Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.01.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 11 Kringlunni - sími 581 2300 DÖMUR Áður Nú Mokkakápur 27.990 16.795 Ullarkápur 22.490 12.245 Vaxjakkar 24.990 14.994 Flíspeysur 6.190 3.714 Peysur 6.190 3.714 Loðskinn 7.490 4.494 Blússur 6.190 3.095 Stakir jakkar 16.790 5.037 HERRAR Áður Nú Ullarjakkar 24.990 12.495 Leðurjakkar 37.490 22.494 Dúnúlpur 24.990 14.994 Vetrarjakkar 22.990 13.794 Peysur 6.190 3.714 Stakir jakkar 24.990 14.994 Skyrtur 3.690 2.214 Leðurbelti 3.790 2.274 40-70% afsláttur HERRAR DÖMUR INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði á opnum fundi Samfylking- arinnar á Grand Hótel í gær að Ís- lendingar ættu að skilgreina varn- arhagsmuni sína í tengslum við varnarhagsmuni Evrópu og beina þannig sjónum sínum í ríkari mæli að Evrópu fremur en Bandaríkj- unum. „Það mun þó þá og því að- eins verða að veruleika að menn sættist á að Evrópusambandið sé mögulegur valkostur fyrir okkur Íslendinga,“ bætti hún við. Ingibjörg gerði á fundinum grein fyrir nokkrum þeim hug- myndum sem hún teldi, ásamt öðr- um, að ættu að koma til umfjöll- unar í þeirri stefnumótun Samfylkingarinnar sem nú færi fram á vegum framtíðarhóps og annarra stofnana flokksins. Ingibjörg sagði m.a. að Samfylk- ingin stæði nú andspænis því verk- efni að móta nýja stefnu í öryggis- og varnarmálum í ljósi nýrra að- stæðna eftir að Bandaríkjamenn teldu ekki lengur þörf á þeim varnarviðbúnaði sem verið hefði í herstöðinni í Keflavík. „Varnar- stefnan og viðbúnaðurinn í Kefla- vík miðaðist við heimsmynd kalda stríðsins þegar óvinurinn voru Sovétríkin og ríki töldu ástæðu til að búa sig undir árásir óvinveittra herja,“ sagði hún. Ingibjörg hélt áfram að ræða um öryggis- og varnarmál og vísaði m.a. til viðtals við Davíð Oddsson forsætisráð- herra í Morgunblaðinu í maí árið 2001. Sagði hún að þar hefði falist í orðum hans að fjórar orrustu- vélar í Keflavík væru lágmarks- viðbúnaður. „Til grundvallar þess- arar afstöðu,“ sagði hún, „liggur ekkert mat á þeirri vá sem að okk- ur Íslendingum steðjar heldur er hér einvörðungu um pólitískt mat að ræða sem byggir á 50 ára sam- starfi Bandaríkjanna og Íslands.“ Ingibjörg rifjaði í þessu sambandi upp skýrslu Bjarna Benediktsson- ar, Emils Jónssonar og Eysteins Jónssonar eftir ferð til Wash- ington árið 1949, en þar kæmi fram að ekki kæmi til mála að er- lendur her eða herstöðvar yrðu á Íslandi á friðartímum. „Á grund- velli þessarar skýrslu var aðildin að NATO samþykkt árið 1949 og varnarsamningurinn undirritaður árið 1951. Ekki er mér kunnugt um hvar eða hvenær samþykkt var breyting á þessari stefnu,“ sagði hún. Skyldan að vernda líf Ingibjörg sagði að hagsmunir Íslendinga, eins og annarra smá- ríkja, fælust fyrst og fremst í því að farið yrði að alþjóðalögum. Vakti hún í því sambandi athygli á hugmyndum Kanadastjórnar um íhlutun í málefni fullvalda ríkja. „Í grófum dráttum ganga hugmynd- irnar út á þá grundvallarreglu að skorti ríkisstjórn í fullvalda ríki getu eða vilja til að hindra fjölda- morð, kynþáttaofsóknir, kúgun, pyntingar og afnám mannréttinda, þá víki grundvallarreglan um bann við íhlutun fyrir skyldunni til að vernda líf og mannréttindi. Full- veldishugtakið sé ekki takmarka- og skilyrðislaust þó að það sé mik- ilvægt. Fullveldið felur ekki bara í sér rétt ríkja til að haga málum eins og þeim best hentar heldur líka skyldu og ábyrgð; ábyrgð á lífi fólks og grundvallarmannréttind- um. Ef ríki bregst þessari ábyrgð ber alþjóðasamfélaginu - Samein- uðu þjóðunum eða svæðisbundnum samtökum í umboði eða með sam- þykki Sameinuðu þjóðanna - að skerast í leikinn í nafni mannrétt- inda.