Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 26
Morgunblaðið/Kristján Norðlenska tók nýja úrbeiningarlínu fyrir stórgripakjöt í notkun sl. sumar. VIÐRÆÐUR um hugsanleg kaup bænda á hlutafé Kaupfélags Eyfirð- inga í Norðlenska matborðinu ehf. hafa staðið yfir frá því í haust. Starfs- hópur sem skipaður var af búnaðar- samböndunum í S-Þingeyjarsýslu og Eyjafirði fór fyrir viðræðunum við forsvarsmenn KEA í upphafi en skömmu fyrir jól var einkahlutfélag- ið Búsæld stofnað og hefur það félag tekið málið yfir, bæði hvað varðar viðræður við KEA og fjármögnun kaupanna. Jón Benediktsson, bóndi á Auðnum í Laxárdal í S-Þingeyjar- sýslu, er formaður stjórnar Búsæld- ar. Hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að stefnt væri að því að bændur eignuðust sem fyrst meiri- hluta í Norðlenska. Hann sagði að ekki hefði enn reynt á áhuga bænda en sagði það sitt mat mikill meirihluti þeirra hefði áhuga á að vera með. „Það er verið að tala um að að þessum kaupum komi kjötframleið- endur á starfssvæði Norðlenska, þ.e. á Austurlandi sunnan Vopnafjarðar og í S-Þingeyjarsýslu og Eyjafirði. Þeir geri viðskiptasamninga og leggi fram fé til hlutafjárkaupa. Að þessu er unnið en þetta er mikið átak því menn eru ekki úr hófi fjáðir. Fram- haldið ræðst nokkuð af því hvernig gengur með fjármögnun en ég á von á að það mál skýrist í þessum mán- uði.“ Jón sagði að Norðlenska væri of mikilvægt kjölfestufyrirtæki til að láta það flakka á milli eigenda, þar sem enginn vissi hvað yrði um starf- semina. Hann sagði að efnahagur fyrirtækisins hefði ekki verið góður en hins vegar hefði náðst merkilega góður árangur í rekstrinum og því mun bjartara framundan. „Ég er bjartsýnn á að fyrirtækið eigi fram- tíð fyrir sér, sem talsvert stór aðili á íslenskum kjötmarkaði. Hins vegar sér ekki fyrir endann á þeim svipt- ingum sem á þessum markaði hafa verið.“ Kaupfélag Eyfirðinga eignaðist Norðlenska sl. haust þegar félagið keypti allt hlutafé Kaldbaks. Um var að ræða hlutafé að nafnverði 250 milljónir króna. Markmið stjórnar KEA með kaupunum var að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins og eyða ótta meðal bænda um að fé- lagið gæti ekki gert upp við þá inn- legg í sláturtíðinni. Jafnframt var hugmyndin að selja bændum meiri- hluta hlutafjárins. Norðlenska rekur sláturhús og vinnslur á Húasvík og Akureyri og einnig vinnslu í Reykja- vík. Hjá fyrirtækinu starfa 170–200 manns. Bændur eignist meirihluta í Norðlenska sem fyrst AKUREYRI 26 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ TVÖ umfangsmikil verk á vegum Akureyrarbæjar eru komin á lokastig. Annars vegar fram- kvæmdir við Samkomuhúsið og hins vegar við Amtsbókasafnið en í báðum tilvikum eru fram- kvæmdir aðeins á eftir áætlun og þá aðallega vegna þess að verkin urðu umfangsmeiri en upphaflega var gert ráð fyrir. Framkvæmdir við endurbætur og viðbyggingu við Samkomuhúsið hófust sl. vor og átti að vera lokið fyrir jól. Guðríður Friðriksdóttir, fram- kvæmdastjóri Fasteigna Akureyr- arbæjar, sagði að vinnu við sjálft húsið yrði lokið í kringum 20. jan- úar nk. Þá ætti eftir að ljúka vinnu við brekkuna og gatnafram- kvæmdum við Samkomuhúsið. Hún sagði að þarna væri verið að vinna við breytingar á mjög gömlu húsi og að verkið hefði orðið umfangsmeira fyrir vikið. Sama hafi verið upp á teningnum við Amtsbókasafnið þar sem bæði var um að ræða viðbyggingu og lagfæringar á eldra húsnæði safnsins. Hún sagði erfitt að leggja fram raunhæfar kostnaðaráætlanir við breytingar á gömlum húsum. Samið var við fyrirtækið Virkni ehf. um framkvæmdir við Sam- komuhúsið en það átti lægsta til- boð í verkið. Um var að ræða end- urbætur og viðbyggingu, auk framkvæmda við brekku og gatnagerð og lagnir í hluta Hafn- arstrætis. Tilboðið hljóðaði upp á samtals 115,5 milljónir króna eða tæplega 114% af kostnaðar- áætlun. Kostnaðaráætlun vegna endurbóta og viðbyggingar var upp á tæpar 75 milljónir króna en Guðríður sagði að með þeim við- bótarverkefnum sem ráðist hafi verið í, væri að ljóst heildarkostn- aðurinn við þá verkþætti yrði rúmar 110 milljónir króna. Til- boðsverkið vegna gatnafram- kvæmdanna