Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 51 ✝ Áki Már Sigurðs-son fæddist á Blönduósi 28. júlí 1983. Hann lést 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Gróa Margrét Lárus- dóttir, f. 5. desember 1958, og Sigurður Ólafsson, f. 26. sept- ember 1959, bændur á Brúsastöðum í Vatnsdal. Systir Áka Más er Arndís, f. 4. maí 1989. Unnusta Áka Más og sambýliskona er Díana Huld Sigurðardóttir, f. 1. maí 1987. Áki Már ólst upp í foreldrahús- um, stundaði nám í Húnavallaskóla og á vélvirkjunarbraut í Borgarholtsskóla í Reykjavík eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Áki Már var að ljúka námi í bifvélavirkj- un. Hann starfaði hjá B&L og DS- lausnum og vann einnig mikið við akstursíþróttir, rally og torfærukeppnir. Útför Áka Más verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður á Undirfelli. Elsku Áki, ástin mín. Ég hef flett Mogganum sl. ár og lesið minningargreinar og fundið rosalega til með fólki sem hefur verið að missa ástvini sína en aldrei hefði mér dottið í hug að ég á þess- ari stundu ætti eftir að sitja hér, grátandi, svo sorgmædd með svo mikinn sársauka í hjartanu að skrifa minningagrein um unnusta minn, minn ástkæra unnusta, sem ég elskaði svo heitt og ætlaði mér að eyða ævi minni með, sem mig langaði að yrði faðir barnanna minna en nú er hann farinn. Við vorum búin að ræða svo mikið um framtíð okkar, hún var svo björt, þú varst að fara að stíga það skref að verða bifvélavirki, ég ætlaði að klára skóla, þú varst að fara að kaupa íbúð, við ætluðum að vera með þína yndislegu systur hana Arndísi þegar hún ætlaði í fram- haldsskóla, svo áttu börnin að koma. Þetta var allt svo gott, og við hlökkuðum svo til að sjá okkar líf blómstra og gefa af okkur í þessu lífi, en sjúkdómurinn, þessi banvæni sjúkdómur, tók þig frá mér. Sjúk- dómurinn tók völdin, en af hverju? Þetta er svo ósanngjarnt, en ég sá vanlíðanina sem fylgdi þessum sjúkdómi hjá þér og þú þurftir að bera hann inni í þér þegar hann kom upp, sem var svo sárt, engin manneskja á að þurfa að þola svona sársauka, sársauka sem er erfitt að ímynda sér, hann var svo mikill, þannig að ef þér líður betur þar sem þú ert núna þá er það mikill léttir fyrir hjartað í okkur báðum því við vorum svo samrýnd, ég gaf þér hjartað mitt og þú gafst mér þitt og þess vegna fann ég svo til með þér. En nú líður mér svo illa, ég á svo erfitt með sætta mig við þetta, að þú, elsku ástin mín og allir okkar stærstu draumar hafi farið sviplega. En ég verð að sætta mig við það til að létta á okkur báðum, við eigum bæði skilið að láta okkur líða vel, við erum bæði svo góðar persónur. Þú gafst mér svo mikið, mig vantar þig svo ofboðslega. Öll faðm- lögin frá þér, einhvern sem talar við mig um allt og ekkert, horfa á þig, jafnt á daginn sem og á nóttunni, heyra í þér tala upp úr svefni, hugga mig þegar mér líður illa, vera stolt af þér, mig vantar að fá að sýna þér og öðrum hversu mikið ég elska þig, en ég get það ekki lengur. En eitt máttu vita að ég mun aldrei hætta því, ég mun alltaf elska þig og varðveita minningu þína vel. Þennan tíma sem við vorum sam- an, alveg frá því að örlögin leiddu okkur saman og fram að deginum sem þú yfirgafst þessa jörð þá vor- um við alltaf saman, aðeins 3 nætur án hvort annars og það var um jólin og þá vorum við í stöðugu síma- sambandi, svo miklu að við sváfum varla. Nú höfum við verið aðskilin í 6 nætur og þær verða fleiri og fleiri og ég get ekki hringt í þig, þetta er svo erfitt. En þetta er nú samt ískaldur sannleikur. Við vorum svo góð við hvort ann- að, kysstumst, föðmuðumst og kúrðum allan daginn, það er svo erfitt að sofa án þín, Áki Már, þess vegna bið ég þig að koma til mín í svefni og passa mig. Alltaf þegar þú teiknaðir sameiginlega hjartað okk- ar á blað þá sagðir þú alltaf að þinn helmingur væri stærri vegna þess hvað þú værir yfir þig ástfanginn af mér. Svo á ég önnur orð sem þú skrif- aðir í stílabókina mína svo ég hefði eitthvað til að hugsa um í skól- anum, þau hljóma svona: ,,Hugur minn og hjarta hafa verið sem heið- ríkjan ein síðan ég hitti þig fyrst! Takk fyrir að vera til ... kiss kiss.