Morgunblaðið - 10.01.2004, Page 16

Morgunblaðið - 10.01.2004, Page 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ DONALD J. Johnston aðalfram- kvæmdastjóri OECD, efnahags- og framfarastofnunarinnar, segir að mikilvægt sé að Ísland verði minna háð útflutningi sjávarafurða í fram- tíðinni; að útflutningstekjur lands- manna hvíli á fleiri stoðum. Hann segir í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins að uppbygging í áliðnaði hjálpi þar til auk þess sem hann tek- ur undir þá von manna að iðnaður geti byggst upp í kringum áliðnaðinn hér á landi, eins og gerst hafi í öðrum löndum. Þetta var á meðal þess sem Johnston ræddi á fundum sínum með íslenskum ráðamönnum í heim- sókn hans hér á landi, en Johnston hvarf af landi brott í gærmorgun eft- ir þriggja daga dvöl. Aðspurður segist Johnston hafa notið dvalarinnar, hún hafi verið mjög vel skipulögð og hann hafi átt marga góða fundi. Mikilvægastur þeirra hafi verið 40 manna fundur hans með stjórnendum og embætt- ismönnum hérlendum sem þátt taka í nefndarvinnu á vegum OECD. „Það er mikilvægt fyrir OECD að aðalframkvæmdastjórinn komi öðru hverju til höfuðborga aðildarland- anna, því störf okkar tengjast svo mörgum sviðum opinberrar stjórn- sýslu. Eina leiðin til að hitta alla er því að koma í heimsókn, það er ekki hægt að ætlast til þess að allir komi til okkar til Parísar.“ Johnston kveðst ferðast mikið starfs síns vegna. „Ég hef ekki kom- ið til Íslands frá því að ég varð aðal- framkvæmdasstjóri árið 1996. Ég kom hingað síðast árið 1994. Ég hefði hinsvegar átt að koma fyrr, en ég kem ekki nema mér sé boðið.“ Johnston segir að sumir þarfnist OECD meira en aðrir. „Það er mis- munandi hve lengi ég dvelst í hverju landi. Sum lönd þarfnast OECD meira en önnnur. Til dæmis hin nýju ríki þar sem markaðshagkerfi er að þróast. Það eru lönd sem vilja fá okk- ur til dæmis til að hjálpa til við end- urbætur á efnahagskerfinu og slíkt. Á sunnudaginn fer ég til Tyrklands sem er eitt aðildarlandanna. Tyrk- land er land sem getur haft mikið gagn af OECD.“ Hefur það gefið þér nýja sýn á landið að koma hingað í eigin per- sónu? „Við höfum manneskju hjá stofn- uninni sem fylgist með efnahagslíf- inu á Íslandi frá degi til dags, og hún heldur mér upplýstum. En það er gott að koma og hitta lykilfólkið á staðnum. Ég hef rætt við núverandi og væntanlegan forsætisráðherra og ég fékk góða tilfinningu fyrir því hvert þeir eru að stefna. Það var mjög gagnlegt og var vonandi gagn- legt fyrir þá líka að hitta mig.“ Johnston segir að það hafi einnig verið gott að fá að heyra frá fyrstu hendi allt varðandi uppbygginguna við Kárahnjúka og á Reyðarfirði. Hvernig er útlitið fyrir íslenskt efnahagslíf á næstu árum? „Hagvöxtur er að aukast eftir milda niðursveiflu. Peningamála- stefnan er að ganga vel upp, verð- bólga hefur lækkað mjög mikið og atvinnuleysistölur eru mjög lágar. Það er umtalsverð erlend fjárfesting í landinu nú, einkum í álframkvæmd- um, og það þarf að passa að hagkerf- ið ofhitni ekki. En útlitið er jákvætt.“ Er Ísland til fyrirmyndar að ein- hverju leyti innan OECD? „Já, í ákveðnum hlutum. Þetta er lítið hagkerfi, sem þýðir samt ekki að það sé ekki hægt að læra af því. Stór hagkerfi geta lært margt af litlum hagkerfum á ýmsum ólíkum svið- um.