Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 11
móti er alltaf erfitt að meta hvort viðvöruninni hefur verið komið nægilega vel til skila eða ekki,“ svaraði Katla og velti upp ábyrgð stjórn- valda. „Í því sambandi virðist eðlilegt að stjórn- vald sem framfylgir útlendingalögum fremur eða að minnsta kosti jafnframt Félagsþjónust- unni sinni upplýsingaskyldunni, t.d. með því að Útlendingastofnun hafi fyrir reglu við veitingu dvalarleyfa að upplýsa viðkomandi um hvað geti valdið því að leyfið verði ekki endurnýjað.“ Georg tekur fram að útlendingar fái ekki dvalarleyfi í fyrsta sinn öðruvísi en að sýna fram á trygga framfærslu. „Fólk ætti því að gera sér grein fyrir því strax í upphafi hversu fram- færsluskyldan er veigamikið skilyrði fyrir dval- arleyfinu. Þar að auki liggur hér frammi blað með upplýsingum um hvaða skilyrði umsækj- endur þurfi að uppfylla til að fá leyfið endurnýj- að,“ segir hann og er spurður hvort tryggt sé að umsækjendur geti lesið bæklinginn. „Við eigum bæklinginn bæði á íslensku og ensku. Lögin eru aðgengileg á báðum tungumálum á Netinu. Annars ættu útlendingar auðveldlega að geta nálgast upplýsingar hjá Alþjóðahúsi, Fjölmenn- ingarsetrinu á Vestfjörðum og öðrum upplýs- ingamiðstöðvum fyrir útlendinga. Við höfum ekki tök á því að tryggja að hver einasti innflytj- andi skilji til hlítar skilyrði laganna fyrir end- urnýjun dvalar- og búsetuleyfis.“ Tengslaleysi stofnana Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóða- húss, telur að tengslaleysi á milli stofnana eigi þátt í því að útlendingar virðist oft ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar í tengslum við fjárhagsaðstoð og endurnýjun dvalar- og bú- setuleyfa. „Annars vegar sér Félagsþjónustan um að kynna útlendingum réttindi sín. Hins vegar sér Útlendingastofnun um leyfisveitingar. Á milli þessara tveggja stofnana þyrftu að vera betri tengsl til að útlendingarnir lentu ekki ein- hvern veginn á milli og fengju ekki nauðsyn- legar upplýsingar eins og virðist geta orðið raunin,“ sagði Einar og tók fram að Alþjóðahús hefði hug á því að stuðla að bættum tengslum með aukinni miðlun upplýsinga. „Á hinn bóginn geta tungumálaörðugleikar einnig verið ástæð- an fyrir misskilningi, þannig að þótt upplýsingar séu veittar um þær afleiðingar sem fjárhags- aðstoð gæti haft í för með sér þá komist það ekki til skila.“ Lára V. Björnsdóttir, félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar, segir að Félagsþjónustunni hafi ekki verið sérstaklega tilkynnt um gildis- töku reglugerðar með lögum um útlendinga á sínum tíma. „Við fengum reglugerðina í hend- urnar eins og hverja aðra reglugerð og uppgötv- uðum við lestur hennar að með því að þiggja fjárhagsaðstoð frá Félagsþjónustu sveitarfélaga væru útlendingar að fyrirgera rétti sínum til endurnýjunar dvalar- og búsetuleyfis. Í kjölfar- ið var lögfræðingi félagsþjónustunnar falið að taka saman minnisblað um málið og þar var sér- staklega minnt á ríka leiðbeiningarskyldu fé- lagsþjónustunnar þegar útlendingar sækja um fjárhagsaðstoð,“ segir Lára en í minnisblaðinu er m.a. vitnað í 36. gr. reglugerðar með lögum um útlendinga. Í niðurlagi minnisblaðsins segir orðrétt: „Í ljósi þess að það, að viðkomandi hefur fengið fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi, getur komið í veg fyrir að dvalarleyfi verði framlengt, er nauðsynlegt að ríkrar leiðbeiningarskyldu verði gætt þegar veitt er fjárhagsaðstoð til út- lendinga.