Morgunblaðið - 10.01.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.01.2004, Qupperneq 22
Síðumúla 6. 108 Reykjavík. Sími 552 5744. Fax 562 5744. www.lhs.is LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA Nr. 5944 Sólarlandaferð með Úrval-Útsýn í leiguflugi vetur eða sumar 2004. 250.000 kr. Nr. 8676 Sólarlandaferð með Úrval-Útsýn í leiguflugi vetur eða sumar 2004. 200.000 kr. Nr. 12539 Sólarlandaferð með Úrval-Útsýn í leiguflugi vetur eða sumar 2004. 200.000 kr. Happdrætti Sólarlandaferðir með Úrval-Útsýn ára 1983-2 003 LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA Fartölvur frá Hugveri Handsímar frá Sony Ericson Þökkum stuðninginn Dregið var þann 6. jan. Eftirtalin númer hlutu vinning: Nr. 2134 Fartölva frá Hugveri, Mitac MiNote 8080 176.870 kr. Nr. 3507 Fartölva frá Hugveri, Mitac MiNote 8080 176.870 kr. Nr. 4759 Fartölva frá Hugveri, Mitac MiNote 8080 176.870 kr. Nr. 4867 Handsími, Sony Ericson T 610 34.900 kr. Nr. 6334 Handsími, Sony Ericson T 610 34.900 kr. Nr. 8349 Handsími, Sony Ericson T 610 34.900 kr. Heildarverðmæti vinninga er 1.285.310 kr. Fjöldi útgefinna miða er 15000. Vinninga ber að vitja innan árs. 1 2 7 0 .1 2 7 Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ráðleggja bændum | Á síðasta ári voru fengnir erlendir ráðunautar til að leiðbeina kartöflu- og grænmetisframleiðendum. Nú á nýju ári bætist í hóp- inn norskur ráðunautur í útiræktuðu grænmeti, Kari Aarekol. Hún kem- ur hinn 21. janúar og heimsækir framleið- endur og verður með fræðslufund í Garð- yrkjuskólanum hinn 23. janúar kl. 13. Auk ann- ars fjallar Kari sérstaklega um ræktun á ís- salati. Hinn 27. janúar kemur Jan Boersma, sem kom hingað í tvígang í fyrra, og heim- sækir gúrku- og tómatbændur. Fyrstu vik- una í febrúar kemur Chris Verberne papr- ikuráðunautur og heimsækir og heldur fund með paprikuframleiðendum. Benny Jensen kartöfluráðunautur kemur í heim- sókn í vikunni 16.–20. febrúar. Benny mun heimsækja framleiðendur og halda fund með þeim þar sem farið verður yfir vor- verkin, s.s. forspírun, jarðvinnslu og áburð- argjöf. Upplýsingar um þessar heimsóknir gefur Magnús Á. Ágústsson ráðunautur. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Endurskin í nýársgjöf | Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar gefur öllum nemendum grunnskólanna og elsta árgangi leikskóla- barna nýársgjöf. Skólaskrifstofan lét útbúa endurskinsmerki með merki Mosfellsbæjar og gefur nemendum í þeirri von að þeir geri sig sýni- legri í skammdeginu. Endurskinsmerki getur verið lífsspursmál í þeirri miklu umferð sem er sérstaklega á morgnana þegar nem- endur eru á leið í skólann. Einnig mega full- orðnir taka sig á í notkun endurskins- merkja segir á vef bæjarins. Veðurfar á Lýsuhóli | Sett hefur verið upp veðurathugunarstöð við Lýsuhólsskóla á Snæfellsnesi. Nemendur 8.–10. bekkjar settu stöðina upp í síðasta mánuði með að- stoð kennara. Stöðin er sjálfvirk og gengur fyrir sólarrafhlöðum sem senda upplýs- ingar þráðlaust til móðurstöðvar sem er inni í skólanum. Tölva tekur síðan við og sendir gögn á heimasíðu skólans á klukku- tíma fresti. Skráðir nemendur íFjölbrautaskólaSuðurlands á Sel- fossi eru 824 og hafa þeir aldrei verið fleiri á vor- önn. Á sama tíma á síð- asta ári voru nemendur skólans 781 talsins. Fjölg- un er því um tæplega 50 nemendur frá síðustu vor- önn. Á haustönn 2003 voru nemendur 845 eftir fyrstu viku annarinnar. Frá þessu er greint á vefnum sudurland.net. Fimm nemendum var nú synjað um skólavist í Fjölbrautaskóla Suður- lands vegna lélegs náms- árangurs og slakrar ástundunar. Yfir hundrað nemendur fengu áminn- ingarbréf af sömu ástæðu. Nemendur mættu á miðvikudag í skólann eft- ir jólafrí og kennsla hófst sama dag. Metfjöldi í FSu Lionsklúbbur Hólmavíkur hóf nýtt ár með fundisem var sá 700. frá stofnun klúbbsins árið 1961.