Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sveinn Hjörleifs-son frá Skálholti í Vestmannaeyjum fæddist þar 1. ágúst 1927. Hann andaðist á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi, við Hringbraut, 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hjörleifur Sveinsson frá Selkoti, Austur- Eyjafjöllum, f. 23. janúar 1901, d. 29. september 1997, og Þóra Arnheiður Þor- bjarnardóttir frá Eskifirði, f. 18. október 1903, d. 6. júlí 1970. Heimili þeirra var í Skál- holti, að Landagötu 22 í Vest- mannaeyjum. Systkini Sveins eru: Anna, f. 31. mars 1929, gift Sig- mundi Lárussyni, Friðrik Ágúst, f. 16. nóvember 1930, kvæntur Önnu Jóhönnu Oddgeirs, Guðbjörg Marta, f. 20 júlí 1932, gift Agli Börn þeirra eru: a) Heiðar, í sam- búð með Karítas Eggertsdóttur, börn; Hlynur Sigurðarson (fóstur- sonur Heiðars) og Rakel; b) Erla, í sambúð með Christian Friðriki Burrell, barn þeirra er Christoph- er Einar Burrell; og c) Björk, í sambúð með Val Adolf Úlfarssyni. 3) Hjörleifur, f. 27. desember 1954, kvæntist Sigríði Lovísu Sigurðar- dóttur, þau skildu, sonur þeirra er Sveinn, dóttir hans og Ársólar Ólafíudóttur er Kamilla María. Seinni kona Hjörleifs var Dagný Magnúsdóttir, þau slitu samvist- um. 4) Ólafur Pétur, f. 31. maí 1958. 5) Kristbjörg, f. 21. maí 1965, gift Pétri Fannari Hreinssyni, f. 23. maí 1965. Börn þeirra eru: Hreinn, Sæþór Ólafur og Aðal- heiður Maggí. Ævistörf Sveins voru sjó- mennska og útgerð. Og með þess- um störfum stundaði hann fjárbú- skap og hrossarækt, sannarlegur útvegsbóndi. Á sjómannadaginn 2002 heiðraði Skipstjóra- og stýri- mannafélagið Verðandi Svein fyr- ir farsæl störf á sjónum. Útför Sveins fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kristjánssyni og Hjör- leifur Þór, f. 7. mars 1940, d. 8. mars 1940. Eiginkona Sveins frá 25. desember 1948 er Aðalheiður Maggí Pétursdóttir frá Ólafsfirði, f. þar 27. september 1930. Börn Sveins og Aðalheiðar eru: 1) Þóra Sigríður, f. 27. september 1948, gift Henry Ágústi Er- lendssyni, f. 15. nóv- ember 1946. Börn þeirra eru: a) Sveinn, kvæntur Fanneyju Herdísi Magnúsdóttur, börn; Sturla Bragason (fóstursonur Sveins) og Ívar; b) Helga Henr- ietta, gift Ólafi Gunnarssyni, börn; Þóra Fríða, Henrietta og Aríanna Ósk; og c) Arnþór, í sambúð með Nancy Lyn Jóhannsdóttur. 2) Þór- ey f. 1. september 1951, gift Einari Sveinbjörnssyni, f. 10. maí 1950. Langt er síðan leiðir skiptust, langt er síðan hryggðartárin féllu af augum þegar þrutu þýð og friðsæl barnaárin. Langt er síðan leiðir mínar, ljúfi faðir, stefndu brautu þaðan, sem ég saklaus felldi sorgartár í gróðrarlautu. Einn þó dagur öðrum fylgi, áfram tíminn þögull streymi, þeirra stund, er þig ég kvaddi þreyttan, hryggan – vart ég gleymi. Síðan yfir saknaðs undir sælugeislar skinið hafa, þó að eftir þinni minning þurfi aldrei djúpt að grafa. Allt, er bjartast á mitt hjarta, eru boð frá þínum ströndum; boð, um hlýrri, betri daga, borin mildum föðurhöndum. Því er von ég þögul mæmi þangað, sem að árin liðu líkust fögrum friðardraumi, fjarri lífsins ströngu iðu. Horfnu árin – ég þó gráti – aldrei fram í tímann snúa, en ég skal til æviloka yndisvonum þínum trúa. Faðir, þó mér fjarlægð hylji friðargeisla augna þinna, ertu samt um allar stundir engill kærleiksdrauma minna. (Úr ljóðum Huldu.) Kveðja til pabba. Óli Pétur. Við Sveinn vorum vinir og ná- grannar frá fyrstu tíð. Í gamla daga á Landagötunni, undirritaður á Lönd- um númer 11 og hann í Skálholti númer 22. Og síðustu tuttugu árin á Höfðaveginum númer 1 og 2. Eins og víða á Landagötunni áttu foreldrar hans kýr og kindur sem sinna þurfti. Sveinn varð strax áhuga- samur og duglegur við búskapinn og fylgdi það honum ævina út að sinna skepnum meira og minna. Ungur að árum fór hann í sveit undir Austur- Eyjafjöll til Skærings Ólafssonar, bónda í Skarðshlíð, og líkaði vel, minntist oft á það. Sveitabúskapurinn var alltaf ofarlega í huga hans. Ævi- starfið á sjónum átti hug hans allan lengst af. Hann var mikill