Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristín Þórðar-dóttir fæddist á Miðhrauni í Mikla- holtshreppi 20. apríl 1920. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Ási föstudaginn 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 16.5. 1893, d. 3.9. 1975, og Þórður Kristjánsson, f. 17.10. 1889, d. 31.1. 1969. Systkini Krist- ínar voru sex og eru þrjú þeirra á lífi. Kristín giftist 7.4. 1947 Óskari Ólafssyni húsasmíðameistara, f. 7.4. 1907, d. 7.7. 1988, Þau byrjuðu búskap í Stykkishólmi en fluttu árið 1958 til Hveragerðis. Börn þeirra eru: Kristrún, f. 20.9. 1947, d. 31.10. 1983, var gift Eyþóri Ágústssyni, þau eiga tvö börn, þau eru: Ólafur Jóhann, f. 11.12. 1949, kvæntur Öddu Hörn Hermannsdóttur, þau eiga þrjú börn, Steinunn, f. 28.10. 1952 gift Helga Ár- sælssyni, þau eiga þrjú börn, og Ingi- björg, f. 25.3. 1961, gift Erlendi Óla Sig- urðssyni, þau eiga tvo syni. Lang- ömmubörn Kristínar eru 14. Kristín var í Hér- aðsskólanum á Laugarvatni 1935-1937 og Garð- yrkjuskóla ríkisins 1939-1941. Ásamt húsmóðurstörfum vann hún lengst af við garðyrkju, síðast í Garðyrkjuskólanum á Reykjum. Útför Kristínar fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Á skilnaðarstund koma margar minningar upp í hugann, minningar um góðar samverustundirnar á liðn- um árum. Kristín tengdamóðir, mín var hæglát og hlý kona, jákvæð og sterk. Velferð barna hennar og fjöl- skyldna þeirra var hennar hjartans mál og hún dró ekki af sér ef hún gat rétt þeim hjálparhönd. Eftir að hún flutti til okkar hér í Akraselið var hún óþreytandi við að gleðja Óskar Óla, barnabarnið sitt. Hún sat með honum á gólfinu við að kubba eða púsla, las fyrir hann tím- unum saman og blés á allt tal for- eldranna um að nú væri nóg komið þegar búið var að lesa úr hálfri bókahillunni. Kristín var garðyrkjufræðingur og blóm og garðrækt voru starf hennar og áhugamál í gegn um lífið. Pottablóm voru áberandi á heim- ilinu, sífellt var verið að sá og koma til græðlingum. Og ekki hafði hún minni ánægju af litla gróðurhúsinu sínu þar sem hún ræktaði allskyns blóm og plöntur. Síðustu 10 árin sem hún vann utan heimilis sá hún um pottaplöntusafn á Garðyrkju- skóla ríkisins og hafði mikla ánægju af því starfi. Það segir mikið um kjark hennar og dugnað að sjötug tók hún að sér með litlum fyrirvara að kenna potta- plöntuþekkingu á blómaskreytinga- braut Garðyrkjuskólans. Ekkert kennsluefni var til og varð hún því að semja það jafnóðum fyrir hvern tíma. Henni fannst tímafrekt að vél- rita námsefnið á gamla skólaritvél. Því keypti hún tölvu, lærði á hana og samdi námsefni sem síðar varð að tveimur kennslubókum. Alltaf var hún með einhverja handavinnu í takinu. Hún heklaði dúka, prjónaði á börnin og barna- börnin og saumaði út myndir stórar og smáar. Það var henni erfitt þegar heilsan leyfði það ekki lengur. Síðustu þrjú árin dvaldi Kristín á Hjúkrunarheimilinu Ási í Hvera- gerði þar sem hún naut umhyggju og hlýju starfsfólks. Að leiðarlokum vil ég þakka tengdamóður minni samfylgdina og bið Guð að blessa minningu hennar. Erlendur Óli Sigurðsson. Minningarnar eru margar nú við andlát Kristínar. Ég fékk ætíð konunglegar mót- tökur þegar ég kom í Hveragerði til Stínu, allt frá fyrstu tíð þegar ég fór að koma þangað sem verðandi