“ Ingibjörg sagði að Finnar hefðu tekið þessar hugmyndir upp á sína arma og bætti því síðar við að hún teldi rétt að íslensk stjórnvöld kynntu sér þær einnig. „Þarna eru sóknarfæri andspænis valdbeiting- arstefnu þeirra Bandaríkja sem stjórnast öðru fremur af hagsmun- um stórfyrirtækjanna og fjár- magnsins,“ sagði hún. Meiri áhersla á börn Ingibjörg gerði velferðarkerfið einnig að umtalsefni og sagði að það ætti að vera forgangsmál hjá jafnaðarmönnum að auka fjárfest- ingu í börnum. Það kallaði þó á breytingar á velferðarkerfinu. Hún sagði að undanfarna áratugi hefði verið lögð áhersla á að bæta kjör og aðstæður eldri borgara. Nú byggju aldraðir hins vegar al- mennt við nokkuð góð kjör. „Ung- ar fjölskyldur með börn eru hins vegar undir miklu álagi og nauð- synlegt er að létta undir með þeim. Þetta álag birtist m.a. í hegðunarvandamálum hjá börnum og aukinni upplausn fjölskyldna. Þá dregur úr barneignum í flest- um vestrænum samfélögum.“ Ingibjörg sagði að nauðsynlegt væri að styðja við umönnun barna allt frá fæðingu. „Góð leiðsögn og félagslegur stuðningur við foreldra fyrstu ævimánuði barns, tólf mán- aða fæðingarorlof og góð, ódýr dagvistarþjónusta að því loknu leikur þar lykilhlutverk,“ sagði hún. „Jafn aðgangur grunnskóla- barna að uppbyggilegri frístunda- iðju, listnámi, íþróttum og umönn- un eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur skiptir verulegu máli.“ Bætti hún því við að nauðsynlegt væri að ríki og sveitarfélög tækju upp við- ræður sín á milli um hvernig kostnaðinum við aukna þjónustu við barnafjölskyldur yrði best mætt. Umræðuferlið skiptir máli Ingibjörg gerði Borgarnesræðu sína hina fyrri einnig að umtals- efni. Þar hefði hún gert lýðræðið að umtalsefni, m.a. hefði hún stillt hinu frjálslynda lýðræði upp and- spænis því sem hún kallaði stjórn- lynt lýðræði. Ennfremur hefði hún skilgreint samræðustjórnmál and- spænis átakastjórnmálum. „Eins og menn eflaust muna féll hug- myndin um hið frjálslynda lýðræði og samræðustjórnmálin í grýttan jarðveg hjá pólitískum andstæð- ingum okkar sem hafa reynt að kæfa þessar hugmyndir með hefð- bundnum aðferðum þöggunar- valdsins; með reiði eða hlátri. Kannski var það þó frekar hug- myndin um þeirra eigin stjórn- lynda lýðræði sem fór svona fyrir brjóstið á þeim. Hið grátbroslega er þó að þeir hafa þráfaldlega staðfest þá skilgreiningu á und- anförnum mánuðum, nú síðast í umræðunni um eftirlaunafrum- varpið sem samþykkt var á Alþingi viku fyrir jólahátíð. Þar var í sí- fellu klappaður sami steinninn þ.e. hvað er fólk úti í bæ að skipta sér af því sem við gerum? Við ráðum, við stjórnum, við förum með valdið og eigum ekkert að vera hlusta á einhverja bjána sem vilja hafa áhrif á okkar ákvarðanir.“ Ingibjörg sagði að það ætti við í Samfylkingunni eins og í sam- félaginu almennt að sjálft um- ræðuferlið skipti máli. „Og þeir sem veljast til forystu í flokknum verða að leggja sig eftir sjónar- miðum og vilja flokksmanna sem byggist á rökum um réttlæti og sanngirni.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ræðir um varnar- og öryggismál á opnum fundi flokksins Morgunblaðið/Þorkell Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði á opnum fundi Samfylkingarinnar á Grand Hótel í gær að Íslendingar ættu að skilgreina varnarhagsmuni sína í tengslum við varnarhagsmuni Evrópu. Íslendingar beini sjónum sín- um í ríkari mæli til Evrópu Í DESEMBER síðastliðnum ákvað stjórn Félags íslenskra skip- stjórnarmanna að veita Klúbbn- um Geysi veglegan peningastyrk til eflingar starfsemi klúbbsins. 30. desember komu þeir Eirík- ur Jónsson formaður og Guðjón Petersen framkvæmdastjóri í heimsókn í klúbbinn þar sem Ei- ríkur afhenti styrkinn, að upphæð 500.000 krónur. Klúbburinn Geysir er vinnu- staður fólks sem á eða hefur átt við geðræn veikindi að stríða og mun styrkurinn verða klúbbnum mikil lyftistöng og hvatning til fé- laga. Í fréttatilkynningu frá Geysi kemur fram að félagar, starfsfólk og stjórn klúbbsins þakkar af al- hug þann stuðning og hlýju sem í framtakinu felst. Á meðfylgjandi mynd sést Hall- dór Hákonarson félagi í Geysi veita styrknum viðtöku úr hönd- um Eiríks Jónssonar formanns Félags íslenskra skipstjórn- armanna. Klúbburinn Geysir fær veglegan peningastyrk SMS tónar og tákn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.