Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ AR sem við erum að fara hefur ekki verið rafmagn í tólf ár,“ segir Pálína við blaðamann á meðan bíll ICRC ekur í gegnum sundursprengd hverfi í Ka- búl. Áfangastaðurinn er Karte Se-sjúkrahúsið, eitt af þeim sem Pálína hefur umsjón með. Það var þaðan sem hún þurfti að flýja árið 1992. „Borgin var ekki svona þegar ég var hér fyrir ellefu árum. Auðvitað hafði viss eyðilegging átt sér stað en hér voru ennþá ljósastaurar, tré og annað slíkt. Það er ótrúlegt að sjá hvernig ákveðnir borgarhlutar voru síðan hreinlega jafn- aðir við jörðu,“ segir Pálína og fylgist með stórum tankbíl dæla dísilolíu á geymslutanka. Ol- ían er fyrir sjúkrahúsið. Hún segir að rafmagns- leysið sé vandamál, enda drekki rafalarnir bein- línis dísilolíuna. Til standi hins vegar að koma rafmagnsmálum þessa borgarhluta í lag. Heilbrigðiskerfi í molum „Eftir að stjórn Talibana var komið frá hefur verið unnið að því að skipuleggja heilbrigðiskerfi landsins upp á nýtt. Heilbrigðismálin voru í rúst eftir meira en tuttugu ár af ófriði. Almenn heilsu- gæsla hafði setið algjörlega á hakanum, fæðing- arhjálp, meðferð algengra sjúkdóma og forvarnir á borð við bólusetningar. Því miður deyr fimmta hvert afganskt barn ennþá áður en það nær fimm ára aldri. Vegna endurskipulagningar á sjúkrahúsþjón- ustunni var leitað til ICRC. Samtökin hafa mikla reynslu af stjórnun og rekstri sjúkrahúsa og njóta almennt mikillar virðingar í Afganistan. Þau voru nánast einu utanaðkomandi hjálpar- samtökin sem voru hér í borgarastyrjöldinni. Ég hef yfirumsjón með aðstoð ICRC til fjögurra sjúkrahúsa. Þess utan starfa ég í hóp á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem vinnur að stefnu- mótun og áætlanagerð varðandi sjúkrahúsþjón- ustu í Afganistan. Það kostar mikla vinnu, skipu- lagningu og fundahöld. Í raun væri ekkert mál fyrir okkur hjá Rauða krossinum að skipuleggja kerfið einfaldlega en það er ekki markmiðið. Við erum hérna til að reyna að hjálpa stjórnvöldum að gera þessi hluti sjálf. Það þarf að vera ákveðið eignarhald til staðar, menn þurfa að eiga hlut í verkefninu. Það er ekki gott þegar hlutirnir eru unnir fyrir þá. Þótt viljinn sé fyrir hendi hjá heil- brigðisyfirvöldum hér er getan það ekki alltaf, hvort sem er fjárhagslega eða faglega. Margir læknar hlutu til dæmis kennslu þegar Talibanar voru við völd og verklegum tímum var skipt út fyrir bænastundir. Starfið er rosalega ögrandi og maður verður að anda djúpt og telja upp á tíu mörgum sinnum á dag. Hér er ekk- ert gefið!“ Brenndur eftir jarðsprengju Pálína hefur reglulega hringferð sína um sjúkrahúsið og blaðamaður fylgist spenntur með. Hún ræðir við lækna og sjúklinga og athugar hvernig gangi. Menn heilsa henni með virktum og eru greinilega glaðir yfir kom- unni. „Asalamalekum,“ hljómar um allt – góðan daginn á dari. Pálína útskýrir að sjúkrahúsið hafi ekki verið byggt sem spítali. Áður voru þetta íbúðahús. Það skýrir hversu byggingarnar og herbergin eru mörg og ranghalarnir sömuleiðis. Blaðamaður er orðinn hálfvilltur. Það kemur honum á óvart hversu margir brunasjúklingar eru á sjúkrahús- inu. Brunar eru mjög algengir í Afganistan. Víða er ekkert rafmagn og menn