tengdasonur. Hún var föst á sínum skoðunum, en hlý og traust. Alltaf var hún að reyna að gera mig að grænmet- isætu, að minnsta kosti að reyna að venja mig á að borða meira græn- meti en ég var vanur úr fiskmetinu við Breiðafjörð. Það lánaðist nú mis- vel. Þegar við svo misstum Kristrúnu 1983, var hún okkur fyrir vestan mikil stoð og styrkur, þrátt fyrir sinn missi. Fyrir það erum við þakk- lát. Hún var trúuð, fyrst og fremst á að líf væri til eftir þetta líf. Kristín var greind kona og lærði garðyrkju á unga aldri. Hún vann við það stærstan hluta ævinnar að rækta og hlúa að blómum og græn- meti. Því var hún á góðum stað í Hveragerði. Þegar hún svo, nokkuð fullorðin, fór að vinna við Garðyrkjuskólann á Reykjum fannst okkur að hún væri komin á rétta hillu. Hún vann þar mest við ræktun og umönnun inni- jurta. Þar kom að hún, þá komin hátt á sjötugsaldur fékk sér tölvu og fór að vinna að því að safna saman og skrifa kennsluefni um pottaplöntur. Því verki lauk hún svo 1996 þegar út komu tvö hefti, Handbók um með- ferð og umhirðu pottaplantna. Var þetta talsvert afrek. Hún tók ákaflega vel á móti seinni konu minni, Dagbjörtu, og leit ætíð á hana sem hluta af sinni fjölskyldu. Við heimsóttum Stínu alltaf þegar við gátum í Hveragerði og síðar í Reykjavík, þegar hún fór að búa þar í skjóli dóttur sinnar, Ingibjargar. Þó að söknuður búi í brjóstum okkar, býr þar líka gleði yfir því að hún fékk að kveðja nú. Heimurinn var horfinn henni, og nú er hún komin í betri heim eins og hún trúði svo staðfastlega að væri til, á meðal stjarnanna. Og þar hefur hún fundið Kristrúnu og Óskar og aðra ástvini horfna. Eyþór Ágústsson, Stykkishólmi. Tíminn er undarlegt og afstætt hugtak, hann heldur alltaf áfram og fer aldrei til baka. Hann er í raun það eina sem við eigum en okkur nútímafólki finnst við ekki eiga nóg af. Í minningunni var amma alltaf svo róleg kona, einhvernveginn eins og hún hefði alltaf endalausan tíma. Tíma til að tala við mann, tíma til að vera með manni, tíma til að kenna manni að prjóna, tíma til að koma út og gera snjóhús, tíma til að hugsa svo vel um garðinn sinn, tíma til að sinna gróðurhúsinu sínu, tíma til að sinna heimilinu, börnum og barna- börnum. Það eru forréttindi að alast upp við það að hafa ömmu og afa í næsta húsi. Þannig var það í mínum upp- vexti. Kristín amma og Óskar afi bjuggu í Iðjumörkinni við hliðina á okkur. Húsið hjá ömmu og afa var alltaf opið. Þangað var alltaf svo gott að koma. Samgangur var mikill í svona miklu nábýli. Aldrei leið sá dagur að maður leit ekki inn hjá ömmu, fékk súkkulaðibúðing, cheerios með kókómjólk útá eða annað góðgæti og gott spjall. Amma var garðyrkjufræðingur og kenndi við Garðyrkjuskólann að Reykjum um árabil. Óbilandi áhugi hennar á garðyrkju og allri um- gengni við blóm af öllum gerðum, var ótrúlegur. Ekki var hægt annað en að hrífast með. Þrátt fyrir að amma hafi verið ró- leg og hæglát kona, hafði hún sínar ákveðnu skoðanir og var trú sinni sannfæringu. Hún sagði mér t.d. frá því, þegar ég var barnung, að áfengi skyldi ég aldrei nota því ALLT böl heimsins væri tilkomið vegna þess. Já, hún amma var svo sannarlega viss í sinni sök. Hún var trúuð kona og það hjálp- aði henni í gegnum erfiða tíma. Lífið var jú ekki alltaf dans á rósum hjá henni, frekar