aflamaður og hörkusjómaður og átti farsælan skipstjóraferil. Það var ekki af engu að hann fékk viðurnefnið víkingur á fyrstu árunum til sjós. Fjallamaður með ágætum, að sögn kunnugra, sterkur, snar, léttur og hvetjandi. Strax eftir fermingu fór hann að vinna í fisktökuskipunum sem lestuðu hér ísfisk á Bretland á stríðsárunum. Sautján ára, 1945, fór hann að róa á vetrarvertíð á Leó með Júlíusi Hall- grímssyni og var á ýmsum bátum fyrst háseti og síðar stýrimaður til 1954. Á þessum árum frá 1947 átti Sveinn trilluna Bláskjá, sem hann reri á milli vertíða. Það léku ekki aðr- ir eftir. Bláskjá notaði hann líka í fýla- og svartfuglaferðir og úteyjasnatt. Frá 1954 var hann skipstjóri og út- gerðarmaður á bátum sem allir báru nafnið Kristbjörg. Í fyrstu voru sam- eignarmennirnir fjórir, en frá 1958 átti Sveinn útgerðina einn. Fyrsta Kristbjörgin VE 70 var 15 tonn, næstu keyptu þeir frá Danmörku 1955, hún var 40 tonn. Þriðju Krist- björgina 120 tonn lét hann smíða í Noregi 1960 og þá fjórðu, VE 71 270 tonn, keypti hann frá Ísafirði 1973. Hann gerði báðar þessar síðustu út í nokkur ár áður en hann seldi þær um miðjan áttunda áratuginn. Þá eldri var hann síðar með nokkur haust á síld fyrir þáverandi eigendur. Enginn var þá fljótari en hann að veiða leyfi- legt aflamagn og eins og áður gekk það ljúft fyrir sig. Kappið var alltaf svo mikið og ekki vantaði árveknina og dugnaðinn. Vetrarvertíðina 1965 leigði hann Jón Stefánsson af Einari Sigurðssyni og var sjálfur með hann og gerði að auki Kristbjörgina út. Á síðustu útgerðarárunum og lengur átti hann Kristbjörgu Sveinsdóttur, 11 tonna dekkbát. Frá 1996 reri hann með Hjörleifi syni sínum á trillunni Gými á línu hvert haust fram á vetur að loðnan gekk. Gekk það mjög vel. Oft hringdi hann eftir róður og gaf nákvæma skýrslu, hvar línan var lögð utan í klakka, boða og trintur, tengsli hér og tengsli þar og hvar ástaðan var best hverju sinni. Hann lifði sig svo vel inn í þetta eins og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Hugurinn alltaf á fullu. Hann var ánægður þeg- ar hann var búinn að koma öllum gömlu miðunum inn í GPS-inn og fór þetta allt saman eftir skjánum. Það var ekki nóg með að Kristbjörgin væri með aflahæstu bátum margar vetrar- og sumarvertíðir, heldur gengu oft sögur um mikið líf og fjör þar um borð. Sérstaklega þegar hrekkjalómurinn Jón Berg Halldórs- son var stýrimaður hjá Sveini og aðrir kraftakarlar og grallarar voru þar um borð. Skipstjórinn og útgerðarmað- urinn lét sannarlega ekki á sér standa til þess að krydda tilveruna með uppátækjum og fjöri. Það var því eft- irsótt að vera þarna um borð. Alltaf góð aflavon, sprell og gáski. Þegar Einar á Arnarhóli flutti til Reykjavíkur keypti Sveinn kindurnar hans og var að lífi og sál við fjárbú- skapinn þar til á næstsíðasta ári að hann hætti. Hesta eignaðist hann fyr- ir gos, hætti með þá um tíma en var byrjaður að stússa í hrossarækt aftur. Hann fylgdist vel með að kindurnar og hestarnir væru alltaf í góðum haga og alltaf átti hann nóg af góðum heyj- um. Sennilega hefur enginn einstak- lingur hér á Eyjunni keypt eins mik- inn áburð og Sveinn mörg síðustu ár og sá ekki eftir. Um tíma fyrir nokkr- um árum fékk hann áhuga á kanínum og sinnti þeim þætti í nokkur misseri. Ekki var minni spenningur fyrir þeim en öðru. Við áttum mikil samskipti í sauðfjárræktinni, það var oft gaman. Hann var mikill foringi í hópi kinda- karla og var gott að hafa hann sem slíkan. Úteyjaferðirnar útbjó hann vel og stjórnaði. Hafði allt tilbúið áður en farið var enda alltaf eldsnemma á fótum. Gætti að leiði og ræsti þegar fært var. Frábær stjórnandi við steðj- ann og í smalamennskunni. Hann hafði langa reynslu af úteyjaferðum með fé og við eggjatöku. Í mörg ár eftir að hann hætti að fara í björg fór hann með eggjakörlunum í skerin á vorin, Geirfuglasker, Súlnasker og Geldung. Þeir vildu hafa hann til þess að stjórna þessum ferðum. Þeim fannst hann ómissandi, klár og kunn- ugur. Alla tíð spáði