reyna þá að hita upp með öðrum leiðum. Mörg slys verða vegna þess að fólk kann ekki að meðhöndla gas, bensín og annað slíkt. Þeir sem hita upp á gamla mátann eiga síðan á hættu að stíga á jarðsprengjur í eldi- viðarleit. „Þessi hér var að safna eldiviði og steig á sprengju,“ segir Pálína og bendir á dreng á gjör- gæslunni, sem er afar illa brenndur. Hann getur ekki opnað augun, hann er svo brunninn í fram- an. Ættingi hans heilsar lágt og er augljóslega mikið sleginn. Frá gjörgæslunni er blaðamaður leiddur í gegnum port. Það var hér sem sjúkling- arnir voru utandyra þegar Pálína var í Kabúl fyrir ellefu árum. Enn hanga uppi línur sem voru not- aðar til að hengja upp vökva, sem gefinn var sjúklingum í æð. Sjúkrahúsið var í miðri víglín- unni. Það er skrýtið að vera staddur á þessum stað. Í einu herberginu er sjúkraþjálfun. Þar eru enn fleiri brunasjúklingar. Þarna er kornungur dreng- ur sem lenti í stórbruna og missti foreldra sína og fjóra aðra ættingja. Hann er illa brenndur á fótum og augljóslega mjög kvalinn. Í apótekinu hittir blaðamaður gamlan samstarfs- félaga Pálínu frá því fyrir ellefu ár- um. Það kemur í ljós að fjórtán til viðbótar sem voru hér þá, eru hér enn. Fyrrverandi boxmeistari Menn vilja ólmir og uppvægir bjóða Pálínu te og hún þiggur boðið loks á sótthreinsunardeildinni. Brátt sitja hún og blaðamaður með rjúk- andi tebolla og maula afganskt sæl- gæti, afganga frá hátíðahöldunum eftir Ramadan. Þegar Pálína var í Afganistan fyrir ellefu árum lenti sprengja á þessum stað á sjúkrahús- inu. Enn má sjá ummerkin. Deildarstjórinn færist allur í aukana þegar hann heyrir að á svæðinu sé blaðamaður og hleypur inn á skrifstofu. Hann kemur til baka með gamlar ljósmyndir. Þetta reyn- ist vera fyrrverandi boxmeistari! Meðan bætt er í tebollana eru verðlaunapen- ingar dregnir fram og rætt um gamla daga. „Ég var góður. Ég keppti víða fyrir hönd landsins,“ segir boxarinn með fortíðarblik í auga. Áfram heldur hringferðin og brátt er komið hádegi. Pálína þakkar fyrir sig og heldur aftur á skrifstofuna. Bílstjórinn tilkynnir í gegnum tal- stöðina að hann þurfi að fara frá sjúkrahúsinu á skrifstofuna og biður um leyfi til að aka. Blaða- maður spyr Pálínu hvort hún sé hörð á því að vilja vinna í Kabúl þrátt fyrir erfiðleika og frels- isskerðingu. Hún er ekki lengi til svars. „Já! Þetta er grunnuppbyggingarvinna og það er ákaflega gefandi og dýrmætt. Maður er alltaf að reyna að skilja eitthvað eftir, að opna ein- hverjar dyr, og hér eru gullin tækifæri til þess.“ Pálína Ásgeirsdóttir sendifulltrúi Rauða kross Íslands stumrar yfir dreng sem hefur særst illilega í Afganistan. Hún er yfir fjórum sjúkra- húsum á vegum Rauða krossins í Kabúl. Vettvangsferð á afganskt sjúkrahús komu stríðssærðir frá Súdan. Á þeim tíma þótti heppilegra að byggja upp sjúkrahús utan stríðsátakanna og fyrir valinu varð Kanya, skammt frá landamærum Súdan. Þarna dvaldi ég í þrjá mánuði og það var allt öðru vísi en í Sómalíu, enda friður í Kenýa. Mér er hins vegar minnisstætt hversu óskaplega heitt var þarna og hve mikið var af pöddum, sérstaklega þegar tók að rigna – þá bókstaflega iðaði allt af lífi.