Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 57 ✝ Ásgeir Bjarnasonfæddist í Ásgarði í Dalasýslu 6. septem- ber 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 29. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Jensson bóndi og hreppstjóri, f. 14. maí 1865, d. 21. ágúst 1942, og Sal- björg Jónea Ásgeirs- dóttir ljósmóðir og húsmóðir, f. 24. nóv- ember 1870, d. 29. ágúst 1931. Ásgeir var yngstur 17 systk- ina en þau voru: Jóhanna húsmóð- ir, f. 29. júní 1891, d. 19. september 1983, Jens bóndi og hreppstjóri, f. 3. júní 1892, d. 18. desember 1955, Ásgeir (eldri), f. 26. ágúst 1893, d. 9. mars 1894, Þuríður húsfreyja, f. 29. október 1894, d. 21. júní 1931, Ósk hjúkrunarkona, f. 5. nóvember 1895, d. 20. mars 1935, Geir, f. 24. mars 1897, d. 17. janúar 1898, Daníel málari í Kanada, f. 3. júlí 1898, dánardagur óviss, Torfi læknir, f. 26. desember 1899, d. 17. ágúst 1991, Jónas, f. 3. apríl 1903, d. 6. júní 1903, Ragnar, f. 19. apríl 1904, d. 30. apríl 1904, Óskírður, f. 28. júlí 1905, d. 31. júlí 1905, Hall- fríður (eldri), f. 23. október 1906, d. 26. nóvember 1906, Hallfríður, f. 20. febrúar 1908, d. 21. mars 1911, Kjartan innheimtumaður, f. 15. júlí 1909, d. 21. mars 1982, Sigríður, f. 26. janúar 1911, d. 1. júní 1937, og Friðjón verkamaður, f. 13. ágúst 1912, d. 16. febrúar 1950. Ásgeir kvæntist 16. júní 1945 Emmu Benediktsdóttur húsfreyju, f. 29. ágúst 1916, d. 31. júlí 1952. Þau eignuðust tvo syni: a) Bjarni bóndi í Ásgarði, f. 4. júlí 1949 kvæntur Arndísi Erlu Ólafsdóttur, f. 22. janúar 1950. Börn þeirra: 1) Emma master í lífupplýsinga- tækni, f. 10. október 1973, 2) Ásgeir húsa- smíðameistari, f. 16. nóvember 1974, sam- býliskona hans er Guðrún Björk Ein- arsdóttir háskóla- nemi, f. 26. maí 1979, 3) Ingibjörg, f. 31. maí 1979 og 4) Eyj- ólfur Ingvi nemi við FVA, f. 29. mars 1984. b) Benedikt sendiherra í utanrík- isþjónustunni, f. 7. febrúar 1951. Ásgeir kvæntist 22. apríl 1954 eftirlifandi eiginkonu sinni Ingibjörgu Sigurðardóttur hús- freyju, f. 4. mars 1925. Ásgeir lauk héraðsskólaprófi frá Reykholti árið 1934 og bú- fræðiprófi frá Hólum 1937. Hann fór svo utan og lauk búfræðikandí- datsprófi frá Statens Småbruks- lærerskule Sem í Noregi 1940. Starfsmaður við Vollebekk-til- raunastöð búnaðarháskólans í Ási í Noregi og við Statens Centrala Frökontrollanstalt í grennd við Stokkhólm 1941-1942. Bóndi í Ás- garði 1943. Ásgeir var alþingis- maður Dalasýslu 1949-1959 og Vesturlandskjördæmis 1959-1978 (Framsfl.). Forseti Ed. 1973-1974, forseti Sþ. 1974-1978. 2. varafor- seti Ed. 1971-1973. Auk þess gegndi Ásgeir fjölda annarra trún- aðarstarfa í heimahéraði og á landsvísu. Meðal annars var hann formaður Búnaðarsambands Dala- manna frá stofnun þess 1947-1974 og fulltrúi þess á Búnaðarþingi 1950-1986. Fulltrúi á fundum Stéttarsambands bænda 1947- 1969. Formaður Búnaðarfélags Ís- lands frá 1971-1987. Útför Ásgeirs fer fram frá Hvammskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Í dag kveðjum við afa, upp í hug- ann koma minningar. Minningar um mann sem alltaf var til taks, mátti hvergi neitt rangt sjá, hafði alltaf tíma til að leiðbeina og visku að deila. Þessum minningum verður kannski best lýst með broti úr kvæði eftir Vil- hjálm Vilhjálmsson: Einka þér til eftirbreytni alla betri menn en mig. Erfiðleikar að þó steðji alltaf skaltu vara þig, að færast ekki í fang svo mikið, að festu þinnar brotni tré. Allt hið góða í heimi haldi í hönd á þér og með þér sé. Þau voru ófá sporin sem við eldri systkinin hlupum niður