“ OECD hefur látið stjórnunarhætti fyrirtækja sig varða og gaf út skýrslu árið 1999 um málið. Johnston segir að skýrslan hafi kom- ið út áður en hneykslismálin sem skekið hafa markaði í Bandaríkjun- um og Evrópu komu fram. „Við hugsuðum skýrsluna á sínum tíma aðallega sem leiðbeiningar fyrir þró- unarlöndin og ung markaðshagkerfi. Eftir að hneykslismálin urðu kom sú krafa fram að skýrslan sem við gáf- um út yrði yfirfarin og henni breytt til að taka á þeim vandamálum sem komið höfðu fram. Nú hefur nefnd verið að störfum við að uppfæra skýrsluna og breyta henni og hún mun koma út á næstu dögum til kynningar.“ Eru líkur á að við eigum eftir að sjá fleiri stór hneykslismál fyrir- tækja í fleiri löndum á næstunni. Eða er þessu að linna? „Hvernig get ég vitað það. Hins- vegar á endurskoðendastéttin eftir að þurfa að þola fleiri áföll.“ Hvernig starf er það að vera aðal- framkvæmdastjóri OECD? „Þetta er eitt allra áhugaverðasta starf á alþjóðavettvangi sem til er. Það snertir svo mörg atriði almanna- heilla, og almennrar stjórnsýslu. Til þess að vera í því þarf maður að hafa áhuga á pólitík, en ástæðan fyrir því að ég fór út í pólitík á sínum tíma (Johnston var þingmaður og ráð- herra í Kanada 1978-1988) var áhug- inn á að vera í hringiðunni á hverjum tíma. Starf OECD snertir á öllu mögulegu, þjóðhagfræði, stjórn- sýslulegum þáttum, viðskiptum, landbúnaði, fiskveiðum, sjálfbærri þróun og svo mætti lengi telja. Þetta er frábært starf.“ Fjölga þarf stoðunum Aðalframkvæmdastjóri OECD, Donald D. Johnston, segir að horfur séu jákvæðar í efnahagslífinu hér á landi. Þóroddur Bjarnason hitti Johnston að máli. Morgunblaðið/Jim Smart Donald J. Johnston segir að starf sitt sé eitt hið allra besta sem til er. INNAN vébanda OECD eru 30 að- ildarþjóðir sem eiga það sameig- inlegt að hafa lýðræðislega stjórnarhætti og markaðs- hagkerfi. Með virku sambandi við 70 aðrar þjóðir, frjáls fé- lagasamtök og borgaraleg sam- tök, er stofnunin með alþjóðlega yfirsýn. OECD er best þekkt fyrir margvíslegt útgefið efni og töl- fræðilegar upplýsingar. Starf stofnunarinnar nær yfir hag- fræðileg og félagsleg málefni, allt frá þjóðhagfræði til viðskipta, menntunar, þróunar, vísinda og nýsköpunar. 30 aðildar- þjóðir tobj@mbl.is Ásgrímur Halldórsson SF landaði 240 tonnum af síld á Höfn í vikunni og er þetta fyrsta síldin sem landað er á árinu. Þetta var stutt veiðiferð því skipið hélt til veiða kl. 17 daginn áður. Aflinn fékkst í tveimur köstum í Hornafjarðardýpi og er blandaður en fer allur í vinnslu að sögn Gunn- ars Ásgeirssonar, stjórnarformanns hjá Skinney-Þinganesi hf. Hnúfu- bakur hugðist gæða sér á síldinni í nótinni og reif hana talsvert. Jóna Eðvalds landaði síðar í vik- unni 140 tonnum af síld sem fékkst á Vestfjarðamiðum. Jóna hefur verið í vélarupptekt síðan í desember en er nú til í slaginn. Skinnney-Þinganes á eftir 800 tonn af síldarkvóta og segist Gunnar hafa hug á að ná honum áður en skip- in fara til loðnuveiða. „Það hefur ver- ið nokkuð góð loðnuveiði norðaustur af Langanesi svo hún hlýtur að fara að ganga hér suðureftir,“ segir Gunnar. Hann segir markaði fyrir loðnuafurðir lofa góðu en alltaf sé erfitt að segja til um Japansmark- aðinn fyrr en vitað sé hvað menn hafa í höndunum. Japanir eru sem kunnugt er mjög nákvæmir á hrognafyllingu loðnunnnar sem þeir kaupa en verðið er gott. Gallinn við Rússlandsmarkað er sá að þar er verslað í bandaríkjadollurum en sá gjaldmiðill er erfiður um þessar mundir að sögn Gunnars. Morgunblaðið/Sigurður Mar Ásgrímur Halldórsson við bryggju. Það var þröngt í höfninni og allir bátar í landi. Nú viðrar betur og flestir