“ Ég get verið þakklát fyrir öll ást- arbréfin sem ég á frá þér og allar minningarnar, góðu minningarnar, en það vantar bara svo mikið þig. Það er aðeins til ein lífshamingja, að elska og vera elskaður. Ég elska þig Áki Már og þú verð- ur alltaf stór hluti af hjarta mínu. En söknuður minn er óbærilegur. Það er ekki til neinn sem er þér um líkur. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Ástarhnossið þitt. Þín að eilífu Díana Huld. Elsku Áki minn. Það er eitt sem huggar mig á þessum erfiða tíma, það er það að núna líður þér vel. Ég sakna þín alveg óstjórnlega og það eru engin orð sem geta lýst því. Þú varst gull af manni, í einu orði sagt: æðislegur. Þú varst alveg yndisleg persóna. Ég á aldrei eftir að gleyma þér, elsku kallinn minn. Hvernig væri hægt að gleyma þér? Við eyddum næstum 20 árum saman. Allar búferðirnar okkar, og þegar við hjóluðum niður að á til að veiða síli. Manstu þegar við popp- uðum uppi í búi yfir opnum eldi og allt poppið varð útatað í ösku en þú borðaðir það samt með bestu lyst? Eða þegar við vorum alltaf að taka ruslapokana og hlaupa niður í skurð og brenna það allt saman, komum svo inn alveg angandi af brunafýlu og neituðum að þvo okkur? Allar ferðirnar á fjórhjólinu hans afa og bensíngjöfin var að festast og þú að keyra og ég skíthrædd aftan á, „þetta er allt í lagi, Sunna mín“ sagðir þú bara og bjargaðir mál- unum. Svona get ég lengi talið, það var ekkert sem okkur datt ekki í hug að gera. Það var svo gaman að sjá hvað þú varst duglegur í skólanum, Áki frændi að verða bifvélavirki, dug- legur að mennta sig. Aldrei gleymi ég öllu því sem þú gerðir fyrir okkur Danna síðastliðin sumur. Alveg óstöðvandi vinnueljan í þér, Áki minn. Allt rallístússið og bílarnir okkar allra sem áttu stóran hug þinn. Þegar þú varst að kenna Sunnu kjána hvað þetta og þetta væri í vélunum og ég að reyna að skilja þetta allt saman. Þú brostir bara að mér og hlóst. Enda er þetta svolítið flókið allt saman. Það var svo gam- an að sjá þig þegar þú fórst í rallið með Marian þér við hlið, það var al- veg yndislegt að sjá hvað þú skemmtir þér vel, þetta var svo gaman. Ég var alltaf hrædd um þig í því ralli, hugsa hvort þú kæmir ekki alveg heill útaf leiðinni. Við Danni vorum nefnilega á undan í rásröð, þannig að við gátum alltaf fylgst með þér koma útaf leiðunum. Þær áhyggjur voru bara til óþurft- ar, alltaf kom litli rauði MR-inn heill með þig undir stýri og ekki einu sinni sprungið dekk. Þú varst góður í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Alltaf get ég hugsað til baka og séð þig alveg ljóslifandi fyrir mér. Þegar þú komst til mín í vinnuna, alltaf það sama: bacon- borgari, franskar og auðvitað Coca Cola. Skil ekki hvert allt þetta bac- on fór, allavega ekki utan á þig, elskan mín. Ég hugsa stanslaust um þig, elsku fallegi frændi minn. Þín er sárt saknað hér á jörðu. Takk fyrir allar skemmtilegu stund- irnar okkar saman og takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Oft bara með því að koma í heimsókn og vera þú sjálfur, enda algjör gull- moli. Takk, elsku Áki minn. Bið góðan Guð um að geyma okkur öll og veita okkur styrk í sorginni. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hafðu það sem allra allra best, elsku Áki minn, englarnir vaka yfir þér. Kveðja, Sunneva frænka. Elsku vinur. Ég trúi því vart að það sé komið að kveðjustund. Ég kynntist þér fyrir nokkrum árum. Þú varst mín fyrsta ást, og síðar mjög kær vinur. Þú varst traust stoð sem ég gat hallað mér upp að í hvert sinn sem eitthvað bjátaði á. Minningarnar eru óteljandi og ég mun alltaf geyma þær í hjarta mínu. Þú gafst mér ljós er lýsti upp myrkrið svarta þú leiddir mig því gleyma ég aldrei vil. þú kveiktir von, í litlu hrelldu hjarta með hlýju brosi veittir þráðan yl. Ég þakkir færi því nú skilja leiðir. Þigg þú litla gjöf úr hendi mér. Ég bið að þínir vegir verði greiðir ég veit að ég mun aldrei gleyma þér. (Guðrún V. Gísladóttir.) Elsku Áki, ég þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman. Megi þér líða vel þar sem þú ert nú. Kristrún Huld. Ekki grunaði mig að ég myndi eiga eftir að skrifa minningarorð um Áka frænda minn. Hann var mikill indælispiltur sonur Sigga og Gróu systur minnar. Man hann sem lítinn snáða „heima“ á Brúsastöðum. Man hann sem fermingarbarn broshýran og falleg- an í kyrtlinum hvíta. Við áttum því láni að fagna að hafa Áka Má á heimili okkar í Hólaberginu um tíma þegar hann var við nám í Borgarholtsskóla. Námið snerti uppáhaldsáhugamálið hans, bíla. Þar var hann í essinu sínu. Stund- um kom Áki í matinn brosandi og glaður og upplýsti mig fáfróða um ýmislegt varðandi vélar og bíla. Stundum kom hann þreyttur og sofnaði gjarnan fyrir framan sjón- varpið með fjarstýringarnar í hönd- unum. Guð má vita hvað gerist þegar 20 ára maður hverfur okkur á þennan hátt. Áki átti indæla kærustu og þau voru ástfangin og falleg saman. Áki átti líka foreldra, systur og afa og ömmur, frændgarð og vini og ég veit að öllum þótti vænt um hann. Veikindin spurðu hvorki um það né annað. Við trúum því að Drottinn hafi sótt hann Áka og nú líði honum vel með hinum englunum „sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki, um lífsins perlu á gullnu augnabliki“. Kveðjur, Heimilisfólkið í Hólaberginu. Það var skrítin tilhugsun að vita að Díana ætti kærasta. Við vorum öll spennt að hitta hann. Eftir að hafa hitt Áka í fyrsta sinn var til- hugsunin ekkert skrítin lengur, þau pössuðu svo vel saman og voru svo hamingjusöm. Strax eftir fyrstu heimsóknina fórum við að hugsa og tala um þau alltaf samtímis. Það er eiginlega enn skrítnari tilhugsun að eiga aldrei eftir að sjá hann aftur. Við verðum lengi að venjast því en við eigum minningarnar. Systkini Díönu, Hafþór, Gulli og Guðný, hafa undanfarna daga verið að rifja upp stundirnar sínar með Áka. Helst stendur upp úr gamlárskvöld, þá voru Áki og Díana á fullu að skjóta með þeim flugeldum og á brenn- urúnt. Einnig var svo gaman nú í desember þegar þau fóru öll saman í bíó og að heilsa upp á jólasvein- ana. Þau eru öll sammála um að Áki hafi verið góður vinur og að þau sakni hans eins og við gerum öll. Elsku Díana, þú hefur, eins og þú sagðir sjálf, misst það besta en minninguna um Áka munum við alltaf geyma í hjarta okkar. Guð gefi þér, mömmu þinni, Fróða og Söndru styrk til að komast í gegn- um allt þetta. Einnig sendum við foreldrum og systur Áka okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fjölskyldan Greniteig 23, Keflavík. Hver nýhafin önn í skólanum gef- ur fyrirheit um iðandi líf og vænt- ingar um góðan árangur í námi sem er undirbúningur þess að takast á við störf og viðfangsefni framtíð- arinnar. Að þessu sinni dregur þó dimmt ský yfir tilveruna fyrstu dagana að afloknu jólaleyfi. Áki Már nemandi í bifvélavirkjun er fallinn frá rúmlega tvítugur að aldri. Áki kom fyrst í Borgarholtsskóla haustið 1999 og var í námi nánast óslitið fram á sl. haust. Hann var ágætur námsmaður, háttvís í fram- komu, frekar hlédrægur en þó kím- inn. Áki hafði öll efni til að verða góður fagmaður; iðinn, vandvirkur og hirðusamur um