzlar leika tveir Íslendingar, Gunnar Berg Viktorsson og Róbert Sig- hvatsson, en Sigurður lék með liðinu um ára- bil, allt þar til sl. vor. Sigurður gat sér gott orð hjá félaginu og því var hann einn þeirra sem voru á óskalista forráðamanna Wetzlar þegar þeir leituðu að eftirmanni Velimir Petkovic, sem hættir hjá félaginu í sumar og tekur við þjálfun Göppingen. Svo fór hins veg- ar í gær að Holger Schneider, þjálfari Post Schwerin, var ráðinn til Wetzlar frá og með 1. júlí nk. Sigurður var undir smásjánni hjá Wetzlar Blábyrjunin var svo sem nógugóð, mark strax eftir 15 sek- úndur eftir laglega sókn, Sigfús Sig- urðsson af línunni eftir laglega fléttu. En síðan voru sögu- lok hjá íslenska lið- inu, það hafði ekki fleiri svör á reiðum höndum. Sviss- neska liðið tók öll völd á vellinum í sínar hendur og hafi einhver haldið að það væri auðveld bráð, þá fékk sá hinn sami að kynnast því að það var hrapallegur misskilningur. Varnar- leikur íslenska liðsins var slakur, hjarta varnarinnar var opið, menn hægir í stöðum sínum sem gerði að verkum að leikmenn svissneska liðs- ins fengu mikið rými til að athafna sig. Allt „flot“ vantaði í sóknarleik- inn, þ.e. boltinn gekk illa á milli manna og fyrsta tækifæri sem gafst á markskoti var nýtt, sóknarleikur- inn var að mörgu leyti fyrirséður og staður. Lykilmenn í sókninni eins og Patrekur Jóhannesson og Ólafur Stefánsson virtust miður sín og ekki með á nótunum. Jaliesky Garcia, var aldrei nein ógn, vörn Sviss hafði öll tromp á hendi gegn honum og þá ekki síður markvörðurinn sem átti frábæran leik, Antoine Ebinger, hann las skot Garcia sem opna bók og líkt var á komið með skot Patreks og Ólafs. Svissnesku varnarmenn- irnir„klipptu“ Guðjón Val Sigurðs- son út í vinstra horninu og Einar Örn Jónsson var ekki nema skugg- inn af sjálfum sér í hægra horninu enda fékk hann t.d. engan stuðning frá Ólafi. Svissneska liðið var einu til fimm mörkum yfir allan fyrri hálfleikinn og ljóst að ef Guðmundur Hrafn- kelsson hefði ekki varið nokkur skot undir lok hálfleiksins hefði munur- inn verið meiri en fimm mörk í hálf- leik, 16:11. Hafi íslenska landsliðið leikið illa í fyrri hálfleik var upphaf síðari hálf- leiks enn þá verra. Hver endaleysan rak aðra í sókn íslenska liðsins og svissneska liðið þakkaði pent fyrir sig og náði níu marka forskoti, 20:11. Nokkrar breytingar á íslenska liðinu skiluðu ekki tilætluðum árangri og það var ekki fyrr en eftir um tíu mínútna leik í síðari hálfleik þegar íslenska liðið breytti varnarleik sín- um úr 6/0 í 5 +1 að Eyjólfur hresst- ist. Um leið fékk íslenska liðið hraðaupphlaup sem aldrei þessu vant tókst að nýta, ekki síst fyrir góða nýtingu Gylfa Gylfasonar. Á tíu mínútna kafla í hálfleiknum var sem íslenska liðið rumskaði þar sem það „svaf“ yfir prófinu. Því tókst að minnka muninn í nokkur skipti nið- ur í fjögur mörk og átti góða mögu- leika á að minnka forskot Sviss nið- ur í þrjú mörk, en allt kom fyrir. Aftur sótti í sama farið, far einbeit- ingarleysis og fljótfærni. Þá var ekki að sökum að spyrja og munurinn jókst á nýjan leik, engu breytti þótt Reynir Þór Reynisson sýndi ágæta frammistöðu í markinu eftir að hafa verið daufur framan af með hripleka vörn fyrir framan sig. Svissneska liðið er skemmtilegt, að flestu leyti skemmtilegra en það hefur verið undanfarin ár þótt heil- inn á bak við leik þess sé sem fyrr hinn þrautreyndi Robert Kostadino- vic. Línu- og hornamenn liðsins eru góðir og þá hefur það á að skipa at- hyglisverðum skyttum, einkum Thomas Gautschi, sem lék í treyju númer 18 í gær. Síðastan en ekki sístan ber að nefna markvörðinn Ebinger. Hann reyndist áhuga- minnstu leikmönnum íslenska liðs- ins einkar óþægur ljár í þúfu og varði alls 25 skot, þar af 17 í fyrri