Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Hermína framhald ... HALLÓ! © GLENAT © DARGAUD JÓHANN J. HÆÐARGARÐUR ... HEIÐUR AÐ FÁ AÐ HITTA ÞIG, OFURSTI! YÐAR HÁGÖFGI ÞAÐ ER ÓÞARFI, HELD ÉG, AÐ KYNNA UNGFRÚ SÖRU FYRIR ÞÉR. EN SKÝRING VÆRI ALLS EKKI ÓÞÖRF! ... ÉG NOTFÆRÐI MÉR ALGER- AN FORGANG TIL AÐ FINNA SÆTI Í FLUGI TIL PARÍSAR ... EN VARLA TIL AÐ FARA Í INNKAUPALEIÐANGUR ... Ó! KÆRAR ÞAKKIR! STRAX EFTIR AÐ VIÐ TÖLUÐUM SAM- AN Í MORGUN KALL- AÐI GEIRMUNDUR Á MIG INN Á SKRIF- STOFUNA SÍNA ... LEYNIÞJÓNUSTA OKKAR ER NÁNAST VISS UM AÐ NÚ SÉ Í BÍGERÐ VERSLUN MEÐ ÚRANÍ- UM MILLI RÍKIS Í AUSTUR- BLOKKINNI FYRRVERANDI OG RÍKIS Í MIÐ-AUSTURLÖNDUM ... Á ÞESSUM ÓRÓATÍMUM VAR ÞAÐ SVO SEM FYRIRSJÁANLEGT! ... ÉG GERI ÞÁ RÁÐ FYRIR AÐ ... VERA YÐAR HÉR BENDI TIL þESS AÐ PARÍS LEIKI LYKIL- HLUTVERK Í ÞESSUM VIÐSKIPTUM? ... HÁRRÉTT! ... TENGIST ÖRUGG- LEGA INN Í EITUR- LYFJAHEIMINN! ... SLURP ÆTLIÐI AÐ SENDA MÉR EINA HEILSUPIZZU? BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞÁ ERU hinir árvissu samningar sérfræðilækna við Tryggingastofn- un ríkisins (TR) lausir og nýir ekki í augsýn. Í dag er túlkun ríkis- ins að mismun- urinn sem TR greiðir í stað sjúklinga til lækna fáist ekki greiddur án samninga. Hvers eiga sjúklingar að gjalda? Það er ekki auðvelt að vera sjúklingur á Ís- landi. Mikill og stöðugur niður- skurður í heilbrigðiskerfinu, jafn- vel svo að það, að vera tekinn til aðgerðar/meðferðar, er á við lottó- vinning. Sjúklingar eru útskrifaðir hundveikir og endurinnlagnir því óumflýjanlegar. Síðan má gera ráð fyrir að mistökum í meðhöndlun sjúklinga fjölgi vegna kröfunnar um aukna framleiðni og fækkun starfsfólks. Það er ekki hægt að „slökkva“ á veikindum og verkjum! Það að geta farið til læknis er að verða lúxus eða frekar forréttindi. Er virkilega svo komið á okkar góða landi? Þeir sem þurfa oftast á þjónustu lækna að halda eru fólk sem hefur misst heilsuna um lengri eða skemmri tíma. Það er þessu fólki því mikilvægt að ríkið komi ekki stöðugt í veg fyrir að hægt sé að leita sér lækninga. Það er sagt í umræðunni að hægt sé að leita til sérfræðilækna á Landspítalanum (Lsp) á meðan samningar eru ekki í höfn, en það er ekki alveg rétt. Mjög sérhæfðir sérfræðingar þurfa að hafa sín sértæku tæki og tól við höndina til lækninga, sem þýðir að göngudeildir Lsp eru ekki lausnin. Þessi aðstaða er ekki fyrir hendi á litla spítalanum okkar, jafnvel miðað við allar þær bygg- ingar sem tilheyra Lsp. Á meðan TR og sérfræðilæknar kasta boltanum á milli sín vil ég minna á sjúklingana. Enn einu sinni eru sjúklingar (sérstaklega þeir sem ekki hafa efni á því að fá lækningu meina sinna, þ.e. eldra fólkið og öryrkjar) settir á „hold“ eða bið. Ber enginn siðferðilega ábyrgð á gjörðum sínum? Við Íslendingar höfum oft misst frábæra lækna úr landi, því vegið hefur verið að starfsvettvangi þeirra endurtekið. Maður kemur í manns stað er oft sagt, en það á bara ekki alltaf við. Það skiptir máli fyrir okkur öll, hvort sem við erum sjúklingar eða ekki, að halda nauðsynlegri sérhæfðri þekkingu og þjónustu á sviði lækninga hér heima. Því eru skilaboðin til Tryggingastofnunar einföld: SEMJIÐ! Á meðan ég man: Nóg er búið að skera niður á heilbrigðissviðinu, hvernig væri að snúa sér að utan- ríkisþjónustunni? Þar myndi setn- ingin um að hagræðing (niður- skurður) þýddi betri þjónustu svínvirka! Fyrir hönd öryrkja og annarra vandamanna, ELÍSABET HARALDSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 93, 107 Reykjavík. Hvar er boltinn? Frá Elísabetu Haraldsdóttur Elísabet Haraldsdóttir JÓN Hreggviðsson spurði ekki þannig heldur hvenær maður dræpi mann. En nú kynni hann að velkjast enn frekar í vafa, jafnvel þótt hermt væri að hann hefði skotið manninn, enda er sífellt í fréttum á okkar byssubrjáluðu tímum að svo og svo margir menn hafi verið skotnir úti í heimi. Hvorki í orðabók Blöndals né held- ur í upphaflegri orðabók Menning- arsjóðs er að sjá aðra merkingu þess að skjóta mann en að það verði honum að aldurtila. Ekki tekst heldur að finna dæmi um annað í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Og Bjarti í Sumarhús- um og sveitungum hans var ljóst að sú „mannfýla sem sumir nefndu Ferdinand“ hefði ekki kembt hær- urnar eftir að hann var skotinn svo að úr varð heimsstríð, svo að aftur sé vitnað í nóbelsskáldið (og það með gæsalöppum). En nú er öldin önnur: Nú er aldrei að vita nema blessað fólkið lifi það af að vera skotið. Hér apa blaðamenn orðalag eftir amerísk- um fréttastofum sem virðast orðn- ar einu heimildir íslenskra fjöl- miðla um gang mála utanlands. Ameríkanar hafa þann (ó)sið að láta orðin „to shoot a man“ hafa þá merkingu að hleypa skoti að manni hvort sem það særir hann eða dregur hann til dauða; jafnvel álitamál hvort skotið hafi nokkurn tímann hæft hann. Í hinum byssu- vænu Bandaríkjum er ekki nema von að menn þurfi að hafa eitt safnorð um allt þetta athæfi. En við þurfum þess ekki. Á íslensku er skotið á fólk en menn eru ekki skotnir nema ljóst sé að þeir bíði allir bana. Höldum þessu tvennu aðgreindu og berum þannig lág- marksvirðingu fyrir mannslífum. ÞORKELL HELGASON, Bessastaðahreppi. Hvenær skýtur maður mann? Frá Þorkatli Helgasyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.