Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 71
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 71 „ÞAÐ er alvarlegt mál ef Dagur Sigurðsson getur ekki leikið með ís- lenska landsliðinu á Evrópumótinu í handknattleik,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðs- þjálfari í handknattleik, er hann var spurður hvað það þýddi færi svo að Dagur gæti ekki tekið þátt í EM, en hann meiddist illa í lær- vöðva á æfingu landsliðsins í vik- unni. „Dagur er landsliðinu afar mik- ilvægur á margan hátt. Hann var í góðu líkamlegu formi þegar hann meiddist, hafði leikið á æfingum. En svona er þetta á hópíþróttunum, það er alltaf sú hætta fyrir hendi að menn meiðist og þá fá aðrir leik- menn tækifæri og aukna ábyrgð, en ég vona svo sannarlega að Dagur jafni sig í tíma og geti verið með okkur á EM í Slóveníu,“ sagði Guð- mundur. Dagur hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins undanfarin ár. Elís Þór Rafnsson, sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins, sagðist ekkert vilja mála skrattann á vegginn varðandi meiðsli Dags. Alltof snemmt væri að útiloka þátttöku hans á EM, með réttri meðhöndlun væri ýmislegt hægt að gera á stutt- um tíma. Elís sagðist vona að Dag- ur yrði orðinn góður áður en slag- urinn hefst í Slóveníu 22. janúar þegar flautað verður til leiks heimamanna og Íslendinga í Celje. Alvarlegt mál ef Dagur verður ekki með á EM Morgunblaðið/Þorkell Róbert Sighvatsson, línumaður íslenska landsliðsins, brýst í gegnum svissnesku vörnina í Mos- fellsbæ í gær þar sem íslenska liðið sá aldrei til sólar í fyrstu rimmu liðanna af þremur. ÞJÁLFARI Svisslendinga, Arno Ehret, var afar ánægður í leikslok en jafnframt undrandi. „Ég er mjög hissa á að vinna, ekki síst með svona miklum mun, það er frábær árangur með þetta lið sem er ungt og Íslend- ingar hafa yfirleitt staðið okkur mun framar svo að við getum verið virki- lega stoltir,“ sagði þjálfarinn eftir leikinn en taldi íslenska liðið ekki hafa sýnt sínar bestu hliðar. „Mér sýndist íslensku leikmennirnir vera þreyttir og ég veit að þeir geta miklu betur en í kvöld. Úrslitin voru góð fyrir okkur en við vitum að ís- lenska liðið verður ekki svona á EM. Við reyndum að prófa nýja hluti í leik okkar og sjá hvað gengur upp. Við kortlögðum íslensku skytturnar ekki neitt, heldur stóð markvörður okkar sig mjög vel,“ sagði Ehret. Hissa á að vinna – sér- staklega svona stórt Í sókninni fékk boltinn ekkert aðganga, ítrekað voru tekin skot eft- ir mjög stuttar sóknir, annaðhvort voru þessi skot varin af vörninni eða markverði Sviss. Þetta leiddi til þess að Svisslendingar fengu mörg hraðaupphlaup sem þeir skoruðu úr. Þetta vandamál var fyrir hendi nærri því allan leikinn og er með öllu óviðunandi. Síðan fórum við hrikalega með mörg dauðafæri, ég held að minnsta kosti fimmtán dauðafæri hafi farið í súginn. Sú staðreynd er alveg skelfileg, við sköpuðum okkur opin færi en náðum ekki að nýta þau, skotin voru hrylli- lega léleg og svona mætti lengi telja,“ sagði Guðmundur sem ætlaði að fara ítarlega yfir leikinn sl. nótt og halda fund með leikmönnum sín- um árdegis í dag þar sem leikurinn verður krufinn til mergjar áður en þjóðirnar eigast við að nýju í Laug- ardalshöll kl. 16.30 í dag. „Skotin voru léleg, að minnsta