“ „Við vorum auðvitað mjög hissa á þessum tví- skinnungi í lögunum,“ segir Lára. „Auðvitað er alveg fráleitt að veita fólki annars vegar réttindi eins og réttinn til að þiggja fjárhagsaðstoð og refsa því síðan fyrir að nýta þessi réttindi sín. Mér virðist þarna enn eima eftir af þeim gam- aldags hugsunarhætti að eitthvað óeðlilegt sé við að þiggja aðstoð af Félagsþjónustu sveitarfé- laganna og jafnvel ótti við að fólk eigi, eftir að hafa þegið aðstoð einu sinni, að vera á framfæri hins opinbera til eilífðar, sem er auðvitað alveg fráleitt. Flestir útlendingar koma hingað til lands til að vinna og þurfa ekki á aðstoð að halda nema vegna einhverra tímabundinna erfiðleika. Við njótum krafta þessara einstaklinga og því er ekki nema sanngjarnt að við aðstoðum þá í tíma- bundinni neyð,“ segir hún og bætir við að því hafi verið beint til starfsmanna Félagsþjónust- unnar að vara útlendinga við afleiðingum þess að þiggja fjárhagsaðstoð. „Við gætum okkur á því að vara útlendinga við að þiggja fjárhags- aðstoðina þó að auðvitað geti ég ekki svarið fyrir að einhvern tíma hafi orðið á því misbrestur.“ Samsetning hópsins að breytast „Ég held að horft hafi verið of mikið til út- landa við vinnu við nýju löggjöfina,“ segir Einar. „Sannleikurinn er sá að samsetning útlendinga á Íslandi og hinum Norðurlöndunum er alls ekki eins. Mun lægra hlutfall útlendinga fær hæli eða kemur hingað sem flóttamenn en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Langflestir út- lendingar koma hingað til að vinna og leggja því flestir til samfélagsins frá fyrsta degi. Þess vegna skilur maður ekki af hverju komið er í veg fyrir að þessi hópur fái eitthvað til baka til þess að jafna lífsgæðin eða að minnsta kosti koma tímabundið til hjálpar ef einhver áföll dynja yfir eins og allir eiga rétt á í þessu samfélagi. Hér er klárlega um sanngirnisrök að ræða.“ Georg segir að vissulega hafi verið áberandi að útlendingar hafi flust til landsins til að vinna á síðustu árum. „Hinu er ekki að leyna að með sístækk- andi útlendingasamfélagi á Íslandi hafa fjölskyldusameiningar orðið sí- fellt algengari. Innflytjendur hafa ver- ið að fá til sín foreldra, börn og aðra nána aðstandendur,“ segir hann og vekur athygli á því að í þeim tilvikum reyni meira á framfærsluákvæði lag- anna en í tilfellum einstaklinga. „Þá getur komið upp sú spurning hvort innflytjendur eru ekki að ætla sér of mikið með því að framfleyta stórum hópi ættingja sinna á lágum launum.“ Framsal til framkvæmdavalds Einar var spurður hvort hann teldi eðlilegt að kveðið væri á um skilyrði fyrir endurnýjun dval- ar- og búsetuleyfis í reglugerð en ekki í lögum. „Nei,“ svaraði hann. „Þarna er í raun komið inn á skiptingu löggjafar- og framkvæmdavalds. Að mínu mati felst óeðlilega mikið framsal til fram- kvæmdavaldsins í því að kveða á um fjárhags- aðstoðina í reglugerðinni. Ég er þeirrar skoð- unar að eðlilegra hefði verið að útkljá slíkt grundvallaratriði í lögunum.