stigann til að hitta ykkur ömmu og seinna meir öll „út í hús“ eins og það var kallað eftir að þið amma byggðuð ykkur lítið hús svolítið fjær gamla íbúðarhúsinu. Til að segja sér sögu, hlýða okkur yfir eitthvað sem þér fannst að við þyrft- um að kunna eða bara til að fá eitt- hvert gotterí. Það var eins og einn af vorboðun- um engu síður en lóan þegar þú byrj- aðir að tala um að þú þyrftir að fara að standsetja hana Beggu gömlu (sem er ’61 módel af Ferguson 35) fyrir sumarið svo þú gætir farið að gera við girðingarnar. Þessar ferðir gátu stundum orðið svolítið glanna- legar og ekki allir heimilismenn jafn hrifnir af þeim. Sérstaklega er okkur minnisstætt þegar þú komst úr einni slíkri ferð fótgangandi og baðst um aðstoð því þú hafðir fest Beggu „pínulítið“ í einni mýrinni. Þegar að var komið voru bæði framhjólin á kafi, rétt grillti í annað afturdekkið en hitt stóð að mestu leyti uppúr, en svona var þetta bara, þið Begga fór- uð það sem þið ætluðuð ykkur, hvort sem það var vegur eða vegleysa fram undan og ekki var verið að gera neitt stórmál úr því. Það verður án efa erfitt að venjast því að keyra heim afleggjarann að sumarlagi og sjá þig ekki úti í garði á fjórum fótum við að gróðursetja, klippa greinar og hreinsa illgresi frá blómunum eða rölta á eftir sláttuvél- inni á flötinni fyrir framan stofu- gluggann þar sem þú vildir sem minnst gróðursetja til að hafa sem best útsýni. Það verður líka hálf skrítið að hafa þig ekki með í hey- skapnum lengur og smalamennskun- um á haustin eða yfirhöfuð alls staðar þar sem þú varst að snúast í kringum okkur og gast hjálpað til því fátt viss- irðu verra en hafa ekki eitthvað fyrir stafni. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Vort hjarta er svo ríkt af henni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Með þökk fyrir ánægjulegar stundir og gott veganesti inn í fram- tíðina Við söknum þín, afi. Megir þú hvíla í friði. Kveðja, Emma, Ingibjörg, Eyjólfur Ingvi, Ásgeir og Guðrún. Þegar komið er yfir ásinn fyrir neðan Ásgarð í Hvammssveit blasir við ein fegursta sveit landsins. Ás- garðsstapinn rís úr flatlendinu og Flóinn breiðir úr sér. Lengra til sér í Tungustapa og Sælingsdal og í minn- ingunni var allaf gott veður. Falleg- asti bærinn af öllum var og er Ás- garður. Það var mikil gleði sem gagntók okkur systkinin á hverju vori þegar þessi sýn blasti við. Fram- undan var sumar í sveitinni okkar. Sveitinni hjá Ásgeiri Bjarnasyni og Ingibjörgu – Dídí – móðursystur okkar. Alltaf var jafnvel tekið á móti okkur og við umvafin hlýju og virð- ingu sem ávallt einkenndi heimilið í Ásgarði. Þessi sumur sem við nutum ár eftir ár, langt fram á unglingsald- ur, lærðum við margt sem mótaði okkur til langframa. Það eigum við þessum heiðurshjónum að þakka. Nú þegar við kveðjum Ásgeir Bjarnason koma upp í hugann marg- ar minningar frá þessum tíma. Ás- geir var ætíð störfum hlaðinn maður. Hann var mikið fjarri heimili sínu sökum starfa sinna á vettvangi Al- þingis, landbúnaðar- og sveitar- stjórnarmála. En það var alltaf mikil tilhlökkun þegar hann gaf sér tíma til að spjalla við okkur krakkana og segja okkur sögur af mönnum og málefnum líðandi stundar og horf- inna tíma. Í gegnum hann kynntumst við sögu sveitarinnar og fornum bú- skaparháttum. Einnig kynntumst við mörgu góðu fólki sem lagði leið sína í Ásgarð en þau hjón voru höfðingjar heim að sækja. Svo má ekki gleyma öllum þeim fjölmörgu börnum og unglingum sem stöldruðu við í Ás- garði um lengri eða skemmri tíma, nutu góðs atlætis og lærðu að