kosti skoruðum við ekki. Þessi atriði sem ég hef farið yfir verða að vera í lagi í næsta leik. Þá virkaði liðið mjög þungt, en það er atriði sem hægt er laga, en öll þau fjölmörgu mistök og það hugarfar sem menn fóru með í leikinn er óvið- unandi. Okkar svar við þessum leik er að láta verkin tala, taka okkur saman í andlitinu í næsta leik,“ sagði Guð- mundur og bætti því við að smá já- kvæð „glæta“ hefði sést þegar leið á síðari hálfleikinn, en hún hafi ekki logað lengi. „Þá breyttum við vörn- inni í fimm plús einn og í sókninni gekk boltinn betur, um leið tókst okkur að minnka muninn þegar í óefni var komið, en síðan datt botn- inn úr aftur undir lokin. Þegar upp var staðið var sviss- neska liðið betra en við á flestum sviðum og vann sanngjarnan sigur. Þessi úrslit og leikur segir okkur það að við verðum að halda vöku okkar, þótt við höfum unnið Sviss með ell- efu marka mun fyrir tveimur árum þá er bara allt önnur staða uppi á borðinu núna. Árangur okkar og frammistaða fyrir tveimur árum hjálpar okkur ekkert inni á vellinum í dag.“ Skynjaðir þú fyrir leikinn hvað í vændum var, að menn væru ekki ein- beittir? „Ég skynjaði það ekki og kom mér á óvart þegar á hólminn var komið. Það má ekki mæta með þessu hug- arfari til næsta leiks, það er á hreinu.“ Guðmundur sagði vörnina hafa verið slaka, sérstaklega hafi hún ekki verið nægilega þétt inni á mið- svæðinu, ekki aðeins eftir að Sigfús Sigurðsson fór af leikvelli eftir um stundarfjórðung. „Þetta var vanda- mál allan leikinn, Svisslendingum tókst að „slíta“ vörnina okkar í sund- ur, þá voru leikmenn ekki nógu grimmir, við unnum fá fráköst. Þeg- ar þessar staðreyndir liggja á borð- inu þá verð ég að velta því fyrir mér með hvaða hugarfari menn koma til leiks og leikmenn sjálfir verða að líta í eigin barm. Af þessu verðum við að læra. Frammistaðan að þessu sinni er sem köld vatnsgusa framan í okkur sem við verðum að draga lærdóm af og ég veit að við munum gera það,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í hand- knattleik, og var afar vonsvikinn með leik sinna manna í heild. Eins og köld vatns- gusa framan í okkur „FRÁ fyrstu mínútu fannst mér mínir menn bara alls ekki vera tilbúnir í slaginn sem lýsti sér í því að hvorki gekk né rak í vörn- inni eða sókninni. Þessi frammi- staða var sem köld vatnsgusa framan í okkur,“ sagði Guð- mundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í hand- knattleik, eftir að hans menn voru teknir í algjöra kennslu- stund af svissneska landsliðinu, 32:25, í fyrsta vináttuleik þjóð- anna af þremur nú um helgina, en leikurinn fór fram að Varmá í Mosfellsbæ. Eftir Ívar Benediktsson Morgunblaðið/Þorkell Lok, lok og læs og allt í stáli! Antoine Ebinger, markvörður Sviss, varði í gær 25 skot í leiknum gegn Íslendingum og hér reynir Einar Örn Jónsson að koma knettinum framhjá honum.  BIRKIR Ívar Guðmundsson og Björgvin Gústafsson, markverðir, og útileikmennirnir Gunnar Berg Vikt- orsson, Bjarni Fritzson, Róbert Gunnarsson og Dagur Sigurðsson, sem er meiddur, hvíldu í leiknum gegn Svisslendingum í gærkvöldi.  