Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ „ÍSLENSKIR tónlistarmenn eru á meðal þeirra bestu í heimi, leika með rómuðum sveitum og hafa meira að segja áhrif á popptónlist- ina. Íslenskir rithöfundar er lesnir um allan heim. En meðal myndlist- armanna standa þessir afkomendur víkinganna ekki í fremstu röð. Á þessu eru þó undantekningar: Thorlákur Morthens, sem um árabil hefur sýnt í Evrópu og Bandaríkj- unum og hefur eignast kaup- endahóp,“ segir í grein í nýjasta hefti hins víðlesna þýska tímrits Der Spiegel. Þar er rakið að Tolli hafi unnið sem sjómaður og tónlistarmaður áður en hann lagði stund á mynd- listarnám í Reykjavík og Berlín. „Hann málar eins og Íslendingar semja tónlist: villt og kröftuglega. Ísland Tolla er æpandi landslag úr rauðu hrauni, bláu vatni og gulu sólskini. Mislitur heimur sem bíður eftir að kraftar náttúrunnar leysist úr læðingi. Og nú er komin út bók eftir Tolla: Kalligraphie der Land- schaft (fagurfræði landslagsins). Þessum áhrifaríku myndum fylgir texti á þýsku, ensku og frönsku, sem íslenski jarð- og veðurfræðing- urinn Ari Trausti Guðmundsson hefur samið,“ segir í grein Der Spiegel. Der Spiegel fjallar um Tolla Mynd Tolla, Tvíburar (2003). Villtur og kröftugur málari KVIKMYNDIN Kaldaljós eftir Hilmar Oddsson hefur fengið prýðis viðtökur, en hún er byggð á sam- nefndri skáldsögu Vigdísar Gríms- dóttur. Fjallar hún um Grím nokkurn Hermundsson, myndlistarnema sem varð fyrir voveiflegri reynslu í bernsku er fjölskylda hans lét lífið í snjóflóði. Myndin gerist á tveimur tímaskeiðum; annars vegar er lýst líf- inu í litla sjávarplássinu áður en snjó- flóðið fellur, en hins vegar er Grímur orðinn fullorðinn og á í ástarsambandi við kennara sinn. Atburðir fortíðarinn- ar stjórna því hvernig hann hegðar sér sem fullorðinn; hann er svo heltekinn af missi sínum að það stendur honum verulega fyrir þrifum. Kallar það á uppgjör sem ekki verður tíundað nán- ar hér. Tónlistin í myndinni er eftir Hjálm- ar H. Ragnarsson og er hún nú komin út á geisladiski. Hún er fallega flutt af London Session Orchestra undir stjórn Nicks Ingmans, upptakan er framúrskarandi og öll vinnsla eins og hún á að vera. Tónlistin er ákaflega að- gengileg og að mörgu leyti vel heppn- uð. Hjálmar notar mikið píanó og beit- ir napurlegum fimmundahljómum til að skapa einmanalega stemningu, en þannig tekst honum að undirstrika sálarkvalir Gríms. Er það yfirleitt verulega sannfærandi og fellur hag- anlega að atburðarásinni. Eins og leik- stjóri myndarinnar segir í bæklingn- um sem fylgir geisladiskinum tekur tónlistin „við þar sem orðin enda“ og myndin hverfur í myrkur. Hún ómar í huganum og kallar söguna til lífs á ný. Efniviður Hjálmars er aðeins fáein stefbrot sem hann vinnur úr á ýmsa vegu eftir því sem er að gerast í mynd- inni hverju sinni. Sumt er afar áheyri- legt, og oft tekst Hjálmari að magna upp andrúmsloft myndarinnar með einföldum hendingum og löngum liggjandi tónum. Hins vegar er spurn- ing hvort tónlistin sé ofnotuð eða ekki; hugsanlega hefði farið betur á að hafa bara þögn hér og þar. Í ástarsenunni fer Hjálmar yfir strikið, þar er tónlist- in svo sykursæt að útkoman er bein- línis væmin og er atriðið fyrir vikið hroðalega klisjukennt. Þar sem tónlistin byggist svo mikið á sama efniviðnum jaðrar við að hún virki einsleit, sérstaklega er á líður. Þetta á þó aðeins við um sjálfan geisla- diskinn, í myndinni hefur einfalt tón- málið þau áhrif að frásögnin verður fókuseraðri en ella, og þá er auðvitað tilganginum náð. Í heild má því segja að kvimyndatónlist Hjálmars sé, fyrir utan það sem nefnt var hér að ofan, prýðilega heppnuð. TÓNLIST Geisladiskur Tónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson úr kvikmyndinni Kaldaljósi London Session Orchestra, stjórnandi Nick Ingman. KALDALJÓS Þar sem orðin enda Morgunblaðið/Kristinn Hjálmar H. Ragnarsson Jónas