vinna. Já við lærðum að vinna í Ásgarði, lærðum að umgangast náttúruna og dýrin af virðingu og nutum trausts sem aldrei verður fullþakkað. Ásgeir Bjarnason var ákaflega traustur og vandaður maður. Hann flíkaði ekki tilfinningum sínum en var þrautgóður á raunastund og sannur vinur vina sinna. Það hefur fjölskylda okkar reynt enda liggja þræðir okkar samofnir á margvíslegan hátt sem ekki verður rakið hér frekar. Von- andi höfum við með vináttu okkar sýnt honum og fjölskyldu hans hversu mikils virði hann var okkur og mun alltaf verða og þökkum honum samfylgdina. Við erum miklum mun ríkari að hafa kynnst og verið samvista Ás- geiri Bjarnasyni. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Anna Guðný, Hermann Ingi, Ingibjörg og Matthildur. Látinn er í hárri elli Ásgeir föð- urbróðir minn. Hann var yngstur í stóra systkinahópnum í Ásgarði og síðastur þeirra til að kveðja þennan heim. Strax frá okkar fyrstu kynnum mat ég þennan frænda minn mikils og hann var mér ávallt kær. Ég átti því láni að fagna sem unglingur að dvelja í Ásgarði fjögur sumur og það- an á ég margar og góðar minningar. Þessi sumur fannst mér sjálfgefið að fylgja Framsóknarflokknum að mál- um. Ekki var það þó fyrir þrýsting frá húsbóndanum. Það kom einfald- lega af sjálfu sér. Ég minnist þess ekki að við Ásgeir ræddum stjórnmál þá né nokkurn tíma síðar. Það var svo margt annað sem þurfti að ræða þegar fundum okkar bar saman. Þau sumur sem ég dvaldi í Ásgarði voru búskaparhættir ekki komnir á það stig vélvæðingar sem nú er og það þurfti margar hendur til að vinna verk á stóru búi. Það var því margt í heimili yfir sumartímann á þessum árum: kaupakonur, kaupamenn, börn í sumardvöl og ættingjar og vin- ir sem komu til lengri eða skemmri dvalar. Ásgeir gantaðist oftmeð það þegar við rifjuðum upp þessa tíma að hann þyrfti eiginlega að taka saman kaupakvennatal. Einnig áttu sér samastað í Ásgarði til dauðadags gömul hjú sem höfðu verið í þjónustu heimilisins um áratuga skeið. Þarna áttu margir skjól. Það var allajafna líf og fjör á heim- ilinu og margar hendur á lofti við heyskapinn. Mér eru í fersku minni sólríkir dagar með brakandi þurrki þar sem við vorum allt að fimm konur í flekk að rifja í samstilltum takti. Á öðrum stað á túninu var skari af karl- mönnum að koma heyi í galta. En það bar líka skugga á. Sumarið 1952 lést Emma kona Ásgeirs frá tveimur ungum sonum. Þá ríkti mikil sorg í Ásgarði. Nokkrum árum síðar kvæntist Ásgeir Ingibjörgu, eftirlif- andi konu sinni, sem stýrði heimilinu með sama myndarbrag og verið hafði áður. Eins og verið hafði í tíð Bjarna afa míns var mikill gestagangur í Ás- garði og öllum tekið af mikilli rausn. Það áttu margir erindi við húsbónd- ann og kom ósjaldan fyrir að hann var kallaður heim af túni í miðjum heyönnum. Það voru komnir gestir. Okkur vinnufólkinu þótti stundum nóg um gestakomurnar en svona var þetta bara. Það þótti ekkert sjálf- sagðara en að taka á móti gestum hvenær sem var. Ásgeir var góður húsbóndi. Hann var glaðsinna og átti auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Þá hló hann oft sínum sérstæða dill- andi hlátri sem hreif aðra með. Hann hafði lúmskt gaman af að stríða okk- ur unga fólkinu en allt var það í góðu. Hann hafði fullan skilning á því að við þyrftum að lyfta okkur upp annað slagið og þá lánaði hann okkur hesta á góðum degi eða jeppann ef okkur langaði að bregða okkur á ball. En þrátt fyrir glaðvært yfirbragð var Ásgeir frændi alvörumaður. Hann var laus við alla sýndar- mennsku og kom til dyranna eins og