Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Reyndu svo að vera dugleg við að læra „skítkastið“ Solla litla. Viðhorf múslíma til Vesturlanda Gífurlega áber- andi vandamál Í næstu viku verðurhaldið námskeið sember yfirskriftina „Ísl- am, Vesturlönd og lýð- ræði“ og er ætlað al- menningi. Þetta er fimmta námskeiðið sem Magnús Þ. Bernharðsson kennir fyrir Endur- menntun. – Hvað felur yfirskrift- in í sér? „Hún felur geysimargt í sér en megintilgangur námskeiðisins er að kanna í sögulegu ljósi samskipti múslíma við Vesturlandabúa og sér- staklega hvernig múslím- ar hafa upplifað vestræn samfélög, hugmyndafræði og pólitískar stefnur. Á síðustu 200 árum hefur verið gífurlega mikil umræða meðal múslíma, til dæmis í Mið- Austurlöndum, að hve miklu leyti eigi að sporna við áhrifum frá Vesturlöndum eða hvort eigi að tileinka sér afurðir Vestur- landanna.“ – Skipulag námskeiðisins? „Við munum byrja að skoða helstu mál dagsins í dag þ.e. stríðið gegn hryðjuverkum, hug- myndir um átök siðmenningar- svæða og hvort eða hvernig eigi að koma á lýðræðislegum sam- félögum í Mið-Austurlöndum, nú einna mest áberandi þessa dag- ana í Írak. Svo greinum við að- eins forsöguna að þessum mál- um og gegnum skrif múslíma, til að mynda Jamal al-din Al-Afgh- ani, Fatima Mernissi, Rifáa al- Tahtawi, Sayyid Qutb og Osama bin Laden, til að meta hvernig þau hafa túlkað atburði og stjórnmálaþróun Vesturlanda svo sem heimsvaldastefnuna og aukna þátttöku kvenna í sam- félaginu. Við munum semsé skoða bæði jákvæð og neikvæð viðhorf til Vesturlanda. Á meðan við skoðum viðhorf múslíma gagnvart Vesturlandabúum munum við einnig ræða um við- horf okkar gagnvart samfélögum múslíma.“ – Er hér vaxandi heimsvandi á ferð? „Já, þetta er mál sem orðið er gífurlega áberandi og mikilvægt á síðustu fjórum árum bæði í Bandaríkjunum, Evrópu svo og í Mið-Austurlöndum og í Asíu. Blikur eru á lofti og spennan er mikil. Það er einkennilegt að nú á þessum tímum þegar við lítum svo á að heimurinn sé að skreppa saman og við æ upplýst- ari um heimsbyggðina, þá ber einnig á því að fordómar og mis- skilningur vaði uppi hvert sem litið er. Fordómarnir beinast í báðar áttir ef má orða það þann- ig og spyrja má hvort fordóm- arnir hafi aukist í sama hlutfalli og aukin nálægð og samskipti þjóðanna. Því miður virðist það stefna þannig að gjáin stækki sí- fellt milli heimshlutanna og of- beldi sé látið tala frekar en aðr- ar aðferðir. Það er erfitt að segja til um hvort þetta sé tifandi tímasprengja en stað- an er þó sýnu verri en hún var fyrir um 10 árum síðan. Að mínu mati stafar þessi spenna og for- dómar af ákveðinni fáfræði og misskilningi og þetta námskeið á vegum Endurmenntunar er ein- mitt ætlað til þess að halda uppi umræðu hér á landi um þessi mál. Við Íslendingar erum hluti af alþjóðasamfélaginu og erum þar af leiðandi virkir þátttak- endur þar og það er okkur öllum í hag að alþjóðasamskipti okkar séu umburðarlyndari og opnari og hér ríki trúfrelsi eins og stjórnarskrá og söguleg hefð okkar gerir ráð fyrir.