Í klúbbnum eru nú 18 félagar og er tæpur þriðj- ungur þeirra konur. Ein kona gekk í klúbbinn á þessum tímamótum, Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri á Hólmavík. Var þetta jafnframt fyrsti fundurinn sem kona stjórnar hjá Lionsklúbbi Hólmavíkur en Áslaug Þórarinsdóttir, sýslumaður í Strandasýslu, tók við formennsku í klúbbnum nú um áramótin. Árlega stendur Lionsklúbb- urinn fyrir öflugu fjáröflunar- og líknarstarfi og hefur Heilbrigðisstofnunin á Hólmavík gjarnan notið góðs af. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri á Hólmavík, og Áslaug Þórarinsdóttir, sýslumaður í Strandasýslu. Sjö hundruð fundir Á fundi sjálfstæð-ismanna á Breið-dalsvík var ánægja með kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Opinberun Hannesar. Rifjaðist þá upp gömul vísa eftir Svein Guð- brandsson á Hryggstekk í Skriðdal, sem hann kast- aði fram af því tilefni að hann fékk þrjá eftirlits- menn ríkisins í heimsókn hvern á fætur öðrum: Maðurinn er í miklum önnum maðurinn gætir starfa síns. Eftirlitsmaður með eftirlitsmönnum eftirlitsmanna ríkisins. Í Víkurfréttum kemur fram að fimmtugar konur á Akureyri eru 5,4 kílóum þyngri en konur í Hafn- arfirði. Þær höfðu líka 21 sm meira kviðarummál. Því orti Hjálmar Frey- steinsson: Fleiri kíló konur okkar bera og kviðurinn er þandari. Ég held að þetta hljóti þó að vera Hafnarfjarðarbrandari. Eftirlit ríkisins pebl@mbl.is Borgarbyggð | Orkuveita Reykjavíkur og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hafa að undanförnu átt samstarf um jarðhitaleit á orlofshúsasvæði BSRB í Borgarbyggð. Árangur þessa samstarfs hefur nú verið staðfestur með samningi um lagningu hita- veitu á orlofssvæði BSRB í Munaðarnesi og Stóru-Skógum. Undirbúningur hefur staðið um allnokk- urn tíma eða frá ársbyrjun 2002 þegar jarðhitarannsóknir hófust. Veigamikill þáttur í rannsóknunum var borun hitasti- gulshola en þær voru nauðsynlegar til að staðsetja vænlegasta borstaðinn. Niður- staða fékkst með borun sem skilar 10 sek- úndulítrum af 85°C vatni. Magnið er talið duga fyrir orlofshúsasvæði BSRB ásamt öðrum sumarhúsum í landi Munaðarness. Á svæði BSRB eru 85 sumarhús ásamt fimm þjónustu- og starfsmannabygging- um. Önnur sumarhús á svæðinu eru u.þ.b. 80 og búast má við fjölgun þeirra á næstu árum. Framkvæmdir eru í þann mund að hefjast og er áætlað er að hitaveitan verði tilbúin á svæði BSRB í lok maí á þessu ári. Hitaveita í Munaðarnesi Frá undirritun samnings OR og BSRB: Jónas Magnússon, gjaldkeri BSRB, Al- freð Þorsteinsson, stjórnarformaður OR, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR. Ísafjörður | Lítið er laust af íbúðum hjá Fasteignum Ísafjarðarbæjar að sögn Gísla Jóns Hjaltasonar framkvæmdastjóra að því er fram kemur á vefnum Bæjarins besta. Nokkrar íbúðir eru lausar í fjölbýlis- húsunum í Múlalandi og á Árvöllum en annað húsnæði setið. Hann segist ekki hafa orðið var við miklar breytingar á leigu- markaðinum það tæpa ár sem hann hefur starfað hjá félaginu. „Það er alltaf talsverð hreyfing í fjölbýlishúsunum og hefur verið smábiðlisti þótt hann sé ekki ýkja langur. Að jafnaði náum við að þjóna flestum þeim sem koma til okkar,“ segir Gísli Jón. Vel nýttar íbúðir vestra ♦♦♦       Akureyri | Mikil hálka hefur verið á götum Akureyrar síð- ustu daga og ekki síst eftir að það fór að rigna. Ökumenn hafa þurft að sýna sérstaka aðgát og þá hafa gangandi vegfarendur einnig átt erfitt með að fóta sig á svellinu í bænum. Helstu gönguleiðir hafa þó verið sandbornar, m.a. að skólum bæjarins. Fé- lagarnir Sigurbjörn og Andri Þór voru að ræða málin við snjóskafl á leiðinni heim úr Giljaskóla í gær og þeir voru nú ekki alveg sáttir við tíð- arfarið og töldu mikla betra að fá snjó í staðinn fyrir rign- ingu. „Maður blotnar miklu meira í rigningu,“ sagði Sig- urbjörn. Morgunblaðið/Kristján Snjórinn betri en rigningin Á heimleið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.