hann var klæddur. Hann var afar traustur, ráðagóður og bóngóður enda voru honum falin mörg trún- aðarstörf um ævina og margir leit- uðu til hans um ráð og aðstoð. Hann var vinsæll og laðaði að sé fólk. Hann var fróður um menn og málefni, kunni ótal sögur og hafði gaman af að segja frá. Þegar aldurinn færðist yfir grúskaði hann mikið og minnið var enn óbrigðult þegar við hittumst síð- ast í sumar. Eftir að Bjarni sonur Ásgeirs tók við búinu byggðu þau Ásgeir og Ingi- björg sér hlýlegt hús í túnjaðrinum. Þar var gott að koma og gestrisnin söm við sig. Ásgeir átti því láni að fagna að geta dvalið heima til ævi- loka. Ásgarður var ávallt hans heimili þó að hann þyrfti að dvelja annars staðar um skeið vegna náms og þing- starfa. Þó að líkamleg heilsa hafi verið farin að gefa sig var Ásgeir ekkert á því að gefast upp. Hann greip í ýmis störf meðan stætt var. Þar kom sér vel þrautseigja hans. Andlegum kröftum hélt hann til hinstu stundar. Ég á eftir að sakna þessa heil- steypta öðlings og minnast hans oft. Ég þakka honum samfylgdina sumr- in góðu og allar samverustundir síð- an. Blessuð sé minning hans. Auður Torfadóttir. Ásgeir Bjarnason tók við búi af föður sínum að Ásgarði í Dölum und- ir lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Um það leyti var því spáð að íslenska þjóðin yrði orðin á fjórða hundrað þúsund manns við upphaf 21. aldar og bændastéttarinnar yrði að fæða þann mannskap á kjöti og mjólk. Í hlut Ásgeirs kom því að ræsa fram mýrarnar, tæknivæða búið og leggja grunninn að þeim stórbúskap sem menn sáu fyrir sér. Fáeinum árum eftir að Ásgeir tók við Ásgarðsbúinu, braut fyrirferðar- mikill snáði í Hafnarfirði á sér hand- legginn. Það reyndist honum meira happ en hann óraði fyrir. Eftir brotið var engum treyst til að tjónka við hann öðrum en frænda hans í Dölum og hann var sendur vestur. Hann kom á stórheimili þar sem bjuggu þrjár kynslóðir fólks og oftast voru 15–20 manns heimilisfastir en gestir líka fleiri en víðast hvar annars stað- ar af því að löng hefð var í Ásgarði fyrir greiðasemi við ferðalanga og höfðingslund Ásgeirs síst minni en föður hans.Vinnusemi og reglusemi ríkti á heimilinu sem stjórnað var markvisst og af festu. Sumarpiltar fengu að takast á við ný verkefni á hverju ári og nutu trausts húsbænda. En gerðu þeir sig bera að stráksskap í umgengni við menn og málleys- ingja, var gripið í taumana og þeim gefnar ótvíræðar leiðbeiningar um háttvísi í skiptum við aðra. Ásgeir sló jafnan sjálfur öll tún sem véltæk voru. Hann gerði það gjarnan snemma á morgnana, seint á kvöldin og næturnar. Þó rekja og væntanlegur þurrkur hafi eflaust ráðið nokkru um það læddist stund- um að sumarpiltum sá grunur að hann fengi engan vinnufrið á öðrum tímum. Á daginn var hann oftast kall- aður burt úr miðju verki til að sinna gestum. Það gerði hann af gleði. Mik- ið fjör var oftast við matborðið þar sem ýmis mál voru rædd. Húsbónd- inn spurði gesti spjörunum úr; þreyttist ekki á að segja sögur og var svo góð eftirherma að hann var síst eftirbátur þekktra leikara er hann hafði eftir mál ýmissa þjóðkunnra manna með viðeigandi tilburðum. Hann var líka stálminnugur jafnt á sérkennileg tilsvör, svipbrigði og at- burði. Ekki verður fjallað hér um alþing- ismanninn og bændahöfðingjann Ás- geir Bjarnason, þrautseigju hans og baráttu fyrir bættum hag bænda- stéttarinnar, sveitar og sýslu. Hins vegar skal nefnt að hann kynntist ekki aðeins hinum háleitu áætlunum eftirstríðsáranna um framtíð ís- lensks landbúnaðar heldur lifði og samdrátt hans