Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 24
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavík | Smámunasemin og ná- kvæmnin úr þyrlufluginu hefur nýst Páli Halldórssyni, fyrrverandi yf- irflugstjóra hjá Landhelgisgæslu Ís- lands, vel í áhugamáli hans, en hann hefur frá unglingsárum bundið inn bækur. Nú mun Páll ásamt tveimur vön- um bókbindurun bjóða almenningi að kynnast þessu áhugamáli á nám- skeiði sem hefst á mánudaginn. Það eru Ragnar Einarsson bókbands- meistari og kona hans Guðlaug Frið- riksdóttir bókbindari sem standa að námskeiðinu ásamt Páli, og hefst fyrsta námskeiðið mánudaginn 12. janúar. Kennt verður á mánudags- kvöldum fram í miðjan mars, alls 40 kennslustundir. Ef aðsókn reynist góð verður svo boðið upp á námskeið á laugardögum. Bókbandið bjargaði tilverunni Páll þurfti að hætta að fljúga mjög skyndilega af heilsufarsástæðum, og segist alls ekki hafa verið undir það búinn að hætta svona snemma. „Þá stendur maður eftir eins og asni og snýst í kringum sjálfan sig. Maður kann ekki neitt annað í raun og veru til að hafa í sig og á, og veit ekki hvað maður á að gera við sjálfan sig. Ég hafði verið um borð í flugvélum meira og minna síðan ég var 17 ára gamall, og svo bara allt í einu var það búið. Svo bókbandið var, mundi ég segja, það sem bjargaði minni til- veru,“ segir Páll. Hann sökkti sér því í þetta áhuga- mál sitt af enn meiri áfergju, og hef- ur bundið inn fyrir sjálfan sig og vini og kunningja síðan, og deilir nú áhuga sínum víðar. Áhugi Páls á bókbandi kviknaði þegar hann var unglingur. „Ég held að það sem hafi ráðið úrslitum með það sé að ég er alveg ferlega pjatt- aður. Ég hef alltaf lesið mikið og haft gaman af því að lesa, og ef mér fannst bókin góð og vildi eiga hana þá vildi ég ekki bara að hún væri góð, heldur að hún væri líka falleg. Þannig held ég að það hafi byrjað. Svo kom bara í ljós að ég hafði mjög gaman af þessu,“ segir Páll. Ragnar bætir við að það sé alveg ljóst að smámunasemin og nákvæmnin sem Páll þurfti að sýna í þyrlufluginu komi sér líka vel í bókbandinu. „Ég hef aldrei unnið við þetta, en þetta var mitt helsta áhugamál. Ég er lítið fyrir skíðaferðir og svoleiðis vosbúð, þá vil ég heldur vera í bók- bandinu inni. Ég fékk alveg nóg af vosbúðinni í vinnunni. En þetta er mjög gefandi áhugamál, og menn geta alveg náð langt í þessu þó þeir séu ekki útlærðir bókbindimeist- arar. Svo hef ég mikið notað þetta til gjafa. Fólk getur alveg farið á nám- skeið og þegar það er búið að ná tök- um á þessu getur það farið að gera afmælisgjafir, jólagjafir og ýmsar tækifærisgjafir,“ segir Páll, og sam- þykkir hlæjandi að sennilega séu þau að þessu á kolvitlausum tíma, að gera ekki út á jólagjafamarkaðinn. „Það kemur annað haust og önnur jól,“ segir hann brosandi. Opin vinnustofa fyrir áhugasama Ragnar segir að þrímenningarnir geri sér enga grein fyrir því hversu margir hafi áhuga á því að koma á námskeiðið, en það verði haldið, sama hvað tauti og rauli. „Ef það mæta fáir fá þeir sem mæta bara betri kennslu, við gerum okkur grein fyrir því að huggulegheit og góð kennsla eru besta auglýsingin, þetta kemur hægt og rólega maður á mann. En þetta á náttúrlega að verða meira heldur en námskeið. Það verða þarna kvöldnámskeið, en síðan ætlum við að hafa þarna opna vinnustofu þar sem er hægt að taka í band fyrir Pétur og Pál.