var upp tæpar 27 milljónir króna. SS Byggir átti lægsta tilboð í framkvæmdir við Amtsbókasafnið en verkið var boðið út árið 2001. Fyrirtækið bauðst til að vinna verkið fyrir rúmar 317 milljónir króna, sem var tæplega 105% af kostnaðaráætlun. Þar var um að ræða framkvæmdir við nýbygg- ingu safnsins, breytingar á eldra húsnæði og frágang á lóð. Að sögn Guðríðar mun fram- kvæmdum innanhúss ljúka í byrj- un næsta mánaðar, eða rúmlega mánuði síðar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá verður einhver vinna eftir við frágang lóðarinnar. Framkvæmdirnar nú komnar á lokastig Það gengur töluvert á við Amtsbókasafnið, þar sem unnið er af krafti. Morgunblaðið/Kristján Endurbætur á Samkomuhúsinu eru á lokastigi og þar voru menn hressir. Framkvæmdir við Samkomuhúsið og Amtsbókasafnið umfangsmeiri en gert var ráð fyrir Framköllun | Pedromyndir hafa tekið í notkun nýjan hugbúnað sem gerir viðskiptavinum sem nota staf- rænar myndavélar kleift að senda stafrænar myndir í framköllun án þess að nota tölvupóst og fá þær framkallaðar á ekta Kodak-ljós- myndapappír. Hugbúnaðurinn var sérsmíðaður fyrir Pedromyndir en verkefnis- stjóri var Jón Andri Sigurðarson. Hugbúnaðurinn er mjög einfaldur í notkun og sá eini sinnar tegundar á íslensku og auðveldar það notendum alla notkun. Hugbúnaðinn má nálg- ast á heimasíðu Pedromynda, www.pedromyndir.is. Í tilefni af þessu er framköllunartilboð í gangi og er hver 10x15 mynd sem pöntuð er seld á 50 krónur, segir í frétta- tilkynningu. Skipt um tryggingafélag | Sveit- arstjórn Grýtubakkahrepps hefur tekið tilboði Sjóvár-Almennra í tryggingar sveitarfélagsins eftir út- boð. Fjögur tilboð bárust og var tilboð Sjóvár-Almenna lægst eða 1.160.852 kr. VÍS var áður með tryggingar sveitarfélagsins en tilboð þess félags var upp á 1.376.876 kr. Önnur tilboð voru frá Tryggingamiðstöðinni, kr. 1.463.484, og Verði-vátryggingar- félagi, kr. 1.628.916 Fengu styrk | Formaður íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs Dalvík- urbyggðar hefur veitt Veðurklúbbi Dalbæjar viðurkenningarskjal ásamt styrk að fjárhæð kr. 150.000 til kaupa á skjávarpa fyrir veður- klúbbinn. Arnheiður Hallgrímsdótt- ir, starfsmaður dagvistar Dalbæjar, veitti styrknum viðtöku á fundi ráðs- ins á dögunum. Áfram opið snemma | Hraustir morgunhanar geta áfram mætt eld- snemma í Sundlaug Dalvíkur, því á síðasta fundi Íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs var veitt heimild fyr- ir því að afgreiðslutími sundlaugar verði áfram frá kl. 6:15 eins og verið hefur undanfarið. Fjöldi fólks hefur nýtt sér þessa auknu þjónustu segir í frétt á vef Dalvíkurbyggðar. GÚMMÍVINNSLAN á Akureyri hefur tekið í notkun fyrstu tölvu- stýrðu stálskurðarvélina sem hönnuð er og smíðuð á Íslandi. Hönnuður og framleiðandi er Bjarni Harðarson sem rekur Stál- smíði Bjarna á Flúðum, en vélin er sú fyrsta sinnar tegundar sem hönnuð er og framleidd hér á landi. Hönnunin byggist að nokkru á yf- irfærslu þeirrar tækni sem notuð hefur verið í tréiðnaði um árabil. Helsti ávinningur af tilkomu vél- arinnar miðað við þá aðferð sem áður var notuð er að með henni næst meiri nákvæmni og meiri hraði við vinnslu, betri nýting og ending á skurðartækjum auk þess sem vinnan verður auðveldari fyrir starfsmennina og möguleikar við notkun hennar aðrir en við stál- skurð í bobbingadeild eru miklir. Í stáldeild fyrirtæksins hafa nær eingöngu verið framleiddir bobb- ingar og aðrar vörur fyrir sjávar- útveg og er það eitt af þremur fyr- irtækjum í heiminum sem framleiða stálbobbinga. Gúmmí- vinnslan flytur inn um 200 tonn af stáli árlega en útflutningur á full- unnum stálvörum nemur um 100 tonnum á ári. Salan hefur aukist ár frá ári, en helsti þröskuldur fyr- irtækisins eru há flutningsgjöld sem gera samkeppnisstöðu lakari en ella. Vonast er til að með til- komu nýju vélarinnar muni staðan batna að einhverju leyti. Tölvustýrð stálskurðarvél Bjarni Harðarson t.h., framkvæmdastjóri Stálsmíði Bjarna, afhendir Þór- arni Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Gúmmívinnslunnar, skurðarvélina.          Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.