Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 45 DEILA sú sem nú stendur vegna samninga um sérfræðilæknishjálp hefur opnað á ný mik- ilvæga umræðu um ís- lenska heilbrigð- iskerfið. Íslendingar njóta betri heilbrigð- isþjónustu en flestar aðrar þjóðir. Hér er sjúkrahúsþjónusta í fremstu röð, heilsu- gæslan traust og al- menningur hefur haft greiðan aðgang að bestu sérfræðiþjónustu sem völ er á fyrir lágt verð. Það ríkir góðæri á Íslandi, útgjöld til heil- brigðismála eru mjög sambærileg við ná- grannalöndin og staða ríkissjóðs er góð. Þrátt fyrir þessi hag- stæðu skilyrði eru nú blikur á lofti í heil- brigðiskerfinu. Þannig er nú bæði sótt að Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi með kröfu um verulegan niðurskurð og á sama tíma er samn- ingum um sérfræðilæknishjálp stefnt í voða með óskynsamlegum málatilbúnaði af hálfu heilbrigðisyf- irvalda. Þó svo að ráðamenn beiti fyrir sig formanni saminganefndar Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytis (HTR), dylst engum að það er ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á þessu óvissuástandi. Þeir sem gjalda eru hins vegar sameiginlegir skjólstæð- ingar lækna og TR, skattgreiðend- urnir í landinu. Hér á Íslandi hefur þróast ein- stakt heilbrigðiskerfi þar sem lands- menn geta leitað til þess læknis sem þeir óska sér, kerfi sem tryggir sam- fellu í þjónustu og betri árangur en ríkiseinokun sem víða er við lýði á Norðurlöndum. Taxtar fyrir sér- fræðilæknishjálp hér á landi eru þeir lægstu sem um getur á Vest- urlöndum. Meðalkostnaður á hverja heimsókn til sérfræðings á Íslandi er um 6.500 krónur og eru þá innifaldar allar aðgerðir og rannsóknir. Þessi kostnaður er sennilega mjög sam- bærilegur ef ekki lægri en kostnaður við heimsókn til heilsugæslulæknis. Síðastliðinn desember átti ég þess kost að heimsækja einkafyrirtækið Scansleep í Danmörku sem sérhæfir sig í rannsóknum og meðferð á kæfi- svefni sem er algengt vandamál sem þúsundir Íslendinga eiga við að stríða. Hjá þessu fyrirtæki kostar viðtal við sérfræðing 18.000 krónur og svefnrannsókn í heimahúsi 108.000. Í Læknasetrinu í Mjódd hefur verið veitt sambærileg þjón- usta á grundvelli samnings við TR en þar kostar viðtal við lungnalækni 4.100 krónur og svefnrann- sóknin 16.800. Þessi þjónusta er því fimmfalt dýrari í Danmörku en á Íslandi. Þó hefur HTR kvartað sáran undan svefnrannsóknum og litið á þær sem sérstakt vandamál í samn- ingagerðinni og jafnvel óþarfa. Dæmin af þessu tagi eru fjölmörg. Samningssamband sérfræðilækna og TR hefur staðið óslitið frá 1936. Lengst af var í al- mannatryggingalögum ákvæði um að alltaf skyldi vera í gildi samn- ingur milli aðila. Á síð- asta kjörtímabili var þessi lagagrein felld úr lögunum um leið og samningsumboð TR var flutt inn í ráðuneyti heilbrigðismála. Heilbrigðisráðherra ber því fulla ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp nú. Fullyrðingar ráðherra og talsmanns hans um að læknar vilji breyta almannatryggingakerfinu eru rangar. Læknar eru nú sem ætíð fyrr tilbúnir til að gera sanngjarna samninga við TR. Í þessari deilu hefur formaður samninganefndar HTR orðið í senn talsmaður ríkisvaldsins í almanna- tryggingamálum og nokkurs konar áróðursmeistari. Svo virðist sem stefnumótun í heilbrigðismálum hafi nú verið falin nefndarformanninum. Hann hefur ekki hikað við að beita blekkingum og ósannindum til að telja þjóðinni trú um að sú staða sem mál eru nú komin í sé alfarið læknum að kenna. Með þessu hefur hann fyr- irgert því trausti sem nauðsynlegt er að ríki milli samningsaðila í deilum sem þessum. Svona framkomu hafa læknar aldrei áður mætt af hálfu TR. Forveri formannsins var ákveðinn og harður í samningum en ábyggilegur heiðursmaður sem gætti orða sinna. Þessi deila verður ekki leyst með yfirlýsingum og gífuryrðum í fjöl- miðlum. Í raun ber ekki eins mikið á milli og af er látið. Það er mikilvægt fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi að deil- an verði leyst sem fyrst með hags- muni almennings að leiðarljósi. Ríkisstjórnin er ábyrg Steinn Jónsson skrifar um deilu sérfræðilækna og TR Steinn Jónsson ’Þessi deilaverður ekki leyst með yf- irlýsingum og gífuryrðum í fjölmiðlum.