hálfleik. Fyrr í þessum pistli hefur verið greint frá frammistöðu nokkurra leikmanna íslenska liðsins sem voru fjarri sínu besta að þessu sinni. Ljósu punktarnir voru fáir en þó rétt að nefna þá, Gylfi sýndi að hann á fullt erindi með landsliðinu til Slóveníu. Róbert Sighvatsson var ágætur og þá áttu Ragnar Óskars- son og Snorri Guðjónsson lipurlega spretti, en tókst ekki með þeim að vekja risana í íslenska liðinu. Þá er rétt að nefna markverðina, Guð- mund og Reyni, sem skiptu leiknum á milli sín. Þrátt fyrri að ekki færi mikið fyrir þeim þá vörðu þeir sam- tals 21 skot og ef frammistaða þeirra væri stærsta vandamál Guð- mundar Guðmundssonar eftir þenn- an leik þá gæti hann sofið vært fram að fyrsta leik á Evrópumeistara- mótinu. Fall á fyrsta skyndiprófi ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik féll í gærkvöldi algjörlega á fyrsta skyndiprófinu sem það gekkst undir áður en kemur að alvöru prófunum þegar Evrópumótið hefst í Slóveníu eftir tæpar tvær vik- ur. Þunglamalegt, baráttulítið og einbeitingarlaust íslenskt landslið lét óvenju léttleikandi svissneskt landslið taka sig í karphúsið að Varmá, lokatölur, 32:25, eftir að staðan var 16:11, Sviss í vil í hálf- leik. Sé tekið mið af þessum leik er ærið verkefni fyrir höndum hjá íslenska landsliðinu áður en það stígur fram á sviðið í Celje í Slóv- eníu 22. janúar nk. Ívar Benediktsson skrifar   ()!#*+$ ,!)-./+$ (0(-1123(-1 +) 4)( 4$5 .&  / 6 7 ' 8 & 9 % & % : ; 7 ' .&  / 6  " /8   8: ': ;& 77  2  2 33# ! ! ./   8: ;9 ;; ;< #3()= >5##         ÚRSLIT Reynir Þór taldi Sviss standasig ágætlega en Ísland ekki. „Við vorum ekki með neinar upp- lýsingar um sviss- neska liðið og renndum blint í sjóinn. Þeir komu okkur samt ekki á óvart, það sem kom mér mest á óvart var okkar eigin frammistaða, hvernig við mættum í leikinn og stóðum okkur, þar gerðum við ekki vel og þurfum nú rækilega að hysja upp um okkur buxurnar og koma grimmir í næsta leik,“ bætti markvörðurinn við en sá samt ljós- an punkt. „Svona flenging er ekki góð en gæti orðið til góðs og sann- arlega betra að vera flengdur hérna en í Svíþjóð.“ Óðagotið óþarflega mikið „Óðagotið var óþarflega mikið og staða okkar versnaði sífellt, oft- ast eftir auðveld hraðaupphlaup Sviss,“ sagði Guðjón Valur Sig- urðsson, sem átti ágæta spretti en fór illa með tvö hraðaupphlaup. „Við getum sagt að við höfum sjálfir slegið okkur útaf laginu í byrjun. Við tókum áhættuna of fljótt sem færði Sviss mörk eftir hraðahlaup á meðan við skorum ekki úr okkar. Það var allt lélegt í þessum leik. Það kom fyrir að vörnin virtist vera að ganga en þegar það var að koma leikleysa á Svisslendinga fáum við á okkur klaufamark. Við töpum þessum leik eftir hörmulegan sóknarleik í fyrri hálfleik og fáum í kjölfarið á okkur hraðaupphlaup svo að við lendum of mikið undir,“ bætti Guðjón Valur við og taldi þetta af þessum dögum. „Ég held að við höfum samt ekki verið of þungir og þreyttir, ef það er ástæðan, hvernig verða þá næstu leikir? Við höfum æft vel en það koma svona leikir hjá öllum liðum. Skellurinn var sannarlega slæmur en lið sýnir úr hverju það er gert eftir svona skelli og það ætlum við að gera.“ Vantaði allan ferskleika „ÞETTA var skelfilega slæmt, menn voru þungir og það vantaði all- an ferskleika í mannskapinn,“ sagði Reynir Þór Reynisson sem stóð vaktina í íslenska markinu eftir hlé. „Margir eru að koma úr mis- munandi umhverfi og ég veit ekki hvernig bakgrunnurinn er þar, hvort það sé ástæðan fyrir þreytu, en við verðum að setjast niður og fara yfir þetta. Það voru einhverjar áherslubreytingar í sókn og vörn ásamt einhverjum breytingum á kerfum en ekki neinar sérstaklega miklar.“ Stefán Stefánsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.