Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 38
DAGLEGT LÍF 38 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þegar nýi þjónustuskálinnvar opnaður á haustdög-um árið 2002 breyttist að-staða á Alþingi til muna, ekki síst mötuneytisaðstaðan. Fyr- ir daga nýja skálans var allur mat- ur Alþingis selfluttur í hitakössum á hið háa Alþingi eftir að hafa verið eldaður hjá veisluþjónustu úti í bæ, en með tilkomu nýja skálans skap- aðist aðstaða til að elda matinn á staðnum. Sú þróun hefur orðið til þess að þingmenn og aðrir starfs- menn þingsins sækja frekar í mötuneytið en á matsölustaðina í bænum enda hefur Morgunblaðið það fyrir satt að mikil og almenn ánægja ríki með veitingarnar, sem fram eru bornar. Í eldhúsinu ræður ríkjum Þor- björg Sigríður Þorsteinsdóttir og hefur hún sér til aðstoðar tvær starfsstúlkur. Sjálf ákveður Sigga, eins og hún er gjarnan kölluð, mat- seðlana, sem eru sendir út til þing- manna og starfsfólks í tölvupósti. „Ég reyni að hafa matseðilinn sem fjölbreyttastan. Hér er alltaf sal- atbar, súpa og brauð og svo heitur matur, annaðhvort fiskur eða kjöt og grænmetisréttur. Ef ég mögu- lega get komið því við býð ég upp á grænmetisrétt samhliða kjöt- réttum enda hefur grænmetisrétt- unum vaxið fiskur um hrygg allt frá því að ég byrjaði að kynna þá til sögunnar og njóta þeir nú orðið sívaxandi vinsælda, ekkert síður hjá körlum en konum. Ég hef farið á námskeið í gerð grænmetisrétta og svo er þetta bara þjálfun og hugmyndaflug. Það er um að gera að vera nógu áræðinn í að blanda saman grænmetistegundum. Fjöldinn alltaf óviss Annir voru á þingi þegar blaðamaður ræddi við Siggu rétt fyrir jólahlé þingmanna. Og þegar annir eru á þingi eru líka annir í eld- húsinu. Mötu- neytið er opið á meðan þinghald er og þegar þing teyg- ist fram á kvöld þarf auðvitað að vera kvöld- matur á borðum. „Ég var til dæmis með steiktan fisk í gær og svo verð ég bæði með lamba- kjötspottrétt og grænmetisrétt í dag,“ segir Sigga og samþykkir að gefa Matarkistunni uppskriftir af hvoru tveggja ásamt súpu. Það er aldeilis ekki svo að Sigga sé í fríi þegar þingmenn eru í fríi því fyrir utan 63 alþing- ismenn, sem sitja á þingi, starfa hátt í eitt hundrað manns á Al- þingi. „Ég veit hins vegar aldrei fyrirfram hversu margir mæta í matinn, en reynslan sýnir að ég geti átt von á allt frá 50 og upp í 100 manns í mat hverju sinni.“ Fimmtugur Þingeyingur Þorbjörg Sigríður er Þing- eyingur í húð og hár, frá Blikalóni á Melrakkasléttu. Hún flutti suður árið 1998 eftir að hafa búið á Hól- um í Hjaltadal í fjórtán ár þar á undan þar sem hún starfaði við mötuneyti Bændaskólans. „Ég hef svo sem engar prófgráður í mat- seld, en ég hef bara verið innan um potta og pönnur alla mína tíð,“ seg- ir Sigga, sem er svo til nýbú- in að halda upp á fimm- tugsafmæli sitt í faðmi fjölskyldunnar. Grænmetis- pottur 1 laukur, 2 hvítlauksrif, ½ lítri appelsínusafi, 2 msk tómatkraftur, 1½ saxaður chilipipar, 1 tsk timían, tsk kóríander, 1 tsk túrmerik, 1 tsk kúmmín, 1 msk hnetusmjör, 1–2 tsk salt Grænmeti: 1 rófa, 2 gulrætur, ½ seljurót, ½–1 kúrbítur, smávegis blómkál Laukurinn gljáður í olíu og saf- inn settur út í ásamt kryddi. Látið malla smástund. Síðan er græn- metið sett út í og látið sjóða í um það bil 10 mínútur eða þar til það er orðið mjúkt. Ef vill má setja örlitla rjómaslettu út í. Það má nota hvaða grænmeti sem er, gott er að kíkja fyrst í ísskápinn og gá hvað er til. Lambakjöts- pottréttur 1 kg smátt skor- ið