‘ Höfundur er læknir. FJÖLMIÐLAR eru vettvangur umræðu og skoðanaskipta samtímis sem þeir hafa dagskrárvald opinberr- ar umræðu í hendi sér. Með dag- skrárvaldi er átt við að fjölmiðlar eru í miklum mæli ráðandi um hvaða mál eru til umræðu á hverjum tíma. Þegar eignarhald á fjölmiðlum færist á færri hendur verður auðveldara að misnota dagskrárvaldið. Fyrirtækja- samsteypan Baugur hefur á tiltölulega skömmum tíma eignast Fréttablaðið, DV og Stöð 2/Norðurljós. Um- gengni Baugsmanna um fjölmiðlamarkaðinn undirstrikar nauðsyn þess að al- mannavaldið setji reglur til að hamla gegn fámennisvaldinu. Dagskrárvald fjölmiðla Baugs hef- ur m.a. verið notað til að saka for- sætisráðherra um að handstýra lög- reglu- og skattayfirvöldum vegna rannsóknar á meintum lögbrotum Baugs og aðstandenda samsteyp- unnar. Ásökunin á hendur forsætis- ráðherra birtist í Fréttablaðinu og var tímasett þannig að hún átti að valda hámarks pólitískum skaða. Ekki stóð steinn yfir steini þegar efn- isatriði fréttarinnar voru skoðuð. Fréttablaðið þverbraut meginreglur viðurkenndrar blaðamennsku og var verkfæri samsæris eig- enda og ritstjórnar til að hafa áhrif á þing- kosningarnar síðastliðið vor. Þá hefur dag- skrárvaldinu verið beitt til að þagga niður í um- ræðu sem er óþægileg Baugi og samstarfsfyr- irtækjum. Þegar bók kom út um eigenda- skipti á Húsasmiðjunni og rakin var saga svika og vélráða sneyddi Fréttablaðið hjá mál- inu. Ritstjóri blaðsins sagðist að- spurður ekki sjá neitt fréttnæmt við útkomu bókarinnar, sem aðrir fjöl- miðlar fjölluðu þó ítarlega um. Síðar kom í ljós, þegar hulunni var svipt af eignarhaldi á útgáfufélagi Frétta- blaðsins, að Húsasmiðjan og aðstand- endur hennar eiga hlut í útgáfufélag- inu. Þau eru léttvæg rökin sem for- stjóri Baugs, Jón Ásgeir Jóhann- esson, færir gegn því að lög verði sett um eignarhald á fjölmiðlum, sbr. grein hans í Morgunblaðinu 7. janúar sl. Meginsjónarmið Jóns Ásgeirs er að hagkvæmi krefjist þess að sami aðilinn eigi fleiri en einn fjölmiðil. Hvorki Jón Ásgeir, né nokkur annar, getur sagt hvar þessi hagkvæmni hefst og hvar hún endar. Er hag- kvæmninni náð þegar Jón Ásgeir er búinn að ná yfirtökum á þremur fjöl- miðlum eða þarf hann að bæta við sig einum eða tveimur í viðbót? Er pláss fyrir ríkisútvarp og -sjónvarp sam- kvæmt hagkvæmnismati Jóns Ás- geirs? Í greininni gerir Jón Ásgeir tölu- vert úr því að bæði DV og Stöð 2/ Norðurljós stóðu illa og því sé gustuk að sameina þessa fjölmiðla öðrum rekstri. Rétt er að minna á að DV skilaði eigendum sínum, feðgunum Eyjólfi og Sveini R. Eyjólfssyni, ágætis hagnaði í mörg ár sem fór til spillis í gæluverkefni og óraunhæfa stórveldisdrauma. Stöð 2 var líka skuldsett úr hófi til að standa undir kaupsýslu eigendanna, sem var óskyld fjölmiðlarekstri. Enginn kvarði er til sem segir til um hve margir fjölmiðlar geti þrifist á tilteknu markaðssvæði. Ef við myndum flytja inn erlendar mælistik- ur yrði niðurstaðan á þá leið að hér mætti reka eitt héraðsfréttablað og eina sjónvarpsstöð. Sama mælistika myndi raunar segja okkur að hér ætti ekki að vera háskóli, aðeins þrjú kvik- myndahús, eitt leikhús og þar