“ – Geta hóparnir ekki lifað í sátt og samlyndi? „Vissulega er það hægt. Það eru mörg dæmi um það úr sög- unni þar sem múslímar hafa átt góð samskipti við Vesturlanda- búa og gagnkvæmt. Í Frakk- landi, Bretlandi, Þýskalandi, og í Bandaríkjunum búa nú orðið stórir hópar af múslímum sem eru góðir og gildir þegnar sam- félagsins og taka virkan þátt í því. Sömu sögu er að segja um íslenska múslíma. Það eru ekki allir múslímar eins og Osama bin Laden, svo sannarlega ekki. En til að geta lifað í sátt og sam- lyndi og friður og gagnkvæm virðing ríki, er nauðsynlegt að allir aðilar séu sáttir og treysti hver öðrum.“ – Er vandinn pólitískur eða trúarlegur? „Það er erfitt að greina þar á milli á stundum. Fyrir vel flesta er þetta pólitískt mál með trúar- legu ívafi en fyrir aðra er þetta trúarleg spurning sem hefur pólitískt yfirbragð. Það er oftast ómögulegt að skilja þarna að en að mínu mati eru vel flestir þeir róttæku hópar, sem hafa til dæmis komið fram á Mið-Aust- urlöndum, pólitískar hreyfingar, sem hafa mjög skýr pólitísk markmið en skírskota til trú- arinnar eða túlkun þeirra á trúnni til að réttlæta eigin að- gerðir.“ – Hvað hafa múslímar á móti Vesturlandabúum? „Múslímar, margir hverjir, sjá Vestur- landabúa sem ríka, spillta, trúlausa, hrokafulla og ofbeldis- fulla heimsvaldaherra sem hafa með reglulegu millibili haft gróf afskipti af samfélögum múslíma til að efla eigin hags- muni. Þannig hafi Vestur- landabúar komið í veg fyrir að samfélög múslíma þróist með eðlilegum hætti eða á þeim hraða og forsendum sem væri þeim eðlilegastur eða ákjósan- legastur.“ Magnús Þ. Bernharðsson  Magnús Þ. Bernharðsson fæddist 7. desember 1966, lauk BA-prófi frá Háskóla Íslands 1990, og doktorsprófi frá Yale University í sögu Mið-Austur- landa árið 1999. Er nú lektor í nútímasögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachussets í Bandaríkjunum. Magnús er giftur Margaret McComish lög- manni og eiga þau tvö börn, Bernharð og Karen Magneu. …og aukna þátttöku kvenna í sam- félaginu GUÐJÓN Friðriksson sagnfræðing- ur hefur hafið heimildasöfnun vegna ritunar ævisögu Hannesar Hafstein á vegum Eddu útgáfu hf., en stefnt er að því að bókin komi út haustið 2005. Í ár eru 100 ár liðin frá því Ís- lendingar fengu heimastjórn og inn- lendan ráðherra með búsetu á Ís- landi, en Hannes Hafstein var fyrsti íslenski ráðherrann. Guðjón segir að vegna þessa verði Hannes mikið í sviðsljósinu á árinu, hann hafi heyrt af áhuga margra, ekki síst afkom- endum Hannes- ar, á að ráðist yrði í ritun ævi- sögu ráðherrans og því hafi hann ákveðið að skrifa ævisögu hans. „Ég er byrjað- ur á fullu í heim- ildarvinnu,“ segir Guðjón og segist reikna með að sag- an verði skráð í eitt bindi. Hann ger- ir meðal annars ráð fyrir að fara í heimildasöfnun til Kaupmannahafn- ar á árinu og segir að bókin verði unnin á svipaðan hátt og fyrri ævi- sögur sínar. Þess skal getið að á árunum 1961- 64 kom ævisaga Hannesar Hafstein eftir Kristján Albertsson út í þrem- ur bindum hjá Almenna bókafélag- inu. Guðjón Friðriksson skrifar ævisögu Hannesar Hafstein Guðjón Friðriksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.