“ Georg segir að vissulega feli lögin í sér áber- andi víðtækt framsal til framkvæmdavaldsins miðað við lög almennt. „Ein aðalástæða þess er hvað taka þarf á breytilegu ástandi í þessum málaflokki. Útlendingasamfélagið á Íslandi get- ur jafnvel tekið breytingum frá einum mánuði til annars, t.d. með innflutningi hóps verkamanna í tengslum við virkjanaframkvæmdir á Aust- fjörðum. Við verðum því eins og þjóðirnar í kringum okkur að skapa okkur ákveðinn sveigj- anleika þótt reglugerðin megi að sjálfsögðu aldrei fara fram úr lögunum,“ segir hann og upplýsir að yfir standi endurskoðun á lögum um útlendinga og meðfylgjandi reglugerð. „Við er- um að fara yfir fjölmargar ábendingar og gera tillögur um breytingar til ráðherra,“ heldur hann áfram og er beðinn að nefna dæmi. „Ég get nefnt að við höfum óskað eftir því að stofnunin fái sjálf að meta hvaða sjúkratryggingar útlend- inga eru teknar gildar fyrstu mánuðina á Ís- landi. Samkvæmt núgildandi lögum verða út- lendingar að vera með sjúkratryggingu hjá tryggingafyrirtækjum með starfsstöð á Íslandi þótt margir séu ákaflega vel tryggðir hjá virtum erlendum tryggingafyrirtækjum.“ Námsstyrkur olli vanda Einar vekur athygli á því að börn foreldra með dvalarleyfi þurfi að sækja sérstaklega um dvalarleyfi við 18 ára aldur. „Með umsókninni þurfa krakkarnir að sýna fram á 70.000 kr. mán- aðarlega framfærslu eins og aðrir fullorðnir út- lendingar. Ef þeir eru ekki að vinna geta þeir átt erfitt með að sýna fram á slíkt. Stundum geta foreldrarnir hjálpað með því að leggja ákveðna upphæð inn á bankabók. Ekki þó alltaf því að oft eru ekki miklir peningar til inni á heimilum inn- flytjenda,“ sagði Einar og undraðist að á sama tíma og flestir íslenskir framhaldsskólanemar væru á framfæri foreldra sinna þyrftu erlend ungmenni að sýna fram á sérstaka framfærslu. Hann nefndi í þessu sambandi að til væri heim- ild í barnalögum hér á landi sem gerði börnum kleift að sækja um sérstakt menntunarmeðlag frá foreldrum til 21 árs aldurs. „Hvað varðar skólagönguna er svo rétt að benda á að þessir krakkar mega ekki hafa þegið námsstyrk eða aðra fjárhagsaðstoð vegna fram- haldsskólanáms til að fá leyfi til að dvelja í land- inu. Sú staðreynd veldur því að fleiri ungmenni af erlendum uppruna hrökklast úr námi en ann- ars hefði getað orðið.“ Lára V. Björnsdóttir sagði ýmsar ástæður fyrir því að ekki væri jafn algengt að ungmenni af erlendum uppruna eins og íslenskum færu í framhaldsnám. „Flestir erlendir foreldrar vinna hörðum höndum og geta þess vegna styrkt börn sín til náms en aðrar bæði félagslegar og menn- ingarlegar hindranir eru í veginum, bæði í sam- félaginu almennt, í skólakerfinu og hjá einstak- lingunum sjálfum,“ segir hún. „Ég þekki þó dæmi um að skilyrðið í reglugerðinni hafi komið ungri stúlku af erlendum uppruna í vanda eftir að hafa fengið námsstyrk frá Félagsþjónust- unni, sem mér þótti ákaflega miður.“ þiggja stuðning Katla Þorsteinsdóttir: „Alveg ljóst að gert er ráð fyrir því að ákvæðið sé túlkað þröngt.“ Lára Björnsdóttir: „Við vorum auðvitað mjög hissa á þessum tví- skinnungi í lögunum.“ Georg Kr Lárusson: „Almennt teljum við okk- ur sýna fyllstu sann- girni.“ Einar Skúlason: „Eðlilegra hefði verið að útkljá slíkt grundvall- aratriði í lögunum.“ ago@mbl.is ’ Annars vegar sér Félags-þjónustan um að kynna út- lendingum réttindi sín. Hins vegar sér Útlendingastofnun um leyfisveitingar. Á milli þessara tveggja stofnana þyrftu að vera betri tengsl til að útlendingarnir lentu ekki einhvern veginn á milli … ‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 11 Vert er að hafa í huga að eðlismunur er á milli dvalar- og búsetuleyfis í landinu. Ef útlend- ingur óskar eftir að flytja til landsins til að vinna sækir hann um dvalarleyfi til Útlend- ingastofnunar