fram eftir götunum. Verði Jóni Ásgeiri að ósk sinni og engin lög taki gildi um fjölmiðlaeign er Baugur búinn að eignast svo stór- an hluta fjömiðlamarkaðarins að nán- ast ógerningur er fyrir aðra að reyna þar fyrir sér. Ekki aðeins er Baugs- veldið eigandi þriggja fjölmiðla á landsvísu heldur stjórna Baugsmenn stórum hluta auglýsingamarkaðarins en auglýsingatekjur ráða lífi og dauða fjölmiðla. Tvöföld völdun Baugs á fjölmiðlamarkaðnum er algjörlega ótæk í lýðræðislegu þjóðfélagi. Tillaga Jóns Ásgeirs í Morg- unblaðsgreininni um skipan fjöl- miðlaráðs, til að sefa áhyggjur manna, er tilraun til að drepa málinu á dreif. Rökstuðningurinn fyrir tillög- unni er kauðslegur og maður fær á tilfinninguna að einhver sé að gera grín að forstjóra Baugs; látið hann fá texta sem forstjórinn skrifar upp á en orðin eru bara himinblámahjal. Á eft- ir málsgrein um að fréttastjórar hinna þriggja fjölmiðla Baugs eigi að gæta ,,hlutleysis“ og ,,réttlætis í fréttaflutningi“ kemur þessi fyr- irvari: ,,Það ber þó að hafa það í huga að hlutverk fréttastofu er að flytja fréttir en ekki breiða út hugmyndir sínar um hlutleysi og réttlæti.“ Hug- myndin um ,,réttlæti í fréttaflutningi“ er ný af nálinni og svo fullkomlega framandi höfundi textans að hann skýtur hana niður í fyrirvaranum. Samfélagið þarf að verjast fámenn- isvaldi á fjölmiðlamarkaði. Til þess höfum við Alþingi að setja leikreglur til almannaheilla. Tiltölulega einfalt er að setja lög sem banna að sami að- ili eigi prentmiðla og ljósvakamiðla. Það væri skynsamlegt fyrsta skref. Baugur og dagskrárvald fjölmiðla Páll Vilhjálmsson skrifar um fjölmiðla ’Umgengni Baugs-manna um fjölmiðla- markaðinn undirstrikar nauðsyn þess að al- mannavaldið setji regl- ur til að hamla gegn fá- mennisvaldinu.‘ Páll Vilhjálmsson Höfundur er blaðamaður. NÚ að undanförnu hefur átt sér stað umræða um samþjöppun í við- skiptalífinu og þau áhrif sem þessi þróun hefur á íslenskt þjóðlíf. Þessi málefni settu m.a. svip á ávörp for- sætisráðherra og for- seta um áramótin og hafa einnig komið fram í leiðaraskrifum Morgunblaðsins að undanförnu. Þessi umræða er tímabær vegna þess hve hröð þróun síðustu ára hefur verið. Það er nauðsynlegt að við átt- um okkur á hvernig við getum haldið áfram að nýta drifkraftinn í íslensku athafnalífi til þess að skjóta fleiri stoðum undir íslenskt efnahagslíf í sátt við sam- félagið. Þessi umræða verður hins vegar að taka mið af því að við er- um að horfast í augu við afleiðingar af opnara viðskiptaumhverfi þar sem við erum hluti af stærri heild en ekki lengur einangrað örhag- kerfi með takmarkaða möguleika. Ef óttinn við að einstaklingar eða einstök fyrirtæki í viðskiptalíf- inu geti efnast á þann hátt að þeir eigi eignir sem geta talist hátt hlut- fall af eiginfé einstakra atvinnu- greina hér á landi á að stýra við- brögðum okkar við þeirri stöðu sem nú er komin upp þá erum við um leið að setja íslenskum athafna- mönnum stólinn fyrir dyrnar varð- andi þátttöku í alþjóðlegu við- skiptaumhverfi. Þetta liggur einfaldlega í smæð hins íslenska hagkerfis. Máli mínu til stuðnings get ég tekið raunverulegt dæmi þar sem hluti hagnaðar duglegra íslenskra athafnamanna af að nýta sér tæki- færi á sviði drykkjarvörufram- leiðslu á nýopnuðum rússneskum markaði dugði til þess að kaupa ráðandi hlut í öðrum íslenska rík- isbankanum. Áttu að vera til staðar reglur sem hindruðu slíkt og þar með það að þetta fjármagn bærist til landsins? Í annan stað hafa fyrirtæki á inn- lendum markaði staðið frammi fyrir kröfu um aukna þjónustu fyrir lægra verð. Þau hafa mætt þessu með hagræðingu og þegar ekki er lengra gengið með rekstrarhagræð- ingu innan einstakra fyrirtækja