Sen ÞÝSKI myndlistarmaðurinn Ingo Fröhlich opnar sýningu sína Strich + Linie / Lína + strik í Galleríi Kling og Bang, Laugavegi 23 kl. 18 í dag. Ingo Fröhlich er fæddur í Nord- horn í Þýskalandi og útskrifaðist frá Wessensee-skólanum í Berlín 2001. Hann er búsettur í Berlín en hefur dvalist hér á landi und- anfarið. Sýning Ingo stendur til 8. febr- úar. Opið fimmtudaga til sunnu- daga kl. 14–18. Ingo Fröhlich vinnur að verki sínu. Þýsk list í Kling og Bang TVÆR einkasýningar verða opnaðar í Galleríi Skugga, Hverfisgötu 39, kl. 17 í dag. Á jarðhæð sýnir Sólveig Birna Stefánsdóttir níu málverk og ber sýningin yfirskriftina „Reið- túr á nykri“ og vísar til huglægs ferðalags um lendur málverks- ins. Sólveig Birna kannar hvern- ig beita má málunartækni og áferð til að túlka ólík skynhrif. Viðfangsefni hennar felst í þeirri spennu sem myndast milli hins tvívíða flatar annars vegar og efniskenndrar áferðarinnar hins vegar. Verkin eru unnin ár- ið 2003 með akrýl á pappír. Sólveig Birna lauk framhalds- námi í fjöltæknideild Kunstaka- demíunnar í Þrándheimi, Nor- egi, árið 1994. Hún hefur unnið verk sín í ýmsa miðla og tekið þátt í alþjóðlegum sýningum. Í kjallara gallerísins opnar Hulda Vilhjálmsdóttir, Húdda, sýninguna „Þegar ég gef þér rit- ið, tek ég mynd af því með gler- myndavélinni“. Um er að ræða málverk, skúlptúr og innsetn- ingu. Sýningin er unnin út frá draumi sem Huldu dreymdi fyr- ir um fjórum árum þar sem hún er stödd í kjallara, djúpt í jörð- inni og grefur upp rit sem hún færir vinkonu sinni, Elísabetu Jökulsdóttur, rithöfundi. Á leið sinni þaðan eignast hún gler- myndavél en hana túlkar Hulda sem tákn fyrir það sem hún sér og það sem býr í minningum hennar. Hulda útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2000 og hefur á undanförnum árum tekið þátt í fjölmörgum sýning- um. Sýningarnar standa til 1. febrúar. Opið kl. 13–17 fimmtu- daga til sunnudaga. Aðgangur er ókeypis. Verk eftir Huldu Vilhjálmsdóttur. Reiðtúr og draumur viðfangsefni lista- manna í Skugga Sparisjóður í 90 ár – Saga Sparisjóðs Mýrasýslu 1913– 2003 er skráð af Snorra Þorsteinssyni. Bókin fjallar um starf sjóðsins í níutíu ár og gerir nokkra grein fyrir þróun í atvinnu- og við- skiptalífi héraðsins á þessu árabili. Stofnun Sparisjóðs Mýrasýslu var ákveðin á aðalfundi sýslunefndar Mýra- sýslu 13. mars 1913 og 1. október sama ár tók sjóðurinn til starfa og veitti fyrsta daginn viðtöku innlögum frá fjórum ein- staklingum, samtals 85 krónum. Sjóð- urinn hafði frá upphafi þá sérstöðu meðal sparisjóða, að sýslusjóður bar ábyrgð á skuldbindingum hans, en ekki hópur ábyrgðarmanna/stofnfjáreigenda. Því var sýslunefnd æðsta yfirvald sjóðsins, mark- aði stefnu, kaus honum stjórn og endur- skoðendur og staðfesti reikninga. Útgefandi er Snorri Þorsteinsson og Sparisjóður Mýrasýslu. Bókin er 213 bls., prentuð í Prentmet ehf. Saga Blikkkóngarnir nefnist ný bók eftir Magnus Mills í íslenskri þýðingu Snæbjörns Arngríms- sonar. Bókin kemur út í Neon-bókaflokki Bjarts. Sögumaður býr í upp- hafi verksins einn í blikkhúsi langt úti á sandauðninni og nýtur þess að hlusta á gnauð vindsins. En þegar Mary Petrie flytur inn og nágrannarnir taka saman föggur sínar og ganga í lið með Michael Hawkins neyðist sögumaður til að endurskoða líf sitt og stöðu í veröldinni. Strætisvagnabílstjórinn Magnus Mills vakti mikla athygli í Bretlandi árið 1998 þegar fyrsta skáldsaga hans, Taumhald á skepnum, var tilnefnd til Booker- og Whit- bread-verðlaunanna. Sú saga koma út í Neon árið 2000 og sama ár heimsótti Mills bókmenntahátíð í Reykjavík. Hann vinnur nú að sínu fimmta ritverki, þar sem hann sækir að nokkru leyti innblástur til Ís- landsferðarinnar. Útgefandi er Bjartur. Bókin er 169 bls., prentuð í Odda. Kápugerð annaðist Ásta S. Guðbjartsdóttir, Verð: 1.880 kr. Skáldsaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.