eru farnir á sjóinn aftur. Nýárssíldinni landað á Höfn Hornafirði. Morgunblaðið. ÍSFISKSKIPIÐ Björgúlfur EA veiddi alls 5.000 tonn á árinu 2003 og nam aflaverðmætið rúmum 526 milljónum króna (FOB-verðmæti). Þetta er mesti afli sem skipið hef- ur komið með að landi á einu ári og kemur fram á vef Samherja að sennilega sé hér um að ræða mesta aflaverðmæti sem íslenskur ísfisktogari hefur skapað á einu og sama árinu. Afli skipsins var að langstærst- um hluta þorskur, eða um 3.600 tonn. Þá veiddi skipið um 650 tonn af ýsu, 350 tonn af ufsa, rúm 200 tonn af karfa og samtals um 200 tonn af öðrum tegundum. Aflinn fór nær allur til vinnslu í starfs- stöðvum Samherja á Dalvík og Stöðvarfirði. Hörkutarnir inni á milli „Heilt yfir má segja að veið- arnar á árinu hafi gengið vel og al- gerlega stóráfallalaust,“ segir Sig- urður Haraldsson, skipstjóri á Björgúlfi EA. Hann segist sáttur við afraksturinn en þó sé erfitt að beita samanburði á milli ára í seinni tíð, því rekstrarumhverfið hafi breyst svo mikið. „Það má eig- inlega segja að þetta sé rólegt líf hjá okkur á köflum en svo koma hörkutarnir inn á milli og þá verða vaktirnar stundum langar. En ég er með gott skip og góða áhöfn sem veit um hvað þetta snýst og það hefur auðvitað sitt að segja,“ segir Sigurður. Björgúlfur EA er nú í annarri veiðiferð sinni á nýju ári, á Vest- fjarðamiðum. Metafli hjá Björg- úlfi EA„ÞAÐ er full ástæða til þess að hvetja til fiskáts. Jákvæðu áhrifin eru mun meiri en þau neikvæðu og þar skipta Omega 3-fitusýrurnar mestu máli,“ segir Sjöfn Sig- urgísladóttir, forstjóri Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins. Þetta segir hún í kjölfar birt- ingar rannsókna bandarískra vís- indamanna í vísindatímaritinu Science, þar sem segir að svo mikil eiturefni séu í eldislaxi, einkum frá Norður-Evrópu, að borði menn slík- an fisk oftar en einu sinni í mánuði aukist hugsanlega hættan á því að þeir fái krabbamein. Sjöfn segir að vissulega væri betra að fiskurinn væri án þessara eiturefna, en ekki sé annað að sjá en magnið sé innan þeirra marka sem talin eru í lagi. „Það er verið að rannsaka inni- hald þessara eiturefna í íslenzkum eldisfiski að beiðni opinberra aðila. Niðurstöður munu væntanlega liggja fyrir innan skamms,“ segir Sjöfn. Hún segir jafnframt að það gæti verið athyglisvert að bera saman hollustu lax og nautakjöts, hvort væri hættulegra heilsu fólks. Jákvæð áhrif fiskáts mun meiri FISKISTOFA innheimti á árinu 2003 alls tæpa 101 milljón króna vegna ólögmæts sjávarafla. Alls nam gjald vegna afla umfram aflaheimildir innan lögsögu á fiskveiðiárinu 2001/2002 tæpum 93 milljónum króna. Þar af var útgerðarfélaginu Blíðu ehf. á Hellissandi gert að greiða rúmar 20 milljónir króna vegna um- framafla Storms SH. Þá var út- gerðarfélagið Bervík ehf. í Ólafs- vík sektað um rúmar 17 milljónir króna vegna umframveiða Klett- svíkur SH og útgerðarfélagið Kristján ehf. í Kópvogi um tæpar 15 milljónir vegna veiða Bervíkur SH. Gjald Fiskistofu vegna afla um- fram aflaheimildir utan fiskveiði- lögsögu árið 2002 nam samtals rúmum 8 milljónum króna og þar af var Vinnslustöðinni hf. í Vest- mannaeyjum gert að greiða nærri 2,5 milljónir króna vegna um- framveiða Sighvats Bjarnasonar VE. Vegna annars ólögmæts sjávarafla á fiskveiðiárinu 2002/ 2003 lagði Fiskistofa 30.800 króna gjald á Clinton GK frá Grindavík. 100 milljónir vegna ólögmæts afla ÚR VERINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.