Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 39
V etur konungur staðfesti svo um munaði í síðustu viku að Ísland er enn við heimskauts- baug. Fárviðri og fannfergi lamaði samgöngur og setti daglegt líf úr skorðum víða um land. Landsmenn voru enn einu sinni minntir á ógnarvald snævarins þegar snjóflóð tók mannslíf í Ólafsfirði. Eignatjón bliknar í sam- anburði við slíkan hörmungaratburð. Það má segja að íbúar höfuðborgar- svæðisins hafi sloppið við norð- anáhlaupið, utan hvað nokkuð blés um Kjalnesinga. Víst er að hefði veðrið, sem geisaði um norðan- og vestanvert landið lungann úr vikunni, lent á Reykjavík og nágrenni hefði ástandið orðið erfitt viðureignar. Megnið af vöruflutningum innanlands fer með vöruflutningabílum. Vöruflutn- ingabílstjórar sögðu í samtölum við Morgunblaðið að veðurofsinn sem skall á Norðurlandi og Vestfjörðum í síðustu viku hefði verið sá versti í mörg ár. Það er langt liðið síðan fjallvegir tepptust svo dögum skipti. Bílstjórar drógu fram snjókeðjur og skóflur og dustuðu rykið af snjóakstursleikninni. Þegar allt um þraut og allt stóð fast leituðu bílstjórar gistingar á næstu sveitabæjum. Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, fór norður í land í leit að vetrarmyndum. Veðrinu var aðeins tekið að slota og hægt að brjótast á stórum jeppa norður yfir heiðar. Lífið hafði hægt um sig í náttúrunni utan hvað hross hímdu með endann upp í veðrið eða tóku spretti um fannbarða móa. Oft þurfti að beita lagni til að halda bílnum á veginum, þegar vind- urinn vildi taka stjórnina í hálkunni. Snjóruðningstækin höfðu nóg að gera við að ryðja vegfarendum braut og þegar nær dró mannabyggð var ljóst að tilveran þessa vikuna snerist um snjó. Það var mokstur, ófærð, þæfingur, tafir, puð, ofankoma, hríð, meira puð, hleypa úr, skafa rúður, moka frá, klofa skafla, moka meira. Hvenær ætlar ’ann að lægja? í veðurham Morgunblaðið/Rax Kristófer Smári Gunnarsson og Markús Már Gunnarsson á Hvammstanga horfðu á veðrið. Niðri við sjó á Hvammstanga ólmaðist veðrið og skóf snjóinn út á haf. Hrossin skammt frá Staðarskála í Hrútafirði höfðu nóg að éta, enda nægar heyrúllur í girðingunni. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.