en hjá okkur hinum. Amma var góð kona, á stundum alltof góð, hún trúði engu illu upp á neinn, að minnsta kosti ekki neinu misjöfnu uppá sitt fólk. Við vorum öll fullkomin fram í fingurgóma. Fyrir utan garðyrkjuna, átti ætt- fræðin stóran sess í huga hennar, sérstaklega í seinni tíð og frænd- rækin var hún með eindæmum. Hún lagði mikla vinnu í að setja ættartöl- una okkar niður á blað og útdeildi henni á skipulagðan hátt í þar til gerðum möppum. Hún sá svo til þess að allir myndu nú örugglega eignast slíka möppu. Amma var ein heilsuhraustasta manneskja sem ég hef þekkt, en undir lokin var þó tekið að halla undan fæti. Hún hefur eflaust verið hvíldinni fegin. Hennar ævistarf var mikið og gott og bið ég góðan Guð að taka vel á móti henni á nýjum stað. Kristín Ólafsdóttir og fjölskylda. Nú ert þú dáin elsku amma og hvarflar hugur okkar ósjálfrátt til æskuáranna, til þín og afa. Okkur langar þess vegna, systkinin í Hólm- inum, að minnast þín í nokkrum orð- um. Einna minnistæðastar eru okkur langdvalir hjá þér í Hveragerði, þar sem nóg var að gera og við gátum unað okkur í leikjum í fallega garð- inum þínum þar sem þínir grænu fingur nutu sín eða við smíðar útá trésmíðaverkstæði hjá afa þar sem hinir ýmsu smíðagripir urðu til og oft var líka farið í sund. Einnig stendur okkur ljóslifandi fyrir hug- skotsjónum hvernig þú tókst á móti okkur opnum örmum, hvernig þú hafðir alltaf tíma og þolinmæði fyrir okkur og frændgarðinn sem var á okkar aldri eða börnin í götunni sem öll voru inni á gafli hjá þér. Oft var þá frystikistan opnuð en hún var gjarnan full af Kjörís. Eftir anna- sama daga enduðu þeir yfirleitt á því að þú last fyrir okkur eftir að komið var í rúmið, allt frá ævintýra- bókum uppí heilu Íslendingasögurn- ar og var þá jafnvel setið við í marg- ar klukkustundir. Ekki minnumst við þess að hafa heyrt þig nokkurn tímann mæla til okkar styggðaryrði, sama hvað á gekk, jafnvel þó að komið væri að okkur í bílaleik í hveitiskúffunni, stela tómötum úr gróðurhúsinu þínu eða eitthvað þaðan af verra. Í stað skamma sýndir þú okkur alltaf ótakmarkaða blíðu og væntumþykju og varst óþreytandi við að kenna okkur muninn á réttu og röngu. Einnig eru okkur minnistæðar rútu- ferðirnar þegar þú komst vestur í Stykkishólm en eftir að hafa dvalið í stuttan tíma, því alltaf lá þér á að fara heim til afa, og tókst þú gjarn- an annað hvort okkar eða bæði með þér suður aftur. Þá var oft gist á Reykjarvíkurveginum hjá lang- ömmu og Ellu frænku og Hall- grímskirkja eða eitthvað álíka merkilegt skoðað á leiðinni heim í Hveró. Í dag fögnum við því hversu lán- söm við höfum verið að hafa fengið að umgangast þig og afa svona mik- ið í gegnum tíðina. Einnig minn- umst við heimsókna þinna til okkar og fjölskyldna okkar eftir að við vorum orðin fullorðin. Þessar ljúfu minningar munum við geyma með okkur og munum ætíð minnast þín eins og þú varst. Inga og Óskar, Stykkishólmi. Elsku amma. Með þessum línum langar mig að kveðja þig í hinsta sinn. Þín nótt er með öðrum stjörnum. Um lognkyrra tjörn laufvindur fer. Kallað á þig og komið að kveðjustundinni er. Dimman, þögnin og djúpið. Og blöðin þín mjúk sem bærast svo hljótt lótusinn hvíti sem lokast í nótt. Orð eins og hendur sig hefja, bænir til Guðs úr brjósti manns. Stíga upp í stjörnuhimin og snerta þar andlit hans. Og nóttin fyllist af friði. Úr heimi sem ekki er okkar æðra ljós skín en auga mitt sér. Það læknandi höndum um lótusinn hvíta fer. Úr vindunum djúpu leitar ást Guðs til þín yfir öll höf. Sál þín fyllist af friði sem færir þér lífið að gjöf. Og söngnum sem eyrað ei nemur þér andar í brjóst. Dreymi þig rótt lótusinn hvíti sem opnast á ný í nótt. (Gunnar Dal.) Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Hvíl í friði. Þín Kristrún Dröfn Nú hefur hún Kristín amma kvatt þennan heim eftir nokkuð erfiða tíma að undanförnu. Alzheimer- sjúkdómurinn, sem hún þurfti að berjast við lengi, hafði ágerst hratt síðustu misseri og lífið orðið þung- bært. Amma var alltaf mjög einlæg í sinni trú um áframhaldandi tilvist eftir þetta líf og víst er að sú trú styrkir okkur eftirlifandi aðstand- endur við hennar fráfall. Við systkinin nutum þeirra for- réttinda að umgangast ömmu og afa mikið og náið á okkar uppvaxtarár- um þar sem við bjuggum í næsta húsi við þau í Hveragerði. Ferðirnar yfir til þeirra voru tíðar því alltaf var tekið blíðlega á móti okkur og margt spennandi að skoða. Heimilið og umhverfi þess var sveipað ákveðnum ævintýraljóma, húsið stórt með dularfullu háalofti og um- hverfis það heill skrúðgarður með gróðurhúsi. Trésmíðaverkstæði afa var svo við hliðina og var þar óspart „hjálpað til“. Inni á heimilinu voru líka alls konar gæludýr og þar var einnig bæði píanó og orgel þar sem „Allt í grænum sjó“ var leikið ótal sinnum. Amma og afi voru bæði mikið ræktunarfólk og amma hafði garðyrkju að sínu ævistarfi, en hún var ein af þeim fyrstu sem útskrif- uðust úr Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi. Á björtum sum- arkvöldum hafði hún yndi af því að hlúa að gróðrinum í garðinum og á haustin var tími uppskeru úr garð- inum og gróðurhúsinu. Áhugi henn- ar á stofublómum gekk meira að segja svo langt að hitastigið í stof- unni var gjarnan þannig stillt að það hentaði blómunum sem best. Áhug- inn smitaði líka marga og var víða blómlegt á heimilum fjölskyldumeð- lima. Aðstæður voru líka kjörnar þar sem amma gat alltaf tekið stofu- blómin „í fóstur“ til sín þegar í óefni var komið. Þetta mikla samneyti við ömmu og afa hefur án efa sett sitt mark á lífshlaup okkar systkina og því eng- in tilviljun að við tvö eldri höfum bæði fetað í fótspor ömmu og út- skrifast úr Garðyrkjuskólanum. Það var líka auðsótt mál hjá ömmu og afa á sínum tíma að leyfa mér að byggja mitt eigið gróðurhús á lóð- inni hjá sér þar sem stundaðar voru ýmsar ræktunartilraunir, með dyggri aðstoð ömmu sem alltaf fylgdist áhugasöm með. Það var þess vegna sérstaklega ánægjulegt, og í raun táknrænt að amma skyldi hafa heimsótt okkur Örnu ein síns liðs til Noregs á vordögum 1997 og verið viðstödd útskrift mína úr há- skóla þar sem ég hafði lokið námi í landslagsarkitektúr. Amma vílaði þannig fátt fyrir sér og jafnaðargeð hennar var einstakt. Það skein í gegnum frásagnir hennar að upp- vaxtarárin voru ekki bara dans á rósum. Að sama skapi var garð- yrkjunámið á sínum tíma langt frá því að vera auðsætt mál. Það var því sérlega ánægjulegt þegar hún var ráðin til starfa við Garðyrkjuskól- ann þar sem hún hafði umsjón með pottaplöntuhúsinu. Þegar svo kom að því að hún var beðin um að