í tengslum við atvinnuleyfi og er úthlutað dvalarleyfi til eins árs að upp- fylltum skilyrðum laga um útlendinga. Með leyfið upp á vasann flytur hann til Íslands og hefur störf eins og um var samið. Maðurinn getur fengið leyfið endurnýjað þrisvar sinnum til eins árs í senn með sömu skilyrðum og áð- ur. Eftir fjögurra ára dvöl í landinu er mann- inum heimilt að sækja um búsetuleyfi í land- inu, þ.e. ótímabundið dvalarleyfi. Sömu almennu skilyrðin eru fyrir búsetuleyfi og dvalarleyfi en auk þess er m.a. gert ráð fyrir að viðkomandi hafi stundað 150 tíma íslensku- nám eða staðist próf í íslensku. Búsetuleyfi veitir víðtæk réttindi hér á landi. Meginreglan er sú að útlendingar geta sótt um íslenskan ríkisborgararétt eftir sjö ára búsetu í landinu. Undantekningar eru frá þessu, t.d. geta er- lendir makar íslenskra ríkisborgara sótt um ríkisborgararétt eftir þriggja ára hjúskap og búsetu. Dómsmálaráðherra veitir útlendingum íslenskan ríkisborgararétt að fenginni umsögn Útlendingastofnunar. Með ríkisborgararétti öðlast innflytjendur sömu réttindi og inn- fæddir Íslendingar, m.a. kosningarétt sam- kvæmt gildandi lögum. Hvað eru dvalar- og búsetuleyfi? ’Ég fer ánægð heim til Færeyjameð bros út að eyrum.‘Eivör Pálsdóttir eftir að tekið við tvennum verðlaun- um á tónlistarverðlaunahátíð á miðvikudag. ’Félagið var því selt í skjóli nætur ánþess að heimamönnum gæfist nokkurt tækifæri til að ræða við seljendann um málið.‘Í yfirlýsingu frá Kaupfélagi Eyfirðinga um söluna á ÚA. ’ … eldurinn ætlaði að gleypa okkur.‘Valgerður Kristjánsdóttir sem komst naumlega út úr brennandi húsi á Suðureyri ásamt 11 ára gamalli dóttur sinni. ’Það er ekki nóg að vera með almennartilvísanir fremst eða aftast í verki. Mér sýnist verk Hannesar vera á mörkunum.‘Guðjón Friðriksson , sagnfræðingur, um fyrsta bindi ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness. ’Þegar barnið kemur út þá var enginntil að taka á móti því og það bókstaflega flaut áfram á vatninu og beint ofan í töskuna.‘Karitas Þráinsdóttir um fæðingu dóttur sinnar sinn- ar í bíl í vegarkanti skammt frá Bústaðavegi. ’Þetta er í samræmi við boðskap okkarum að hvalir séu Íslendingum og heim- inum öllum meira virði lifandi en dauðir.‘Kevin Jardin frá höfuðstöðvum Greenpeace við opnun heimasíðu samtakanna á íslensku. ’Ég var að vona að hún myndilifa þetta af.‘Mijailo Mijailovic , morðingi Önnu Lindh, utanrík- isráðherra Svíþjóðar, í dómsal á miðvikudag. ’Með reynslunni og þekkingunni sem viðöflum okkur á tunglinu verðum við tilbúin að taka næsta skrefið í könnun geimsins: senda mönnuð geimför til Mars og fjar- lægari staða í alheiminum.‘George W. Bush í ræðu í höfuðstöðvum NASA, geimrannsóknastofnunar Bandaríkjanna. ’Við erum ósammála úrskurðinum envirðum niðurstöðuna.‘Reanto Schiffani , þingflokksformaður Forza Italia um úrskurð stjórnarskrárdómstóls Ítalíu þess efnis að lög um friðhelgi æðstu manna ríkisins brjóti gegn stjórnarskránni. ’Stríðið gegn Írak var ekki liður íhryðjuverkastríðinu heldur hliðarspor frá því.‘Bandaríski fræðimaðurinn Jeffrey Record í gagnrýninni skýrslu um innrásina í Írak. Ummæli vikunnar Reuters Grafreitur Önnu Lindh, fyrrverandi utanrík- isráðherra Svíþjóðar, blómum prýddur síð- astliðið haust. Mijailo Mijailovic játaði á sig morðið á henni fyrir dómstólum á miðviku- dag. Grafreitur Önnu Lindh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.