lambakjöt, 2 laukar, salt og pipar, paprikuduft, lítill biti fersk engiferrót, 3 msk tómatkraftur, ½–1 lítri vökvi, 5–6 gulrætur, 200 g spergilkál, 200 g blómkál, 1 kúrbítur Kjötið er steikt ásamt grófsöx- uðum lauknum. Sett í pott ásamt kryddi og vökva og látið sjóða við vægan hita í um það bil 40–50 mín- útur. Að síðustu er grænmetið sett út í og soðið í um það bil 10 mín- útur. Þykkt er með sósujafnara og ekki skaðar rjómaslettan. Þessir pottréttir eru báðir góðir með hrísgrjónum og nýbökuðu brauði. Heimasúpa ½ lítri vatn, 2 dl mjólk, ½ laukur, 2 meðalstórar kartöflur, 1 gulrót, ½ stöngull sellerí, ½ rauð paprika, 3 hringir ananas + safi, smávegis af blómkáli, 2 msk tómatkraftur, 1 tsk karrí, 1 vel full tsk chilipiparduft, 1 tsk salt, 2 grænmetisteningar, 50 g kókósmjólk, maísenamjöl Vatn er sett í pott ásamt lauk og kryddi. Grænmetið er hreinsað og skorið í teninga og bætt út í ásamt ananassafa. Látið sjóða smástund við vægan hita. Þykkt með maí- senamjöli og bragðbætt með kók- osmjólk. Bæta má við vökva á móti öllu þessu grænmeti, en þá þurfa menn að muna eftir aukakryddi.  MATARKISTAN Grænmetisréttir vinsælir á Alþingi Þingmenn og aðrir starfsmenn Alþingis gera góðan róm að matnum, sem fram er borinn í nýlegu mötu- neyti nýja þjónustuskál- ans. Jóhanna Ingvars- dóttir spurði Þorbjörgu Sigríði Þorsteinsdóttur út í matseðilinn. join@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Þorbjörg Sigríður Þorsteinsdóttir Ágústa Johnson í Hreyfingu Berjabomba 1 lítil dós bláberjaskyr 1 lítil dós vanilluskyr 1 væn lúka af berjum (bláber, jarðarber, bróm- ber – fersk eða frosin) 1 pera 1 biti weetabix 1 msk hörfræ 4–6 ísmolar Öllu blandað saman og hrært vel í blandara. Heilsubomba 1 lítil dós peruskyr 1 lítil dós vanilluskyr 1 banani 1 pera 1 biti weetabix 1 msk hörfræ 2 msk hnetur (t.d. kashew) 4–6 ísmolar Öllu blandað saman og hrært vel í blandara. Sævar Pétursson í Baðhúsinu Sporthúsdrykkurinn 2 msk leppin protein recovery formula 1⁄4 lítri trópí-appels- ínusafi 1 dós skyr.is með mel- ónum og ástaraldinum 1 banani klaki að vild Allt sett í blandara. Mjög gott strax eftir æfingu. Léttur hristingur 1 dós vanilluskyr.is ½ banani ½ pera nokkur jarðarber 2 msk léttur leppin klaki að vild Allt sett í blandara. Fínn hristingur til að fá sér yfir daginn eða í staðinn fyrir máltíð. Linda Hilmarsdóttir í Hress Hress hristingur 1 lítil dós jarðarberjaskyr ½ avókadó 1 gulrót ½ pera 1–2 dl sódavatn eða 2 ísmolar 1 dl hreinn appelsínusafi Allt sett í blandara og blandað vel á góðum hraða í 45 sekúndur. Hressandi orkudrykkur 1 lítil dós vanilluskyr ½ þroskaður banani ½ hálfur bolli bitaður ananas 4 jarðarber 3 ísmolar Allt hráefnið sett í blandara og blandað vel saman á miklum hraða í 45 sekúndur. Heilsubombur  HOLLUSTA NÚ ER að ganga í garð hin árlega vetrarvertíð líkamsræktarstöðvanna, sem keppast nú um að ná athygli þeirra, sem á þurfa að halda og hafa kannski bætt á sig aukakílóum um jólin. Ófá svitatár falla í átakstímum stöðvanna vilji menn ná árangri og minnka ummál sitt hér og þar eða styrkja lúna vöðva. Þorstinn er hins vegar fljótur að segja til sín eftir púl, lyftingar og hlaup. Í stað þess að hverfa á vit óhollustunnar eftir allt stritið er farsælla að líta til hollustunnar vilji menn hafa erindi sem erf- iði. Þrír líkamsræktarfrömuðir voru beðnir að gefa uppáhaldsuppskriftir að kjarngóðum heilsu- drykkjum, sem ljúft er að gæða sér á eftir sturtuna. Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.