RAGNHEIÐUR Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, og Davíð Björn Sigurðsson, „faðir handknatt- leiks í Mosfellsbæ“ og liðsstjóri ís- lenska landsliðsins í handknattleik í hátt í tvo áratugi, voru heiðursgestir á landsleiknum að Varmá í gærkvöldi, en þetta var í fyrsta sinn sem lands- leikur í handknattleik er leikinn í bænum. Davíð fékk viðurkenningu fyrir ómetanlegt starf fyrir landsliðið og HSÍ fyrir leikinn og afhenti Dagur Sigurðsson, fyrirliði, Davíð viður- kenninguna.  DANIEL Stephan úr Lemgo hefur verið skipaður fyrirliði þýska lands- liðsins í handknattleik. Stephan tekur við fyrirliðabandinu af félaga sínum í Lemgo-liðinu, Markusi Baur.  ENSKA knattspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra markvörð Ars- enal, Jens Lehmann og framherjann Kevin Phillips frá Southampton fyrir óíþróttamannslega hegðun í leik lið- anna þann 29. desember s.l. Þar kast- aði þýski markvörðurinn knettinum í bak Phillips eftir að leiknum hafði lokið, en Phillips er kærður fyrir að hafa stigið vísvitandi á rist Lehmann í fyrri hálfleik leiksins sem fram fór á St Marys heimavelli Southampton. Leikmennirnir hafa frest til 23. jan- úar til þess að svara fyrir fyrir sig.  ARSENE Wenger knattspyrnu- stjóri Arsenal vonast til þess að fram- herjinn Nwankwo Kanu fái leyfi frá knattspyrnusambandi Nígeríu til að mæta seinna til leiks í Afríkukeppn- ina en aðrir leikmenn liðsins.  KANU ætlaði að fara til móts við landsliðið að loknum leik Arsenal gegn Middlesbrough á laugardag en Wenger er í nokkrum vandræðum með framherja liðsins þar sem Sylv- ain Wiltord og Dennis Bergkamp eru meiddir. Wenger segir að Kanu muni ræða sín mál við sína menn og vonist til þess að geta leikið gegn Aston Villa þann 18. janúar en fyrsti lands- leikur Nígeríu á mótinu verður gegn Túnis þann 24. janúar.  FRODE Grodås fyrrum landsliðs- markvörður Norðmanna í knatt- spyrnu segir að hann hafi áhuga á því að koma á laggirnar viðburðum þar sem gömlum landsliðsmönnum yrði hóað saman í kappleik. Grodås sem er 39 ára gamall og hefur leikið yfir 50 landsleiki segir að Danir hafi nú þeg- ar slíkt lið eldri leikmanna og nú sé sett stefnan á að mæta þeim dönsku í Stjernehallen í Fredrikstad. Í danska landsliðinu fer Michael Laudrup fremstur í flokki.  MARTIN Andresen fyrirliði norska knattspyrnuliðsins Stabæk er á leið til enska úrvalsdeildarliðsins Black- burn þar sem hann verður til reynslu. FÓLKLÍNUMAÐURINN tröllvaxniSigfús Sigurðsson náði aðeinsað spila í rúmar tíu mínútur gegn Sviss í gærkvöldi. Þá rann hann til á gólfinu og fékk tak í bakið svo að gömul meiðsl tóku sig upp og Sigfús varð að fara af velli. Að sögn lækna ís- lenska liðsins er óvíst hve meiðslin eru alvarleg. Lands- liðið má illa við að missa Sigfús úr vörninni þar sem hann leik- ur stórt hlutverk og hans verð- ur einnig saknað úr sókninni en Róbert Sighvatsson, sem kom inná, stóð sig vel. Bakið brást Sigfúsi RAGNAR Óskarsson kom inn á í síðari hálfleik gegn Sviss í Mosfellsbænum í gærkvöldi en tíu mínútum fyrir leikslok lenti hann í harkalega samstuði við Reyni Þór Reynisson mark- vörð. Ragnar var á spretti eftir svissneskum leikmanni í hraða- upphlaupi en Reynir Þór geyst- ist út úr markinu, langt út á völl, til að stöðva hraðaupp- hlaupið. Báðir lágu eftir, Ragn- ar rotaðist og varð að hætta leik en markvörðurinn fékk glóðarauga og plástur. Ragnar rotaðist og Reynir fékk plástur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.