“ Á námskeiðinu verður byrjað hægt og bækur fyrst bundnar inn í gerviefni áður en farið er út í leð- urbindingar. Fólk getur þá bundið inn uppáhaldsbækurnar sínar, hvort sem það eru gamlar sögubækur, góð kilja, minningabók eða upp- skriftabók. Einnig er hægt að gera við gamlar bækur sem farnar eru að láta á sjá. „En við ráðleggjum fólki ekki að byrja á því að reyna að binda inn mestu gullin sín, það er betra að æfa sig á einhverju öðru fyrst, sögu- bókum, orðabókum, biblíunni eða hverju sem er,“ segir Ragnar. Á námskeiðinu má reikna með að binda inn fjórar til sex bækur svo nægur tími er til að æfa sig áður en uppáhaldsbókin kemst í nýja kápu. Það er heilmikil listsköpun fólgin í bókbandinu, segir Guðlaug. „Svo er þetta svo mikið mótvægi við tölvuna, hraðann og allan nútímann. Það er svo mikil hvíld að komast í þetta, fara í svona sköpunarvinnu, gamalt handverk.“ Fyrrverandi yfirflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni kennir fólki að binda inn uppáhaldsbækurnar Miðlar af mikilli reynslu sinni af bókbandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Gamalt og gott: Bókapressan hans Páls (t.v.) er frá því í fyrra stríði, en Ragnar (t.h.) segir það ekki koma að sök, tæknin sé enn sú sama. Reykjavík | Sala á íbúðum í nýjum fjölbýlishúsum í 101 Skuggahverfi og Suðurhlíð 38 gengur samkvæmt áætlun, og hefur þegar verið gengið frá sölu á þriðjungi íbúða í Skugga- hverfinu og rúmum helmingi í Suð- urhlíð. Byggingar í Skuggahverfi eru hæst komnar upp á 13. hæð og bygg- ingarframkvæmdir á áætlun, segir Einar Halldórsson, framkvæmda- stjóri 101 Skuggahverfis. Búið er að ganga frá sölu á rúmum þriðjungi íbúða, en þær verða samtals 79 í þessum áfanga. Einar segir eftirspurnina svipaða og búist var við. „Við erum ágætlega ánægðir. Íbúðirnar verða afhentar í september svo þetta telst vera hröð byrjun á sölu. Íbúðir á þessum fjöl- býlishúsamarkaði fara yfirleitt ekki að seljast fyrr en lengra er komið.“ Hann segist reikna með því að lokið verði við sölu íbúðanna fyrir árslok, sem er heldur á undan áætlunum. Stærri íbúðir seljast betur Bygging nýs fjölbýlishúss í Suð- urhlíð 38 gengur einnig vel, og er byrjað að afhenda fyrstu íbúðirnar. Jón Valur Smárason, framkvæmda- stjóri Gígants, segir sölu á íbúðunum hafa gengið nokkuð vel og áætlanir geri ráð fyrir því að allar íbúðir verði fullkláraðar í byrjun apríl, og þá verði sölu að mestu lokið. „Þetta [sala íbúðanna] er svona samkvæmt áætlun, nema það er reyndar það sem hefur komið á óvart að stærri íbúðirnar hafa selst meira en þær minni, það virðist vera meiri eftirspurn eftir þeim. Það hefur bara verið vöntun á þessum íbúðum á markaðinum,“ segir Jón Valur. Sala á lúxus- íbúðum á áætlun Seltjarnarnes | „Ég held að það sé mjög mik- ilvægt að ala börn upp í þeirri hugsun að það sem er að gerast í vistkerfinu annars staðar í heiminum skipti okkur öll mjög miklu máli. Eins með