Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 37
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 37
skiptilykill, slípirokkur, rörtöng, hamar, hjólsög, stingsög, járnsög…
minni jólagjöfina í ár, rennibekk upp
á eina milljón. Hún talaði ekki við
mig í fjóra daga enda hefur hún eng-
an áhuga á þessum tækjum. Einu
sinni gaf ég henni svo útskurðarvél,
sem eitthvað lítið hefur verið notuð.“
Þetta fikt, eins og Pétur kallar
þetta áhugamál sitt, hefur fylgt hon-
um alla tíð. „Maður verður að hafa
að einhverju að hverfa þegar atvinn-
an hverfur því það er alkunna að
fyrirtækin í landinu vilja losa sig við
gamla liðið og yngja í staðinn upp
hjá sér. Þá verður gott að geta hall-
að sé að einhverju, sem maður getur
dúllast í.“
Þegar Pétur er spurður hvort
verkfærasöfnunin sé ekki dýrt
sport, svarar hann því til að hann
hugsi ekkert um það á meðan hann
hafi ánægju af. „En á meðan safnar
maður hvorki peningum né
hlutabréfum. Ég hef hinsvegar
aldrei vanið mig á að eyða peningum
í tóbak eða áfengi um ævina þó kon-
an mín hafi stundum óskað þess að
til væri meðferð fyrir verk-
færasjúka. Verkfærin koma sér
vissulega vel þegar á þarf að halda.
Áhugamál mannfólksins liggja víða
og margt er ruglið enda væri ekkert
gaman að lifa ef allir væru eins.“
Pétur Breiðfjörð Indriðason, 56 ára Seltirningur
Morgunblaðið/Eggert
Eiginkonan fékk
rennibekk í jólagjöf
tækjaóðir, en auk þess að ræða það
áhugamál sérstaklega, tökum við á
þeim þjóðfélagsmálum, sem efst eru
á baugi á hverjum tíma. Í
hópnum er líka Þórður
Óskarsson, vinnusálfræð-
ingur, sem er hámennt-
aður frá Ameríku og rekur
eigið ráðgjafafyrirtæki. Gott er
að hafa sálfræðing í hópnum.
Hann kaupir líka alltaf nýtt verk-
færi handa mér þegar hann fer til
Ameríku og færir mér þegar hann
kemur heim, reynir þá gjarnan að
velja eitthvað, sem ekki fæst hér á
landi.
Fjögurra daga þögn
Pétur segist eiga flest öll tæki,
sem hugsast geti, svo sem renni-
bekki, bori, fræsara, stærstu gerð af
trésmíðavél, þriggja tonna bílalyftu
og handverkfæri af öllum gerðum og
stærðum svo eitthvað sé nefnt, en
sjálfur segist hann aðallega leggja
stund á trésmíði og bílaviðgerðir.
„Ég gaf meira að segja konunni
Jú, það er rétt, ég hlýt að gang-ast við eigin verkfæradellu.Þetta er eins og hvert
annað áhugamál. Sumir safna
frímerkjum og aðrir postulíni,
sem ekki má nota. Ég safna
verkfærum, sem bæði eru
notuð og lánuð, jafnvel svo árum
skiptir, en sum verkfærin hafa
óneitanlega aldrei verið notuð,“
segir Pétur Breiðfjörð Indr-
iðason, 56 ára kranamaður hjá
Eimskip, sem býr á Valhúsa-
braut á Seltjarnarnesi.
Bílskúrinn hans er mjög
rúmur, um 90 fermetrar að
stærð. Hann tekur með
góðu móti fjóra bíla, en nú
er aðeins rými fyrir einn
og hálfan bíl í skúrnum þar
sem tæki og tól Péturs eru
nú óðum að yfirtaka allt rýmið. „Ég
tók meira að segja sólstofu eig-
inkonunnar undir verkfæri, en
ákvað svo í staðinn að smíða fyrir
hana nýja garðstofu. Þá léttist brún-
in á minni.“
Bílskúrinn hans Péturs er eins og
félagsheimili enda er hann sjaldnast
þar einn að gaufast. Margir vinir og
kunningjar þurfa að fá afnot af verk-
færa- og vélasafninu og svo býður
Sigurveig Árnadóttir, eiginkona
Péturs, félögunum gjarnan upp á
kaffi og vöfflur, en hún er starfandi
dagmóðir og ræstitæknir. Þegar
Pétur er spurður hvort svona bíl-
skúrskarl fái nokkuð greitt fyrir
greiðan, svarar hann því til að pen-
ingar séu ekki allt, alltaf komi greiði
í stað greiða.
„Við erum nokkrir fyrrverandi og
núverandi starfsmenn Eimskips í
viðhalds- og tækjageiranum, um tíu
karlar, sem höfum haldið dálítið
saman og höfum við m.a. undanfarin
fimm ár fengið okkur morgunkaffi
saman á sunnudagsmorgnum á Um-
ferðarmiðstöðinni. Við erum flestir
Fyrir flottar konur
Bankastræti 11 • sími 551 3930
Laugavegi 54,
sími 552 5201
Útsala
stærðir 36-46
Árshátíðarkjólar
Nýju hvítlaukstöflurnar frá Heilsu eru með
þeim sterkustu sem fáanlegar eru hérlendis.
Hvítlaukstöflur úr ferskum hvítlauk er þeim mun
virkari sem þær innihalda meira af virka efninu
allicin. Bestur árangur í rannsóknum hefur náðst
með töflum sem innihalda yfir 3,6 mg af allicin.
Því ákváðum við að nýju hvítlaukstöflurnar frá
Heilsu skyldu innihalda 4 mg af allicin í hverri töflu.
Engu að síður er þessar nýju töflur lyktarlausar.
Nánari upplýsingar má finna í Nýju íslensku lyfjabókinni (Lyfjabókaútgáfan),
Bætiefnabókin (Mál og menning) og á www.heilsa.is/bætiefni
ÖFLUGAR HVÍTLAUKSTÖFLUR
Morgunblaðið 04.01 2004
K
R
A
F
T
A
V
E
R
K