Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 75
SÖNGKONAN Beyoncé Knowles segist veik fyr- ir skyndibitafæði. Djúp- steiktir kjúklingabitar eru í sérstöku uppá- haldi. „Ég borða of mik- inn skyndibitamat og veikust er ég fyrir djúp- steiktum kjúklingabit- um frá Popeye’s – ég elska þá! Svo er ég veik fyrir súkkulaðibitakök- um og samlokum. Ég tek hvíta brauðið fram yfir það grófa og fæ ekki nóg af grilluðum ostasamlokum.“ Vegna þessa óholla mataræðis segist hún þurfa að leggja sér- staklega mikið á sig til að halda línunum í lagi. Hún segir þrýstinginn til þess líka svakalega mik- inn: „Konur eru beittar rosalegum þrýstingi, bæði í tónlistar- og kvik- myndabransanum, um að útlit þeirra sé ná- kvæmlega í samræmi við einhverja fyrirfram ákveðna uppskrift. Og hún hefur ekkert með eðlilega kjörþyngd að gera. Sjálf reyni ég eftir bestu getu að halda mig frá skyndibitafæði; gos- drykkjum, frönskum kartöflum og pítsu. En það er alls ekki auðvelt, sérstaklega þegar maður er á tónleikaferðalagi.“ Þvert á þessi ummæli hafði Beyoncé áður verið gagnrýnd fyrir að leggja sér of lítið til munns og fullyrt að hádegisverður hennar samanstæði af einni sneið af tómati og annarri af gúrku. Sjálf hefur hún samt verið ötull talsmaður þess að konur í skemmt- anabransanum beygi sig ekki undir óhóflegar útlitskröfur markaðs- sérfræðinga og auglýsenda. Á dögunum setti hún meira að segja á markað nýja fatalínu fyrir „alvöru“ konur, „með eðlilegt mittismál“. Mittismálið mál málanna Er veik fyrir djúp- steiktum kjúklingi Til þess að komast í svona rennilega galla þurfa skyndibitafíklar að vera duglegir að hreyfa sig. Reuters MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 75 Sýnd kl. 2, 5, 6, 9 og 10. B.i. 12 ára. Sýnd Kl. 8 og 10. Með ensku tali og íslenskum texta.  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“ HJ MBL  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ www.laugarasbio.is „Besta mynd ársins.“ SV MBL Yfir 60.000 gestir á 10 dögum! Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með íslensku tali.  Kvikmyndir.com„ATH! SÝND MEÐ ÍSLENS KU OG ENSKU TALI“ VG. DV ÚTSALA 38 ÞREP Laugavegi 49 / sími 561 5813 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 2.30, 6.30 og 10.30. B.i. 12 ára.  Skonrokk FM909 Sýnd kl. 2, 4 og 6. B.i. 10 ára. Sýnd kl. 2, 4 og 6. B.i. 10. Skonrokk FM909  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. www .regnboginn.is  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“ HJ MBL  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ „Besta mynd ársins.“ SV MBL Yfir 60.000 gestir á 10 dögum!Frumsýning Sýnd kl. 8 og 10. Stranglega bönnuð yngri en 16 ára Frábær rómantísk gamanmynd með ótrúlegum leikkonum VG. DV Courtney Cox, sem leikur Mon- icu í Vinum, hefur staðfest að hún gengur með fyrsta barnið sitt og eiginmannsins Davids Arquettes. Þau höfðu reynt lengi að eignast barn og hefur Cox, sem er 37 ára gömul, tvisvar sinnum misst fóst- ur … Búið er að ógilda formlega hjú- skaparheit Britney Spears og Jasons Alexanders en eins og ít- arlega hefur verið fjallað um þá giftu þau sig, að þeirra eigin sögn, í hugsanaleysi um helgina síðustu. Eitthvað virðist þó vera á milli þeirra því Alexander hætti á dög- unum með kærustu sinni til langs tíma og á að hafa lýst því yfir að hann hefði alveg verið til í að vera kvæntur poppprinsessunni áfram … Virgin-útgáfufyrirtækið er búið að reka Mel C. Út- gáfan hefur rift samningum við söngkonuna og ætlar ekki að gefa út fleiri plötur með henni eftir að síðasta plata hennar, Reason, sem kom út í fyrra, kolféll í sölu. Hún ætlar þó síður en svo að láta deigan síga og hefur þegar lýst yf- ir að hún ætli að halda áfram að gefa út tónlist hjá eigin útgáfufyr- irtæki sem hún hyggst setja á laggirnar. Mel C er hreint ekki fyrsta fyrrum Krydd-pían sem verður fyrir slíku mótlæti því Mel B, Victoria Beckham og Emma Bunton hafa allar fengið reisu- passann frá sama útgáfufyrirtæki. Victoria hefur þegar skrifað undir nýjan samning við Telstar og er búinn að gefa út nýtt lag sem fór beint í þriðja sæti breska vin- sældalistans síðasta sunnudag. Mel B hefur hins vegar ákveðið að einbeita sér frekar að því að reyna að hasla sér völl í Hollywood, eins og Geri Haliwell … Hjónaskilnaður Harrison Ford og Melissu Mathison er loksins frá- genginn, en þau voru gift í 18 ár. Þau skildu að borði og sæng árið 2001 og sóttu um lögskilnað í ágúst það árið. Síðan þá hefur Ford átt í ástarsambandi við leik- konunu Calistu Flockhart sem lék Ally McBeal í samnefndum sjónvarpsþáttum. Mathison hefur sótt um forræði yfir tveimur börn- um þeirra Fords sem eru á ung- lingsaldri … FÓLK Ífréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.