mannréttindi og lýðræði, þetta eru sammannlegir hlutir sem koma öllum við,“ seg- ir Árni Árnason, kennari í Mýrarhúsaskóla og höfundur, en hann hefur stýrt starfi sem tengir nám nemenda í skólanum við alþjóðlega strauma og stefnur. Mýrarhúsaskóli er fyrsti íslenski skólinn sem tekur þátt í svokölluðu ASP-neti, sem er alþjóðlegt samstarfsnet skóla sem vilja starfa í anda UNESCO, Menningarstofnunar Samein- uðu þjóðanna. Í grundvallaratriðum felst starfið í því að koma þemum frá UNESCO tengdum alþjóða- samstarfi, mannréttindum, lýðræði, umhverf- ismálum og gildi ólíkra menningarverðmæta inn í daglega starfsemi skólans. Markmiðin eru margþætt, t.d. að efla alþjóð- lega hugsun nemenda, hvetja til samstarfs á þjóðlegum og alþjóðlegum grundvelli og auka gæði kennsluaðferða og námsefnis. Nemendur verða varir við þennan alþjóð- lega brag á ýmsan hátt, segir Árni. Hann tekur dæmi um heimsminjaskrá UNESCO og hvern- ig hún er notuð í náminu. „Þar eru bæði nátt- úrufræðileg og menningarleg fyrirbæri sem eru samþykkt inn á þessa skrá. Við tökum upp öðru hverju eitthvað sem tengist því sem við erum að fjalla um í sögu, landafræði eða nátt- úrufræði. Þá er mjög hentugt að taka upp eitt og eitt svona fyrirbæri og kynna. Við erum með efni til þess frá UNESCO og fræðibækur á bókasafni sem gefa okkur möguleika á að tengjast þessum fyrirbærum,“ segir Árni. Varðveisla dýrategunda Í Mýrarhúsaskóla er mikið fjallað um mik- ilvægi þess að varðveita dýrategundir, og m.a. notaðar úrklippur og blaðagreinar til að tengj- ast líðandi stundu. Árni segir mikilvægt að markmið ASP-skólanna séu fléttuð inn í al- mennt skólastarf og séu ekki bara átaksverk- efni sem standa stutt. „Það sem mér finnst best í þessu er þessi möguleiki á að útvíkka það sem við erum að gera dagsdaglega, þetta er bara bónus við allt sem okkur er ætlað að gera. En engu að síður erum við með átaksverkefni líka og við verðum með þemadaga í mars sem koma til með að tengjast vatninu og vatnsbúskap. Þannig að þetta tengist mjög því sem UNESCO er að bjóða upp á þar,“ segir Árni. Lögð er áhersla á að fara í ákveðin hugtök sem eru í blöðunum á hverjum degi, svo sem eins og hugtakið útrýmingarhætta, og unnið með þau hugtök í t.d. lestri og skrift. Aðrir skólar geta notið góðs af brautryðj- andastarfi Mýrarhúsaskóla, og er Árni orðinn samhæfingaraðili fyrir starfið hér á landi. Kostnaðinum við verkefnið segir Árni að hafi verið stillt í hóf, en hann sé á bilinu hálf til ein milljón á ári fyrir Mýrarhúsaskóla þar sem hann leiði starfið, en sé miklum mun minni fyr- ir aðra skóla sem vilja taka þátt. Sameinuðu þjóðirnar veita ekki styrki vegna þátttöku í verkefninu, en styðja frekar við gerð efnis sem þátttakendur geta nýtt sér. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fléttað saman: Árni Árnason og krakkarnir í Mýrarhúsaskóla nota meðal annars blaðagreinar til að tengja námið líðandi stund og vinna ýmis verkefni út frá alþjóðlegu sjónarhorni. Taka þátt í alþjóð- legu samstarfi „Best í þessu er þessi möguleiki á að útvíkka það sem við erum að gera dagsdaglega“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.