umgengni á verkstæði. En nú er ævin öll og við kveðjum góðan dreng. Þessi grimma staðreynd gerir okkur öll döpur og vanmáttug. Okkur verður hugsað til aðstandenda Áka, unn- ustu, foreldra og systur, við send- um þeim samúðarkveðjur og biðjum almættið að styrkja þau á rauna- stund. Starfsfólk og nemendur í Borgarholtsskóla. „Elsku kúturinn minn“ voru einu orðin sem ég kom upp, stingurinn fór jafn hratt og hann kom. Ég fann að eldarnir í þér voru slokkn- aðir og það fyllti mig einkennilegri ró. Einhvern veginn þá hafði mér liðið verr, verið bjargarlausari, fundið meiri skelfingu og vanmátt, það var við að sjá þig Áki, meðan þér leið sem verst. Ég gerði mér grein fyrir því að baráttu þinni fyrir betri líðan var lokið, ekki á þann hátt sem þú og allir aðrir óskuðu en lokið samt. Allir hefðu stutt þig endalaust lengi áfram af fullum krafti og reynt að finna þér lækn- ingu en þjáningin var þín og þol- inmæði þín var á þrotum og ég get ekki breytt því. Þú varst elskaður af öllum sem þig þekktu og innst inni í svart- nættinu vissir þú að úti var ljós, – uppljómun af ást, væntumþykju og hlýju. Þig langaði bara svo mikið að losna við veikindin sem byrgðu þér þessa fallegu sýn á ljósið, fá faðm- lag frá fjölskyldu og ástvinum án þess að finna til sektarkenndar yfir einhverjum óraunverulegum hlut- um sem sjúkdómurinn skammtaði þér af ósanngirni og illgirni. Elsku kúturinn minn. Orðið vinur má sín lítils við hlið þess sem ég áleit þig. Um manngæði þín og dugnað þarf ég ekki að tíunda, þig hitti enginn fyrir á lífsleiðinni sem gæti sagt um þig styggðaryrði. Ég veit að þú átt betra með það nú að uppfylla stóru draumana þína og fara sáttur á næsta stig tilverunnar. Hérna á jörðu niðri verð ég að bíða eftir að englarnir komi líka að sækja mig en þangað til mun minn- ingin um þig veita mér styrk og gleði til að takast á við lífið á ný. Ég skal passa alla sem elskuðu þig í faðminum mínum og reyna af veikum mætti að fylla í það skarð sem þú skildir eftir hjá okkur. Daníel Sigurðarson. ÁKI MÁR SIGURÐSSON Elsku Áki.Takk fyrir trygga og trausta vináttu. Guð geymi þig, elsku vinur. Örn Steinar. HINSTA KVEÐJA Hver getur siglt, þó að blási ei byr, bát sínum róið án ára? Hver getur kvatt sinn kærasta vin, kvatt hann án sárustu tára? Ég get siglt, þó að blási ei byr, bát mínum róið án ára. En ekki kvatt minn kærasta vin, kvatt hann án sárustu tára. (Þýð. Hulda Runólfsdóttir frá Hlíð.) Elsku Denni. Mig langar með þessum fátæk- legu orðum að þakka þér góð kynni. Efst í huga mér eru skemmti- ÞORSTEINN GÍSLASON ✝ Þorsteinn Gísla-son fæddist í Reykjavík 18. nóv- ember 1962. Hann lést á Nyköping- sjúkrahúsinu í Sví- þjóð 1. nóvember 2002 og var útför hans gerð frá Krist- ens samfundets kyrka við Saltå í Sví- þjóð 11. nóvember 2002. Minningarat- höfn um Þorstein verður í Hlíðarenda- kirkju í Fljótshlíð í dag og hefst hún klukkan 13. legar veiðiferðir og aðrar góðar stundir hér heima, og frábærir dagar í Svíþjóð 1991, ásamt Distu og börn- unum ykkar Emmu og Aroni. Eftir að leiðir ykkar Distu skildust rofnaði því miður sambandið, þó frétti ég alltaf af þér í gegnum árin og þegar hún sagði mér að þú hefðir greinst með krabbamein hugs- aði ég til þín og fylgd- ist með baráttu þinni úr fjarlægð. En ekki fáum við alltaf ráðið okk- ar næturstað og aðeins örfáum mánuðum síðar bárust þær sorg- legu fregnir frá Svíþjóð að þú hefð- ir þurft að lúta í lægra haldi gegn sjúkdómnum. Elsku Emma Lind, Aron Freyr og Ingi Þór. Söknuðurinn er sár en minningin um föður ykkar mun lifa með ykk- ur. Ég votta ykkur, eiginkonu Denna, foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum samúð mína. Guð geymi kæran vin. Elma Ósk Óskarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.