taka að sér kennslu, þá sjötug að aldri, tók hún sig til og fékk sér sína fyrstu tölvu og hóf að skrifa kennsluefni um pottaplönturækt. Því starfi hélt hún síðan áfram eftir starfslok á skólanum og eftir hana liggur nú fræðsluefni í eigu skólans um fleiri hundruð tegundir pottapl- antna. Nú kveður Kristín amma þetta jarðneska líf. Hún var alltaf þess fullviss að annað og meira biði okk- ar fyrir handan. Við trúum því og treystum að hún eigi nú ánægjulega endurfundi við Óskar afa og Krist- rúnu dóttur þeirra. Hermann. Í lífinu kynnist maður mörgum. Flestir fljóta áfram. Örfáir verða eftir. Kristín Þórðardóttir var ein af þeim. Við kynntumst upp úr 1970 þegar ég tengdist henni fjölskyldubönd- um. Fyrst kynntist ég Óskari manni hennar, sem var prúðmenni mikið og viðræðugóður maður. Á þessum árum var mikill sam- gangur, fermingarveislur, afmæli o.fl. Í þessum veislum settist Óskar alltaf hjá mér og ræddum við saman og smátt og smátt kynntist ég Stínu líka. Árin liðu, fyrsta jólakortið á hverju ári kom frá Stínu og Óskari. Þá vissi ég að jólin voru í nánd. Stína var 30 árum eldri en Ingþór maðurinn minn og hringdi hún í hann á hverjum afmælisdegi hans þann 20. maí. Fyrst spjallaði hún við mig dágóða stund, síðan sagði hún: „Mig langar til þess að tala við hann frænda minn.“ Það var mikil regla í þessum samskiptum enda var Stína mjög reglusöm kona. Ég minnist sjötugsafmælis hennar og þegar ég fór í húsmæðraorlof í Hveragerði og hún sýndi mér stolt litla gróðurhús- ið sitt við Garðyrkjuskólann. Eftir að Stína flutti í bæinn gisti Kjartan sonur minn stundum hjá henni og áttu þau góðar stundir saman. Hann saknaði föðurömmu sinnar og náði hann góðu sambandi við frænku sína. Árið 2000 varð Stína áttræð og fórum við fjölskyld- an öll til hennar. Þá tók hún mig á eintal og bað mig að finna sig síðan. Þremur dögum seinna fór ég til hennar og sýndi hún mér þá myndir og bækur og sagði mér frá æsku sinni á Snæfellsnesi. Þann 11. júlí sama ár kom hún til okkar hjónanna í tilefni 50 ára afmæla okkar og vor- um við bæði glöð og hissa að hún skyldi treysta sér til þess að koma. Þann 13. júlí 2002 heimsóttum við Stínu í síðasta skipti. Þegar ég kom í afgreiðsluna á elliheimilinu sagði stúlkan: „Þið gerið ykkur grein fyrir því að hún hefur breyst mikið.“ Ég bjóst við að sjá konu í náttkjól á sóttarsæng, en alls ekki. Hún sat fullklædd við borð og augu hennar ljómuðu þegar hún sá okkur hjónin og Kjartan. Þegar við fórum labbaði hún með okkur út, teinrétt í baki og vinkaði okkur. Þannig vil ég muna Stínu. Elísabet G. Árnadóttir. Ég þakka af alhug þá vinsemd og kærleik sem þú sýndir mér, þegar ég giftist honum Eyþór. Það var eins og ég hefði eignast tengda- mömmu með honum. Því í hans huga varstu ætíð elskuð sem slík. Það var líka auðvelt að þykja vænt um þig, því þú varst svo hrein og bein. Ég mun minnast þín eins og þú stóðst í miðju blómahafinu á Garðyrkjuskólanum á Reykjum, þar sem þú laukst þinni starfsævi. Bros þitt skein í kapp við rósirnar og öll blómin sem þú hafðir alið upp og sem þú þekkir hvert nafn á, bæði ís- lenskt og latneskt. Nú ert þú farin, til að hirða um blómin í öðrum garði, langt inní ei- lífðinni. Dagbjört S. Höskuldsdóttir. Stykkishólmi. KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.