“ Sprengjum rigndi niður Ári seinna var Pálína beðin um að fara til Afganistan og þáði boðið. Í febrúar hafði afgönskum stríðsherr- um, svokölluðum mujahidden, loks tekist að koma rússnesku leppstjórn- inni í Kabúl frá völdum. „Ég kom hingað nokkrum mánuð- um síðar, skömmu eftir að Jón heitinn Karlsson var myrtur hérna. Þá voru gamlir fjendur, sem sameinast höfðu gegn Rússum og stjórninni í Kabúl, farnir að rífast aftur. Ástandið versn- aði mjög hratt og blóðugir bardagar hófust. Hér fór fljótlega að rigna nið- ur sprengjum. Bardagarnir hófust venjulega með fyrstu morgunskím- unni. Sprengjurnar voru ákaflega há- værar og hefði maður unnið um nótt- ina var vita vonlaust að ætla að sofa á morgnana eða yfir daginn.“ – Hvernig var að vera á stað þar sem vopnuð átök voru allt í kring? „Það var satt best að segja mjög sér- kennileg tilfinning. Flestir reyndu einfaldlega að einbeita sér að vinnunni. Það gefur augaleið að þegar svona mikið er af sprengjum, þá er líka mikið af slösuðu fólki. Aðsóknin var svo mikil að fólk þurfti einnig að liggja á börum utandyra. Vinnan var ofboðsleg og hún fyllti hreinlega allar hugsanir manns. Ef þeir sem sáu um öryggismálin sögðu að maður gæti unnið, þá vann maður. Ef maður varð að fara niður í neðanjarðarbyrgi, þá gerði maður það einfaldlega. Auðvit- að komu hins vegar dagar þar sem maður hugsaði hvað í ósköpunum maður væri að gera þarna og hvernig þetta myndi allt saman enda. Þegar maður sinnti sjúklingunum, sem lágu úti, þurfti maður til dæmis að skjótast meðfram veggjum til að verjast því að fá kúlu í sig, því kúlum rigndi niður. Á endanum voru allir sendifulltrú- ar ICRC sendir heim. Þótt ég hafi verið fegin ákvörðuninni var heimför- in um leið óhemju erfið. Þetta var raunar eitt það erfiðasta sem ég hef gert í öllu mínu hjálparstarfi. Þörfin hafði aldrei verið meiri og afganskur samstarfsfélagi minn spurði mig af hverju ég væri að fara þegar þeir þyrftu mest á mér að halda! Þetta fólk gat náttúrlega ekkert farið, það átti heima þarna.“ – Venst það einhvern tímann að sjá fólk láta lífið allt í kring? „Það fer í raun eftir því hvað átt er við með því að venjast. Vissulega venjast hlutirnir upp að vissu marki. Þeir eru vondir en þeir venjast. Það er hins vegar ekki þar með sagt að maður taki þá ekki nærri sér. Þetta venst að því leyti að maður getur unn- ið, er ekki óstarfhæfur, og getur líka vonandi unnið úr þeim eftir á. Þegar horft er upp á svona miklar öfgar og hörmungar getur tekið sinn tíma að vinna úr þeim. Þótt maður haldi ann- að nær maður síðan kannski aldrei að vinna úr þeim,“ segir Pálína og glott- ir. Hún bætir við að mánuðirnir tveir í Afganistan hafi líklega verið þeir ein- kennilegustu sem hún hefur upplifað. Síðan spyr hún blaðamann hvort hon- um sé nokkuð kalt. Þegar rökkva tek- ur verður ansi kalt í Kabúl. Frá Afganistan til Pakistan Litlu mátti muna þegar sendifull- trúarnir voru á leið út úr Kabúl á sín- um tíma. Sprengjur féllu allt í kring- um bílinn og bílstjórinn varð að snúa við og velja aðra leið. Frá Afganistan var ekið yfir til Pakistan. Þaðan fór Pálína heim til Íslands en var stuttu síðar komin aftur til Pakistan, enn og aftur á vegum ICRC. „Þá vann ég við svæfingar á skurð- sjúkrahúsi í Quetta. Sjúkrahúsið þjónaði fyrst og fremst