Morgunblaðið - 10.01.2004, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 10.01.2004, Qupperneq 56
MINNINGAR 56 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðgeir Guð-mundsson fædd- ist í Vík í Mýrdal, 19. mars 1927. Hann andaðist á Hjallatúni í Vík hinn 30. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Guðmundur Guðmundsson, skó- smiður í Vík, f. á Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum 27.2. 1883, d. í Vík 1.4. 1964, og Egilína Sig- ríður Jónsdóttir hús- móðir, f. í Kerlingar- dal, 10.10. 1886, d. í Vík 7.3. 1934. Guðgeir var yngstur níu systkina sem öll eru látin. Systkini hans voru Jón, f. 9.4. 1904, d. 6.3. 1941, Guðrún Ragnhildur, f. 17.1. 1906, d. 12.10. 1984, María Guðný, f. 17.3. 1907, d. 17.4. 1998, Guðríður, f. 5.11. 1908, d. 3.11. 1926, Kjartan, f. 26.9. 1913, d. 31.1. 1916, Kjart- anía Guðríður, f. 22.4. 1915, d. 27.9. 1995, Kjartan Ísleifur, f. 3.5. 1916, d. 6.3. 1941, og Guðmundur Sigurður, f. 2.1. 1921, d. 28.8. 2001. Guðgeir hóf að vinna fyrir sér og heimili sínu á unglingsárum, m.a. fyrir setulið Breta sem stað- sett var í Vík á stríðsárunum. Hann starfaði um árabil á bíla- og búvélaverkstæði Kaupfélags Skaftfellinga í Vík en síðustu tvo áratugina til eftirlaunaaldurs starfaði hann hjá RARIK í Vík. Hann var mikill áhugamaður um veiði og stundaði þá iðju vel. Hann var virkur þátttakandi í Stang- veiðifélaginu Stakk í Vík til ævi- loka. Katrín Sigrún Brynjólfsdóttir fæddist á Þykkvabæjarklaustri, ins. Katrín starfaði síðan við versl- unarstörf hjá Kaupfélagi Skaft- fellinga, síðar Kaupfélagi Árnesinga, til eftirlaunaaldurs. Síðustu ár ævi sinnar rak hún flat- kökugerð og gistiheimili Katrínar í Vík með eiginmanni sínum. Katr- ín var virkur þátttakandi í starfi Kvenfélags Hvammshrepps, stofn- félagi í Félagi eldri borgara í Vík og starfaði einnig um árabil í sókn- arnefnd Víkurkirkju. Guðgeir og Katrín giftust 18. desember 1948 og bjuggu í Vík til æviloka. Þau eignuðust fjögur börn, barnabörnin eru ellefu og barnabarnabörnin fimm. Afkom- endur þeirra eru: 1) Guðrún Bryn- dís bankamaður, f. 2.11. 1950, eig- inmaður Birgir Jónsson og börn þeirra a) Jón Geir, eiginkona Lauf- ey Jóna Högnadóttir og börn þeirra eru Óttar og Brynja, b) Sig- rún Inga, eiginmaður Sigurður H. Sigurðsson og barn þeirra er Harpa Sif. 2) Egilína Sigríður skrifstofumaður, f. 5.10. 1956, eig- inmaður Eyjólfur Árni Rafnsson og synir þeirra eru a) Rúnar Þór Guðbrandsson, eiginkona Hulda Sóllilja Aradóttir, synir Andri Dagur og óskírður, f. 31.12.2003, b) Rafn, unnusta Bjarney Sonja Ólafsdóttir, c) Reynir Ingi og d) Róbert. 3) Guðmundur Pétur framkvæmdastjóri, f. 7.4. 1962, eiginkona Þorgerður Einarsdótt- ir, börn þeirra eru a) Berglind, b) Eygló og c) Hlynur. 4) Ragnar Þór- ir endurskoðandi, f. 28.7. 1965, eiginkona Hildur Árnadóttir og börn þeirra eru a) Katrín og b) Ragnar Geir. Útför Guðgeirs og Katrínar verður gerð frá Víkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 14. september 1926. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut hinn 2. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Brynjólfur Pétur Oddsson bóndi, f. á Þykkvabæjarklaustri 15.2. 1898, d. á Selfossi 30.4. 1987 og Guðrún Þórðardóttir húsmóðir, f. á Hellum í Mýrdal 1.12. 1888, d. í Reykjavík 18.4. 1965. Katrín var ein af tíu systkinum sem ólust upp á Þykkvabæjarklaustri en fimm þeirra lifa systur sína, þau Gísli, f. 13.3. 1921, Hallfríður Halldóra, f. 7.11. 1922, Bárður, f. 10.1. 1928 og Oddur, f. 2.6. 1930, auk fóstursyst- ur, Guðríðar Guðfinnu (Gauju), f. 25.2. 1931. Systkini hennar sem eru látin voru Þuríður, f. 25.11. 1913, d. 20.6. 