hann mikið í nátt- úruna og var glöggur á hana bæði til sjós og lands. Gæði lands og sjávar vildi hann nýta en ekki glápa á þau eins og bjálfi, það var af og frá. Frá 1986 þegar Heiða veiktist hugsaði hann um hana heima til 1999 þegar hún fór á spítalann. Óli Pétur var þá orðinn einn heima með þeim. Það var aðdáunarvert hvernig hann hugsaði um hana, eldaði og gerði allt sjálfur sem gera þurfti. Eldamennsk- an átti vel við hann, hann hugsaði allt- af og talaði mikið um mat. Eftir slát- urtíð á haustin voru tvær stórar frystikistur fullar af góðmeti. Tunna með söltuðu kindakjöti og önnur með söltuðu hrossakjöti klárar á sínum stað. Saltfiskur, saltaðar gellur og kinnar og saltaður fýll líka á sínum stað. Og stundum ýmislegt fleira sem til féll. Mér er til efs að á nokkru öðru heimili hafi verið allajafnan til jafn- mikill og góður matur og hjá þeim Heiðu og Sveini. Það var ekki margt sem sækja þurfti í verslanir. Allt útbjó hann þetta sjálfur frá fyrstu hendi og naut þess mikið vel. Þetta var svona allan þeirra búskap. Megn- ið af síðasta árinu var víkingnum erf- itt, hann greindist með krabbamein í mars sl. og var oft mikið veikur. En áhuginn á lífinu var á fullu. Hann fylgdist vel með fiskiríinu, hrossunum og meira að segja fáum vikum fyrir andlátið lét hann útvega sér kvígu- kjöt, sem hann ætlaði að njóta vel í vetur. En það fór öðruvísi, andlát hans kom í veg fyrir það og margt fleira sem hann hafði á prjónunum. Það er sjónarsviptir að Sveini Hjör- leifssyni. Það var alltaf líflegt í kring- um hann. Greiðugur var hann með af- brigðum, tilbúinn að leysa hvers manns vanda, ef tök voru á, svo um var talað. Við á Höfðavegi 1 sendum Heiðu og fjölskyldunni allri dýpstu samúð- arkveðjur. Friðrik Ásmundsson. SVEINN HJÖRLEIFSSON  Fleiri minningargreinar um Svein Hjörleifsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNBORGAR SIGURÐARDÓTTUR frá Árbakka. Sérstakar þakkir til starfsfólks Lundar og Kven- félagsins Einingar, Rangárþingi ytra. Guð blessi ykkur. Guðríður Bjarnadóttir, Jóhann Bjarnason, Elsa Þ. Árnadóttir, Sigrún Bjarnadóttir, Valur Haraldsson, Pálmi Bjarnason, Ólöf H. Ásgrímsdóttir og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, GUNNAR JÓHANNES GUÐBJÖRNSSON vörubílstjóri, Hæðargarði 17, Reykjavík, sem lést á jóladag, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. janúar kl. 13.30. Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir, Indriði Rósenbergsson, Gunnar Jóhannes Gunnarsson, Jóhann Kristinn Indriðason, Þórey Jóhannsdóttir, Gunnar Örn Indriðason, Sigurður Eiður Indriðason, Sigríður Ósk Indriðadóttir, Viktor Sveinn Guðbjörnsson og fjölskylda, Guðbjörg Magnúsína Guðbjörnsdóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu við andlát og útför EIRÍKS HALLSSONAR, Steinkirkju. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Kristnesi, Kjarnalundi og Hlíð og einnig til starfsfólks Kjarnafæðis. Ingólfur Hallsson og fjölskylda, Elín Hallsdóttir, Anna Hallsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar og tengdamóður, ÞÓRHILDAR ÞORSTEINSDÓTTUR, sem lést sunnudaginn 21. desember sl. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkr- unarheimilinu Lundi á Hellu fyrir veitta aðstoð og umönnun. Guð gefi ykkur öllum gæfuríkt komandi ár. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ragnhildur Sveinbjarnardóttir, Jón Kristinsson, Sváfnir Sveinbjarnarson, Ingibjörg Halldórsdóttir, Elínborg Sveinbjarnardóttir, Guðmundur Sæmundsson, Ásta Sveinbjarnardóttir, Garðar Steinarsson. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vinar- hug, samúð og hlýju vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður og tengdaföður okkar, GUNNARS ÓLAFSSONAR fyrrverandi skólastjóra í Neskaupstað, Hraunbæ 42, Reykjavík. Ingibjörg Magnúsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Helga Friðriksdóttir, Magnús Gunnarsson, Morag Gunnarsson, Gunnar Ingi Gunnarsson, Vigdís Hallgrímsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.