hef- ur kröfunni verið mætt með sam- runa til að ná fram sparnaði í föstum kostnaði og öðru hagræði. Þetta hef- ur leitt til þess að á hinum örsmáa íslenska markaði virðist ekki vera rými fyrir nema tvö til þrjú fyr- irtæki á ýmsum sviðum viðskipta- lífsins ef þau eiga að geta í senn mætt kröfu um öfluga þjónustu fyrir ásættanlegt verð og um leið verði til fjármunir í rekstrinum til þess að standa und- ir nýrri sókn. Agnarsmár ís- lenskur markaður Þetta er sú mynd sem við blasir í íslensku athafnalífi í dag. Hún er í sjálfu sér einföld þó pólitíska staðan sé bæði viðkvæm og flókin. Það er að mínu mati ljóst að erlendar fyrirmyndir s.s lög gegn hringamyndun sem virka á mörg hundruð milljóna markaði gagnast ekki endilega á hinum agnarsmáa íslenska markaði. Það er einnig ljóst að samkeppnisfræðin segja að til þess að samkeppni sé virk þurfa að vera til staðar nokkur fjöldi fyr- irtækja af svipaðri stærð (4–5 að lágmarki). Á okkar litla markaði getur þetta í raun þýtt að lögbundin þvingun til uppskipta á einstökum sviðum hafi í för með sér að fyrirtækin verði það smá að þar verði ekki um neina fjármunamyndun að ræða og þau tapi þar með getunni til sóknar á grunni eigin aflafjár án þess endi- lega að neytendur séu betur settir. Það fjármagn sem nú verður til í rekstrinum fer í aukinn kostnað vegna fjölgunar aðila á mark- aðnum. Að öðru jöfnu er það nú einu sinni þannig að það er dýrara að reka fleiri fyrirtæki en færri og til lengri tíma eru það ekki aðrir en viðskiptavinirnir, neytendur, sem bera þann kostnað. Það verður einnig að hafa í huga að drifkrafturinn að baki „íslenska efnahagsundrinu“ á síðustu árum sem m.a. hefur komið fram í kaup- máttaraukningu langt umfram okk- ar nágrannalönd á sér að verulegu leyti rætur í þessari þróun. Þ.e.a.s. hagræðing og samþjöppun í hefð- bundnum þjónustugreinum ásamt framleiðniaukningu í okkar höfuð- atvinnuvegi til langs tíma, sjávar- útveginum, hefur skapað rými fyrir nýgreinar s.s í orku – og lyfjaiðnaði, fjármálastarfsemi og i tölvuheim- inum. Í framhaldinu hefur síðan fylgt sókn öflugustu aðilanna á er- lenda markaði. Leiðin til framfara í íslensku at- vinnulífi getur aldrei falist í því að þvinga það til fyrri stöðu þar sem fjöldi óburðugra fyrirtækja þar sem sáralítið fé varð til í rekstr- inum tókust á um hinn agnarsmáa lokaða íslenska markað og nýtt fjármagn var stöðugt kallað til í formi neikvæðra vaxta með tilheyr- andi verðbólgu og gengisfalli ís- lensku krónunnar. Ég reikna ekki með að nokkrum detti í hug að fara þessa leið en í ljósi umræðu síðustu vikna er hins vegar full ástæða til þess að minna okkur á hversu stutt er síðan þessi mynd blasti við. Þetta þýðir hins vegar ekki að við getum látið sem ekkert sé. Það þarf vinnu bæði á hinu pólitíska sviði og ekki síður þurfa samtök at- vinnulífsins að marka sér stefnu hvað þetta varðar. Það verður að vera hlutverk stjórnmálanna að til staðar séu þau tæki sem til þarf til þess að veita aðhald. Það eru til úr- ræði og aðferðafræði til þess að koma á „samkeppnisígildi“ þar sem af náttúrulegum ástæðum er tak- mörkuð samkeppni til staðar. Á sama hátt verða samtök atvinnu- lífsins að leggja vinnu í að á vett- vangi þeirra séu til viðmiðanir um það „sem ekki má“ þó að hin end- anlegu viðmið verði að byggjast á mati forustu fyrirtækjanna um hvað sé við hæfi við íslenskar að- stæður. Jóhannes Geir Sigurgeirsson skrifar um íslenskt viðskiptalíf ’Það eru til úrræði ogaðferðafræði til þess að koma á „samkeppn- isígildi“ …‘ Jóhannes Geir Sigurgeirsson Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja. Samþjöppun í viðskiptalífinu Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.