1988, Guðjón, f. 18.4. 1915, d. 17.6. 1999, Þórhildur, f. 8.6. 1916, d. 6.7. 1988 og Hilmar Jón, f. 22.10. 1924, d. 23.9. 2001. Katrín var heimavinnandi á meðan börnin voru ung en sinnti auk þess ýmsum hlutastörfum m.a. hjá Sláturfélagi Suðurlands. Hún hóf störf hjá Prjónastofunni Kötlu fljótlega eftir stofnun fyrirtækis- Minningarnar um tengdaforeldra okkar hrannast upp, í meira magni en hægt er að koma fyrir í þessari stuttu grein enda engin ástæða til þess. Með þessum kveðjuorðum viljum við þakka þeim fyrir það sem þau voru okkur og börnum okkar og allt sem þau stóðu fyrir. Á meðal fjölskyldunnar og annarra sem þekktu þau voru þau ávallt köll- uð Kata og Geiri og nafn annars kall- aði ævinlega á nafn hins. Við tengdabörnin höfum þekkt þau mislengi, eðli málsins samkvæmt, en minningarnar eru þær sömu, hvort sem er frá dagsins önn, fríum, ferða- lögum, samkomum, veiði eða heim- sóknum og hátíðarstundum á Kirkju- veginum, nú síðast á annan í jólum. Þá beið okkar, eins og fyrr, hlýtt við- mót og matur meiri en nokkur hafði gott af. Kata og Geiri bjuggu allan sinn bú- skap í Vík, þar sló hjarta þeirra með byggðinni og lífinu. Það var ekki óal- gengt á ferðalögum um landið að orð eins og „þetta mætti nú gera heima“ heyrðust. Var þá einkum verið að hugsa um atvinnutækifæri sem styrkt gætu heimabyggðina. Það var lýsandi fyrir þau að ætíð var horft fram á veginn og möguleika sem vinna mætti úr. Fyrst og síðast var það fjölskyldan sem átti hug þeirra allan, þeirra veg- ferð og velferð. Kata og Geiri fylgd- ust vel með börnum sínum, barna- börnum og barnabarnabörnum. Þau nutu þess að sjá þau vaxa úr grasi og samvera með ömmu Kötu og afa Geira fyllti þau gleði og skildi eftir ljúfar minningar. Fyrir það viljum við þakka. Með eftirfarandi ljóði kveðjum við tengdaforeldra okkar: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð blessi minningu Kötu og Geira. Hildur, Þorgerður, Eyjólfur Árni og Birgir. Amma Kata og afi Geiri voru okk- ur alltaf góð og vildu allt fyrir okkur gera. Okkur langar að minnast þeirra með því að rifja upp nokkur atvik. Afi var alltaf að líta eftir okkur og keyrði um á bílnum sínum. Einu sinni þegar við vorum í golfi og okkur var orðið kalt, kom afi keyrandi, tók okk- ur með sér og bjargaði deginum. Hann fór oft með okkur í veiði og ekki er langt síðan hann fór síðast með okkur í fýl. Það gerði hann þrátt fyrir að þurfa að nota súrefniskút. Amma var góð kona og við nutum þess að vera með henni. Hún leyfði okkur að baka flatkökur og kleinur með sér. Hún leyfði okkur líka að hjálpa sér við að sjá um gistinguna, taka til og skipta á rúmum. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn því hún tók okkur í fangið og knúsaði okkur. Amma kenndi okkur margar bæn- ir og ein þeirra á vel við: Vaktu, minn Jesús, vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Við kveðjum ömmu og afa með söknuði og vonum að þeim líði vel í himnaríki. Eygló, Katrín, Hlynur, Róbert og Ragnar Geir. Elsku amma Kata og afi Geiri. Það er svo óraunverulegt að þið séuð bæði farin frá okkur,við söknum ykkar svo mikið. Það verður svo skrítið að koma að tómu húsinu ykkar í Víkinni og fá enga kossa og hlý faðmlög. En við huggum okkur við það að nú eruð þið á góðum stað og ykkur líður betur. Nú fá aðrir horfnir ástvinir okkar að njóta samvista við ykkur og fá bestu flatkökur í heimi. Við gætum verið í heilan dag að rifja upp allar yndislegu stundirnar okkar saman en við geymum þær bara í minningunni og látum þær ylja okkur á erfiðum stundum. Við þökk- um fyrir að hafa fengið að eiga ykkur að í okkar lífi, við munum aldrei gleyma ykkur. Með þessu ljóði sem er sem talað út frá ykkar hjörtum, elsku amma og afi, langar okkur til að kveðja ykkur hinstu kveðju og reynum að hafa þessi orð að leiðarljósi okkar, því það hefði verið ykkar ósk. Sjáumst síðar. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Við biðjum góðan guð að geyma ykkur, amma og afi, og gefa fjöl- skyldunni allri styrk í sorginni. Minnig ykkar er ljós í lífi okkar. Sigrún Inga, Sigurður og Harpa Sif, Jón Geir, Laufey, Óttar og Brynja. Þær minningar sem koma uppí huga minn er ég hugsa til þeirra ömmu og afa eru margar og ánægju- legar. Frá uppvaxtarárum mínum í Víkinni eru margar góðar minningar og eftir að ég flutti þaðan, þá voru öll tækifæri nýtt til þess að fara þangað. Allt var gert til þess að manni liði vel, þó eflaust hafi ekki alltaf verið mikið ríkidæmi. Nóg var þó af kærleik og stuðningi. Án efa hefur allt það sem þau kenndu mér í lífinu gerðu mig að betri manni. Þau kenndu mér meðal annars að það væri í lagi að sýna til- finningar, að trúin veitti manni styrk og vellíðan, að virða, hjálpa og veita umhyggju þeim sem aldraðir eru og minna mega sín og hve gott er að gefa. Óbilandi trú á gæðum manns var mikill hvati og var hverjum áfanga ávallt vel fagnað. Amma fór aldrei leynt með um- hyggju sína og var ávallt tilbúin að veita hlýju og kærleik. Afi sýndi það hins vegar á annan máta, sem þó var ekkert síðri. Er hann fór um og sýndi manni fjöllin, sjóinn og fuglana, þá skynjaði maður einstaka umhyggju og kærleik, bæði á umhverfinu og fyrir manni sjálfum. Ég vonast til að geta veitt prins- unum mínum báðum þá umhyggju og kærleik sem ég naut frá þeim, og veit ég að Andri Dagur mun ávallt njóta þeirra stunda sem hann átti með ömmu Kötu og afa Geira. Litli dreng- urinn okkar sem fæddist nokkrum klukkustundum eftir andláta afa, mun ávallt eiga ömmu Kötu og afa Geira sem verndarengla, en amma fékk að sjá hann dags gamlan, nokkr- um klukkustundum áður en hún lést. Ég kveð þau með einni af þeim kvöldbænum sem amma kenndi mér: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Rúnar Þór Guðbrandsson. Hinsta kveðja tileinkuð afa Geira og ömmu Kötu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Takk fyrir allt sem þið hafið gefið okkur. Við munum aldrei gleyma ykkur. Ykkar ávallt, Rafn Árnason, Bjarney Sonja Ólafsdóttir. Nú um áramótin var stórt skarð höggvið í frændgarðinn þegar hjónin Guðgeir Guðmundsson og Katrín Sigrún Brynjólfsdóttir, systir og frænka okkar, féllu frá með tæplega þriggja daga millibili. Við fjölskyldan minnumst þeirra hjóna með miklum söknuði. Á stundu sem þessari fara mörg minningar- brot í gegnum hugann. Kata frænka, eins og við systurnar kölluðum hana, fylgdist vel með frændfólki sínu. Ef eitthvað bjátaði á var hún alltaf tilbú- in til að rétta hjálparhönd. Afmæli og aðrir viðburðir fóru ekki framhjá henni.Geiri var ekki síður raungóður. Hann var hæglátur og hæverskur og dró úr öllu að hætti Skaftfellinga. Hann hafði mikið yndi af veiðiskap og sagði oft skemmtilegar sögur af við- eignum sínum við bráðina. Kata og Geiri voru afskaplega gestrisin hjón og hjá þeim mætti maður einstakri góðvild. Í hvert skipti sem einhver úr fjölskyldunni fór austur að Þykkvabæjarklaustri var stoppað í Víkinni og helst í baka- leiðinni líka. Þessar heimsóknir voru okkur öllum alltaf tilhlökkunarefni. Þegar Gatnabrúnin var afstaðin og sást ofan í Víkina úr fjallveginum var spenningurinn oft orðinn mikill. Í þessum heimsóknum ríkti glaðværð. Eldhúsborðið svignaði fljótlega und- an kræsingunum sem Kata frænka galdraði fram. Hvergi fékk maður eins góðar flatkökur og hjá henni. Eftir lifa kærar minningar um ætt- armót, ferðalög, veiðiferðir og