Afgönum. Fólk kom yfir landamærin til okkar. Við tókum á móti mörgum sem stigið höfðu á jarðsprengjur. Það var ótrú- legt að sjá hvernig menn voru sund- urtættir eftir sprengjur sem einhver hafði hent einhvers staðar, ef til vill mörgum árum áður. Í Quetta var mjög mikið að gera. Við unnum annan hvern sólarhring og til hádegis næsta dag. Á næturnar var hins vegar nán- ast alltaf útkall. Eitt af því jákvæða við að vera þarna var að ég gat fylgst náið með því hvað var að gerast á gamla sjúkrahúsinu mínu í Kabúl. Það var náttúrlega hræðilegt að hafa þurft að fara. Starfsmennirnir sem eftir voru, það er þeir afgönsku, stóðu sig hins vegar ótrúlega vel. Ég var mjög stolt af þeim og gat á endanum verið sátt við að hafa farið. Heima- mennirnir gátu alveg gert þetta, það var búið að þjálfa þá svo vel upp. Það er alltaf markmiðið hjá Rauða kross- inum, að koma hlutunum á endanum yfir til heimamanna.“ Í Quetta átti Pálína að vera í þrjá mánuði en framlengdi samninginn tvisvar. Hún kom síðan heim til Ís- lands og tók við deildarstjórastöðu á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur árið 1993. „Ég kunni ákaflega vel við mig þar. Slysa- og bráðaþjónustan var líf mitt og yndi. Ég var bókstaflega gift deild- inni!“ segir hún og hlær. Á endanum fór hún þó af landi brott og þá til Ken- ýa í annað sinn. Þar var hún í ár og stjórnaði sjúkrahúsi ICRC, sem þá var orðið 600 rúma sjúkrahús. Heim kom hún aftur á slysadeildina en sá síðan auglýsingu frá utanríkisráðu- neytinu. Verið var að auglýsa eftir læknum og hjúkrunarfræðingum til að fara til Bosníu með breska hern- um. Starfsfólk vantaði á herspítala fyrir breska hermenn í friðargæslu NATO. „Ég hugsaði með mér að þetta væri kannski eitthvað sem ég ætti að gera og klippti auglýsinguna út. Í raun var ég að ögra sjálfri mér því eftir að hafa tekið í mörg ár á móti fórnarlömbum stríðsátaka og vopnaskaks var ég komin með algjöran ímugust á her og öllu sem honum viðkom. Mér fannst að ég þyrfti kannski að sjá aðra hlið á málinu og gæti haft gott af því að lit- ast um í „óvinabúðunum“. Í starf- sviðtalinu fannst mér ég þó vera að svíkja sjálfa mig og allt sem ég hafði staðið fyrir fram að þessu. Ég var hins vegar ráðin og sagði þá upp á slysadeildinni. Við vorum þrír Íslend- ingar sem fórum. Í skotvesti í Bosníu Í fyrsta sinn sem ég fór í herbún- inginn leið næstum yfir mig. Mér fannst þetta alveg hræðilegt! Þar sem þetta var herspítali var ég alltaf í bún- ingnum og þetta smávandist. Þegar ástandið var hvað verst vorum við auk þess í skotvesti og með hjálm ut- andyra. Þremur dögum eftir að við komum fór NATO inn í Serbíu. Þar sem við vorum í serbneska hluta Bosníu voru öryggisráðstafanir hjá okkur miklar. Búist var við hverju sem er. Aðalstöðvarnar í Banjaluka þurftu að fá aukinn mannafla í heilsu- gæsluna hjá sér og við Íslendingarnir fórum þangað. Til Banjaluka ókum við á skriðdrekum. Ég verð að segja að það var persónulegur sigur fyrir mig að komast í gegnum hálft ár í hernum! Frá Bosníu kom ég heim í stuttan tíma en var síðan beðin að stjórna spítala ICRC á Austur-Tímor. Þá hafði Austur-Tímor nýverið hlotið sjálfstæði frá Indónesíu eftir 24 ára ógnarstjórn og ýmiss konar skæru- hernaður