Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 39
FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 39 Karlarnir í hópnum eru saman ísaumaklúbbi sem þeir kallaFlakkarana. Flestir þeirra eru fyrrum skólafélagar úr Versló en árið 1973 ákváðu þeir að stofna klúbb. Hjónin Áslaug Björg Viggósdóttir, skrifstofustjóri Geislavarna ríkisins og formaður Hringsins, og Guð- mundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Spron, fóru með flökkurunum til Ítal- íu. Með ferðalaginu voru þeir að halda upp á þrjátíu ára afmæli Flakk- aranna. Ítalíuferðin er langt frá því að vera eina utanlandsferð klúbbsins því fyrir fimm árum, á 25 ára afmæli klúbbsins, var farið til Barcelona og fyrir tíu árum síðan var farið til Par- ísar. Karlmennirnir, sem eru, eins og postularnir, tólf að tölu, eru nú að heita má komnir yfir miðjan aldur og hafa verið vinir frá unglingsárum. Mikil samheldni er innan hópsins og að sögn Áslaugar er það örugglega mjög sérstakt meðal karla hve vel þessum hópi hefur tekist að rækta vináttuna öll þessi ár. Starfsemi hópsins er nokkuð skipulögð. Á haustin liggur vetrardagskrá klúbbs- ins fyrir og hittast piltarnir svo á þriggja vikna fresti, gjarnan á mið- vikudagskvöldum, heima hjá þeim til skiptis. Fráfarandi stjórn tilnefnir þá sem taka við stjórnarstörfum á fyrsta fundi vetrarins og síðasti vetr- ardagur er alltaf frátekinn hjá þess- um hópi fyrir lokafundinn sem hald- inn er með tilheyrandi matarveislu. Þá bjóða þeir eiginkonunum að vera með. Auk þess eru ýmsar skemmt- anir og ferðir skipulagðar árlega fyr- ir fjölskyldurnar. Þegar þeir eru spurðir út í hannyrðir, verður fátt um svör. Í stað þess að sauma út segjast þeir vera meira fyrir að sauma hverj- irað öðrum. Ormurinn langi Ferðalagið stóð í viku hjá þeim Ás- laugu og Guðmundi. Hópurinn flaug til Bologna þar sem biðu átta bíla- leigubílar. Lagði svo „ormurinn langi“, eins og bílafloti Flakkaranna var kallaður í ferðinni, af stað í bíla- lest til Pescantina, um 150 km leið. Hvernig bjugguð þið ykkur undir ferðina? „Flakkararnir höfðu að sjálfsögðu allt skipulag á sínum herðum og út- bjuggu m.a. bók með upplýsingum um ferðatilhögun, borgina Veróna og um gististaðinn Villa Quaranta Park Hotel, sem er rétt fyrir utan Veróna, ásamt ýmsum öðrum upplýsingum sem hópurinn hafði bæði gagn og gaman af.“ Hvernig var aðbúnaðurinn? „Villa Quaranta Park Hotel er eins konar herragarður, hreint yndislegur staður. Um er að ræða lúxushótel í eigu Tommasi-fjölskyldunnar, sem er heimsfrægur vínframleiðandi. Hót- elið var upphaflega byggt sem kastali á 17. öld, en er í dag hótel með öllum nútíma þægindum, eins og best verð- ur á kosið. Á hótelinu er líkamsrækt- arstöð, sána, tyrknesk gufa, sundlaug og mörg önnur afþreying. Mjög góð- ur veitingastaður er á hótelinu og ýmsir salir eru þar fyrir einka- samkvæmi. Hótelið er vel í sveit sett í Pescantina-héraðinu, aðeins tólf kíló- metra frá Gardavatninu fræga.“ Hvernig höguðuð þið ferðalögum út frá hótelinu? „Þessir dagar voru fljótir að líða. Við byrjuðum á því að skoða vínekrur og vínkjallara Tommasi-fjölskyld- unnar og þar smökkuðum við á hin- um ýmsu víntegundum sem þar eru framleiddar. Að auki fór hópurinn svo í ýmsar ferðir. Veróna var að sjálfsögðu heimsótt enda fræg fyrir sögu, listir og menningu. Veróna er einstök borg með fagrar byggingar og eitt þekktasta kennileiti borg- arinnar er án efa hringleikahúsið Arena. Yndislegt er að rölta um borg- ina og skoða mannlífið. Við keyrðum með fram Gardavatninu og skoð- uðum okkur þar um, m.a. leigðu nokkrir félaganna sér bát og sigldu um vatnið. Nokkrir úr hópnum fóru í dagsferð til Feneyja á meðan aðrir skoðuðu skíðastaði í nærliggjandi fjöllum. Golfáhugamenn innan hóps- ins fundu sér svo auðvitað afþreyingu við hæfi á svæðinu.“ Hvað um veitingastaði? „Á hótelinu sjálfu er mjög góður veitingastaður. Þar eru litlir, fallegir salir sem við gátum haft út af fyrir okkur og þar borðuðum við nokkrum sinnum, enda reyndist maturinn ein- staklega góður. Veróna og svæðið þar í kring er að sama skapi sér- staklega spennandi fyrir sælkera. Stjórn Flakkaranna, sem í voru Knútur Signarsson, Ari Bergmann Einarsson og Egill Ágústsson, var búin að afla sér upplýsinga og und- irbúa komu okkar á nokkra veit- ingastaði og voru þeir hver öðrum betri. Við borðuðum m.a. á Osteria La Fontanina, litlum stað og mjög skemmtilegum. Annar staður, sem við borðuðum á, heitir Bottega del vino, frábær staður með góðum ítölskum mat og miklu úrvali vína. Að sjálfsögðu borðuðu svo Flakkararnir, postularnir tólf, á veitingastaðnum 12 Apostoli, sem er í 300 ára gamalli kapellu, skammt frá Piazza Erbe torginu. Í kjallaranum þar á bæ fund- ust fyrir nokkrum árum rómverskar rústir sem taldar eru eiga rætur að rekja til rómversks hofs frá því 50 ár- um eftir Krist.“  EFTIRMINNILEG FERÐ|Bjuggu til bók með upplýsingum um ferðatilhögun Flakkararnir fóru til Ítalíu Flakkararnir: Nokkrir meðlima saumaklúbbsins ræða hér við Pierangelo Tommasi vínframleiðanda. F.v. P. Tommasi, Ari Bergmann Einarsson, Eg- ill Ágústsson, Knútur Signarsson og Sigurjón Sigurðsson. Eiginkonurnar: F.v. Hildur Einarsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Kristín Waage, Ólöf Erla Óladóttir, Sigurlaug Jónsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Hólmfríður Sigurjónsdóttir og Áslaug Viggósdóttir.  Vefsíða hótelsins: www.villaquaranta.com Veitingastaðir: Osteria La Fontanina Portichetti Fontanella 3, Verona Sími: 045-917144 Bottega del vino Via Scudo di Francia 3 Verona Sími: 045-8004535 Hótelið: Villa Quaranta Park er lúxushótel í eigu Tommasi-fjölskyldunnar. Hjónin Áslaug Björg Viggósdóttir og Guð- mundur Hauksson fóru ásamt saumaklúbbi Guðmundar í eftir- minnilega ferð til Ítalíu síðastliðið haust. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Útsala útsala Seltjarnarnesi, sími 561 1680 Kringlunni, sími 588 1680. iðunn tískuverslun KRINGLAN SÍMI 588 7230 TÖSKUR, SLÆÐUR, HANSKAR OG ÚR* ÚTSALA www.leonard.is *af völdum úrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.