marg- ar fleiri ánægjulegar stundir. Alltaf var gott að vera í návist ykkar. Lífs- þrótturinn geislaði af ykkur. Hér er dimmt í heimi og hvergi er ljós að sjá og allt er auðn í geimi og enga líkn að fá, þá ljós í geisla líður frá ljóssins dýrðar stól guðsandi, er ber svo blíður oss birtu af náðarsól. (Valdimar Briem.) Elsku Bryndís, Egilína, Guðmund- ur Pétur, Ragnar og fjölskyldur við vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þessari stund. Bárður, Rósa, Margrét, Brynja og Ágústa. Fjölskylda Guðgeirs og Katrínar. Kæru vinir. Mér verður hugsað til þessa ljóðs þegar göfug og góð sál kveður. Þín nótt er með öðrum stjörnum. Um lognkyrra tjörn laufvindur fer. Kallað er á þig og komið að kveðjustundinni er. Dimman, þögnin og djúpið og blöðin þín mjúk sem bærast svo hljótt liljan mín hvíta sem lokast í nótt. Orð eins og hendur sig hefja, bænir til guðs úr brjósti manns, stíga upp í stjörnuhimin og snerta þar anda hans. Úr heimi sem ekki er okkar æðra ljós skín en auga mitt sér, liljan mín hvíta sem hverfur í nótt frá mér. Úr lindunum djúpu leitar ást guðs til þín yfir öll höf. Hún ferjar þig yfir fljótið og færir þér lífið að gjöf. Og söngnum sem eyrað ei nemur þér andar í brjóst. Dreymi þig rótt, liljan mín hvíta sem opnast á ný í nótt. (Gunnar Dal.) Megi þessar ljóðlínur veita ykkur öllum styrk og frið. Þótt söknuður ykkar sé sár er mikilvægt að gefa þeim sem kveðja fararleyfi. Guð geymi ykkur öll. Ykkar Þóranna. Það var til siðs þegar ég var lítil að koma við í Vík hjá Kötu og Geira afa- bróður mínum ætti maður leið um Suðurland. Þangað kom ég gjarnan með foreldrum mínum og ömmu og afa þegar við vorum á ferðalögum um landið. Þá var sest niður inni í eldhúsi eða í stofunni og gætt sér á flatkökum og öðru ljúffengu bakkelsi sem Kata reiddi fram. Það var sama hvenær maður kom við, alltaf vorum við svo innilega velkomin. Ég fann svo sterkt fyrir einhverjum fjölskyldutengslum sem maður upplifir ekki hjá hverjum sem er, jafnvel þó að um nánari ætt- ingja sé að ræða. Þessum heimsókn- um fór því miður fækkandi eftir því sem ég eltist en í hjarta mínu var ég nú samt alltaf á leiðinni í kaffi með fjölskylduna mína. Þegar eldri sonur okkar fæddist sendi Kata mér föð- urland sem hún hafði prjónað á hann. Þegar ég hringdi í hana til að þakka fyrir mig var eins og ég hefði verið hjá henni deginum áður, þó svo að ég hefði hvorki hitt þau né heyrt í þeim í nokkur ár. Hún sagði að við fjölskyld- an yrðum endilega að koma og gista í kjallaranum við tækifæri. Þetta var alveg lýsandi fyrir Kötu og Geira – þau tóku manni alltaf fagnandi. Ég varð líka þeirrar gæfu aðnjót- andi þegar ég var um 8 ára að fá að fara ein til Kötu og Geira og dvelja hjá þeim. Ég hef nú sennilega ekki verið mikið lengur en viku en í minn- ingunni var ég hjá þeim allt sumarið. Þar var alltaf gott veður og hlýjan sem mér var sýnd í takt við það. Það var líka fátt sem toppaði það þegar Geiri bauð mér og vinkonu minni að sofa yfir nótt í hjólhýsinu úti á hlaði. Ekki síðra morguninn eftir þegar Kata kom með morgunmatinn út til okkar. Okkur fannst við reynslunni ríkari eftir næturævintýrið. Minningar mínar um Kötu og Geira eru meðal minna fallegustu æskuminninga og þær á ég alltaf eftir að eiga. Þó að það sé alltaf sárt að horfa á eftir svona yndislegu fólki þá er það huggun harmi gegn að nú eru þau öll samankomin aftur, fjórmenningarn- ir: Amma Bergþóra, afi Sigurður, Kata og Geiri. Bergþóra Guðnadóttir. GUÐGEIR GUÐMUNDSSON OG KATRÍN S. BRYNJÓLFSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Guð- geir Guðmundsson og Katrínu S. Brynjólfsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.