var í gangi. Þarna var frið- argæsla á vegum Sameinuðu þjóð- anna og ég margþakkaði guði fyrir að hafa verið í Bosníu og hafa kynnst friðargæslu og her innanfrá. Sú reynsla átti eftir að koma sér vel. Það var ólýsanlegt að finna hvað fólk á Austur-Tímor hafði gengið í gegnum og skrýtið að sjá hvernig allt efsta lagið í samfélaginu hafði verið þurrkað í burtu. Nánast allir mennta- menn og þeir sem gegnt höfðu stjórn- unarstöðum voru Indónesar eða fólk hliðhollt þeim. Þegar Indónesarnir fóru var engin lögregla, engir dóm- stólar, engir lögfræðingar, engir verkfræðingar, engir stjórnendur – ekkert! Það var augljóst að hér var mikið uppbyggingarstarf nauðsyn- legt. Þarna var enn eina ferðina mikil vinna. Ég hef aldrei gegnt starfi á vegum Rauða krossins sem er rólegt! Þetta eru alltaf tíu til tólf tímar á dag, sex til sjö daga vikunnar eða langar vaktir í vaktavinnu. Að sama skapi fær maður ákaflega mikið til baka, sem er ein af ástæðunum fyrir því að ég fer aftur og aftur. Maður myndi ekki gera þetta ef manni leiddist það eða líkaði ekki.“ Ræturnar eru heima Pálína fór aftur heim til Íslands, dvaldi í Kenýa um skeið en fór síðan á nýjan leik til Austur-Tímor. Þá var verkefnið að afhenda sjúkrahúsið inn- fæddum. „Takmark Rauða krossins er ævinlega að hjálpa til í byrjun en kenna heimamönnum síðan og gera sjálfan sig óþarfan. Að koma ein- hverju á fót sem síðan getur blómstr- að áfram í höndum þeirra sem eru á staðnum. Erlendir hjálparstarfs- menn koma og fara en þeir innlendu eru alltaf til staðar. Það sást best í Afganistan árið 1992.“ Frá Asíu venti Pálína kvæði sínu í kross og fór til Bretlands í masters- nám. Fyrir valinu varð mannauðs- stjórnun í heilbrigðisþjónustu. Námið kláraði hún í lok janúar síðastliðinn og kom til Afganistan í maí. Er hún ekkert orðin þreytt á þessu flakki? „Nei, alls ekki. Satt best að segja þegar ég hugsa heim núna, hugsa ég til fjölskyldu og vina en ekki vinnu. Oft þegar ég kem til Íslands og sé allt stressið og efnishyggjuna hef ég orðið svekkt út í sjálfa mig fyrir að hafa séð heimkomuna í fögru ljósi. Mér finnst talsvert margt hafa breyst heima. Einstaklingshyggjan verður stöðugt meiri og mönnum kemur næsti mað- ur hreinlega ekki við. Margir átta sig ekki á því hvað þeir hafa það gott og eru í kapphlaupi við að græða sem mest. Þegar ég er búin að vera á Ís- landi í nokkra mánuði dettur ég síðan sjálf inn í þankagang þjóðarsálarinn- ar. Það er eiginlega dálítið spælandi og þess vegna best að dæma ekki neinn, maður er af sama sauðakyn- inu! Maður aðlagast því umhverfi sem maður er í. Hins vegar er auðvitað alltaf gott að koma heim og hitta fjöl- skyldu og vini, leggjast í hraunlautu, lykta af mosanum, fara á hestbak og tala við álfana og huldufólkið! Ræt- urnar eru heima og þær eru sterkar.“ ’ Það gefur augaleið að þegar svona mikið eraf sprengjum, þá er líka mikið af slösuðu fólki. Aðsóknin var svo mikil að fólk þurfti einnig að liggja á börum utandyra. ‘ ’ Ég hef aldrei gegnt starfi á vegum Rauðakrossins sem er rólegt! Þetta eru alltaf tíu til tólf tímar á dag, sex til sjö daga vikunnar eða langar vaktir í vaktavinnu. ‘ Höfundur er BA í heimspeki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.