og horfði á umskiptin í eigin héraði, sá blómlega byggð dragast upp, fólk flytja brott og ýmsa þá sem eftir voru berjast við að halda lágmarkslaunum. Fátt mun hann hafa tekið nær sér en þá þróun. Ásgeir var ekki mikið fyrir að bera tilfinningar sínar á torg en leyndi þeim hins vegar ekki þó hann felldi þær ekki alltaf í orð. Sá sem um- gekkst hann daglega kynntist jafnt viðkvæmni hans sem þykkju, hlýju sem húmor, og glensið nýtti hann einatt til að segja mönnum til en þá ósjaldan með þungri undiröldu. Síðasta hálfan annan áratug hef ég aftur verið í Dölunum af og til á hverju sumri. Við hjónin höfum þá notið gestrisni þeirra Ingibjargar og Ásgeirs, skemmtilegra frásagna og einstakrar hlýju. Ósjaldan hefur þá verið spjallað um gengna tíma og rifj- aðar upp gamlar minningar. Hand- leggsbrotið hefur með öðrum orðum komið stráksa til góða í hálfa öld. Hann og fjölskylda hans þakka því Ásgeiri Bjarnasyni allt og senda Ingibjörgu, Benedikt, Bjarna, Erlu og barnabörnunum sínar hlýjustu kveðjur. Logi Kristjánsson. Helgi og fegurð jólanna skiptir okkur öll miklu máli. Þá hugsum við meira um kirkjuna okkar, kristna trú, fjölskyldu okkar og framtíðina. Lífið hefur samt sinn gang og enginn fær því breytt. Þegar við hin vorum að kveðja síðasta ár var Ásgeir Bjarnason að kveðja þennan heim. Hann hafði lifað langa og farsæla ævi og átti því láni að fagna að geta búið á heimili sínu allt til síðasta dags. Hann var alltaf kenndur við Ásgarð í Dala- sýslu og þar undi hann sér best. Hann gegndi fjölda trúnaðarstarfa. Af margvíslegum trúnaðarstörfum bar hæst að hann var alþingismaður Framsóknarflokksins í tæp 30 ár. Á þessu ári eru liðin 30 ár síðan ég kynntist Ásgeiri sem samstarfs- manni á Alþingi. Hann var þá forseti sameinaðs þings og var því æðsti stjórnandi þingsins. Sem nýliði nálg- aðist ég hann gætilega en komst fljótt að raun um hvern mann hann hafði að geyma. Hann lét sig varða velferð mína allt frá fyrsta degi, gaf mér mörg heilræði og gaf sér góðan tíma til að ræða við mig og fræða. Hann var hógvær en hafði fastmót- aðar skoðanir á þjóðmálum þótt hann hefði ekki alltaf hátt um þær. Honum var mjög umhugað um framtíð ís- lensks landbúnaðar og íslenskra sveita en gerði sér góða grein fyrir að miklar þjóðfélagsbreytingar kæmu til með að hafa þar víðtæk áhrif. Hann stjórnaði þingfundum af mikilli lipurð og naut almenns trausts innan þingsins enda var hann sanngjarn maður og vildi greiða götu allra. Ég var varamaður hans í Norðurlanda- ráði á þessum árum. Honum var um- hugað um að ég kynntist norrænu samstarfi og sótti ég því fundi fyrir hann meir en eðlilegt gat talist. Hann sagði mér að það væri mikilvægt að unga fólkið kæmist að. Ásgeir vildi ekki binda sig við ráð- herrastól og þótt hann væri forystu- maður og fyrsti maður á lista flokks- ins í Vesturlandskjördæmi sóttist hann aldrei eftir því. Hann vildi hafa frelsi til að vera heima við í Ásgarði í þinghléum, en standa fast að baki þeim sem völdust í ríkisstjórn. Það var tekið mikið mark á því sem hann sagði og framlag hans réði oft úrslit- um í erfiðum úrlausnarefnum. Ég minnist Ásgeirs með þökk og hlýju, ég þakka honum fórnfús störf í þágu Framsóknarflokksins og margvís- legra mála sem skiptu miklu fyrir þjóðfélagið allt. Við Sigurjóna vottum fjölskyld- unni innilega samúð og biðjum góðan Guð að vernda þau í sorg og söknuði. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins. ÁSGEIR BJARNASON  Fleiri minningargreinar um Ásgeir Bjarnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.